Morgunblaðið - 20.10.1988, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.10.1988, Qupperneq 27
STYRKTARFÉLAG íslensku óperunnar og Tónlistarfélagið í Reykjavík hafa sameinast um kaup á nýjum Steinway-konsertflygli og verður hann vigður á sérstökum hátiðartónleikum i íslensku óperunni á tónlistardaginn, laugardaginn 22. október, kl. 16.30. í frétt frá Styrktarfélaginu og Tónlistarfélaginu segir: Tónlistarfélagið í Reykjavík hef- ur staðið fyrir tónleikahaldi í borg- inni um áratuga skeið og hafa tón- leikar félagsins .ævinlega talist til helstu viðburða í tónlistarlífi lands- manna. Flestir helstu tónlistarmenn • þjóðarinnar hafa komið fram á tón- leikum Tónlistarfélagsins, auk fjöl- margra heimsþekktra tónlistar- manna. Félagið á konsertflygil sem nú er kominn svo mjög til ára sinna að hann telst ekki lengur boðlegur til notkunar á meiriháttar tónleik- um og hefur því tvívegis þurft að fá lánaðan flyil Sinfóníuhljómsveit- ar fslands á síðastliðnu ári. Enn- fremur þurfti að fá flygil Kjarvals- staða lánaðan fyrir tónleika Lista- hátíðar í íslensku óperunni síðast- liðið sumar. Ástæða þess að Tónlistarfélagið og Styrktarfélag íslensku óperunn- ar hafa nú sameinast um kaup á konsertflygli er sú að á næstu árum mun Tónlistarfélagið halda flesta tónleika sína í íslensku óperunni þar sem Styrktarfélagið heldur einnig fjölmarga tónleika, auk fleiri aðila. Það er því bráðnauðsynlegt að í húsinu sé góður flygill. Og til þess að tryggja góð kaup fóru píanóleikaramir Halldór Haralds- son og Jónas Ingimundarson til Steinway-verksmiðjunnar í Ham- borg og völdu þar úr tíu hljóð- færum. Sem fyrr segir verður flygillinn vígður á sérstökum hátíðartónleik- um í íslensku óperunni á íslenska tónlistardaginn, 22. október. Á tón- leikunum leika flestir helstu píanó- leikarar landsins endurgjaldslaust og verður ágóðanum varið til kaup- anna. Kaupverð flygilsins er um 2,5 milljónir króna. Píanóleikaramir fagna mjög þessum kaupum og til marks um það má nefna að Rögn- valdur Siguijónsson kemur nú fram á tónleikum eftir margra ára hlé og Halldór Haraldsson leikur á þessum tónleikum, þótt handleggs- brotinn sé. Rögnvaldur ■ verður fyrstur til þess að leika opinberlega á nýja hljóðfærið en á eftir honum leika þau Guðríður Sigurðardóttir, Selma Guðmundsdóttir, Guðmund- ur Magnússon, Öm Magnússon, Halldór Haraldsson, Gísli Magnús- son, Jónas Ingimundarson, Þor- steinn Gauti Sigurðsson, Brjmja Guttormsdóttir, Anna Guðný Guð- mundsdóttir, Snorri Sigfús Birgis- son og Lára Rafnsdóttir. Tökum á Meffi frestað vegrn tryggingamála TÖKUM á kvikmyndinni „MefB“ hefur verið frestað til næsta vors, en til stóð að þær myndu hefjast þann 15. nóvember næstkomandi. Jón Ólafsson, framleiðandi myndarinnar, sagði að ástæðan fyrir frestuninni væri eingöngu sú að ekkert erlent tryggingafyrirtæki hefði fengist til að tryggja gerð myndarinnar á þessum árstima á íslandi. Jón sagði að um væri að ræða sérstaka tryggingu fyrir kvik- myndagerð, svokallaða verkloks- ábyrgð, sem tryggði að lokið væri við gerð myndar ef eitthvað færi úrskeiðis hjá framleiðendum henn- ar. Hann sagði að auðvitað kæmi þessi frestun sér illa. en hún kæmi þó ekki niður á myndinni listrænt séð og fjárhagslegur grundvöllur hennar væri tryggður. Ásamt Jóni stendur kanadískt fyrirtæki, SC Entertainment, að gerð „Meffí“. Upphafleg kostnaðaráætlun hljóð- aði upp á 140 milljónir, en Jón sagði að hún væri nú orðin töluvert hærri. Alls munu um 40-50 manns vinna að gerð myndarinnar. Jón Ólafsson sagði að íslensku leikar- amir í Meffí hefðu nú möguleika á því að taka hlutverk sem þeim væri boðið í leikhúsunum í vetur, sem þeir hefðu að öðrum kosti orð- ið að hafna. Tökur myndu að líkind- um heflast í maí og yrði væntan- lega lokið á 6-8 vikum. Til stendur að tökur fari að öllu leyti fram á íslandi, utan 3 mínútna kafla. