Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1988 Fundur sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík; Formeim samstaifsflokkanna sak- aðir um óheilindi og ódrengskap MIKILL einhugnr ríkti á Qöl mennum fundi sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á miðvikudag. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, og Friðrik Sophusson, varaformaður, fluttu framsögu á fundinum og var orðið síðan gefíð laust. Þorsteinn rakti aðdraganda stjórnarslitanna og sagði málefíiaágreining ekki hafa valdið þeim. Var góður rómur gerður að máli formanns Sjálfstæðisflokksins og að ræðu hans lokinni stóðu fundarmenn upp og hylltu formanninn með löngu lófataki. Flestir þeirra sem til máls tóku á fundinum voru mjög harðorðir í garð formanna samstarfsflokka Sjálfstæðis- flokksins og sökuðu þá um óheilindi og ódrengskap. Þorsteinn Pálsson sagði að hann hefði á dögunum hitt á götu fyrrver- andi alþingismann af vinstri væng stjómmálanna. Hefði hann sagt að sér sýndist sem tillögur Sjálfstæðis- flokksins sem núna Iægju fyrir væru hagstæðari launafólki en til- lögur tvíburabandalags Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks. Þorsteinn sagði að það þyrfti ekki að koma sjálfstæðismönnum á óvart að þegar mikið gengi á í stjómmálum og leiðir skildu vegna þess að tekist hefði verið á, að Sjálf- stæðisflokkurinn stæði með tillögur sem tryggði hagsmuni atvinnulífs- ins og verði stöðu heimilanna. Vandinn sem við væri að stríða væri fyrst og fremst vegna þess að útflutningsframleiðslan hefði um nokkurt skeið verið rekin með halla. Það væri úr vöndu að ráða þegar mæta skyldi slíkum aðstæðum sem að stóram hluta til hefðu skapast vegna breyttra ytri aðstæðna en einnig vegna þess að ekki hefði náðst nógu góð tök á verðbólg- unni. Hefðbundnar leiðir væra því vandmeðfamar. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist í sumar hafa farið um Iandið og heimsótt atvinnufyrirtæki og að þeirri ferð lokinni afráðið, í samráði við samstarfsflokkana, að skipa sérstaka ráðgjafanefnd með fulltrú- um atvinnulífsins til að gefa ábend- ingar um með hvaða hætti mætti bregðast við. Nefndin hefði lagt til niðurfærsluleið og tók ríkisstjómin hana til athugunar, í fyrsta lagi með því að kanna afstöðu verka- lýðshreyfíngarinnar. Þorsteinn ítrekaði að það hefði verið Sjálf- stæðisflokkurinn sem setti þessa kröfu fram, ekki Alþýðuflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn. Þeir hefðu sett önnur skilyrði s.s. að launalækkun næði ekki til sjómanna með sama hætti og annarra heldur yrði fiskverð lækkað. „Það hefði haft það í för með sér að sumir sjómenn hefðu fengið launalækkun en aðrir ekki. Ekki þeir sem físka beint á erlendan markað um borð í frystitogurum eða beint á erlendan ferskfískmarkað. Ekki þeir sem selja á uppboðum." Einnig hefði Framsóknarflokkurinn komið með tillögu þess efnis að sjómenn sem styddust við Verðlagsráðsverð skyldu aðeins taka 5% launalækkun en allir aðrir launamenn 9% launa- lækkun. Þorsteinn sagðist vel geta tekið undir öll sjónarmið um að standa ætti vörð um launakjör sjó- mannastéttarinnar. „En hitt er deg- inum ljósara, að það getur aldrei gengið í íslensku þjóðfélagi, og Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei standa að því að lækka laun með þeim hætti að sjómenn fái 5% launa- lækkun en starfsfólkið í frystihús- um fái 9% launalækkun. Það er ekki efnahagsaðgerð. Það er órétt- Iæti.“ Óframkvæmanleg verðlagslækkun Þorsteinn sagði að samstarfs- flokkamir hefðu krafíst þess að allt verðlag yrði lækkað með lögum um 4-5% þó að þeir vissu að slíkt væri óframkvæmanlegt. Þeir hefðu ætl- að að bjóða ASI upp á loforð um verðlagslækkun, sem þeir hefðu vit- að að ekki væri hægt að fram- kvæma. Taldi Þorsteinn að það hefði e.t.v. verið gert í trausti þess að á eftir mætti segja að það hefði „ekki verið okkur að kenna heldur hinum aðilunum að ríkisstjóminni". Slíkum vinnubrögðum hefðum við langa reynslu af. Sú afstaða sem hefði mótast inn- an ASÍ gagnvart niðurfærslunni hefði ekki verið til komin af pólitísk- um þvergirðingshætti, sagði Þor- steinn. Hún stafaði einfaldlega af því að þessi menn gerðu sér grein fyrir því að aðgerð sem þessi gæti ekki komið réttlátlega niður. Það yrðu