Morgunblaðið - 01.10.1988, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÖBER 1988
41
Þórdís Gissurar-
dóttir — Minning
Fædd 13. júní 1910
Dáin 26. september 1988
í dag verður jarðsett frá Gaul-
verjabæjarkirkju Þórdís Gissurar-
dóttir, fyrrum húsfreyja í Arabæ í
Flóa. Þórdís fæddist í Gljúfurár-
holti í Ölfusi 13. júní árið 1910.
Hún var yngst af 17 bömum hjón-
anna Margrétar Jónínu Hinriks-
dóttur og Gissurar Guðmundssonar
er þar bjuggu árin í kringum alda-
mótin. Af systkinum Þórdísar er
aðeins á lífi næstyngsta systirin
Sigrún sem nú dvelur á Sólvangi í
Hafnarfirði. Þegar foreldrar Þórdís-
ar brugðu búi 1920 fluttu þau fyrst
til Eyrarbakka en síðar til Hafnar-
fjarðar. Þórdís gekk í skóla á þess-
um stöðum og minntist hún oft
skólans og dvalarinnar á Eyrar-
bakka, sem þá var miðstöð menn-
ingar á Suðurlandsundirlendi. Að
skólagöngu lokinni tóku við ýmis
störf. Hún var mikið í vist sem ung
stúlka og fór stundum í kaupavinnu
á sumrin, en lengst mun hún hafa
unnið á Farsóttarsjúkrahúsinu.
Árið 1940 verða þáttaskil í lífí
hennar þegar hún ræðst sem ráðs-
kona að Arabæ í Flóa til Stefáns
Hannessonar sem þar bjó. Þau
gengu í hjónaband 13. september
1941 og bjuggu síðan í Arabæ, en
Stefán lést 5. október 19(74.
Arabær er ekki iandmikil jörð og
var illa hýst er þau hófu þar bú-
skap, en með eljusemi og hagsýni
byggðu þau upp jörðina og rælrtuðu
tún.
Þau hjón eignuðust 5 böm. Elst-
ur var Gissur Grétar sem var stór-
iega fatlaður frá fæðingu og lést
tæplega 17 ára gamall. Hin bömin
em í þessari röð: Ingunn, gift Sigur-
jóni Jónssyni lyfsala, Vestmanna-
eyjum, Sigmundur viðskiptafræð-
ingur, kvæntur Hafdísi Sigurgeirs-
dóttur sérkennara, Margrét Jónína
húsfreyja í Gerðum, Gaulveijabæj-
arhreppi, gift Geir Ágústssyni
bónda, og Hannes kennari á Sel-
fossi. Kona hans er Helga Jóhann-
esdóttir, fatahönnuður.
Eftir lát Stefáns bjó Þórdís (
Arabæ með Hannesi syni sínum.
Hún naut sín vel í að stjóma búi
og hafði ánægju af sveitastörfum
og gekk í þau af lífí og sál þó að
kraftar tækju að minnka.
Vorið 1983 tóku þau mæðgin þá
ákvörðun að hætta búskap og flytja
til Reykjavíkur og þar eyddi Þórdís
síðustu æviárum sínum.
Fyrir 10 árum kynntist ég Þórdísi
þegar ég kom inn í ijölskyldu henn-
ar. Hún var þá enn húsmóðir í
Arabæ. Þórdís var dugleg og ósér-
hlífin kona sem bar ótakmarkaða
umhyggju fyrir fjölskyldu sinni.
Hún var glaðlynd, hrein og bein í
framkomu og afar hlý ( minn garð.
Eftir að hún flutti til Reykjavíkur
varð samband okkar meira og nán-
ara og mér mikils virði.
Aðstæður hennar breyttust mikið
við flutninginn til Reykjavíkur því
Fallinn er félagi, fagur meiður,
horfínn sjónum, horfinn úr leik. Það
er okkur skákmönnum ætíð mikill
sjónarsviptir, þegar einn úr hópnum
hverfur yfir móðuna miklu, en það
gerðist er Baldur Þórarinsson féll
frá, langt fyrir aldur fram, þann
14. september síðastliðinn.
Cassia, gyðja skáklistarinnar,
hefur töfrað hug milljóna manna
og einn þeirra var vinur okkar Bald-
ur. Ungur að árum lærði hann að
tefla, en faðir hans, Þórarinn Þor-
leifsson, var mikill skákáhugamað-
ur.
Við minnumst Baldurs sem góðs
félaga, sem alla tíð fómaði skákinni
frístundum sínum, þrátt fyrir
strangan vinnudag og oft vonbrigði
nú þurfti þessi vinnuglaða kona að
aðlaga sig því að hafa ekki ákveðin
verk að ganga í eins og í Arabæ.
