Morgunblaðið - 26.10.1988, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988
7
Loðnuvertíðin:
ívikumii“
„ÞETTA er allt að koma og það verður orðin mokveiði í vikunni,“
segir Ástráður Ingvarsson, Ioðnunefiidarmaður. Veiðin á mánudag
varð alls 8.500 tonn, sem er mesta veiði á einum sólarhring frá upp-
hafi vertíðar. 25 bátar eru byijaðir veiðar og tilkynnt hefur verið
um tæplega 37.000 tonna afla samtals.
Skipin eru nú flest að veiðum við Þórshafnar á mánudag með 500
Beitir NK fór í gær með fullfermi til heimahafhar í Neskaupstað.
Morgunblaðið/Ámi Stefán Bjömsson
miðlínuna beint norður af Skaga og
hafa sum þeirra fengið mjög góð
köst. Albert GK fyllti sig til dæmis
í tveimur köstum á mánudag. Há-
bergið frá Grindavík varð fyrir því
óhappi á mánudag að gír aftan við
aðalvél bilaði á leið frá heimahöfn.
Sunnuberg GK var á heimleið af
miðunum og tók Hábergið í tog.
Auk þeirra skipa, sem áður er
getið, fór Björg Jónsdóttir ÞH til
tonn, Jón Kjartansson SU til Eski-
fjarðar með 1.100, Víkingur AK til
Akraness með 1.350 og Kap II VE
710 til Vestmannaeyja. Síðdegis í
gær höfðu eftirtalin skip tilkynnt
um afla: Skarðsvík SH 650 og
Grindvíkingur GK 550 til Sigluflarð-
ar, Beitir NK 1.230 tii Neskaupstað-
ar og Öm KE til Krossaness með
700 tonn.
Telja lélegar
merkingar hafa
valdið óhappi:
Gera bóta-
kröfiiá
verktakann
ÖKUMAÐUR og farþegi bíls,
sem lenti i skurði á mótum Grens-
ásvegar og Suðurlandsbrautar á
sunnudag, hyggjast leggja fram
bótakröfu á hendur verktakann-
um, sem annast þar framkvæmd-
ir, vegna skemmda á bílnum og
meiðsla sem farþeginn varð fyr-
ir.
Farþeginn fékk hnykk á höfuð
við óhappið, en bíllinn lenti í skurð-
inum ag valt 3/4úr hring áður en
hann staðnæmdist. Farþeginn leit-
aði ekki læknis strax en þegar verk-
urinn ágerðist leitaði hann á slysa-
deild um kvöldið, fékk þar ávísað
lyfjum og kraga um hálsinn. Telja
farþeginn og ökumaðurinn að var-
úðarmerkingum verktakans hafi
verið mjög ábótavant og að þar sem
bíllinn lenti út af veginum hafi alls
engum merkingum verið fyrir að
fara.
Vestflarðavegur í
Reykhólasveit:
Tilboð Ar-
véla 83%
afkostn-
aðaráætlun
TÓLF verktakar buðu í lagningu
Vestfyarðavegar á milli Kambs
og Geitarár í Reykhólasveit sem
Vegagerð ríkisins bauð nýlega
út. Lægsta tilboðið áttu Árvélar
hf. á Selfossi, 9,4 miiyónir kr.,
sem er 83,3% af kostnaðaráætl-
un.
Vegurinn er 3 km að lengd og á
verktaki að ljúka vinnu við hann
fyrir 1. ágúst á næsta ári.
Kostnaðaráætlun Vegagerðar-
innar 11,3 milljónir kr. Atta tilboð
voru undir áætluninni en flögur
Sr. Næst lægsta tilboðið er frá
eifi Jónssyni Borg, 9,8 milljónir.
Hæsta tilboðið var 16,4 milljónir.
Lagthaldá 13
kannabisplöntur
Fíkniefiialögreglan lagði hald
á 13 kannabisplöntur í húsi f
Hafnarfirði á mánudagskvöld.
Tveir menn hafa játað að eiga
plöntumar, hafa ræktað þær og
neytt afrakstursins sjálfir. Mennim-
ir era ekki granaðir um sölu á efn-
inu. Annar þeirra hefur áður komið
við sögu fíkniefnamála, hinn ekki.
Þeir vora báðir látnir lausir að lokn-
um yfirheyrSlum.
Nú á lægra
verði en
eftirlíkin
Aðeins
Innifalið 80286 örgjörvi, 640 kb minni,
1,2 mb disklingadrif, 20 mb seguldisk-
ur, átta tengiraufar, stórt hnappa-
borð, svart hvítur, hágæða NEC skjár,
Dos 3.3.
NBcmsoft works
Samofinn hugbúnaður, tóflureikn-
ir, ritvinnsla, gagnagrunnur, sam-
skiptaforrit, myndræn framsetn-
ing.
Auðlært - Einfalt í notkun
IBM-XT 286
MlcrosoftWorks
Pakkaverrðkr0/FaCitB,10°
WSQQi
Hefur þú séð?
Microsoft Flight Simulator
á IBM-XT 286 Það er meiriháttar
GÍSLI J. JOHNSEN s/f
Nýbýlavegi 16. Sími 641222.
Glerárgötu 20 Akureyri. Simi 96-25004.
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
TRAUST SAMVINNA