Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 ‘J'ijiii fitmui WERJHER tjcmdáig, Laugavegi 59, 2. h., sími: 1 52 50 Hávaxtasteftian kvödd eftirMagna Guðmundsson Ég ætia að leyfa mér að segja fáein orð í tilefni þess, að horfið hefir verið af braut hávaxta, sem fylgt hefír verið sl. 7 ár. Að vísu hefír aðeins stutt skref verið stigið ennþá, meiri hraða hins vegar lofað innan tíðar. Með greininni lýkur minni umræðu um þessi efni. Ekki var seinna vænna að taka ákvörðun í þessa átt, þegar obbinn af fyrirtækjum landsins og fjöldi heimila er kominn á heljarþröm. Bókstaflega öll fyrirheit, sem gefín voru með hávöxtum, hafa brugðizt. Verðbólga hefír haldizt óskert. Heildarspamaður hefir ekki aukizt. Hagtölur, sem það sanna, voru skráðar í greinaflokki mínum í Morgunblaðinu snemma árs. Er- lendar lántökur hafa ekki minnkað, og erlendar skuldir eru nú í há- marki. Röng fjárfesting hefir sjald- an eða aldrei verið meiri en síðustu ár. Ef til vill væri ekki úr vegi að riíja upp í örstuttu máli, hvers vegna útkoman varð þessi. Megin- ástæðan er sú, að vextir við ríkjandi aðstæður eru óvirkir á íslandi. Þeir hafa engin áhrif í þá átt að draga úr eftirspum lánsfjár. Til þess að þeir verði virkir og hafí slík áhrif, þarf alhliða stjóm eftir- spumar að koma til. Hún felur Gæöamerki sem veiði- menn eru öruggir með. Fyrirliggjandi í ýmsum stærðum. Kaupfélögin um land allt og sportvöruverslanir í Reykjavík 5IMDN5EN farsímar við allar aðstæður léttur; vatnsþéttur, vinnuþjarkur. Viðurkenndur fyrir gœði og einstakt notagiidi. Verð aðeins frá kr: 99.000,- í burðar- eða bflaútgáfu. BENCO hf. ^Lágmúla 7, sími 84077. j HEILSUGARÐURINN - nýr lifstíl/ - OFFITA - MEGRUN Heilsugarðurinn með enn eina nýjung Við segjum áhættuþáttunum stríð á hendur og nú eru það aukakílóin sem skulu burt. Lovísa. iþróttakennari Jóhann Heiðar Jón, næringarfræðingur Sæmundur, Jóhannlngi, sálfræðingur sálfræðingur Ráðgjöf, næringarfræðingar, læknir, sálfræðingar og íþróttakennarar. Þátttakendur fá: 0 Tfu vikna námskeið sem hefst með einstaklings- viðtali við næringarfræðing. 0 Einn fræðslutíma f hverri viku með sérfræðingum Heilsugarðsins (á laugardögum). 0 Einn tíma í hverri viku í leikfimisal undir leiðsögn íþróttakennara (á laugardögum) 0 Aðra daga vikunnar geta þátttakendur valið á milli þol- og styrktarþjálfunar í leikfimi- og tækjasal und- ir eftirliti sjúkraþjálfara og íþróttakennara. Tækjasalur er alltaf opinn og hægt er að velja tíma í leikfimisal fyrir hádegi, um miöjan dag eða á kvöldin. Það grennist enginn án áreynslu. Breytt mataræði og aukin hreyfing er eina raunhæfa leiðin til megrunar og betri heilsu. Jóhann Ásgeirsson 44 ára setti sér það markmið að léttast um 30 kg á einu ári undir etirliti sérfræðinga okkar. HEILSUGARÐURINN Garðatorgi, Garðabæ, sími 656970-71 tvennt í sér aðallega: Annars vegar umfangsmikil verðbréfaviðskipti miðbankans á opnum markaði, þ.e. víðtæk sala ríkisskuldabréfa, þegar peningaframboð er of mikið, kaup ríkisskuldabréfa, þegar peninga- framboðið er of lítið. Engin skipuleg starfsemi af þessu tagi hefír verið rekin af Seðlabanka Islands. Hins vegar felst stjóm eftirspumar í hallalausum rekstri opinbera geir- ans. Á tíma ofþenslu á ríkissjóður að skila tekjuafgangi. Hið gagn- stæða hefír gerzt. Þegar vextir eru með þessum hætti óvirkir, bætast vaxtahækkan- ir umsvifalaust við verð vöm og þjónustu og magna þannig verð- bólguna. Ef lánskjaravísitala er notuð, fáum við vaxta- og verðlags- skrúfu. Hún hættir ekki fyrr en hún er stöðvuð með skipun stjómvalda, — með „handafli", eins og sumir segja. Þar er ekki eftir neinu að bíða. Þau lönd, einkum í S- Ameríku, sem lengst hafa búið við vísitölutengda verðtryggingu fjár- skuldbindinga, em nú með verð- bólgu allt að 700% á ári. Það, sem ég hefí sagt hér að framan, er ekki mín persónulega kenning. Þetta er hagfræði pen- ingamála, eins og hún var kennd mér í þremur þekktum háskólum erlendis, tveimur þeirra heims- frægum. En því er svo lítill stuðn- ingur við þessar skoðanir hérlendis? Það er vegna þess, að einn maður með fámenna hirð um sig ræður ferðinni. Margir hagfræðingar leiða málið hjá sér eða samþykkja þegj- andi. Kann slíkt að vera í ætt við það, sem Stefan Zweig, rithöfund- ur, kallaði „þrælslund gagnvart hópnum". Til íhugunar að lokum: Allt fé í bönkum er ekki „sparifé". í dæmi- Dr. Magni Guðmundsson „ Allt fé í bönkum er ekki „sparifé“. í dæmi- gerðum viðskiptabanka eru tveir þriðju innlána í formi viðskiptareikn- inga, og yfir 90% af rekstrarkostnaði banka fer í að þjónusta þá reikninga.“ gerðum viðskiptabanka eru tveir þriðju innlána í formi viðskipta- reikninga, og yfír 90% af rekstrar- kostnaði banka fer í að þjónusta þá reikninga. Eigendur þeirra borga fyrir þjónustuna með lágum vöxtum af reikningunum. Sparifé takmark- ast hins vegar við langtíma inn- stæður. Þær á að vemda. Hefí ég áður greint frá því, hvemig það á að gera. Höfundur var um skeið hagfræði- legur riðgjaS kanadískra sijóm- valda, síðarhjá ráðuneytum og rikisstofhunum hér heima. Aðeins í 3 daga ítölsk herraföt og stakir jakkar. Ath. opið kl. 10-14 laugardaga. Sími 17575. Laugavogur 47 Laugavegi 47 Kjörgaróur g -p Adami
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.