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 Flugleiðir: Lifendi ígulker til Tókýó á mettíma Sérstakt fraktflug milli Evrópu og Bandaríkjanna hófst fyrir skömmu Hljómplata með píanóleik Rögnvaldar Sigurjónssonar SKÍFAN hf. gefur f lok þessa mánaðar út hljómplötu með pfanóleik Rögnvaldar Sigur- jónssonar f tilefhi af sjötugsaf- mæli hans 15. október sfðastlið- inn, að sögn Jóns Ólafssonar framkvæmdastjóra Skífiinnar. Verkin á þessari plötu eru tek- in upp á nærri tíu ára tfmabili til útsendingar f útvarpi. Hið fyrsta var á dagskrá útvarpsins' f janúar 1968 en hið sfðasta í júlf 1977. Á hljómplötunni spilar Rögn- valdur verk eftir Joseph Haydn, L. v. Beethoven, Fr. Chopin og R. Schumann. Meðleikarar Rögn- valdar í trfói eftir Haydn eru Konstantín Krechler flðluleikari og Pétur Þorvaldsson sellóleikari. Rögnvaldur Siguijónsson fæddist á Eskifirði og voru for- eldrar hans Siguijón Markússon sýslumaður og kona hans, Sigríð- ur Þorbjörg Bjömsdóttir. Rögn- valdur útskrifaðist frá Tónlistar- skóianum í Reykjavík árið 1937 og sama ár fór hann til náms hjá M. Ciampi í Parfs. Heimsstyijöldin batt enda á nám Rögnvaldar þar og árin 1942 til 1945 var Rögn- valdur við nám í New York. Aðalp- íanókennari hans þar var Sascha Gorodnitsky en Rögnvaldur lærði einnig orkestrasjón í Julliard- skólanum hjá Vittorio Giannini. Frá árinu 1945 var Rögnvaldur kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Einnig hefur hann ver- ið með tónlistarþætti í Ríkisút- varpinu. Rögnvaldur Sigurjónsson FLUGLEIÐIR hafa náð samningi við japanska flugfélagið Japan Air Lines um sérstök kjör á vöruflutningum frá Islandi til Jap- ans. Flugleiðaþotur flytja vörurnar til London og þar taka þotur JAL við þeim og flytja til Tókýó. Lifandi ígulker voru flutt Japans á þennan hátt fyrir skömmu. Ferðir þessar eru farnar þrisvar í viku og líða tæpir tveir sólarhringar frá þvf varan fer frá íslandi þar til hún nær til Tókýó. Þá hófiist fyrir skömmu sérstakar frakt- ferðir á vegum Flugleiða milli Evrópu og Bandaríkjanna. Flogið er frá Belgíu til Billund f Danmörku, þaðan til íslands og síðan til New York og sömu leið til baka. „Það hefur lengi verið í undir- búningi að koma upp flutningaleið til Japans sem nýttist til dæmis útflytjendum fískafurða," sagði Sigmar Sigurðsson, forstöðumað- ur fraktdeildar Flugleiða, í sam- tali við Morgunblaðið. „Gjald fyrir flutninginn er 145 krónur á kílóið afmatvælum og er lágmarkssend- ing 250 kg. Ferðir þessar eru þrisvar í viku, morgun- og síðdeg- isferðir á mánudögum og ein ferð á fimmtudögum. í fyrri mánu- dagsferðinni er rými fyrir 2 til 3 tonn en í hinum ferðunum eru teknir fraktpallar og því hægt að taka mun meira. Með sérstökum fraktferðum milli Evrópu og Bandaríkjanna er komið til móts við þarfír þeirra sem flytja vilja ferskan fisk frá íslandi til landa beggja megin Atlantshafsins. Þetta gefur mögu- leika á auknum fraktflutningum til íslands, til dæmis grænmeti sem í vaxandi mæli er flutt í flugi. Flugleiðir hyggjast þannig efla fraktflug í millilandafluginu og þétta nú net viðkomustaða sinna með því að taka upp flug frá Ost- ende í Belgíu," sagði Sigmar Sig- urðsson. „Nú tekur um 20 klukkustundir að senda ígulker héðan til Japans en áður gat það tekið á þriðja sólarhring," sagði Guðmundur Einarsson, framkvæmdasjóri Neysluvara hf. Fyrirtækið er .í samvinnu við fiskvinnslufyrirtæk- ið Stíganda í Sandgerði um veiðar og útflutning á ígulkeijum. „Það er geysilega mikilvægt fyrir okkur að Flugleiðum skuli hafa tekist að stytta þann tíma sem það tekur að senda vörur til Japans því ígulkerin þurfa að koma sem ferskust þangað. Við höfum flutt út sýni úr ígulkeijum undanfarin tvö ár og vonumst til að geta hafíð útflutning á þeim fyrir alvöru eftir tvö ár,“ sagði Guðmundur Einarsson. FAXAFENI5. SÍMI68 56 60 (SKEIFUNNI) el hannað bað eykur vellíðan Innréttingin er lykilatriði í hönnun baðherbergis. Þar þarf oft að beita hugkvæmni og útsjónarsemi ásamt þekkingu á viðfangsefninu. Innréttingar Finns Fróðasonar í verslun okkar bera það með sér að þar standa fagmennaðverki. Líttu inn. Nýr flygiH vígður á tónlistardegi Rögnvaldur Sigurjónsson leikur eftir margra ára hlé Átta einleikarar við nýja flygilinn. Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.