Morgunblaðið - 20.10.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988
Svartolíuinnflutningnr
til fiskmjölsverksmiðja
eftirJón Ólafsson
Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíu-
félagsins hf. sér ástæðu til að senda
Félagi íslenskra fískimjölsframleið-
enda tóninn í grein í Mbl. 12. októ-
ber sl. Er á skrifum hans greinilegt
að þar fer maður sem ekki þarf að
rækja skyldur þjónustuaðila í eðli-
legri samkeppni í viðskiptum. Vil-
hjálmur er sennilega búinn að
gleyma því, í þeirri furðulegu sam-
keppniseinokunar-samtryggingu
sem olíumál okkar íslendinga eru
í, að hann er að eiga orðstað við
sinn stærsta svartolíukaupanda.
Félag íslenskra fískmjölsframleið-
enda, sem hefur vogað sér að hrófla
við áratuga einokun olíuinnflutn-
ings, er ekkert annað en endurómun
á vilja félagsmannanna sjálfra. Það
eru forráðamenn fískmjölsverk-
smiðja um allt land, viðskiptavinir
Vilhjálms, sem hafa óskað eftir því
að flutningsverðjöfnun á svartolíu
verði aflögð. Það eru þessir sömu
menn sem hafa óskað eftir sam-
vinnu við olíufélögin um breytingu
á innflutningi og dreifíngu svart-
olíu. Og hver hafa viðbrögð olíufé-
laganna verið, þjónustuaðilans, við
sinn stærsta svartolíuviðskiptavin?
Engin, eða jú, bréf frá Vilhjálmi
Jónssyni þar sem hann telur félagið
vera að kalla mismunun yfír sína
félagsmenn með því að vilja afnema
flutningsverðjöfnun. Auk þess sem
Vilhjálmur telur sig þurfa hækkun
álagningar á svartolíu verði flutn-
ingsverðjöfíiun afnumin.
Flutningsverðjöfnunarsjóður var
settur á með lögum frá Alþingi
1953. Hugsunin á bak við stofnun
hans var vissulega virðingarverð,
þ.e. að allir landsmenn sitji við sama
borð við kaup á bensíni og olíu. En
þegar þeir aðilar úti á landi, sem
sjóðurinn átti í upphafí að vemda
fyrir hærri olíuverði, óska eftir því
að hann verði lagður niður, er þá
ekki ástæða til að staldra við og
íhuga hvemig slíkt má vera? Svart-
olíunotendur um allt land sjá hvílíkir
Qármunir renna orðið til flutnings-
verðjöfnunar olíunnar. Um 50 millj-
ónir króna þurfa loðnuverksmiðj-
umar að greiða á þessari loðnu-
HLUTABRÉFASJÓDURINN HF
veitir einstaklingum tœkifœri til góðrar ávöxtunar í hlutabréfum með
samspili skattfrádráttar og arðsemi traustra atvinnufyrirtœkja.
Til sölu eru hlutabréf f Hlutabréfasjóðnum hf., en félagið var stofnað
haustið 1986. Hlutabréfasjóðurinn hf. uppfyllir skilyrði laga nr. 9 frá 1984
um skattfrádrátt. íþví felstað kaup einstaklinga á hlutabréfum í sjóðnum
eru frádráttarbœr frá skatti upp að vissu marki. (Árið 1987 var heimill
frádráttur vegna hlutabréfakaupa kr. 60.129,- hjá einstaklingum og
kr. 120.258,- hjá hjónum.)
Þrátt fyrir staðgreiðslu skatta af launatekjum mun koma til lokauppgjörs
milli skattyfirvalda og einstaklinga eftir lok þessa árs. Hlutabréfakaup
munu þá annað hvort leiða til lœgri lokagreiðslu til gjaldheimtu eða
beinnar endurgreiðslu Jrá gjaldheimtu.
Hlutabréfasjóðurinn hf. notar ráðstöfunarfé sitf til kaupa á hlutabréfum
og skuldabréfum traustra fyrirtœkja.
Hluthafar í Hlutabréfasjóðnum hf. eru nú um 200 talsins. 57% eigna
Hlufabréfasjóðsins hf. eru hlutabréfog á hann nú hlutabréfí eftirtöldum
hlutafélögum:
Almennum tryggingum hf., Skagstrendingi hf, Eimskipafélagi íslands hf,
Flugleiðum hf, Tollvörugeymslunni hf., Hampiðjunni hf., Útgerðarfélagi
Akureyringa hf., Iðnaðarbanka íslands hf., Verslunarbanka íslands hf. og
Útvegsbanka íslands hf.
