Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 13 Þetta gerum við Rétt þykir að vekja athygli á, að í eystri og vestari gangiTCjarvals- staða stendur nú yfir myndlistar- sýning barna á dagvistarheimilum höfuðborgarsvæðisins. Stöðugt fleirum verður það ljóst, að myndlist bama er stórmerkilegt fyrirbæri, og að iðkun myndmennt- ar á öllum skólastigum hefur ómælda uppeldislega þýðingu. Er böm hafa tekið þeim mestu framförum, sem mannskepnan gengur í gegnum á lífsleiðinni, sem er fyrsta árið, er næmi þeirra gagn- vart umhverfínu orðið ótrúlega mik- ið, og nú vakna með þeim skynræn- ir og skapandi hæfileikar, sem þroskast og dafna, allt þar til bam- ið lærir að lesa. Þessir skynrænu hæfíleikar em eitt það mikilvæg- asta, sem náttúran gefur manninum og þróast miklu lengur hjá fmm- stæðum þjóðflokkum en í hinum „siðmenntaða" heimi, og er hér ein- faldlega um að ræða tilfinninguna fyrir sköpunarverkinu og náttúr- unni allt um kring. Virðingin fyrir náttúmnni og dulmögnun hennar er þannig ólíkt meiri hjá þeim fyrr- neftidu og um leið tilfínningin fyrir því að ekki megi taka meira frá henni en menn geti gefið til baka. Eins og ég hefí iðulega bent á, þá lagði Platon mikla áherslu á þýð- ingfu þess að „ala upp í list" — hann var þar trúlega að benda á það að ekki mætti gleyma hinum skapandi atriðum og að þróa bijóst- vitið, — sem er svipað því sem Rabelais sagði löngu seinna, að böm væm eldur, sem ætti að tendra, en ekki skálar til að hella í. En nútíma kennsla minnir því miður alltof oft á svissneskar gæs- ir, sem trekt er rekin ofan í og fóð- urblöndunni síðan hellt í eftir kúnst- arinnar reglum, til að þær megi gildna sem mest. Það er mjög ánægjulegt að vita til þess að mynd- mennt skuli vera jafn ríkur þáttur í leikjum og störfum bama á dag- vistarheimilum borgarinnar og fram kemur á sýningunni á Kjar- valsstöðum og vissulega má sjá þar margan góðan hlut. En sjálfsagt hefði verið hægt að gera sýninguna betur úr garði, hafa hana markviss- ari, því að satt að segja gætir sums staðar ofhlæðis. Veigurinn í sýningunni er hin skynræna dýpt í pensilskrift og vinnu bama, sem víða á sér fagur- lega stað, en það er einmitt þetta, sem allir góðir listamenn em að reyna að tileinka sér og er í raun lqaminn í allri óformlegri (inform- el) list, sem ennþá á sterk ítök hjá mörgum núlistamanninum. Ein grein hennar, sem er einmitt hin hreina, skynræna pensilSkrift, úr- eldist aldrei í málverki. I gegnum útrás tjáþarfarinnar lærir bamið meira um lífið í kring- um sig en mögulegt er að halda að því með útskýringum, því að kjami lífsins er að uppgötva og upplifa og sá hæfíleiki er allri lestr- arkunnáttu og í raun allri menntun æðri... Mikið við lítið Tvær andstæður eru áberandi þættir í allri myndlist, sem eru mik- ið við lítið, eða stórt á móti smáu — þetta sem útlendir nefna makro- kosmos á móti mikrokosmos, eða öfugt. Þessi atriði hljóta að koma upp í hugann við skoðun sýningar Sig- rúnar Eldjám á Kjarvalsstöðum, en þar hefur hún hengt upp 32 nýlegar olíumyndir í hálfum vestur- sal. Olíumálverk eftir Sigrúnu Eld- jám er nú eitthvað alveg spánýtt og óþekkt, því að hingað til hefur hún verið þekkt fyrir grafík sína og bókalýsingar. I grafík er hún vafalaust brautryðjandi um notkun hinnar vandmeðfömu tækni „mezzotintu" hérlendis, í öllu falli veit ég ekki um neinn hérlendan listamann, sem hefur unnið jafn margar myndir og áleitið í tækn- inni. Málverk Sigrúnar einkennast af fyrirferðarmiklum landslagsform- um, eða formum sem greinilega em sótt í landslagið og þá einkum hamra, klettadr anga, og bergmynd- anir. A móti þessum ábúðarmiklu formum teflir hún svo agnarsmáum mannverum, sem annað tveggja standa uppi á klettabrúnunum eða svífa í rýminu. Til að binda þetta og skapa tilfínningu fyrir jafnvægi og fjarlægðum bætir hún við línum, er skera myndflötinn, beinum lá- réttum og lóðréttum línum, iðulega skáhöllum svo og bogaíínum. Þessi leikur er í hæsta máta áhugaverður, þegar listakonunni tekst best upp, svo sem í hinum stóru myndum „Drangar" (9) og „Höfði" (11) og litlu myndunum „Klif“ (18) og „Brún“ (19), en þess- ar myndir sannfæra mig meira en aðrar um, að Sigrún eigi erindi inn á svið málverksins. Hins vegar er ekki að neita, að myndimar eru nokkuð eintóna og litimir á tíðum full fölir, en hér bíður Sigrúnar einmitt heilmikið rannsóknarsvið, haldi hún áfram á þessari braut. Þessar myndir opinbera ríka til- fínningu fyrir mannlífínu og náttúr- unni, jafnframt því sem í þeim er heimápekilegur undirtónn. * verða síðasVJf NúíerhVe^haustouKanaf að set'ja n'ðu úrva\ at ^aontWboð'nv*"**'" Vi»«ninnun*a«nag woni —” blómGUGl Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.