Morgunblaðið - 27.10.1988, Síða 23

Morgunblaðið - 27.10.1988, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 Almenn læknisþjónusta vs. sérfræðiþjónusta Þegar ákvæðin um byggingu heil- sugæslustöðva tóku gildi 1974 var skortur á almennri læknisþjónustu alls staðar á landinu og hafði svo verið í mörg ár. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri var mikill skortur heimilis- lækna og var ástandið í þeim málum tilefni þess, að borgarstjóm, Sjúkra- samlag Reykjavíkur og Læknafélag Reykjavíkur gerðu nokkram áram áður viðamiklar tillögur um endur- bætur á því sviði. Þar var lagt til að starfsaðstaða heimilislækna yrði bætt veralega frá því, sem verið hafði, með stofnun læknamiðstöðva í hverfum borgarinnar. Þá átti að skipuleggja þjónustu þeirra eftir hverfum og ráða þeim aðstoðarfólk. Fljótlega eftir að ofangreindar til- lögur komu fram, fór að hilla undir lög um heilbrigðisþjónustu. Fram- kvæmd tillagnanna var því slegið á frest enda mátti vænta þess að framgangur þeirra yrði mjög auð- veldaður með því að ríkissjóður legði fram 85% stofnkostnaðar við bygg- ingu heilsugæslustöðva. í dreifbýli ríkti slæmt ástand í almennri lækn- isþjónustu vegna þess hve illa hafði gengið að fá lækna til starfa en starfsaðstöðu var þar einnig mjög víða ábótavant. Það vora því margv- íslegar og ríkar ástæður, sem stóðu að baki lagaákvæða um uppbygg- ingu og bætt skipulag heilbrigðis- þjónustu utan sjúkrahúsa. Uppbyggingu heilsugæslustöðva í þéttbýli, sérstaklega í Reykjavík, hefur hins vegar ekki miðað eins og vonir stóðu til. Þrátt fyrir, að nokkram heilsugæslustöðvum hafi verið komið á fót í Reykjavík, hefur lítið miðað í þá átt að bæta þjón- ustuna. M.a. hefur ekki tekist að fækka svo neinu nemi þeim einstakl- ingum, sem hver heimilislæknir (heilsugæslulæknir) þarf að sinna og enn starfa margir heimilislæknar við sömu eða svipaða aðstöðu og fyrir 20 áram. Eftir 1980 hafa viðhorfin í sam- bandi við almenna læknisþjónustu breyst og era ástæður þess eftirfar- andi: 1. Síðustu 7—8 árin hefur sérfræð- ingum, sem starfa á eigin stofum utan sjúkrahúsa, fjölgað, enda fást nýjar stöður á sjúkrahúsum ekki í sama mæli og áður. 2. 1984 var samið um, að tilvísana- kerfið yrði lagt niður, til reynslu í eitt ár. Áður hafði SR slakað á tilvísunarskyldunni. Tilvísanir hafa ekki verið teknar upp aftur. 3. 1984gerðiTRsamningviðheim- ilislækna, sem starfa á eigin stof- um, um nýtt launakerfi. Jafn- framt var samið um að fjölgun þeirra í Reykjavík yrði takmörk- unum háð. Af ofangreindum ástæðum er al- mennri læknisþjónustu nú sinnt af sérfræðingum í auknum mæli enda getur fólk nú snúið sér til þeirra milliliðalaust. (Mynd III.) Mynd III sýnir samanburð á kostnaðarþróun fyrir sérfræðilækn- ishjálp annars vegar og fyrir heimil- islækna og heilsugæslustöðvar hins vegar. Á árabilinu 1981 til 1986 varð aukning um 200 milljónir króna á lyijakostnaði eða 72,8%. Einnig varð aukning á liðnum „annar kostnaður greiddur af SR“ á þessu árabili eða um 40 milljónir króna. Aukin sér- fræðilæknishjálp hefur áhrif á tvo ofangreinda liði. Fjölgun heimsókna til sérfræðinga leiðir til fleiri lyfjaáv- ísana og til aukinna rannsókna sjúklinga. Þegar ákveðið var að fella niður tilvísanir til reynslu í eitt ár var jafnframt ákveðið, að hækka veralega gjöld sjúklinga hjá sér- fræðingum, til að