Morgunblaðið - 20.10.1988, Síða 15

Morgunblaðið - 20.10.1988, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 Virðingarleysi fyrir lýðræðinu Virðingarleysi fyrir lýðræðisleg- um vinnubrögðum endurspeglast ekki aðeins í störfum ríkisstjórna og Alþingis heldur einnig í fjöl- mörgum stofnunum hins opinbera. Stjómmálamenn í valdastöðum hafa óhikað sett sína menn í ýmsar stöður til að tryggja hagsmuni og völd, þótt slík skipan mála fari ekki ætíð eftir settum lýðræðislegum reglum. Slíkt er oft réttlætt útfrá fyrri starfsháttum eða útfrá rang- hugmyndum um lýðræðislega starfshætti. Það segir sig sjálft að einstaklingar sem settir eru í stöðu á pólitískum forsendum en ekki faglegum hljóta oft á tíðum að lenda í trúnaðarárekstrum. Það ætti að vera keppikefli sannra lýðræðis- sinna að móta starfshætti (lög og reghir) á þá vegu að allir séu í jafnri aðstöðu gagnvart hinu opin- bera, og að ekki skapist aðstaða til að misnota vald. Og í þeim tilfellum sem almennar reglur duga ekki ætti faglegt mat og ábyrgð að vera leiðarljós. Ég held að það verði að viður- kennast þegar litið er til þeirra vinnubragða sem tíðkast hafa í t.d. banka- og sjóðakerfí hérlendis á undanfömum áratugum að við eig- um ekki beint samleið með þróuðum iýðræðisríkjum hvað þau vinnu- brögð snertir. Afleiðingamar hafa verið mistök á mistök ofan. Faglegt mat hefur iðulega verið látið víkja fyrir pólitísku mati. Ofíjárfesting og sóun er á flestum sviðum og enginn ber ábyrgðina. Undirrótin er að stóram hluta virðingarleysi eða vantrú á lýðræðislegum starfs- háttum. Afleiðingar ólýðræðislegra starfshátta Ólýðræðislegir starfshættir slæva mjög lýðræðisvitund þegn- anna, þar sem hún er að hluta til áunnin og mótast af því umhverfi sem þeir búa við3. Hér er því afar mikilvægt að gæta að. En á móti vegur, sem betur fer, að umhverfi þegnanna nær út fyrir landstein- ana. Fjöldanum öllum gefst kostur á að kynnast lýðræðislegum stárfs- háttum annarra vestrænna þjóða og að þroska með sér sterka lýðræð- isvitund. Þá bendir margt til þess að hinir ólýðræðislegu starfshættir komi í veg fyrir að hægt sé að stjóma þjóðfélaginu á farsælan hátt. Stjómkerfíð er einfaidlega ekki það heildstætt og samstillt við slíkar aðstæður, að það megni að leysa mörg af þeim vandamálum sem upp geta komið. Þá era sterkar líkur á að slíkir starfshættir laði fram (eða móti) þingmenn sem hafa meiri áhuga á valdapoti og sérhagsmuna- vafstri en faglegum þingræðisleg- um vinnubrögðum fyrir hinn al- menna þegn. Og að lokum era líkur á að þessir starfshættir dragi úr bæði kröfum manna til sín sjálfra og annarra, og úr ábyrgð almennt í þjóðfélaginu. Lífsgæði samfélags- ins, bæði efnisleg og félagsleg, era með öðram orðum dregin niður. Lokaorð Mikilvægt er á þessari stundu að menn staldri við og líti yfír far- inn veg, og meti hvemig til hafi tekist við mótun þessa samfélags. Var það þannig sem við vildum hafa það og svo framvegis? Við vitum að breytingamar hafa verið hraðar og miklar á stuttum tíma, og að margt hefur þróast á annan veg en ætlað var. Því er slík endur- skoðun bæði eðlileg og mikilvæg fyrir framrás þessa unga lýðveldis. Það þarf að sjálfsögðu að rétta stefnuna af við og við. Það er enn nauðsynlegra þar sem mál hafa æxlast þannig að stjómmálamenn hafa verið meira og minna upptekn- ir við stjómsýslustörf og skamm- tímalausnir eins og áður greinir, en gefíð sér minni tíma fyrir langtíma stefnumótun. En era líkur á að slík endurskoð- un eigi sér stað? Ólíklegt er að hún verði að framkvæði þeirra stjóm- málamanna sem era samdauna hin- um ólýðræðislegu starfsháttum, eða hafa jaftivel átt sinn þátt í að koma þeim á. En samt verður að gera ráð fyrir að meðal þingmanna leynist sannir hugsjóna- og lýðræðissinnar sem vilja vinna að almennum hags- munum í stað sérhagsmuna, og vilja fagleg og lýðræðisleg vinnubrögð. Þetta er ekkert einfalt verk nema síður sé. Menn era í pólitík á mis- munandi forsendum. Þá era freist- ingamar margar og gimilegar, svo að hugsjónir geta fokið út í veður og vind áður en menn vita af. Því þarf líklega fleira að koma til. í fyrsta lagi