allt of margir sem fengju launalækkun á móti allt of mörgum sem fengju hana ekki. Þessi sjónar- mið hlaut hann að fallast á. Þetta hefði verið mjög eðlilegt samráð og það hefði verið að beija hausnum við steininn að taka ekki tillit til þeirrar niðurstöðu sem út úr þeim viðræðum kom. Þess vegna væri út í bláinn að stilla spumingunni upp sem svo hvort einhver hefði drepið niður- færsluna. Samstarfsflokkamir hefðu hins vegar kosið að halda þeim leik áfram eftir að staðreynd- imar lágu fyrir og draga það upp í hinum pólitíska skollaleik að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði drepið þessa leið. Lokatillögur Sjálfstæðisflokksins sagði Þorsteinn Pálsson að hefðu verið^heildstæðar tillögur sem hefðu mætt þörf atvinnuveganna og varið kjör heimilanna. Ef þessi leið hefði verið farin hefði verðbólga verið komin niður í 10% á tímabilinu sept- ember fram í apríl á næsta ári. „Það hefur enginn með nokkram rökum getað sýnt fram á að aðrar raunhæfari tillögur hafí verið lagð- ar fram í þessum miklu umræðum sem hafa átt sér stað.“ Með þessum tillögum hefðu sjálf- stæðismenn talið sig vera að koma til.móts'við sjónarmið beggja sam- starfsflokkanna og um leið veija það grandvallarsjónarmið sjálf- stæðismanna að sökkva ekki íslensku þjóðfélagi og íslensku at- vinnulífí ofan í ógnarfen skatt- heimtu og millifærslu og færa þjóð- félagið 30-40 ár aftur í tímann. Það hefði ekki verið hægt að ætlast til þess að frá þessu grandvallarvið- horfí yrði hvikað. En þrátt fyrir það hefði það strax komið fram í tillög- um Sjálfstæðisflokksins að ef vaxtaþróunin gengi ekki fram eins og til væri ætlast yrði Seðlabankinn látinn beita undantekningarákvæð- unum í Seðlabankalögunum og knýja niðurstöðuna fram. Óhjá- kvæmilegt hefði verið að laun yrðu fryst fram í apríl á næsta ári og þegar Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti af illri nauðsyn að grípa þannig inn í fijálsa samninga þá yrði hann líka að vera reiðubúinn að grípa inn í stjóm verðlags- og vaxtamála. Síðan sagði Þorsteinn: „En það var fullkomlega óraunhæft að ætl- ast til þess að Sjálfstæðisflokkurinn færi að færa þetta þjóðfélag marga Þorsteinn Pálsson á fímdi sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík á miðviku- dag. Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, i ræðustól fíindinum. áratugi aftur í tímann með stórkost- legri millifærslu og skattheimtu. Það gat aldrei gengið. Um það grandvallarsjónarmið urðum við að standa vörð og um það stóðum við vörð og um það munum við sjálf- stæðismenn standa vörð.“ Ekki málefhaágreiningur Þorsteinn sagði það vera sína skoðun að tæpast hefði verið um málefnaágreining að ræða milli samstarfsflokkanna varðandi loka- tillögurnar sem réði stjómarslitum. Sjálfstæðismenn hefðu teygt sig það langt í átt til sjónarmiða beggja flokkanna og hann teldi eftirleikinn sýna að það hefði verið eitthvað annað en málefnaágreiningur sem réði þessu. Saga síðustu mánaða væri ekk- ert ósvipuð þeirri sem sjálfstæðis- menn hefðu upplifað í ríkisstjóm með Framsóknarflokknum frá 1953-56, undir forystu Ólafs Thors. Las Þorsteinn síðan upp úr Ólafs sögu Thors, eftir Matthías Johann- essen, en þar segir sem svo: „í fyrr- nefndu bréfí frá 23. maí 1955 seg- ir Ólafur Thors að erfíðleikamir verði miklir í haust. Fjárlög og nýir skattar, vaxandi verðbólga, útveg- urinn í þröng, togaramir beri sig ekki og frystihúsin segjast verða að lækka fískinn vegna aukins kostnaðar o.s.frv. Kosningar verða sennilega næsta vor. Þær breyta engu, gætu lyft Hermanni í stólinn, það er hans lífsdraumur, sama.er mér, enginn er af þessu öfundsverð- ur.