Morgunblaðið - 01.10.1988, Page 39

Morgunblaðið - 01.10.1988, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 39 Minning: Guðbjörg Daníela Jóns- dóttirfrá Króktúni Fædd 2. september 1905 Dáin 30. ágúst 1988 Útför Daníelu Jónsdóttur fór fram frá Stórólfshvolskirkju þann 10. september sl. að viðstöddu §51- menni. Það gaf til kynna að hún átti marga góða vini, sem hún rækt- aði vináttu við og sem mundu hana eins og hún mundi þá. Unga fólkið var þar áberandi margt, í þess hópi átti Dalla, eins og hún var jafnan nefnd, marga góða vini. Daníela átti sitt heimili í Krók- túni í Hvolhreppi, hjá heiðurshjón- unum Halldóri bróður sínum og konu hans Katrínu Jónínu Guðjóns- dóttur frá Brekkum og bömum þeirra sem vom fimm. Dalla giftist aldrei og átti ekki böm, en hún elskaði þess í stað böm þeirra Halldórs og Jónínu eins og væru þau hennar eigin böm og eignaðist að launum ást þeirra og umhyggju allt til enda. Króktúnsheimilið var opið böm- um víða að. Ef eitthvað bjátaði á hjá náunganum þá var gott að leita þangað, hvort sem heldur var til að koma bami fyrir á heimilinu eða leitað var hjálpar af öðmm ástæð- um, ævinlega var svarið jákvætt og það var ekki gert til að auðg- ast, peningar vom ekki teknir með bömum þar eins og nú tíðkast, það þekktist ekki á þeim bæ. Nei það var gert til þess að létta byrðar annarra manna, skyldra og vanda- lausra um lengri eða skemmri tíma eftir ástæðum. Á þessu heimili kynntust bömin henni Döllu, hlýju hennar og umhyggju. Halldór í Króktúni var einnig fljótur að búa sig af stað ef hjálpar var þörf á öðrum bæjum og enginn var giaðari en hann að loknu góðu verki. Þetta hljóta allir að muna sem til þekktu. Þetta var Króktúnsheimilið þekkt fyrir og bónbetri manneskjur hefi ég aldrei þekkt því greiði við náung- ann var bara eitthvað sem var alveg sjálfsagt og ekki umtalsvert. Slíkt fólk safnar sjaldan auði, það gefur auga leið, en allt virtist blessast í þeirra höndum. Nú er ekkert sem minnir á það Króktún sem áður var eða það höfðingsfólk sem þar bjó, allt hefur verið jafnað við jörðu. Eftir stendur minningin ein í hugum þakklátra vina og samferða- manna, sem aldrei gengu þaðan tónleiðir til búða. Daniela átti heilsteypta skap- höfii, hún var ekki eitt í dag og annað á morgun. Hún var vinaföst og tiygg og hafði ákveðnar skoðan- ir á mönnum og málefnum án þess að fara geyst, það var ekki hennar háttur. Árið 1954 Iést Jónína kona Hall- dórs langt um aldur fram. Þá tók Daníela við hennar störfum á heim- ili bróður síns. Halldór lést árið 1965. Það varð því hlutskipti Daní- elu að standa yfir moldum þeirra beggja með fárra ára millibili svo og dóttur þeirra hjóna, Elísabetar, sem lést í blóma lífsins frá eigin- manni og tveimur ungum sonum, það var þung raun, en svona er lífið. Og að endingu sá Daníela á bak vinkonunni góðu, heiðurskonunni Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minnmgargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð f Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafnar- stræti 85, Akureyri. Jórunni Magnúsdóttur, sem hún bjó hjá um árabil í Bræðraborg á Hellu, eða þar til leiðin lá á Dvalarheimil- ið Lund. Þar leið henni vel, hún var þakklát því ágæta fólki „sem allt vill fyrir mig gera,“ sagði hún þeg- ar fundum okkar bar síðast saman. Daníela unni tónlist, sjálf hafði hún góða söngrödd. Hún söng í Stórólfshvolskirkju þegar ég kom fyrst í Hvolhreppinn. Hún var far- sæll félagi í kvenfélaginu Einingu, Hvolhreppi, þaðan á ég minningar um hana og allar góðar. Og nú er hún Dalla komin heim að kirkjunni sinni til að hvfla meðal vina í ró og friði. Ég þakka henni áratuga vináttu og tryggð og bið Móðir okkar, BJÖRG ÁRNADÓTTIR, Seljalandl 7, fyrrum húsfreyja Stóra-Hofl, Gnúpverjahreppi, lést á dvalarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, 29. september. Bömin. Guð að blessa minningu hennar og ástvini alla. Ragnheiður Ólafsdóttir Móðir okkar, FRÚ VALGERÐUR S. AUSTMAR, Furugerði 1, Reykjavflc, lést á gjörgaesludeild Borgarspítalans fimmtudaginn 29. september. Jarðarförin auglýst síðar. Bömln. Hér sérðu merkilegt verðtilboð á dönsk feOÖfe innréttingum og AEG eldhústækjum: Dönsku kvik eldhús- og baðinnréttingarnar eru vandaðar úr völdum viði og í fjölmörgum stílteg- undum og litum. Verðið er lægra en þú átt að venjast og afgreiðslutíminn er aðeins 3 vikur frá staðfestingu. Þú færð allt kvik sem þig vantar fyrir minna fé en aðrir bjóða og 10% afslætti í október. Þér bjóðast AEG tæki í eldhúsið á sömu kjörum. Komdu í dag og sjáðu þetta með eigin augum. Einn samningur, ein heildarlausn. Margir litamöguleikar. Góð greiðslukjör. Stuttur afgreiðslutími. AEG tæki með í samningnum Ódýr lausn en vönduð. OPIÐ HÚS í DAG 10-16 OG Á MORGUN SUNNUDAG 13 - 16 5 HÓLSHRAUN Fit hf SKUTAHRAUN 2. HAFNARFIRÐI, S: 651499

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.