Morgunblaðið - 01.10.1988, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 01.10.1988, Qupperneq 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 Jón Ögmundur Þormóðsson „Annað hvort styðja menn skaðabótaskylda uppsögn sljórnarinnar eða þeir koma til varn- ar góðum dreng. Hvort er meira í anda kristn- innar?“ laust fyrir vantrausti Alþingis. Aðr- ir stjómarmenn hafa fengið tíma til að huga að afsögn. Hefði mátt telja eðlilegast að þeir segðu af sér en gæfu út yfirlýsingu þess efnis að þeir teldu sig ekki með því viður- kenna að þeir hefðu farið að and- stætt lögum safnaðarins samkvæmt eigin skilningi varðandi uppsögn prestsins. Á þann hátt hefðu þeir getað sýnt sáttavilja sinn og stuðlað að friði í söfnuðinum þannig að m.a. verði afstýrt málarekstri fyrir dómstólum varðandi uppsögnina og tryggt að helgihald geti hafist að nýju án tafar. Stjómarmennirnir, sem eftir em, hafa hins vegar kos- ið að bæta gráu ofan á svart með því að efna til skoðanakönnunar, sem þeir kalla allsheijaratkvæða- greiðslu, um uppsögn prestsins, m.ö.o. um þá ákvörðun safnaðar- fundarins að lýsa uppsögnina ógilda. Slík skoðanakönnun hefði átt rétt á sér þegar biskup lagði slíkt til fyrir nokkmm vikum. Þá sinnti stjómin því ekki þótt með því hefði mátt höggva á hnútinn í deil- unni. Eftir að hún hafði hins vegar orðið í minnihluta var þessi leið loksins orðin nógu góð. Stuðnings- menn séra Gunnars Bjömssonar munu þó ekki una slíkum leik með ákvarðanir æðsta valds í málefnum safnaðarins, safnaðarfundarins, og hyggjast því ekki taka þátt í at- kvæðagreiðslunni. Þeir sem greiða munu atkvæði með uppsögn safnaðarprestsins, jafnvel á gmndvelli þess misskiln- ings að unnt sé samkvæmt lögum safnaðarins að segja prestinum upp án gildra ástæðna, taka að mínum dómi þátt í að viðhalda því skaða- bótaskylda ranglæti sem fjölmenn- asti safnaðarfundur á íslandi sættir sig ekki við, og viðhalda enn um sinn ófriði innan safnaðarins, sóa fé safnaðarins og tíma safnaðar- fólks, í stað þess að snúast á sveif með þeim sem vilja beijast gegn ranglætinu og koma í veg fyrir skaðabóta- og æmmeiðingamál auk áframhaldandi tmflunar á messu- haldi og jafnvel brottfarar fólks úr söfnuðinum. í sambandi við hið síðastnefnda má ekki gleyma því að á altaristöflu kirkjunnar stend- ur: „Komið til mín, allir.“ Annað hvort styðja menn skaða- bótaskylda uppsögn stjómarinnar eða þeir koma til varnar góðum dreng. Hvort er meira í anda kristn- innar? Höfundur er lögfræðingur. * •• I tilefni sýningar Grínidjunnar á N.O.R.l). býðurARNARHOLL sérstakan matsedil áföstudags- og laugardagskvöldum - fyrir og eftir sýningu. REGNBOGAKÆFA CLÖRV kr. 325,- (Regnbojfakœfa med hunangssósu) WALDGRAVE SÚPA kr. 275,- (Súpa kvöldsins) NÆR ÖLDUNGIS GÓMSÆTl HIŒKKJUSVÍN í POKA kr. 995,- (Innbakadur/'rísavödvi nm) nsii, sveppum og kn'ddjurtasósu) RISTUD SMÁLÚDA HJ.Á RICK OG RANSÝ kr. 795,- (Risiud smálúöuflök mei) pnstu, hrísgrjónum og kmklingasósu) KOMDU OG FÁDU l>ÉR RUGLUKOLLU Á BARNUM opinn á kvöldinfrá kl. 111:00, þriÖjud. til laugard. pantanasími IH833 Hvetfisgölu8-10 Messa og sembaltón- leikar í Skál- holtskirkju Kirkja Óháða safnaðarins í Reykjavík. Kirkjudagur Oháða safiiaðarins KIRKJUDAGUR Óháða saftiað- arins er á sunnudaginn kemur, þann 2. október, og hefst með guðsþjónustu kl. 14.00. Kirkjudagurinn er árviss hjá Óháða söfnuðinum og er ávallt haldinn hátíðlegur á sunnudegi í október. Kvenfélag safnaðarins sér um kaffísölu í Kirkjubæ eftir messu, og hægt er að fullyrða, að veislu- borð bíður kirkjugesta. Kirkjubær er nú sem nýr, húsnæðið hefur ver- ið endumýjað og ný húsgögn hafa verið keypt inn og er þar mjög vist- legt. Kirkjudagurinn er fyrir alla fjöl- skylduna, verið því öll velkomin. Þórsteinn Ragnarsson, saftiaðarprestur. NÆSTA sunnudag klukkan 14 prédikar dr. Axel Torm í messu í Skálholtskirkju. Dr. Torm var um áratugi formaður hins dansk-ísraelska kristniboðs. En jafiift-amt starfi sínu sem prestur og kristniboði hefur hann ritað um kristniboðsguðfræði. Hann er nú liðlega áttræður, en sístarf- andi. Fyrir tveim ámm var hann sæmdur doktorsnafnbót við háskól- ann í Kaupmannahöfn fyrir ævi- starf sitt. Klukkan 17.30 síðdegis heldur Helga Ingólfsdóttir semballeikari stutta tónleika sem hún nefnir sembalstund í Skálholtskirkju. Öll- um er heimill aðgangur. Doktor Axel Torm er hér í boði samtaka um kristna boðun meðal gyðinga. Samtökin vom stofnuð fyrir 10 ámm og minnast afmælis- ins með samkomu og borðhaldi eft- ir tónleikana. - Bjöm Nú bregðum við á betri leik með fleiri og flölbreyttari möguleikum Lottó 5/38 Pú velur ems og áður 5 tölur, en nú af 38 mögulegum. Eðli leiksins er hið sama og áður og vinningamir ganga allir til þátttakenda. ustala! Það er nýjung sem segir sex. í hverjum útdrætti verður dregin út sjöttatalan, svokölluðbónustala. Þeir sem hafa hana og að auki fjórar réttar tölur fá sérstakan bónusvinning. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.