Morgunblaðið - 26.10.1988, Page 29

Morgunblaðið - 26.10.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1988 29 Efri deild: Setning bráðabirgða- laganna ólýðræðisleg - segja þingmenn stjórnarandstöðunnar FYRSTA umræða um Qögur frumvörp til staðfestingar á bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar héit áfram í efri deild Al- þingis í gær. Guðmundur H. Garðarsson (S.Rvk.) var fyrstur á mælendaskrá á fundinum í gær. Hann vitnaði í grein Sigurðar Helgasonar sýslu- manns, sem birtist í Morgunblaðinu fímmtudaginn 20. október. Tók Guðmundur undir gagnrýni hans á setningu bráðabirgðalaganna, m.a. vegna aðferðar við val stjórnar- manna Atvinnutryggingarsjóðs, vegna hættu á misrétti við lánveit- ingar úr sjóðnum og vegna þess að ekki væri réttlætanlegt að setja bráðabirgðalög aðeins tólf dögum fyrir þingsetningu. Guðmundur sagði að varanleg lausn efnahagsvandans fengist ekki með setningu þessara bráðabirgða- laga. Millifærslan fæli í sér mis- rétti og útflutningsgreinamar fengju ekki eðlilegan rekstrar- grundvöll fyrr en jafnvægi skapað- ist í gengismálum. Júlíus Sólnes (B.Rn.) sagði það óhæfu, að nær öll stjóm efnahags- mála færi fram með setningu bráða- birgðalaga. Aldrei gæfíst færi á að ræða aðgerðir á Alþingi. Júlíus sagði einnig, að verðbólg- an myndi geysast áfram er verð- stöðvun lyki 15. febrúar. Taldi hann að þá yrði ketilsprenging, því laun- þegar myndu þá krefjast leiðrétt- ingar á kjömm sínum. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra lýsti efnahagsástandinu er ríkisstjómin tók við. Sagði hann að atvinnulífíð hefði verið að stöðv- ast, stórkostlegur halli hefði verið á ríkissjóði og vandi heimilanna hefði verið mikill. Hann sagði að ástæður þessa hefðu annars vegar verið of háir vextir — ákvörðun um að hleypa vöxtum frjálsum hefði reynst dýr. Hins vegar nefndi hann að um væri að kenna stjómleysi í efnahagsmálum. Svavar sagði að skynsamlegra hefði verið að fara öðmvísi að en gert var, t.d. varðandi afnám samn- ingsréttar og kjaraskerðingu, en um þessar aðgerðir hefði náðst samkomulag. Komið hefði verið til móts við Alþýðubandalagið með því að stytta tíma launafrystingarinnar til 15. febrúar. í máli hans kom fram, að um þijár lausnir á efna- hagsvandanum hefði verið að ræða. í fyrsta lagi millifærslu, sem þýddi tilfærslu á fjármunum, í öðm lagi uppfærslu, eða með öðmm orðum gengisfellingu, og í þriðja lagi nið- urfærslu. Sagði hann að tveir síðari kostimir hefðu leitt til meiri kjara- skerðingar en millifærslan. Næst tók Danfríður Skarphéð- insdóttir (Kl.Vl.) til máls. Mót- mælti hún ólýðræðislegum vinnu- brögðum við setningu bráðabirgða- laganna og sagði að í þeim fælist árás á réttindi og kjör launafólks. Skúli Alexandersson (Abl.Vl.) sagði að vandinn væri afleiðing stjómarstefnu ríkisstjóma Steingríms Hermannssonar og Þor- steins Pálssonar. Fijálshyggju- stefna' þeirra hefði beðið skipbrot. Skúli sagðist að ýmsu leyti hafa verið á móti aðild Alþýðubandalags- ins að ríkisstjóminni, en sagði hins vegar að lokum: „Við emm að færa nokkum afla heim með bráða- birgðalögunum, sem nú em til umræðu, en á íhaldsmiðunum hefði ekkert fiskast." Egill Jónsson (S.Al.) benti á að augljóst væri, að sumir sem áður Neðri deild: Umræðum um hval- veiðibann frestað Þorsteinn Pálsson vill fela utanríkis- málanefiid stefiiumörkun í málinu FRUMVARP Hreggviðs Jónssonar og Aðalheiðar Bjarnfreðs- dóttur, þingmanna Borgaraflokksins, um hvalveiðibann kom ekki til umræðu i neðri deild Alþingis í gær, eins og ráðgert hafði verið. í umræðum um þingsköp kom fram sú skoðun Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að fela beri utanríkis- málanefnd Alþingis stefliumörkun i hvalveiðimálum