fá reynslu á það, hvort unnt væri að stýra aðsókn að þeim með því móti. Fljótlega var hins vegar felld niður greiðsla sam- lagsmanna til rannsóknarstofu ef heimsóknin var í framhaldi af heim- sókn til sérfræðings. Það gerir að verkum, að mismunur á kostnaði af heimsókn til heimilislækna og sérfræðinga er oft lítill sem enginn. Hjúkrun Fyrir nokkra var með breytingu á almannatryggingalögum opnaður möguleiki á að TR semdi við hjúkr- unarfræðinga um störf á sama hátt og gert hefur verið við stéttir með takmarkað og ótakmarkað lækn- ingaleyfí. Með lagaheimild til slíks samn- ings era umsvif sjúkratrygginga færð inn á nýtt svið, því áður höfðu sjúkratryggingar utan sjúkrahúsa svo til eingöngu tekið til lækninga. Verði slíkur samningur gerður era líkur til, að hann muni vekja áhuga hjúkranarfræðinga á störfum á eig- in vegum og við það gæti skipulag hjúkranar, sérstaklega heimahjúkr- unar og ungbamaeftirlits, riðlast. Væntanlega mun hjúkranarfræð- ingaskortur sjúkrahúsanna enn versna við þetta. Með slíkum breytingum á rekstri hjúkranar sækja tryggingamar inn á svið heilbrigðisþjónustulaga og er mjög vafasamt að eftir það takist að koma viðunandi skipan á rekstur heiíbrigðisþjónustu skv. þeim lög- um. Lokaorð Sl. áratug hefur umræða um heil- brigðismál hér á landi snúist um nauðsyn þess að bæta heilsugæslu í landinu með það tvennt að leiðar- ljósi að efla almenna læknisþjónustu og heimahjúkran annars vegar og skipulagða heilsuvemdarstarfsemi hins vegar. Á sama tíma hefur ávallt ríkt skilningur á því, að ís- lendingar ættu aðgang að hátækni- legri sjúkrahússþjónustu. Það sýnir sú staðreynd hve miklu er varið til aukningar á því sviði. Uppbygging öldranarþjónsutu innan og utan sjúkrahúsa hefur verið þriðja meginmarkmiðið. Þegar litið er á þróun heilbrigðisþjónustu Reykvíkinga á árabilinu 1970 til 1986 kemur fram að heilsugæslulið- ir, þ.á m. heimilislækningar og heilsuvemd, hafa dregist mjög aftur úr öðram. Þannig hefur raunkostn- aður við heimilislækningar, heilsu- gæslustöðvar og heilsuvemd að mestu staðið í stað frá árinu 1970. Tímabilið 1970—1986 íjölgaði íbú- um um 13% og hofur kostnaður á íbúa því lækkað. Þreföldun tilkostn- aðar vegna heilbrigðisþjónustu Reykvíkinga á ofangreindu tímabili kemur því fram í öðram liðum en í framþjónustunni. Þrátt fyrir lög um heilbrigðis- þjónustu byggir heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa að stóram hluta á eldra fyrirkomulagi sjúkratrygg- inga. Það fyrirkomulag hefur verið á undanhaldi í rekstri sjúkrahúsa, sem nú era flest rekin eftir árlegri fjárhagsáætlun í stað daggjalda. Áftur á móti hafa umsvif sjúkra- trygginga í heilbrigðisþjónústu utan sjúkrahúsa fremur aukist heldur en hitt. Þessi tvö kerfi eiga illa saman og stangast jafnvel á, sem kemur í veg fyrir að unnt sé að koma lagi á skipulag og rekstur á þessu sviði, sér í lagi í þéttbýli. Höfuðatriðið er að tekið verði upp eitt kerfi og þjón- ustan skipulögð eftir því. Ríkisstjóm og Alþingi þurfa að ákveða hvort kerfið eigi að gilda. Höfundur er borgarlœknir í Reykjavik. COLA KYNNINGARTILBOÐ: 20% AFSLÁTTUR! Til sama Coke nburðar: Pepsi 33 cl dós: 27,- 37,- 37,- V2lítrí: 37,- 48,- 37,- 1 lítrí: 65,- ekki til ekki til (Verð í Hagkaupum pann 12. okt. '88) COLA FYRIR ÞÁ SEM VELJA SJÁLFIR HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.