Morgunblaðið - 20.10.1988, Side 2

Morgunblaðið - 20.10.1988, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 Neikvæð áhrif, ef einhver eru „ÞAÐ ER mjög erfitt að meta hvort aðgerðir hvalaverndunar- manna hafa haft einhver áhrif á rekstur okkar, ef þau eru ein- hver þá eru þau neikvæð," sagði Pétur Eiriksson framkvæmda- stjóri markaðssviðs hjá Flugleið- um í gær. Morgunblaðið leitaði álits forsvarsmanna nokkurra stórra fyrirtækja, sem eiga við- skipti við útlönd, á því hvort að- gerðir hvalaverndunarmanna hafi haft einhver áhrif á rekstur fyrirtækjanna. Pétur sagði Flugleiðir hafa orðið fyrir ákveðnu ónæði af hvalavemd- unarmönnum, einkum í sumar, þeg- ar þeir efndu til mótmælaaðgerða við flugvöllinn í Luxemborg. „Hins vegar höfum við ekki orðið fyrir beinu aðkasti. Við vitum þó að í Þýskalandi og Luxembourg hafa gengið undirskriftalistar þar sem fólk er hvatt til að ferðast ekki með Flugleiðum. Við vitum ekki hvort það hefur haft áhrif á reksturinn, en höfum það þó á tilfinningunni. Astæðan er sú, að margir farþegar okkar eru ungt háskólafólk sem er mjög meðvitað um umhverfismál," ði Pétur Eiríksson. Jmar Jóhannsson forstjóri Skipadeildar Sambansins sagðist ekki vita um annað tilvik, en þegar grænfriðungar hlekkjuðu sig fasta við lestunarkrana Jökulfellsins í Bandaríkjunum fyrir nokkrum vik- um. Að öðru leyti taldi hann Skipa- deildina ekki hafa orðið fyrir neinu ónæði vegna hvalavemdunar- manna. Hjá Amarflugi og Emskip hafði ekki orðið vart neinna aðgerða og því einskis ónæðis af hálfu hvala- friðunarsinna. „Skýrsla A&P er aðeins vinnuplagg“ ÞORLEIFUR Jónsson fram- kvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna segir að bráða- birgðaskýrsla breska ráðgjafa- fyrirtækisins A&P Appledore um íslenska skipasmíðaiðnaðinn sé aðeins vinnuplagg. Eftir eigi að gera lokaskýrslu og áður en hún verði tilbúin eigi fúlltrúar A&P Appledore eftir að koma hingað til nánari viðræðna. „Það er ljóst að ýmislegt í bráða- birgðaskýrslunni á eftir að breyt- ast. Annað stendur áfram, svo sem sú staðreynd að við erum ekki sam- keppnisfærir á þessum vettvangi við þennan iðnað í þeim löndum sem niðurgreiða hann,“ segir Þorleifur. Hann segir að málið allt sé enn á umræðustigi og því of snemmt að ræða um efnisatriði þess. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða og Borge Boeskov Evrópusölustjóri Boeing við líkan af vél eins og Flugleiðir kaupa. Flugleiðir semja um kaup á tveimur Boeing 757-200 þotum SIGURÐUR Helgason forstjóri Flugleiða og Borge Boeskov fiill- trúi Boeing-verksmiðjanna und- irrituðu í gær samning um kaup Flugleiða á tveimur Boeing 757-200 farþegaþotum. Kaup- verð þeirra er 4,7 milljarðar íslenskra króna. Ráðgert er að afhenda þoturnar í febrúar og mars árið 1990. „Ég er sannfærð- ur um að við höfúm valið réttu vélarnar og að þessi framsýni sé heillaspor fyrir Flugleiðir," sagði Sigurður Helgason for- stjóri í samtali við Morgunblaðið. „Það var rétt ákvörðun i vor að panta framleiðslunúmer á þessar þotur þvi skömmu síðar komu stórar pantanir sem lengdu af- greiðslufrestinn um þijú ár og sú bið hefði orðið félaginu dýr,“ sagði Sigurður ennfremur. Stjórn félagsins tók ákvörðun um kaupin á fúndi 4. október sl. en þá hafði staðið yfir könnun á vélum i um tvö ár sem Leifúr Magnússon, einn framkvæmda- stjóra félagsins, hefúr stjórnað. Nýjar aðstæður á markaði, kröf- ur um minni hávaða frá flugvélum Morgunblaðið/Bjami Skák- meistarar í afslöppun ÞÁTTTAKENDUR á Heimsbikarmót- inu í skák áttu firi frá skákborðinu í gær, nema hvað þeir Beljavskíj og Kasparov áttu ólokinni biðskák. Þeir sömdu um jafntefli án þess að tefla skákina frekar. Nokkrir skákmannanna notuðu tæki- færið í gær og fóru í veiðiferð í Hvammsvík þar sem þeir renndu fyrir silung. Þá hélt borgarstjórinn í Reykjavík þátttakendum á mótinu boð f Höfða síðdegis í gær, en þar voru jafnframt viðstaddir margir af forystumönnum íslenskrar skákhreyfingar. í dag verður 14. umferðin á skákmót- inu tefld, og m.a. tefla þá saman Ehlvest og Jóhann, Kortsnoj og Spasskíj, Tim- man og Kasparov og Beljavskíj og Tal. Jaan Ehlvest var meðal þeirra sem brugðu sér i veiði i