Morgunblaðið - 20.10.1988, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988
41
SIEMENS
SIEMENS uppþvottavél
LADY SN 4523 með
Aaua-Stop vatnsörygai.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur
með söngdansa á íþróttavellinum,
þótti vel við hæfi er þeir sungu
Votur er ég vindandi fyrir 6.000
áhorfendur, þó svo ég efist um að
margir hafi heyrt nokkuð í okkur
þvf vindurinn hvein í hátalarakerf-
inu.
Um kvöldið var síðan mótinu slit-
ið. Þá dönsuðu um 3.000 manns
dansa frá öllum Norðurlöndunum
sem æfðir höfðu verið í vetur. Einn-
ig spiluðu hljóðfæraleikarar frá 5
löndum nokkur lög.
AUa mótsdagana var boðið upp
á tónleika, danssýningar og nám-
skeið. Einnig dans og hljóðfæra-
slátt fram á rauðanótt og var það
aðallega þá sem fólk náði að kynn-
ast og sinna sameiginlegu áhuga-
máli. Oftast fóru þátttakendur ör-
magna í rúmið eftir að hafa dansað
eða spilað í 10—20 tíma samfellt.
Nú spyija sjálfsagt margir hvað
Nordlek sé. Nordlek er samband
ýmissa ólíkra félaga á Norðurlönd-
um á sviði þjóðhátta. Má þar nefna
þjóðdansa, þjóðlagatónlist, þjóð-
búninga, rannsóknir, gamla leiki
og hannyrðir (heimilisiðnaður). Á
vegum sambándsins eru haldin
Qöldamörg námskeið sem ýmist eru
opin öllum sem áhuga hafa eða ein-
göngu fyrir leiðbeinendur. Mikil
áhersla er nú lögð á námskeið fyrir
böm og unglinga til að gera þau
meðvituð um þann þjóðararf sem
við eigum. Annað markmið sam-
bandsins er að auka vináttu og sam-
kennd milli þjóðanna með kynnuiS?'
Einnig að draga fram hið sérstaka
í norrænni menningu og skapa
henni virðingu jafnt innan sem utan
Norðurlanda. Og að auka áhuga á
norrænni menningu á Norðurlönd-
um.
Sambandið er þátttakandi í nor-
rænni samvinnu á sviði menningar-
mála. Þjóðdansafélag Reykjavíkur
hefur verið þátttakandi í þessari
samvinnu undanfarin 27 ár. Við
höfum þriðja hvert ár sent hóptfR
stóm Nordlek-mótin sem haldin em
til skiptis f Noregi, Danmörku,
Svíþjóð og Finnlandi. Sjálf höfum
við haldið 2 minni mót hér á landi
og næsta sumar verður það haldið
í þriðja sinn. Þessi mót höfum við
kallað ísleik og hafa þau verið vel
sótt af Norðurlandabúum.
Tímastilltarviftur
með eöa án sjálflokandi
gardínu.
Rörmál:4"-5“-6".
HAGSTÆTT VERÐ.
Elnar Farestvett&Co.hf.
eftirLilju Petru
Ásgeirsdóttur
í júlímánuði fór 44 manna hópur
frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur,
þar af 4 undirleikarar og 2 söngvar-
ar, til Bergen til að taka þátt í 28.
Nordlek-mótinu sem haldið er. Þar
vom samankomnir u.þ.b. 5.000
dansarar og spilarar frá Noregi,
Svíþjóð, Danmörk, Færeyjum,
Álandseyjum, Finnlandi og íslandi.
Hópurinn fór utan mánudaginn 4.
júlí en mótið var ekki sett fyrr en
6. júlí. Þessa tvo daga notuðu ferða-
langamir til þess að skoða borgina
sem hefur upp á margt að bjóða.
Meðal annars var farið og skoðaður
gamli bærinn sem breytt hefur ver-
ið í safn. Það er ótrúlegt hve þétt
húsin em enda eldhætta mikil.
Hópurinn fór einnig upp á Flöyen
og naut hins frábæra útsýnis sem
er yfir bæinn og fjörðinn ofan af
fjallinu. Einnig var litið í verslanir
og meirihlutinn fjárfesti í hinum
ómissandi regnhlífum sem komu
að góðu gagni alla mótsdagana.