íslendinga og að stefna beri að sem víðtækastri samstöðu um málið á Alþingi. Halldór Ásgrímsson sjávarút- nú borið að með sérstökum hætti vegsráðherra óskaði eftir að um- og misvfsandi yfírlýsingar for- ystumanna Framsóknarflokksins yllu óvissu. í máli Þorsteins kom fram, að þörf væri á áframhaldandi vísindaveiðum á hvölum en stefna íslendinga hefði verið sveigjanlég í þeim efnum. Til dæmis hefði verið samið við Bandaríkjastjóm um fækkun dýra. Þorsteinn benti hins vegar á að fleiri þættir hlytu að hafa áhrif á steftiumörkun fs- lendinga, svo sem viðskiptahags- munir og vemdun sjávar. Þorsteinn lagði þunga áherslu á mikilvægi þess, að samstaða næðist á þingi um mótun stefnu í málinu. Hann lagði til, að forsæt- isráðherra gæfi utanríkismála- nefnd þingsins skýrslu um málið og innan hennar yrði síðan unnið að því að ná breiðri samstöðu um stefnumörkun, þar sem heildar- hagsmuna yrði gætt. Að lokum sagði Þorsteinn, að vera kynni að íslendingar þyrftu að breyta af- stöðu sinni í þessu máli, en gæta yrði þess, að rasa ekki um ráð fram. ræðum um málið yrði frestað, þar sem hann yrði sem dóms- og kirkjumálaráðherra að vera við- staddur setningu Kirkjuþings í gær. Kjartan Jóhannsson, forseti neðri deildar, varð við þessari beiðni að höfðu samráði við flutn- ingsmenn tillögunnar. Hreggviður Jónsson (B.Rn.), annar flutningsmanna, kvaddi sér hljóðs vegna þingskapa. Hann sagði deildina óstarfhæfa vegna fjarveru sjávarútvegsráðherra og viðskiptaráðherra, en einu málin sem liggja fyrir deildinni heyra undir ráðuneyti þeirra. „Minni- hlutastjóm Steingríms Her- mannssonar vill ekki þingfundi í neðri deild," sagði hann í þessu sambandi. Þorsteinn Pálsson (S.Sl.) tók einnigtil máls um þingsköp. Hann sagðist ekki gera athugasemd við frestun umræðunnar en bætti þvi við, að nú væri mikilvægt að marka endanlega stefnu í hval- veiðimálum íslendinga. Hann sagði enn fremur, að málið hefði hefði verið erfitt að fá til liðs við ríkisstjórnina væru nú að tala sig inn í stuðning við hana. Að ræðu Egils lokinni var umræðum um bráðabirgðalögin frestað til næsta fundar í efri deild. Þingsályktunartillaga Stefáns Valgeirssonar: „Stöðvaðar verði án tafar fram- kvæmdir í Reykjavíkurtjöm“ Málið fyrir dómstóla ef með þarf Stefán Valgeirsson, þingmað- ur Samtaka um jafiirétti og fé- lagshyggju fyrir Norðurlands- kjördæmi eystra, hefúr lagt fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um tafarlausa stöðv- un framkvæmda við ráðhúss- byggingu í Reykjavíkurtjörn. Dugi ekki tilmæli til borgar- stjórnar um þetta efiii leggur Stefán til að forsetar Alþingis „láti vinna að því fyrir dómstól- um að stöðva framkvæmdirnar þar til ótvírætt liggur fyrir að framkvæmdirnar séu lögmæt- ar“. Tillaga Stefáns Valgeirssonar er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að kanna skuli sem ítarlegast öll lagaleg atriði sem tengjast ráðgerðri byggingu ráðhúss Reykjavíkurborgar í Reykjavíkurtjörn með tilliti til eignaréttar og grenndarréttar húseigna Alþingis við norðurenda Tjamarinnar. Skal forsetum Al- þingis falið að fá þijá trausta lög- fræðinga til að kanna lagaleg at- riði málsins og gefa sérálit og einnig að fá könnun og sérálit þriggja manna sérfróðra um skipulags- og byggingamál til að kanna slík mál sem tengjast ráð- hússbyggingunni. Jafnframt skal leitað til borgarstjómar Reykjavík- ur og hún beðin um að leggja fram sem ítarlegust gögn og lagalegar, skipulagslegar og aðrar forsendur sem ráðgerð ráðhússbygging er reist á. Skal stefnt að því að hraða öflun þessara gagna og álita og leggja þau fram í greinargerð um málið á þvi Alþingi sem nú situr. Alþingi ályktar einnig að beina þeim tilmælum til borgarstjómar Reylq'avíkur að stöðvaðar