Morgunblaðið - 20.10.1988, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988
19
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar í Laugamesi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Listasafii Siguijóns
Olafssonar vígt
USTASAFN Siguijóns Ólafssonar verður vígt og formlega opnað
föstudaginn 21. október, en þann dag hefði Sigurjón Ólafsson
orðið áttræður. Listasafnið var stofnað af Birgittu Spur, ekkju
Siguijóns, þann 1. desember 1984. Tilgangur þess er að tryggja
að hið mikla safii listaverka, sem Siguijón lét eftir sig, verði
varðveitt og aðgengilegt almenningi á þeim stað sem þau voru
sköpuð, í húsi hans i Laugamesi.
Vinnustofa Siguijóns hefur nú
verið endurbyggð frá grunni og
miklar endurbætur hafa Verið
gerðar á byggingunum. Meðal
annars hefur verið byggt 220 fer-
metra viðbótarhúsnæði, og einn
sýningarsalur hefur verið hannað-
ur þannig að hann henti bæði
fyrir sýningar og tónleikahald.
Heildarrými safiisins er nú 445
fermetrar auk íbúðar safnvarðar,
sem er 100 fermetrar. Fjár til
endurbyggingarinnar hefur verið
aflað með framlögum frá einstakl-
ingum og fyrirtækjum auk styrkja
frá ríki, Reykjavíkurborg og Þjóð-
hátíðarsjóði. Þá barst safninu
höfðingleg gjöf um síðustu áramót
frá ónafngreindum velunnara
safnsins erlendis, og skipti hún
sköpum um framhald á bygginga-
framkvæmdunum. Allar höfund-
argreiðslur sem inn hafa komið
vegna sölu á afsteypum af nokkr-
um verkum Siguijóns eru beint
framlag eigenda höfundarréttar-
ins. Heiidarkostnaður við bygg-
ingu listasafnsins er áætlaður 23
milljónir króna.
í tilefni vígslunnar verður
margvísleg dagskrá á vegum
safnsins. Sunnudaginn 23. októ-
ber kl. 15 verður ljóðalestur og
tónlist. Ljóðskáldin Einar Bragi,
Vilborg Dagbjartsdóttir, Susanne
Jom og ísak Harðarson lesa eigin
ljóð, Freyr Siguijónsson leikur á
flautu, Margarita Reizabal leikur
á pianó og Olafur Spur Siguijóns-
son leikur á selló. Sama dag kl.
20.30 verða tónleikar, þar sem
Maijorie Melnick mezzosópran,
Hlíf Siguijónsdóttir fiðlu- og
víóluleikari, David Tutt pfanóleik-
ari, Freyr Siguijónsson flautuleik-
ari og Margarita Reizabal pfanó-
leikarí flytja verk eftir Bach,
Schumann, Brahms og Kuhlau.
Miðvikudaginn 26. október kl.
20.30 verða tónleikar þar sem
Hlíf Siguijónsdóttir, Christian Gi-
ger og David Tutt flytja „Dumky“
tríóið eftir Dovrak og tríó opus 8
í Hdúr eftir J. Brahms. Föstudag-
inn 28. október kl 20.30 heldur
Walter Prossnitz pfanótónleika
með fjölbreytta efnisskrá.
Listasafn Siguijóns Ólafssonar
verður fyrst um sinn opið laugar-
daga og sunnudaga kl. 14-17, en
tekið verður á móti hópum eftir
samkomulagi.
Stjóm Listasafn Siguijóns Ól-
afssonar skipa Birgitta Spur,
Biynja Benediktsdóttir, Ögmund-
ur Skarphéðinsson og Ingi R.
Helgason, en stjóm Styrktarsjóðs
Listasafns Siguijóns Ólafssonar
skipa Birgitta Spur, Matthías Jo-
hannessen og Baldvin Tryggva-
son. í byggingamefnd safnsins
eru: Birgitta Spur, Ögmundur
Skarphéðinsson arkitekt, Gissur
Sfmonarson trésmíðameistari og
verkfræðingamir Jóhannes Guð-
mundsson og Sigurður Ejólfsson
frá Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen.
Nánar verður fjallað um Lista-
safn Siguijóns ólafssonar í Les-
bók Morgunblaðsins næstkom-
andi laugardag.
BAU sófasettið erfallegt,
þægilegtog ódýrt, Það er klætt
hinugeysisterka
BAU fæstímörgumlitum
og 4 útgáfum: 3+2+1,3+1+1
6 sæta hornsófa og 5 sæta homsófa.
Útb: 18.000kr.,-
Afb: 6.000kr.,- á mán.
REYKJAVÍK
TEG.BALI 3+2+1 kr. 91.400
3+1+1 kr. 82.370,-