Morgunblaðið - 20.10.1988, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR RMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1988
63
KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI HEIMSMEISTARAKEPPNINNAR
ADN
Atll EAvaldtson, fyrirliði íslands, spymir knettinum frá áður en Rainer Emst nœr til hans. Til vinstri er Gunnar Gíslason.
li
Enn hrellir
t,eldingin
Islendinga
Andreas Thom hefur gert sjö
mörk í þremur leikjum gegn íslandi
ANDREAS Thom, hinn eldfljóti
framherji Austur-Þjóðverja,
hefur greinilega gaman af því
að leika gegn Islandi. Thom,
sem er kallaður „eldingin'*
vegna þess hve snöggur hann
er, skoraði bœði mörkin í 2:0
sigri á íslandi f Berlín í gœr.
Hann skoraði einnia bœði
mörkin f 2:0 sigri á Islandi f
Kari Marx Stadt f undankeppni
EM1986. Þá gerði Thom
þrennu í 6:0 sigri Austur-Þjóð-
verja á Laugardalsvellinum í
sömu keppni ffyrra.
Andreas Thom.
„Mörkin
erumér
dýrmæt“
Mörkin tvö eru mér mjög dýr-
mæt og ég er gífurlega
ánægður," sagði Andreas Thom
fyrirliði a-þýska landsliðsins eftir
leikinn. Áður en
FráJóni leikurinn hófst baul-
H. Garðarssyni uðu áhorfendur á
/A-Þýskalandi hann en eftir að
hann skoraði var
hann vinsælasti maður vallarins.
„Mörkin sýndu austur-þýskum
áhorfendum að ég er enn góður
knattspymumaður og það er gott
að hafa tryggt okkur dýrmætan
sigur," sagði Thom.
-Island
Heimsmcistarakcppnin ( knaUspymu.
A-Berlin, miðvikudagur 19. október
1988.
Mörk A-Þýskalands: Andreas Thom
2 (34. ng 88. mln.).
Ahorfendun 12.000.
Dómari: Einar Halle, Noregi.
Gul spjöld: Guðmundur Torfason, Atli
Eðvaldsson og Rainer Emst.
Rautt spjald: Sœvar Jónsson.
Lið Íslands: Bjami Sigurðsson, Gunn-
ar Gíslason, Ólafur Þórðarson, Sævar
Jónsson, Guðni Bergsson, Atli Eðvalds-
son, fyrirtiði, Ómar Torfason, Asgeir
Sigurvinsson, Amór Guðjohnsen, Guð-
mundur Torfason (Ragnar Margeirsson
77. mfn.) og Sigurður Grétarsson.
Lið A-Þýskalands: Jörg Weissflog,
Ronald Kreer, Dirk Stahmann, Matthi-
as Linder, Matthias Doeschner, Jörg
Stubner (Sammer 34. mln.), Jörgen
Raab, Rainer Emst, Schössler, Ulf
Kireten og Andreas Thom, fyrirliði.
„Mistök dómarans
kostuðu okkur mikið“
- sagði Siegfried Held, landsliðsþjálfari íslands
„FYRRA markið sem Austur-
Þjóðverjar skoruðu setti okkur
út af laginu. Markið var ólög-
legt, þar sem ýtt var á bakið á
Guðmundi Torfasyni þegar
knötturinn kom fyrir markið.
Lfnuvörðurinn lyfti upp flaggi
sínu, en hann setti það niður
þegar Bernd Stange, þjálfari
Austur-Þjóðverja hljóp út úr
búrinu - í átt að línuverðin-
um,“ sagði Siegfried Held,
landsliðsþjálfari íslands, sem
var ekki ánægður með norska
dómarann, Einar Halle, sem
dæmdi landsleik A-Þýskalands
og íslands, sem A-Þjóðverjar
unnu, 2:0.