“ Þorsteinn vitnaði áfram í Ólafs sögu Thors og rakti fæðingu Hræðslubandalags Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Taldi hann margt vera líkt með þeim atburðum og atburðum líðandi stundar með þeirri einni breytingu að nú kæmi nafn sonar í stað föður. Sarastarf borgaralegra afla Þorsteinn sagði að þegar þessi atlaga hefði verið ljós á laugardag- inn þá hefði verið einsýnt að sjálf- stæðismenn hlytu að kanna þann möguleika hvort ekki væri gagn- kvæmur vilji hjá þeim sem áður störfuðu í fijálslyndri borgaralegri sameiginlegri fylkingu að leita sam- starfs á ný, þegar setja ætti fijáls- lynd borgaraleg öfl til hliðar í íslensku þjóðfélagi. Þess vegna hefðu hann og Albert Guðmundsson átt fund á sunnudag og hefðu þeir fundið að grandvöllur væri fyrir málefnalegu samstarfí. „Á þessu stigi hafa þær viðræður farið fram á milli tveggja sjálfstæðra flokka sem hvor um sig ber ábyrgð á sínum málefnum, sínum forystumönnum. Þetta er fyrsta skrefið til þess að kanna hvort þessi samstaða geti ekki náðst á ný. Mín skoðun er sú að þeir miklu hagsmunir séu nú fyrir hendi að við verðum að geta, ef þörf þjóðfélagsins krefur, vikið fyrri ágreiningsefnum til hliðar í þeim tilgangi að ná samstöðu þeirra sem hafa sömu hugsjónir og við, til þess að veijast þeirri vinstri sókn sem nú er verið að koma fram og á að snúa íslensku þjóðfélagi þijá . til Qóra áratugi aftur í tímann." Vel mætti vera að Alþýðuflokki og Framsóknarflokki tækist að mynda nýja ríkisstjóm en þeir hefðu skapað pólitíska óvissu í landinu. Þeir hefðu ýtt til hliðar raunhæfum tillögum. Smáskammtalækningar fram yfír Alþýðusambandsþing væri ekki það sem atvinnulífið og heimilin í landinu biðu eftir. Þau væra ekki að bíða eftir ráðstöfunum þar sem tjaldað væri til einnar nætur. Einungis hefði þó sést smá- skammtalækningar, skattahækk- anir og afturhvarf til fortíðar. „Við höfum áður barist við vinstri stjóm og við munum verða reiðu- búnir til að taka þá baráttu upp aftur og við .munum sýna það að við getum sameinað fijálslynd borg- araleg öfl í þessu landi. Við munum veija fijálslynda víðsýna umbóta- stefnu og veija atvinnu- og athafna- frelsi einstaklinganna í landinu." Formaður Framsóknar- flokksins í stjórnarandstöðu Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði reynsl- una sýna að þriggja flokka stjómir væra óstöðugar. Úrslit síðustu kosninga hefðu valdið sjálfstæðis- mönnum vonbrigðum og ekki hefði reynst unnt að mynda tveggja flokka stjóm. Eini stjómarmyndun- armöguleikinn, eftir langar stjóm- armyndunarviðræður, hefði reynst þriggja flokka stjóm Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks. Þegar rætt væri um efnahags- vandann væri rétt að hafa í huga að kaupmáttur atvinnutekna hefði aukist um tæplega 30% á áranum 1986 og 1987. Hvergi í hinum vest- ræna heimi hefðu lífskjör batnað með viðlíka hætti. Þó stjómarflokkamir hefðu ólík- ar stefnur á mörgum sviðum sagð- ist Friðrik fullyrða að auðvelt hefði verið að ná samkomulagi um nauð- synlegar aðgerðir ef vilji hefði verið fýrir hendi. Því miður hefði formað- ur Framsóknarflokksins strax um síðustu áramót kosið að taka sér stöðu með annan fótinn í stjóm og hinn í stjómarandstöðu. „Formaður Framsóknarflokksins tók þátt í öll- um efnahagsaðgerðum ríkisstjórn- arinnar. Fullt tillit var tekið til til- lagna hans eins og annarra ráð- herra en aftur og aftur eftir að ríkis- stjómin hafði komist að niðurstöðu lýsti hann því yfír opinberlega að hann hefði heldur kosið að fara aðra leið en þá sem farin var,“ sagði Friðrik. Þetta hefði gert stjóminni erfítt fyrir og grafíð undan trausti almennings. Þó kastaði tólfunum þegar utanríkisráðherra Iýsti þeirri skoðun sinni í viðtölum við blöð að stefna ætti að vinstri stjóm eða jafnvel minnihlutastjóm Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks. „Slíkar yfírlýsingar og viðtöl formanns Framsóknarflokksins við formenn stjómarandstöðuflokkanna grófu enn undan stjómarsamstarfinu og bentu til þess að unnið væri að nýrri stjómarmyndun á sama tíma og rætt var um nauðsynlegar efna- hagsaðgerðir í ríkisstjóminni." Friðrik sagði Þorstein hafa lagt sig allan fram um að ná samkomu- lagi milli stjómarflokkanna. Sam- starfsslitin væra á ábyrgð for- manna Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks. „Þó varla verði sagt að ríkis- stjómin hafí fallið vegna ágreinings um efnisatriði, enda var aldrei full- reynt að jafna hann, hefur lækkun matarskattsins verið notuð sem efn- isleg ástæða. Á meðan utanríkis- ráðherrann Steingrímur Hermanns- son kinkaði kolli með vanþóknunar- svip í sjónvarpssal Stöðvar 2 á föstudagskvöld lýsti Jón Baldvin Hannibalsson því yfír að tillaga Þorsteins Pálssonar væri rýtings- stunga í bakið á sér og bætti því við að lækkun skattsins skilaði engu 'í vöraverði. Þetta era alvarlegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.