Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 49 úðgu landnámskonu, Hvammi, Döl- um. Nú þegar leiðir skilja þá verður manni hugsað aftur til hinna ótal skipta er ég var gestkomandi á hinu mikla rausnarheimili þeirra Ingi- bjargar og Stephans. Þangað var ávallt gaman og notalegt að koma, sem stafaði af hinni léttu lund Stephans og áreiðanleik Ingibjarg- ar. Hjá Stephani var ávallt grunnt á glettni, og átti hann til að vera óhemju stríðinn og fór hann ekki í manngreinarálit í því á hveijum það lenti. Frændrækinn var hann með mesta móti. Hafði hann gaman af allri umræðu um íjölskyldu sína og ætt, enda var hann fróður mjög í þeim efnum. Áttum við minniháttar grúskarar í þeim fræðum gott að geta leitað í smiðju til Stephans. Minnist ég þess ekki að hafa nokk- um tímann komið að tómum kofun- um hjá honum um nokkum hlut er varðaði forfeður okkar. Þá vissi ég engan mann duglegri og fómfúsari í að nálgast og forða frá glötun gömlum munum er tilheyrðu ein- hveijum forvera okkar. Stephan varði ómældum tíma og fjármunum í að bjarga hlutum frá því að glat- ast ættinni, og eigum við smælingj- amir í fjölskyldunni Stephani mikl- ar þakkir að gjalda. Stephan var vel kirkjurækinn. Mun það hafa þótt tíðindum sæta ef hann vantaði í messu í Dómkirkj- una. Alltaf var Stephan mættur í hinu sama sætinu, og væri ég ekki hissa þótt kirkjuvörðurinn hafi stillt úrið sitt eftir honum. Menn komust ekki hjá því að veita Stephani eftir- tekt hvar sem hann fór, því hann var tiginmannlegur í fasi og vörpu- legur á velli. ~ ••, 4...'. '> .a v_____________________Z 7 J. # Einar Farestveit&Co.hf. BOMARTIM M, UMAM. (•<) 1HN OO 111*00 - WO llUIT/M Leið 4 stoppar við dyrnar Nú er skarð fyrir skildi í fjöl- skyldunni. Að Stephani gengnum em aðeins eftir af 11 systkinum þær Elín Stephensen á Egilsstöðum og Ingibjörg Stephensen á Seltjam- amesi. Ég leyfi mér að vona að Stephani vegni vel á þeim brautum er hann hefur nú hafíð vegferð sína á. Er það nú varla efamál þar sem hið fomkveðna segir að þeir deyi ungir sem guðimir elska, og á það svo sannarlega við um hann Steph- an. Hann var ungur allt til enda, eins og reyndar á við um systkini hans. Ég bið þess að endingu að algóð- ur Guð styrki eftirlifandi konu Stephans, Ingibjörgu frænku mína Guðmundsdóttur Böðvarssonar, í hinum mikla missi hennar, og sendi Ólafí, einkasyni þeirra, og fjöl- skyldu hans innilegustu samúðar- kveðjur. Þorsteinn Halldórsson MITSUBISHI JJmALANT 1989 BILL FRA HEKLU BORGAR SIG 0HEKLAHF Laugavegi 170 -172 Simi 695500 VERÐFRAKR. 714.000,- Áskriftarsíminn er 83033 TVIEFLDAR TROPIC VÉLAR Tropic heitir sambyggð þvottavél og þurrkari frá Zerowatt. Hún er tvíefld í orðsins fyllstu merkingu - afkastagetan allt að því tvöföld á við venjulegar þvottavélar. Nokkrir kostir: Þvottavél + þurrkari í einni og sömu vél (B-H-D) 60sm x 85sm x 60sm Þvær allt að 7 kg í einu (tveir þvottar jafngilda þremur í venjulegri þvottavél) Þvær og þurrkar 4 kg á 60 mínútum 400-1000 snúninga 28 þvottakerfi Engin gufumyndun Sparneytin ■* “iu SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 6879/0-68 /266 85.40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.