Dómarinn kom svo aftur við
sögu þegar hann rak Sævar
Jónsson af leikvelli. Sá dómur var
Sævar fékk
aðsjárautt
m
Eg átti að sjálfsögðu ekki að ýta
við leikmanninum, en í hita
leiksins - eftir að hann hafði brotið
gróflega á Gunnari Gíslasyni, þá
gekk ég að honum til að ýta honum
frá. Austur-Þjóðvetjinn sýndi þá
mikinn leikaraskap og kastaði sér
niður á völlinn. Dómarinn féll fyrir
leikaraskapnum og sýndi mér rauða
spjaldið," sagði Sævar Jónsson, sem
var rekinn af Ieikvelli á 71. mín.
„Austur-Þjóðveijamir voru bæði
búnir að ýta við Ásgeiri Sigurvins-
syni og Gunnari Gíslasyni áður í
leiknum, án þess að dómarinn gerði
nokkra athugasemd. Kannski hefur
það verið vegna þess að þeir Ás-
geir og Gunnar voru ekki með neinn
leikaraskap," sagði Sævar.
Sævar Jónsson er fyrsti íslend-
ingurinn sem hefur fengið að sjá
rauða spjaldið i landsleik. Hann á
nú jrfir höfði sér leikbann - eins
eða tveggja leilqa bann í heims-
meistarakeppninni. Það kemur í ljós
þegar aganefnd FIFA kemur sam-
an, hvað refsing Sævars verður
þung.
geysilega
FráJóni
Halldón
Garóarssynii
A-Berlin
harður og óréttlátur.
Þessi tvö mistök
dómarans kostuðu
okkur mikið," sagði
Held, sem var ekki
óánægður með leik
sinna manna.
„Strákamir léku vel, eða eins og
ég sagði þeim að gera. Þeir börðust
hetjulega og gáfust ekki upp þrátt
fyrir hafa aðeins verið tíu að glíma
við Austur-Þjóðveija undir lokin.
Þeir reyndu að jafna, en náðu ekki
að bijóta Austur-Þjóðveija á bak
aftur. Með smá heppni hefði Sigurð-
ur Grétarsson náð að jafna, en það
var brotið á honum - fyrst var ýtt
við honum og síðan sparkaði vam-
arleikmaður Austur-Þjóðveija Sig-
urð niður," sagði Held.
„Það kom mér nokkuð á óvart
hvað Austur-Þjóðveijir voru ragir
við að sækja í byijun leiksins. Eg
átti von á því að þeir myndu leika
stífan sóknarleik gegn okkur, þann-
ig að við fengjum tækifæri til að
geysast fram í skyndisóknir og
hrella vamarleikmenn þeirra. Við
fengum fá tækifæri til þess, þar sem
Austur-Þjóðveijar vom afar vark-
árir,“ sagði Held og síðan bætti
hann við: „Möguleikar okkar em
ekki úr sögunni. Við eigum þijá
heimaleiki eftir - gegn Austur-
Þjóðveijum, Austurríkismönnum og
Tyrkjum. Við verðum að ná góðum
úrslitum í þessum þremur leikjum,"
sagði Held.
íslendingar
sektaðir?
Atli og Gunnar báðir í skyrtu nr. 2
Það vakti mikla athygli að
tveir leikmenn íslenska
landsliðsins léku í skyrtu nr. 2 í
seinni hálfleiknum gegn A-Þjóð-
veijum. Gunnar
FráJóni Gíslason, sem var
H. Garóarssyni skráður á leik-
lA-Þýskalandi skýrslu sem leik-
maður nr. 2 og
Atli Eðvaldsson, fyrirliði lands-
liðsins sem var skráður nr. 3.
Þetta er brpt á reglum FIFA og
því mega íslendingar búast við
sekt.
Atli skipti um skyrtu í hálfíeik
enda orðið heitt í hamsi og farinn
að svitna. Hann skipti og fór í
stutterma skyrtu. Hann ætlaði að
sjálfsögðu að taka skyrtu nr. 3
en tók skyrtu nr. 2 í misgripum.