Hún hafði nú meiri tíma fyrir sjálfa
sig.
Þórdís hafði áhuga á þjóðlegum
fróðleik og hafði gaman af að ferð-
ast. Hún fór með okkur nokkrar
ferðir innanlands og hafði mikla
ánægju af. Hún velti þá gjaman
fyrir sér hvemig lífsbarátta fólks
hefði verið á þeim landsvæðum sem
við fómm um. Ég minnist ferðar
sem við fómm í ágústmánuði síðast-
liðnum norður í Skagafjörð, þar sem
við dvöldum í eina viku.
Þórdísi fannst hápunktur hvers
ferðalags að komast í beijamó,
beijatínslan hafði fyrir henni nyt-
semdargildi sem gaf hveiju ferða-
lagi aukinn tilgang. Þar nyrðra
eyddum við yndislegum degi við
beijatínslu og naut Þórdís þess eft-
irminnilega.
Síðastliðin tvö ár var ég í námi
samhliða vinnu og þessi ár passaði
hún son minn ungan á meðan ég
var í skólanum. Auk þess sem þessi
pössun var mér ómetanleg vegna
námsins var hún ekki síður mikils
virði fyrir son minn því milli hans
og ömmu hans skapaðist náið sam-
band. Þórdís sýndi honum einstaka
umhyggju og þolinmæði. Hún hafði
gaman af söng og kenndi honum
mikið af vísum. í hvert skipti sem
við sonur minn fórum niður í bæ
vildi hann heimsækja ömmu í Ból-
staðarhlíðinni. Það er mikill missir
fyrir lítinn dreng þegar amma er
ekki lengur til að fagna honum og
gleðja hann, en það dýrmæta vega-
nesti sem hún gaf honum verður
ekki frá honum tekið.
Ég vil að leiðarlokum þakka
Þórdísi af alhug fyrir ógleymanlega
vináttu, hlýhug og þá umhyggju
sem hún bar fyrir fjölskyldu minni.
Blessuð sé minning hennar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þcr nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem)
Hafdís
Alltaf bregður manni óþægilega
þegar dauðann ber að garði, sama
hvort hann kemur að vitja ungra
eða aldinna, hraustra eða lasburða.
Alltaf er jafn erfitt að skilja það
að komið sé skarð í vinahópinn og
aldrei eigi maður eftir að deila
stund, gleði eða daglegu amstri með
manneskju sem orðin er hluti af lífi
manns.
Þórdís Gissurardóttir fæddist í
Gljúfurholti í Ölfusi 13. júní 1910,
yngst í hópi 17 systkina. Æviágrip
Þórdísar mun ég ekki rekja hér, að
öðru leyti en því að árið 1941 gift-
ist hún Stefáni Hannessyni bónda
í Arabæ, Gaulveijabæjarhreppi, og
áttu þau fímm böm. Árin hennar í
Arabæ urðu fjörutíu og þijú, tími
í harðri lífsbaráttu. Baldur var
víðlesinn maður og afburðafróður á
flestum sviðum, ekki hvað síst um
skák og skákmenn. Hann hafði
komið sér upp fágætu safni skák-
bókmennta, sem hann sökkti sér
niður í, hvenær sem færi gafst.
Við félagar í Taflfélagi Blöndu-
óss nutum þekkingar hans og fróð-
leiks um áratuga skeið og nú er
við kveðjum hann í hinsta sinn, vilj-
um við færa honum alúðarþakkir
fyrir trygga vináttu, vaska fram-
göngu og baráttu fyrir vexti og
viðgangi féiags okkar og skáklistar-
innar. u-
Hann er staðinn upp frá skák-
borðinu í síðasta sinn og genginn
á vit hins ókunna.
er spannar meira en hálft æviskeið-
ið, og því auðvelt að álykta að ræt-
ur hennar liggi þar.
í Arabæ bjuggu þau hjónin af
hagsýni og dugnaði. Búið var aldrei
stórt en þótti myndarlegt og vel
rekið. Rúmlega sextug missti
Þórdís mann sinn. Hún bjó áfram
í Arabæ með Hannesi syni sínum
til ársins 1983, en þá bmgðu þau
búi og fluttu til Reykjavíkur. Þar
átti hún síðan heimili til hinstu
stundar.