þarf hinn almenni þegn að vekja með sér löngun til að hafa meiri áhrif á það umhverfi sem hann lifir í, þ.e.a.s. að efla með sér stjómmálalega vitund. Ekkert er fyrirfram gefíð, og ekkert fellur niður af himnum fullmótað. Þetta er samfélag okkar, og hver og einn hefur jafnan rétt til að hafa áhrif á mótun þess. í öðra lagi væri mjög ánægjulegt og uppörvandi að sjá mun virkari þátttöku Háskólans í þjóðfélags- legri umræðu. Ekki bara varðandi efnahagslega umræðu, heldur einn- ig varðandi heimspekilega, sið- fræðilega og lögfræðilega, sem iðu- lega gefast tilefni til. Slík þátttaka myndi lyfta umræðunni veralega og gefa stjómmálamönnum gott aðhald, og framþróuninni betri skil- yrði. Að lokum tel ég að hlutverk blaðamanna eigi eftir að skipta sköpum fyrir slíka endurskoðun eða vakningu. Þeir hafa að visu verið uppteknir við æsifregnir og að ná til fólks, sem ef til vill er eðlilegt í upphafí fijálsari fjölmiðlunar. En líklegt er þegar fram í sækir að þeir muni tileinka sér vandaðri vinnubrögð og heilbrigðari viðhorf, s.s. hvað varðar lýðræðisleg vinnu- brögð; með þeim afleiðingum að það verði þeim eðlilegt að bregðast hart við ólýðræðislegum starfsháttum og hverskyns lýðskrami. Þeir munu því verða í ríkara mæli hið vakandi auga, með tilheyrandi aðhaldi og áeggjan um ný vinnubrögð. 1 Fiskveiðistefiuu Móta þarf heildstæða fiskveiðistefnu, þar sem skýrt koma fram markmið hennar og skilyrtar afleiðingar. Taka þarf afstöðu til þátta eins og ákvörð- unar aflamagns, veiðileyfa, þróunar at- vinnugreinarinnar s.s. varðandi sjó- og land- frystingu, o.s.frv. Landbúnaðarstefiuu Þessi málaflokkur hefur valdið miklum deil- um undanfarandi áratugi, og þarf þvl að fara fram ýtarleg vandamálagreining,' mót- un á langtíma stefhu og athugun á skilyrt- um afleiðingum hennar. Og að lokum að taka afstöðu til leiða til úrlausnar. Ferða- málastefiia: Ferðaiðnaður er vaxtarbrodd- ur i fslensku atvinnulifi, sem krefst ýtarlegr, ar umfjöllunar og mótunar í langtíma stefnumiðum. Atvinnuvegastefiia: Þegar mótaðar eru stefnur i hinum ýmsu atvinnu- vegum þarf að sjálfsögðu að taka mið af heildstæðri atvinnuvegasteftiu, sem horfir langt fram á veginn. Stefiiá f Íífeyrismál- um: Sú staðreynd að aldurssamsetning samfélagsins breytist mikið á næsta aldar- flórðungi kallar á ýtarlega vandamálagrein- ingu. Sem dæmi má nefna að nú eru aðeins 10% af þjóðinni 65 ára og eldri, árið 2010 verða þeir hins vegar 1796. Hér er mikið verk óunnið, sem snertir ýmsa málaflokka. Byggðastefiia: Byggðastefna tengist at- vinnuvegastefnu óijúfanlegum böndum. Hér þarf að móta farsæla langtíma stefnu, sem tekur bæði mið af skilyrðum hagvsixtar og félagslegum þörfum. Stefiia i peninga- málum: Hér er á ferðinni málaflokkur sem krefst ýtarlegrár umQöilunar og vanda- málagreiningar, og i framhaldi af því mót- unar á stefnu og leiðum til úrlausnar. 2 Hefðbundin timamörk i starfsemi Al- þingis geta ekki verið aðalatriðin, þannig að málefnalegar umræður og gæði úrlausna liði fyrir þau. 3 Áhugavert væri að skoða þessa vitund sögulega, og þá hvort hún sé sterkari nú en áður. Og þá einnig hvort forsendur ýmissa hefða hafi ekki breyst samfara henni. Höfíindur er þjódhaglræðingur. Málverkasýn- ing á Akranesi ERLA Sigurðardóttir opnar sýn- ingu á verkum sínum i sýningar- sal Bæjar- og héraðsbókasafhs- ins á Akranesi laugardaginn 22. október kl. 14. Erla er Kópavogsbúi, en fædd 1939 á Akranesi. Hún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands sl. vor. Þetta er önnur einkasýning Erlu, sú fyrri var á ísafirði ( júní sl. en að auki hefur hún sýnt myndir á Ferstiklu, svo og hefur hún tekið þátt í tveimur samsýningum í Hamragörðum í Reylqavík. Sýning þessi, sem samanstendur aðallega af vatnslitamyndum, er opin virka daga kl. 16—20 og um helgar kl. 14—21. Henni lýkur6. nóvember. Pera dagsins í dag DULUX EL 80% orkusparnaður dæmi: \ ?w n 11 w I 15 W 1 20W y = 40 W ( ) = 60 W \ / 1 =. 75 W \ / J = 100 W YV OSRAM ÚRVAL - GÆÐI - ÞJÓIMUSTA EGILL ARNASON HF., PARKETVAL ÁRMÚLA 8 - REYKJAVÍK - SÍM> 91 82111.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.