A mótinu í Bergen var boðið upp
á fjölbreytta efnisskrá, m.a. hélt
hver þjóð námskeið í hannyrðum,
þjóðdönsum og þjóðlagatónlist
(söng og spili).
Núverandi skólastjóri heimilis-
iðnaðarskólans, Steinunn Ingi-
mundardóttir, sá um námskeið í
leppapijóni en hún var einnig í
danshópnum. Einnig var mikil bún-
ingasýning og heimilisiðnaðarsýn-
ing í Grieg-höllinni alla mótsdag-
ana.
Miðvikudaginn 6. júli hófust
námskeið á fimm stöðum samtímis.
Þrír af spilurunum ákváðu að fara
á námskeið hjá Finnum og Álands-
eyingum í þjóðlagaspili. Það var
mjög gaman og lærðum við þar
nokkur lög. Um kvöldið var síðan
formleg setning mótsins. Þar var í
fyrsta skipti fluttur Nordlek-mars-
inn, sem var sérstaklega saminn
fyrir þetta mót. Hann spiluðu um
20 ungir Harðangurfíðluleikarar og
fórst það vel úr hendi. Einnig var
sýndur „Springdans", sem er sér-
stakur fyrir héruðin í kringum
Bergen. Þar voru einnig fluttar
ræður. Meðal annarra sem það
gerðu var borgarstjórinn í Bergen
og menntamálaráðherra Noregs.
Eftir setningarathöfnina var síðan
byijað að dansa og stjómuðu Danir
fyrstu dönsunum. En Islendingamir
fluttu sig yfir í næsta leikfímishús
þar sem þeir sáu um dansstjóm
ásamt Svíum og Finnum.
Næsta dag var mikið að gera hjá
íslendingunum þar sem við sáum
um námskeið í þjóðlagatónlist, leik-
inni og sunginni. Á námskeiðinu í
þjóðlagasöng var farið yfír sögu
íslenskrar tónlistar og tekin tón-
dæmi. M.a. sungu Unnur Eyfells
og Jón Þorsteinsson tvísöng sem
vakti mikla athygli. Einnig söng
hópurinn ýmis íslensk þjóðlög og
gátu áhugasamir þátttakendur tek-
ið undir á íslensku. Stjómendur
námskeiðsins vom Sölvi Sigurðsson
og Maria Einarsdóttir.
Tveimur hæðum ofar í félags-
heimili norska þjóðdansafélagsins
fór fram á sama tfma námskeið f
þjóðlagaspili. Þar vom saman
komnir 10 spilarar frá ýmsum þjóð-
um sem reyndu að ná tökum á
Dýravísum og Sprengisandi auk
annarra laga. Erfiðast þótti hljóð-
færaleikumnum að ná hinum mis-
skipta takti í Dýravfsum enda ekki
kynnst slfku áður. Námskeiðið ann-
aðist Wilma Young.
Síðar um daginn sáu íslending-
amir um þjóðlagakaffí fyrir fullu
húsi gesta sem nutu veitinga meðan
hlýtt var á söng kórs Þjóðdansafé-
lagsins undir stjóm Mariu Einars-
dóttur og einsöng og tvfsöng Jóns
og Unnar. Söngnum var n\jög vel
tekið enda fjölbreytt efnisskrá
fslenskra þjóðlaga.
Um kvöldið sá Kolfinna Sigur-
vinsdóttir um dansstjóm í Grieg-
höllinni eftir sýningu á „Vestland,
Vestland", og naut hún aðstoðar
dansara og spilara. Þar vom þó
0 S þvottakerfi.
• Fjórföld vörn gegn vatnsleka.
9 Óvenjulega hljóðlót og sparneytin.
Smith og Norland,
Nóatúni4,
s. 28300.