Hvammsvík i gær og er ekki annað að sjá en hann sé bærilega ánægður með árangurinn. Stjómarliðar deila um stöð- ur í utanríkismálanefnd HJÖRLEIFUR Guttormsson, fúlltrúi Alþýðubandalagsins í utanríkis- málanefnd Alþingis, segist ganga með óbundnar hendur til formanns- kjörs f nefndinni. Alþýðubandalagið hafi tilkynnt hinum stjórnar- flokkunum þetta áður en gert var samkomulag um skiptingu í nefiid- ir, þegar ihlutun stj órnarandstöðunnar í þá átt að útiloka flokkinn úr trúnaðarstöðum í nefndinni hafi komið í Ijós. Jóhann Einvarðsson annar fúlltrúa Framsóknarflokks í nefndinni, og Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokks, segja það af og frá að gert hafi verið samkomulag við stjórnarandstöðu um þetta mál. Kjósa átti formann nefndarinnar í gær, en Jóhann Einvarðsson frest- aði fúndi nefndarinnar í gær vegna tímaskorts og af öðrum ástæðum sem hann vildi ekki tilgreina, að því er hann sagði í samtali við Morgunblaðið- Hann sagði að væntanlega yrði haldinn fúndur og formannskosning innan nokk- urra daga. Hjörleifur Guttormsson sagði að Alþýðubandalagið hefði sóst eftir varaformennsku í utanríkismála- nefnd en Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur hefðu hafnað því án nokkurrar formlegrar skýringar. Hann sagði aðspurður að það væri fullyrt af mörgum að framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins hafí komið við sögu þegar boð hefðu gengið á milli Sjálfstæðisflokks og einhverra stjómarliða um þetta mál. Þá teldi hann að Páll Péturs- son hefði verið skotspónn í þessu máli vegna skoðana sinna, engu og rekstrarkostnaður eldri vélanna ráða mestu um þotukaupin nú. Við hönnun B757 hafa Boeing-verk- smiðjumar tekið upp ýmsar tækni- nýjungar og lagt hefur verið kapp á spameytni þeirra. Þannig eyða þær allt að 43% minna eldsneyti á hvert sæti en DC-8 þotumar sem þær leysa af hólmi og með nýjum vélum verður viðhaldskostnaður í lágmarki miðað við það sem nú er enda meðalaldur millilandaflugflota Flugleiða kringum 20 ár. í fyrra var gengið frá samningum um kaup Flugleiða á tveimur B737-400 þotum til Evrópuflugsins sem verða afhentar næsta vor. Alls er þessi flárfesting félagsins yfir 8 milljarðar króna. Þegar hafa verið greidd 10% af kaupverði B737-400 vélanna úr eigin sjóðum Flugleiða og söluhagnaðar DC-8-63 vélanna sem seldar vom fyrir nokkrum vik- um rennur upp í kaup á nýju þotun- um. Sigurður Helgason segir að framundan sé að ganga frá samn- ingum við erlendar lánastofnanir um flármögnun kaupanna en næsta greiðsla fellur við afhendingu. Tryggingar fyrir lánum sem tekin verða fyrir kaupunum eru bundnar við veð í þotunum sjálfum. Ekki verður leitað ríkisábyrgðar en að flármögnuninni er þó unnið í sam- ráði við íslensk sljómvöld. Viðstaddir undirritun samning- anna voru Borge Bœskov, sölu- stjóri Boeing fyrir Evrópu, og Patrick Ellis, sölustjóri Rolls Royce, framleiðanda hreyflanna. Boeskov sem er fæddur á íslandi kvað það sérstaklega ánægjulegt að eiga nú þessi viðskipti við Flugleiðir, hann hefði verið viðstaddur þegar fyrsta þotan var keypt til íslands frá Bo- eing árið 1967. Patrick Ellis sagðist einnig hafa átt samstarf við íslend- inga lengi því það væru yfir 30 ár síðan RR-hreyflar voru settir í Vis- count vél Flugfélags íslands. síður en Alþýðubandalagið, en Páll tapaði fyrir Jóhanni Einvarðssyni í kosningu um sæti og væntanlega formennsku í neftidinni. „Ég tel þetta náttúrulega afskaplega óeðli- leg vinnubrögð. Ég held að aðilar að ríkisstjóminni þurfi að átta sig á því að menn þurfi að standa að málum með heilindum." Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri hugarburður að hann hefði haft nokkur afskipti af þessu máli. Fjölburafæð- ingumfeekkar Fjölburafeeðingar hafa ver- ið nokkuð til umræðu að und- anfórau. Nýfæddir era þríburar og fjórburafæðingar er að vænta I byijun nóvem- ber. AIls hafá 23 sinnum feeðst þríburar á landinu og einir fjórburar frá árinu 1951. Þó eru fjölburafæðingar nú um helmingi sjaldgæfari en um siðustu aldamót. Á tímabilinu frá 1951—87 urðu þríburafæðingar flestar árið 1985, en þá fæddust þrenn- ir þríburar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.