Margar hugsanir og minningar
leita nú á huga minn um Þórdísi,
sem ég kynntist fyrir aðeins fáum
ámm, en þótti orðið vænt um sem
tengdamóður mína. Hér veit ég hins
vegar að er ekki við hæfi að vera
með tilfinningasemi því öll væmni
var henni fjarri skapi. Gilti þá einu
hvort um var að ræða talað mál,
ritað, tónlist eða önnur mannanna
verk.
Eitt af því skemmtilegasta og
eftirminnilegasta sem ég upplifði
með Þórdísi, var þegar hún sagði
mér sögur frá ámnum áður en hún
gifti sig; leikur systkinanna á Gljúf-
urholti, lífíð í Hafnarfirði snemma
á öldinni, stéttaskipting þess tíma,
lífskjör verka- og þjónustufólks,
hjúkmnarstörf á tímum berkla, eða
„að þéna" eins og hún kallaði það.
Þessi störf vora hennar skóli, enda
var hún mikil búkona fram á það
síðasta.
Þó kynni okkar yrðu stutt náði
Þórdís að sýna mér inn í heim sem
var mér borgarbaminu framandi.
Það gerði hún með frásögnum af
liðinni tíð, en ekki síður með
lífsskoðunum sínum og daglegu lífi.
Þó hún byggi orðið í Reykjavík
var hugurinn í sveitinni. Þá naut
hún þess að fylgjast úr fjarlægð
með búskapnum í Gerðum hjá
Margréti dóttur sinni.
Eins og flestir íslendingar á
hennar aldri var Þórdís mótuð af
kröppum lífskjömm. Dyggðir þess-
arar kynslóðar, nýtni, vinnugleði
og hófsemi, em nú metnar til fárra
fiska. Meðan nútíminn pakkar fá-.
nýtinu í skrautlegar umbúðir heldur
þetta fólk sönsum og spyr hvert sé
innihaldið í öllu þessu. Ólíkt verð-
mætamat okkar Þórdísar birtist
ekki síst 'i því sem kalla mætti
smáatriði. Ég man t.d. að eitt vetr-
arkvöldið er ég leit inn til hennar
sat hún við eldhúsborðið með lítið
Við sendum eiginkonu hans,
Guðrúnu Erlendsdóttur, bömum
þeirra sex og öðmm ástvinum inni-
Iegar samúðarkveðjur.
Taflfélag Blönduóss
Minning:
Baldur Þórarinsson
útvarpstæki fyrir framan _ sig og
hlustaði á sígilda tónlist. Útvarpið
var henni ekki afþreying eða síbylja
heldur tæki til fróðleiks og yndis-
auka. Tónlist hlýddi hún á til að
njóta hennar og auðga andann. Þá
skiptu umbúðimar engu máli. Þeg-
ar ég festi þessi orð á blað minnist
ég líka annars í fari Þórdisar sem
mér þótti skiýtið í fyrstu, en það
var áhugi hennar á fólki, ættum
þess og fjölskyldum. Hafi ég ein-
hvem tíma haldið að engir læsu
minningargreinar nema nánir að-
standendur, þá afsannaði hún þá
kenningu fyrir mér. Seinna skildi
ég að þessi séríslenski áhugi á eftir-
mælum stafar ekki bara af forvitni
heldur er þetta ein leið til að sýna
látnum virðingu og votta hinum
hluttekningu sem eftir lifa. Það sem
mér þóttu vera helstu persónuein-
kenni Þórdísar vom fastmótaðar
skoðanir á mönnum og málefnum,
hreinskilnin sem þó duldi ekki gott
hjartalag, og síðast en ekki síst ein-
stök hjálpsemin, er skein í gegn í
öllum hennar gerðum. Þá dettur
mér í hug hversu mjög hún naut
að fylgjast með allri haustuppskem
grænmetis og beija, með það í huga
að allir fengju eitthvað í sinn hlut.
Áhuga og hrifriingu á íslenskri
náttúmfegurð sýndi hún ætíð, og
er þá skemmst að minnast gleði
hennar og þakklætis fyrir ferð um .
Norðurland nú í sumar með Hafdísi
og Sigmundi, tengdadóttur sinni og
syni.
Bömin vom henni mikils virði,
fylgdist hún ætíð vel með ástvinum
og ættingjum, og á það ekki síst
við um bamabömin, sem orðin em
ellefu.
Um leið og ég þakka Þórdísi allt
það sem hún var mér og skildi eft-
ir sig hjá mér, vona ég að hún fái
góða heimkomu til Stefáns og Giss-
urar.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama,
en orðstír deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Helga Jóhannesdóttir
Elías Bjarni ís-
Ijörð — Minning
Fæddur 30. ágúst 1927
Dáinn 12. september 1988
Við heilsuðumst að vanda á
vinnustað okkar þennan morgun.