Vortice
baðherbergisviftur
Metsölublad á hverjum degi!
haldnir í Grieg-höllinni. Þar komu
fram margir efnilegir söngvarar og
hljóðfæraleikarar. Þrír ungir fíðlu-
leikarar spiluðu og sungu íslensk
þjóðlög og alþýðulög með undirleik
og aðstoð Wilmu Young. Eftir tón-
leikana var slegið upp dansleik í
höllinni þar sem tónlistarfólkið spil-
aði fyrir dansi. Þetta sama kvöld
vom haldnir kirkjulegir tónleikar f
Krosskirkjunni sem er nokkurra
alda gömul gullfalleg kirkja í miðbæ
Bergen. Þar söng fyrir hönd íslands
Jón Þorsteinsson, ópemsöngvari,
sálminn Víst em Jesú kóngur klár,
Kvöldvísur og helgilag frá 13. öld.
Þess má geta að hann söng einnig
með félaginu á öllum sýningum
þess og tónleikum.
Sunnudagurinn rann upp bjartur
og fagur og dansarar bjuggu sig
undir að taka þátt í stærstu sýningu
mótsins sem var haldin á íþrótta-
vellinum Kronsminde. Þegar svo
5.000 dansarar og spilarar höfðu
stillt sér upp til að marsera inn á
völlinn opnuðust allar flóðgáttir
himins og regnið fossaði niður á
uppábúna þátttakendur. Skrúð-
ganga og dansar einstakra þjóða
fór þó fram en fresta varð samdöns-
um og samspili fram á kvöldið. ís-
lendingamir, sem vom aðallega
Höfundur er formaður Þjóðdansa-
félags Reykjavíkur.
Sjómannaskottís undir berum himni í Bergen.
„Springdans".
ekki unglingamir í hópnum því þeir
sóttu á sama tíma unglingasam-
komu f Gimli. Þar var mjög þröngt
á þingi og mikið fjör. Unglingunum
gafst kostur á að læra dansa frá
öllum þátttökulöndunum sem
bama- og unglingaleiðbeinendur
sáu um. Meðal annars sem kennt
var þar var „springdans" sem fólg-
inn er í því að ná hatti af priki sem
haldið er í 2 metra hæð. Ekki má
taka hann af með höndum heldur
er ætlast til að honum sé náð með
fæti. Er þá stokkið í loft upp og
fætinum sveiflað upp á við. Einn
íslendingur úr hópnum reyndi við
þessa þraut og tókst í annarri til-
raun að ná hattinum af prikinu.
Margt fleira var til skemmtunar og
fór íslenski unglingahópurinn glað-
ur heim eftir ánægjulegt kvöld.
Á fostudeginum hófst dagskrá
fslenska hópsins klukkan tfu með
námskeiði í íslenskum dönsum und-
ir leiðsögn Kolfínnu Sigurvinsdóttur
og var það vel sótt. Um kvöldið var
sýning í Grieg-höllinni sem var skipt
í tvennt. íslenski hópurinn kom
fram á seinni sýningunni. Þjóð-
dansafélagið vandaði sérstaklega
til efnisvals og búninga á þeirri
sýningu enda voru móttökur áhorf-
enda frábærar. Dansaramir komu
þar fram í 18. aldar upphlutum,
faldbúningum, skautbúningum,
kyrtlum og nútímaupphlut. Þótt
fáir íslendingar kunni að meta
íslenska þjóðdansa og viti hvemig
þeir eru og hve fjölbreytileikinn er
mikill þá kunna aðrir Norður-
landabúar svo sannarlega að meta
þá og þótti sýning Þjóðdansafélags-
ins hápunktur kvöldsins.
Laugardaginn 9. júlí voru útisýn-
ingar í miðborg Bergen eins og
reyndar var alla mótsdagana. Þó
vom sýningamar stærri og á fleiri
stöðu þennan dag. Um kvöldið vom
sfðan tónleikar sem helgaðir vom
ungu fólki f söng og hljóðfæraleik
SIGLPIRDINGAFÉLAGID
Reykjavik og nágrennl
Aðalfundur Siglfirðingafélagsins í
Reykjavík og nágrenni verður haldinn í
Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar,
Drafnarfelli 2-4, föstudaginn
21. október og hefst kl. 21.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
GEGN STREITU
Vitundartækni Maharishi, INNHVERF
ÍHUGUN, er einföld, huglæg aöferð sem
vinnur gegn streitu og spennu. Almenn
kynning verður haldin í kvöld fimmtudag
kl. 20.30. I Garöastræti 17.
Aögangur ókeypis.
íslenska íhugunarfélagiö, s. 16662.