Morgunblaðið - 20.10.1988, Síða 59

Morgunblaðið - 20.10.1988, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988 59 VELVAKANDl SVARAR í SÍMA 691282 KL.10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ■yia lf Um nýiu bílnúmerín Til Velvakanda. Það er alkuftna að bifreiðastjórar úr dreifbýlinu eru eigi færir að aka vélknúnum ökutækjum sínum innan borgarmarkanna. En vegna hinnar landsfrægu góðmennsku borgarbúa er þeim þó leyft að aka á gijót- börðum bifreiðum sínum á bundnu slitlagi borgarinnar. Þó er skilyrði að þeir hafi þar til gerða platta, bæði að framan og aftan á bílum sínum, sem vísa til þess að þar sé fólk utan af landsbyggðinni á ferð. Vegna þessara merkinga geta Reykvíkingar hagað ökulagi sínu með fullu tilliti til aðstæðna. Þá er átt við þegar borgin hálffyllist af ökutækjum með bifreiðastjórum sem einungis þekkja fyrirbæri eins og malbik, hringtorg, tvístefnugöt- ur o.fl. af afspum. Nú um næstu áramót munu ör- lagaríkir atburðir gerast, verði ekki gripið til fyrirbyggjandi varúðarráð- stafana. Því þá munu áðumefndir plattar heyra sögunni til. f þeirra stað koma glansskilti með númemm sem lúta engum reglum né lögmál- um. Því verður ekki hægt að sjá í fljótu bragði hvort ökutæki sé með alvanan reykvískan ökumann, ell- egar dreifbýling innanborðs. Það sér því hver heilvita maður hvílíkt hættuástand það myndi skapa. Afiiotagjöldin: Léleg rök- semd að fólk geti slökkt • Til Velvakanda. Þann 28. september birtist grein eftir Ólaf nokkum þar sem hann kvartar yfir því að það sé bókstaf- lega ekkert annað en íþróttaefni í sjónvarpinu og var ég honum alveg sammála. En 30. september birtist hins vegar grein eftir Víkveija sem sagði sig ósammála og hélt því fram að Ólafur gæti þá bara slökkt á sjónvarpinu eins og „aðrir“ ef hann væri óánægður. Þetta finnst mér ekki vera rétt. Maður borgar ekki afnotagjöld til þess að hafa slökkt á sjónvarpinu. Þar að auki vil ég bæta því við að mér þykir það asnálegt að þurfa að borga fyrir stöð sem maður vill ekkert hafa með, því að ríkissjón- varpið hefur stutta og leiðinlega dagskrá. Ég horfi bara á Stöð 2 sem er mjög góð og alveg nóg fyr- ir mig. Gunnlaugur Að mínum dómi er lausnin að skipta bifreiðaeign landsmanna í tvo hluta: annarsvegar af höfuð- borgarsvæðinu og hinsvegar utan af landsbyggðinni. Myndi munur þessi verða auðkenndur á fyrr- nefndu glapsskilti á sem einfaldast- an hátt. Á núverandi plöttum er æði miklu púðri eytt í það að flokka fólk niður eftir búsetu sem er hinn mesti óþarfi. Nóg væri -að hafa bókstafínn R fyrir Reykjavík og D fyrir dreifara. G og E. Þessir hringdu... Beita Grænfriðungum fyrirsig Grímur Karlsson hringdi: „Fyrir nokkrum dögum hættu Rússsar við kaup á físki fyrir 300 milljónir króna og sögðust ætla að kaupa ódýrari fisk af Færey- ingum og annars staðar frá. Rúss- ar beita ekki Grænfriðungum fyr- ir sig en segja okkur hreint út að við höfum verðlagt okkur út af þessum samningi. Aðrir kaup- endur, austan hafs og vestan, hafa verið að segja okkur það sama varðandi sumar fiskafurðir. Og nú beita þeir Grænfriðungum fyrir sig vegna neytandans til að komast hjá kaupum. Ásókn íjóð- veija í ferskan fisk frá íslandi er mikil og ber að stöðva þann út- flutning meðan við íslendingar fáum skýringu á afskiptum Græn- friðunga af viðskiptum land- anna.“ BMXhjól Gullt og blátt BMX hjól fyrir 4-6 ára hvarf af leikvelli við Klausturhraun fyrir nokkru og er þess sárt saknað. Þeir sem orðið hafa varir við hjólið eru vinsam- legast beðnir að hringja I síma 54863. Sýnið meira frá Heimsleikum fatlaðra Kona hringdi: „Það þyrfti að sýna meira frá Heimsleikum fatlaðra í Seoul í sjónvarpi og sérstaklega frá fötl- uðum bömum sem keppa. Gaman væri að sjá beinar útsendingar en það er þó ekki nauðsynlegt." VETRARFAfiNAfiUR^ Hinn árlegi vetrarfagnaður verður haldinn í félags- heimilinu fyrsta vetrardag 22. október. Hljómsveit leikurfyrirdansi. Húsiðopnað kl. 19.30. Miða- og borðapantanir á skrifstofu félagsins, fimmtudaginn 20. októberfyrir kl. 18.00. Hestamannafélaglð Fákur. Pera dagsins í dag DULUX EL 80% orkusparnaður dæmi: OSRAM æJÓHANN ÓLAFSS0N &C0.HF. 43Sundaborg 13-104Reykjavik-Sími688 588 OTRULEGT EN SKÓLAFÓLK - FYRIRTÆKI - STOFNANIR - EINSTAKLINGAR - HEIMILI fttfit1 -r ■ i«,f i' ■ ■ ,y 5';v.v;v.W& 12 gerðir og verðflokkar af AMSTRAD PC-tölvum á tilboði sem ekki er hœgt að hafna. DÆMI 1: AMSTRAD PC 1512/20MB harfiur diskur 14“ sv.hv.^\ skjár. Fjöldi fylgihluta og forrita t.d. MÚS, GEM, RITV.ÁÆTLG., LEIKIR O.FL. O.FL. Stór ísl. handbók og 30% afsl. á 12 tfma PC-nám- skeiði hjá Tölvufræðslunni. oaciui iija I uivuiiæuaiuiilil. ^OKTÓBERTILBOÐ 79.800,- DÆMI 2: AMSTRAD PC 1640/20 MB harður diskur 14“ sv.hv. hágæða skjár. Innbyggt EGA, HERCULES OG CGA kort, fjöldi fylgi- hluta og forrita. Stór fsl. handbók og 30% afsláttur á 12 tíma nám- skeiði hjá Tölvufræðslunni. v0KTÓBERTILB0Ð 99.80Q,- (j)DÝRASTA AMSTRAD PC: 1 drif 14“ skjár aðeins 49.800,- 1ÆMI 3: AMSTRAD PPC 612 ferðatölva/1 drif, 10“ skjár, AT-"\ lyklaborö, 5,4 kg. v0KTÓBERTILB0D: 49»900,"_________________________ Kynntu þér AMSTRAD - Það er ekki að ástæöu- lausu að AMSTRAD PC-tölvur eru mest seldu tölvur í Evrópu í ár. Ástæðurnar eru meðal annars: Fullkomlega IBM samhæfðar + rikulega utbúnar af fylgihlutum og for- ritum + ótrúlega lágt verð= Lang bestu tölvukaupin. GREIÐSLUKJÖR VIÐ ALLRA HÆFI/ RAÐGREIÐSLUR Allt verð miðað við gengi 30. september og staögreiðslu. TOLUULOND - HLEMMi LAUGAVEGI 116 V/HLEMM S.621122

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.