verði án tafar framkvæmdir í Reykjavíkur- tjöm og þær verði ekki hafnar aftur fyrr en ótvírætt liggur fyrir að framkvæmdimar bijóti ekki gegn lögum eða löglegum og rétt- mætum hagsmunum Alþingis og Alþingi hafí gefist tækifæri til að álykta þar um. Dugi tilmæli Al- þingis ekki til að stöðva fram- kvæmdir borgarstjómar Reykjavíkurborgar í Reykjavíkurt- jöm til bráðabirgða skal forsetum Alþingis falið að láta vinna að því fyrir dómstólum að stöðva fram- kvæmdimar þar til ótvírætt liggur fyrir að framkvæmdirriar séu lög- rnætar". Stuttar þingfréttir Tæplega flörutíu þingmál fram komin Ásgeir Hannes Eiríksson. Ásgeir Hannes tekur sæti á Alþingi ÁSGEIR Hannes Eiriksson, verslunarmaður í Reykjavík, tók í gær sæti á Alþingi í forföll- ura Alberts Guðmundssonar. Ásgeir Hannes er 2. varaþing- maður Borgaraflokksins í Reykjavík. Hann hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi. Framlögð þingskjöl eru tæp- lega fjörutiu talsins; frumvörp, þingsályktunartillögur, fyrir- spurnir og svör við þeim. í gær vóru eftirtalin þingmál fram lögð. Nemendur, for- eldrar, skólar Salome Þorkelsdóttir (S/Rn) og Qórir aðrir þingmenn úr jafn mörg- um þingflokkum hafa lagt fram frumvarp til breytinga á grunn- skólalögum. Frumvarpið er m.a. reist á skýrslu samstarfsnefndar ráðuneyta um fjölskyldumál sem og tillögum vinnuhóps um tengsl fjölskyldu og skóla. „Megintilgang- ur með lagafrumvarpi þessu," segir í greinargerð, „er að auka aðild foreldra og nemenda að stjórn og innra starfi skóla." Frumvarpið kveður m.a. á um skólaráð. Það felur og í sér heimild til stofnunar og starfsemi foreldra- félaga og nemendaráða. Endurskoðun láns- kjaravísitölu Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rvk) flytur þingsályktunartil- lögu, sem felur ríkisstjóminni, verði hún samþykkt, að „skipa fímm manna nefnd til að endurskoða grundvöll lánskjaravísitölunnar". Menningarsjóður félagsheimila Jón Kristjánsson og Guðmundur G. Þórarinsson, þingmenn Fram- sóknarflokks, flytja þingsálykt- unartillögu um endurskoðun laga- ákvæða um Menningarsjóð félags- 'heimila. Núgildandi lög um þetta efni eru frá 1970. Ríkisrekin kynbótastöð fyrir eldislax Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rvk) hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta reisa og reka kynbótastöð fyrir eldislax". Stjórnarleyfi til lántöku erlendis Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rvk) og Ingi Bjöm Albertsson (B/Vl) flytja frumvarp til breytinga á lögum um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála: „Ekki mega opinberir aðilar né einkaaðilar semja um að taka lán erlendis nema með samþykki ríkis- stjómar. Til lána telst í þessu sam- bandi einnig hvers konar greiðslu- frestur á þjónustu, svo og leigu- samningar. Greiðslufrestur á vörum fellur ekki undir þetta ákvæði. Við- skiptaráðuneytið setur, að höfðu samráði við Seðlabankann, reglur um erlendar lántökur." Verðbréfaviðskipti Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) flytur breytingartillögur við frum- varp til laga um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði. Þar segir m.a.: „Þeir sem lög þessi taka til og hafa atvinnu af viðskiptum með verðbréf skulu afla glöggra upplýs- inga um hveijir viðskiptamenn þeirra em og skrá nöfn þeirra, kennitölur og heimili á reikninga eða uppgjör vegna viðskiptanna. Einnig ber öllum, sem atvinnu hafa- af viðskiptum með verðbréf, að geyma afrit eða ljósrit af öllum skjölum, sérgerðum vegna viðskipt- anna, svo sem tékkum. Geyma skal afrit og ljósrit skjala, sem tengd eru einstökum viðskiptum, sér- greind og tengja þau glögglega númeri og dagsetningu reiknings."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.