43% eigna Hlutabréfasjóðsins hf. eru skuldabréf atvinnufyrirtœkja.
Stjóm sjóðsíns sklpa-.
Baldur Guðlaugsson,
hrl. sfjómarformaður,
Áml Ámason,
framkvstjóri,
Ragnar S. Halldórsson,
stjómarformaður fsal,
dr. Pétur H. Blöndal,
framkvstjóri,
Davíð Sch. Thorsteinsson,
framkvstjóri, varaformaður,
Árni Vilhjólmsson
prófessor,
Gunnar H. Hólfdanarson,
framkvstjóri,
dr. Sigurður B. Stefónsson,
framkvstjóri,
Framkvœmdastjóri er
Þorsteinn Haraldsson,
löggiltur endurskoðandi,
Skólavðrðustíg ]2,
Reykjavfk, s. 21677.
Endurskoðandi er
Stefón Svavarsson,
lögg. endurskoðandi.
Hlutabréf Hlutabréfasjóðsins hf. eru til sölu hjá eftirtöldum aðilum:
Hlufabréfamarkaðurinn hf.
Skólavörðustíg 12,3. hœð, 101 Reykjavík, s. 21677
Ármúla 7, s. 681530,108 Reykjavfk
Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf.
Ármúla 7,108 Reykjavík, s. 681530
Verðbréfamarkaður
Útvegsbanka íslands hf.
Síðumúla 23,108 Reykjavfk
s. 688030
Verðbréfamarkaður
Alþýðubankans hf.
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík,
s. 680670
Fjárfestingarfélagið
Verðbréfamarkaðurinn
Hafnarstrœti 7,108 Reykjavík, s. 28566
Kringlunni, 103 Reykjavík, s. 689700
Kaupþing hf.
Húsi verslunarinnar, s. 686988
Verðbréfaviðsklpti
Samvinnubankans
Suðurlandsbraut 18,108 Reykjavfk
S. 688568
vertíð í sjóðinn. Sé miðað við inn-
flutningsverð olfufélaganna f dag,
er flutningsverðjöfnunargjald á
svartolíu helmingi hærra hlutfall
en það er á bensíni. Ætla verður
að það sé mun ódýrara að dreifa
svartolíu, þar sem um fáa en stóra
notendur er að ræða. Getur verið
að hin mikla samkeppni olíufélag-
anna í bensínstöðvum og búnaði til
bensínafgreiðslu bitni á svartolíu-
notendum? Fiskmjölsframleiðendur
horfa á innflutningsvitleysu olíufé-
laganna. Þeir sjá olfuskip austan
frá Rússlandi sigla framhjá stórum
olíutanki á Austflörðum. Tanki sem
rúmar heilan skipsfarm og er mitt
á milli stórra loðnuverksmiðja. Olíu-
skipunum er siglt framhjá þessum
tanki og suður til Reykjavíkur þar
sem olíunni er dælt í birgðastöðvar
olíufélaganna. Að því búnu er olí-
unni dælt aftur um borð í skip og
siglt með hana sömu leið til baka
austur á fírði. Dettur einhverjum í
hug að þetta sé hagkvæmasti inn-
flutnings- og dreifíngarmátinn?
Lætur einhver sér til hugar koma,
að þetta viðgengist ef olíufélögin
fengju ekki að sækja allan kostnað
af svona vitleysu í flutningsverð-
jöfnunarsjóð? Nú eru fískmjöls-
framleiðendur að kikna undan
endaleysunni. Þeir vilja afriema
þennan óskapnað og leita leiða til
að standast betur samkeppni við
nágrannaþjóðir sem búa við mun
lægra olíuverð. Vilhjálmur gerir
lftið úr félaginu fyrir að leita til
viðskiptaráðuneytis með leiðrétt-
ingu, f stað Alþingis. Félag
íslenskra fískmjölsframleiðenda
áleit, að til að fá flutningsverðjöfn-
un aflagða, væri rétt að Ieita til
viðkomandi fagráðuneytis. Ráðu-
neytið leitaði umsagnar hagsmuna-
aðila og legði síðan faglegt mat
sitt, ekld einungis olfufélaganna, á
beiðni félagsins. Ef ástæða væri
til, flytti viðkomandi ráðherra síðan
lagabreytingu inn á þing. Við af-
greiðslu þessa máls hefur félagið
hins vegar séð önnur vinnubrögð.
Ráðuneytið og samstarfsnefnd um
gjaldeyrismál hafa gerst spor-
göngumenn olfufélaganna og gert
orð þeirra að sínum. Er nema von
að olíufélögunum sé skemmt.