Hann virtist hress og kátur að
vanda, þó að ég vissi, að hann gengi
ekki heill til skógar. Elías var ný-
kominn úr endurhæfingu eftir':
vandasaman uppskurð, en síðla
dags var hann allur. Það vannst
ekki tími til að kveðjast. Það hefð-
um við báðir svo sannarlega viljað,
því að við áttum mörg sameiginleg
áhugamál og hann var sannur vinur
vina sinna. Gömlu baráttufélögun-
um fækkar nú óðum. Það er tímans
kail, sem enginn mannlegur máttur
fær stöðvað.
Elías Bjami ísljörð fæddist 30.
ágúst 1927 á ísafírði. Hingað til
SigluQarðar fluttist hann með móð-
ur sinni, Jónu Sigríði Jónsdóttur,
19 ára að aldri. Hér stundaði hann
margs konar vinnu, var samt aðal-
lega til sjós sem háseti og síðar
matsveinn á ýmsum bátum og tog-
umm. Hann þótti góður matsveinn
og var eftirsóttur til þeirra starfa
enda mikið snyrtimenni.
Árið 1951, þann 8. júlí, gekk
Elías að eiga eftirlifandi konu sína,
Aðalheiði Þorsteinsdóttur, dugnað-
arkonu, dóttur sæmdarhjónanna
Jónu Aðalbjömsdóttur og Þorsteins
Gottskálkssonar. Þau Aðalheiður
og Elías eignuðust níu böm, en
áður átti Aðalheiður Áma Þorkels-
son og Jónu Þorkelsdóttur. Maður
hennar er Halldór Sigurðsson.
Böm Aðalheiðar og Elíasar em
nú öll uppkomin, en þau em: Krist-
ján, kona hans er Lilja Eiðsdóttir,
Þorsteinn, Rafti og Gísli búa í
heimahúsum, Dagmar; en maður
hennar er Magnús Ásmundsson,
Heiðar, sem kvæntur er Önnu Júl-
íusdóttur, Sólrún gift Ómari Geirs-
syni, Sigurbjörg, maður hennar er
Friðfinnur Hauksson og Sverrir
Eyland, en kona hans er Sigurrós
Sveinsdóttir. Bamabömin em orðin
tólf. Elías mátti vera og var stoitur
af þessu fólki sínu öllu.
I nóvember 1976 hóf Elías störf
hjá Sfldarverksmiðjum ríkisins hér
á Siglufirði. Fyrst vann hann við
löndun, en síðar á lager verksmiðj-
anna. Þar reyndist hann ábyggileg-
ur og traustur maður, sem ekki
mátti vamm sitt vita í neinu.
Elías var virtur og vel liðinn af
starfsfélögum sínum enda glaðvær
og skemmtilegur í allri umgengni.
Hann tók virkan þátt í starfí verka-
lýðshreyfingarinnar hér, fyrst sem
sjómaður og síðar verkamaður hjá
SR. Hann átti í mörg ár sæti f Trún-
aðarmannaráði Verkalýðsfélagsins
Vöku og var trúnaðarmaður verka-
manna á vinnustað um skeið. Lengi
var hann í samninganefnd verka-
manna hjá SR. Hann reyndist alls
staðar tillögugóður, yfirvegaður og
sanngjam, en hélt vel á málstað
umbjóðenda sinna. Þannig kom
hann mörgum málum f höfn ásamt
félögum sínum. Hann þoldi heldur
ekki óréttlæti og hafði samúð með
þeim, sem minna máttu sín. Þannig
var hann óvenjulega heilsteyptur
verkalýðssinni. Baráttan skapaði
honum ekki óviid yfirmanna hans,
sem kunnu vel að meta hreinskilni
hans og drenglyndi.
Hjá SR á Siglufirði hefur gegnum
árin unnið samhentur hópur verka-
manna, sem hafa staðið vel saman
um málstað sinn. Elías ísijörð var
einn þeirra sem mótuðu þennan hóp
síðari árin, enda hefur þessi vinnu-
staður verið í mörgu til fyrirmyndar
og átt stóran þátt í því að gera SR
að góðu fyrirtæki, sem gott hefur
verið að vinna hjá. Hans er nú sárt
saknað úr hópnum, sem þakkar
honum samstarfíð og samfylgdina.
Aðalheiði, bömum þeirra og fjöl-
skyldum svo og öðmm ástvinum
hans flyt ég mínar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Elíasar
Bjama ísfjörð.
Jóhann G. Möller, Siglufirði.