Enginn tók eftir þessu fyrr en um
seinan en í hátalarakerfinu á vell-
inum var sagt að nú væri eitthvað
undarlegt að gerast; tveir leik-
menn Islands væru nr. 2. Eftir
leikinn komu A-Þjóðveijar svo að
máli við íslendingana og sögðu
að þeir gætuð bókað sekt fyrir
þetta.
Gula spjaldiö skréð á Gunnar
Atli Eðvaldsson fékk að sjá
gula spjaldið í leiknum og var
skráður í bók dómarans, sem leik-
maður nr. 2. Það er því Gunnar
Gíslason sem er skráður í leik-
skýrslu með gult spjald.
Þessi mistök Atla hefðu getað
orðið dýrkeypt, þvf að ef Gunnar
hefði fengið gula spjaidið undir
lok leiksins, hefði hann í fram-
haldi af þessu fengið að sjá rauða
spjaldið, fyrir tvö gul spjöld í
leiknum.
Jón Halldór
Garóarsson
skrifarfrá
Austur-Beriin
Thom skoraði fyrra markið í gær
á 34. mín. með þrumuskoti
utan úr teig eftir homspymu og
gulltrygði svo sigur Austur-Þjóð-
veija tveimur mín.
fyrir leikslok með
skoti frá vítateig.
Hann er greinilega
einn þeirra sem gef-
ast ekki upp fyrr en flautað er til
leiksloka — í Karl Marx Stadt skor*P“'
aði hann á 89. mín. og á þeirri 88.
í Laugardalnum, eins og í gæri
Thom skoraði fyrra markið eftir
homspymu, en er knötturinn var á
leið inn í teiginn brutu Austur-
Þjóðveijar greinilega á Guðmundi
Torfasjmi, sem gerði sig líklegan
til að skalla frá. Hann náði þvi
ekki til knattarins og því fór sem
fór. „Við stukkum báðir upp, ég
og Guðmundur, og honum var
greinilega hrint. Þetta átti ekki að
vera neitt annað en aukaspjma,ajp
sagði Guðni Bergsson, vamarmað-
urinn sterki, í samtali við Morgun-
blaðið eftir leikinn.
Sævar Jónsson var rekinn af
velli á 71. mín. fyrir að ýta einum
Austur-Þjóðveijanum, sem brotið
hafði gróflega á Ólafi Þórðarsjmi.
Þetta var algjör óþarfi og ljótt að
sjá. „Það var mjög slæmt að missa
Sævar útaf þegar við vomm að
komast inn f leikinn. Þetta var
furðulegur dómur þvf Sævar rétt
stuggaði við honum. Austur-Þjóð-
veijinn hlýtur að fá 9,95 fyrir góð-
an og dramatískan leik þegar hann
kastaði sér niður og greip um and-
litið," sagði Guðni. „Okkur gekk
þokkalega í vöminni. Það var að<C-_
visu erfitt að eiga við Thom. Hann
er góður leikmaður en við vomm
svo sem ekki stjarfir af skelfingu.
En það var leiðinlegt að fá þessi
mörk á sig og ég er alls ekki sáttur
við tap,“ sagði Guðni Bergsson.
íslendingar lögðu mesta áherslu
á vömina, léku skynsamlega en
beittu skyndisóknum. Þær urðu
hins vegar fáar og lítt hættulegar.
Liðið lék mjög aftarlega en kom
framar á völlin eftir hlé, án þess
þó að ógna austur þýska markinu
vemlega.
„Stigin
ern okkur
mjög
mikilvæg“
- sagðiStange,
þjálfari A-Þýskalands
w ■
Eg er vissulega ánægður með
sigurinn en með smá heppni
hefði fsland getað náð öðm stiginu."
En þessi stig era okkur mjög mikil-
væg,“ Bemd
Stange, þjálfari A-
Þýskalands í samtali
við Morgunblaðið.
„Þrátt fyrir að við
höfum sigrað í þessum leik er ljóst
að við þurfum að leika betur í næstu
leikjum. Gegn Sovétríkjunum og^
Austurríki verðum við að sýna betri
knattspymu," sagði Stange.
FráJóni
H. Garðarssyni
ÍA-Þýskalandi