í grein sinni í Morgunblaðinu ber
Vilhjálmur saman hugsanlegt inn-
flutningsverð sitt í óráðinni framtíð
við endanlegt afgreiðsluverð Félags
íslenskra fískmjölsframleiðenda úr
þeim farmi sem félagið sótti um
að fá að flytja til landsjns. Innifalið
f verðinu er losun skipsins á fleiri
en einan stað án aukakostnaðar.
Verð það sem félagið býður sfnum
félagsmönnum, fái það innflutn-
ingsleyfí, er sem sagt endanlegt
verð olíunnar komið á tanka við
verksmiðjumar. Félagið telur óeðli-
legt að það sé skyldað til að greiða
í flutningsverðjöfnunarsjóð, þar
sem innlendur flutningskostnaður
fellur aldrei til. Hann er innifalinn
í innkaupsverði olíunnar. Þetta vill
Vilhjálmur ekki skilja, heldur
þrástagast á því að innflutningsverð
hans og endanlegt söluverð olfu
Félags ísl. fískmjölsframleiðenda
séu sambærileg. Hann ætlar félag-
inu stórar upphæðir í innlenda
dreifíngu, birgðahald og vafalaust
álagningu eftir að félagið er búið
að skila olíunni á tanka verksmiðj-
anna fyrir ákveðið verð. Vel að
Jón Ólafsson
„Gera verður þá kröfu
til stjórnvalda að þau
setji ekki hagsmuni
olíufélaganna ofar
hagsmunum fiskmjöl-
siðnaðarins. Á þessu
máli verður að taka.
Orkumál verksmiðj-
anna eru þannig í dag
að þau standa í vegi
fyrir eðlilegri fram-
þróun greinarinnar.“
merkja, þetta tilboð var einungis í
2.000 tonna farm. Er rétt að benda
á það, að geti félagið leitað eftir
tilboðum í 50-60 þúsund tonn af
svartolíu til nota í verksmiðjum fé-
lagsmanna, þarf ekki að efa að mun
hagstæðari verðtilboð fengjust.
Þá spyr Vilhjálmur sem vonlegt
er „Hvar ætlar FÍF að geyma þessa
olíu?“ Það er rétt að verksmiðjumar
eiga í flestum tilfellum ekki tanka
undir olíuna sem þær þurfa að nota.
En við það eitt að skera burt flutn-
ingsverðjöfriunargjaldið og hina
„lágu“ álagningu olíufélaganna,
ætti verksmiðja, sem réðist f að
byggja t.d. 2.000 tonna tank hann
skuldlausan eftir tvær áfyllingar!
í þeirri miklu samkeppni sem
fiskmjölsframleiðendur standa í,
bæði við nágrannalöndin um loðnu
til vinnslu og einnig á afurðamörk-
uðum, er ljóst að taka verður orku-
mál verksmiðjanna til endurskoðun-
ar. Olíumálunum verður að breyta
svo fískmjölsverksmiðjumar séu
betur undir samkeppni við erlendar
• verksmiðjur búnar. Verksmiðjumar
horfa í dag á eftir veiðiskipum sigla
til erlendra hafria með loðnu m.a.
vegna þess hve ódýra olíu þau fá
erlendis.
Úr því að olíufélögin hafna sam-
starfí við fískmjölsframleiðendur,
ber að fá fiskmjölsframleiðendum
sjálfum þessi mál f eigin hendur.
Það er á mörgum sviðum sem verk-
smiðjumar geta betur gert í inn-
flutningi olíu fyrir sig og sín veiði-
skip. Einn þáttur í því er innflutn-
ingur olíu með tankskipum sem
annars koma tóm að sækja lýsi til
verksmiðjanna.
Gera verður þá kröfu til stjóm-
valda að þau setji ekki hagsmuni
olíufélaganna ofar _ hagsmunum
fískmjölsiðnaðarins. Á þessu máli
verður að taka. Orkumál verksmiðj-
anna em þannig í dag að þau standa
í vegi fyrir eðlilegri framþróun
greinarinnar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Félags íslenskra físknyölsfram-
leiðenda.
Myndband um hættu-
ástand af völdum elds
BRUNAVARÐAFÉLAG íslands
hefur látið gera myndband um
þá hættu sem getur skapast ef
eldur brýst út, og hvernig koma
má í veg fyrir harmleik og tjón
á einfaldan og skynsamlegan hátt
verði eldsvoði f heimahúsi. Höf-
undur og leikstjórí myndarinnar
er Magnús Bjamfreðsson.
Kiwanisklúbburinn