Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 9 Nú er hægt aö gera viö skemmdar framrúöur, í mörgum tilfellum meðan beðið er. Örugg og ódýr þjónusta. Þjónustustöðvar víða um land. DUDBDflD BILABORG H.F. FOSSHÁLSI 1,SlMI68 12 99 ERT ÞU IVANDA VEGNA VÍMU ANNARRA? Afleiðingarnar geta komið fram með ýmsum hætti í líðan þinni: • Erfitt að tjá tilfinningar • Erfitt að taka sjálfstæðar ákvarðanir • Skortur á sjálfstrausti • Skömmustutilfinning og sektarkennd • Kviði og ótti Nánari upplýsingar í fjölskyldudeild Krýsuvíkursam- takanna, Þverholti 20, sími 623550. Námskeið í gsugi. Viðtalstímar á fimmtudögum. KKÝSUVÍKURSAMTÖKIN Gagnrýni Ásmundar á fjárlagafrumvarpiö EKKI VITRÆN UMRÆÐA segir Ó/afur Ragnar f jármálaráöherra Rugl eða vit Innan tíðar efnir Alþýðusamband íslands til þings, þar sem meðal annars verður gengið til forsetakjörs. Er ekki annað vitað á þess- ari stundu en Ásmundur Stefánsson gefi kost á sér til endurkjörs. Meðal annars í því Ijósi verður að líta á ágreininginn milli form- anns Alþýðubandalagsins og forseta ASÍ um fjárlögin, sem hinn fyrrnefndi hefur undirbúið og lagt fram. Að þessu er vikið í Stak- steinum í dag, einnig skrifum Karls Steinars Guðnasonar um Þjóð- viljann og ummælum Alfreðs Þorsteinssonar um Borgaraflokkinn. Ekki vitrænt í Staksteinum á laug- ardag var vitnað til orða Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ, um flárlaga- frumvarp Ólaís Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðubandalagsins, í Alþýðublaðinu. Ásmund- ur vék sérstaklega að launaforsendum frum- varpsins og sagði: „Þær eru rugl, það er alveg augljóst. Það dettur eng- um heilvita manni i hug að mál gangi fram með þeim hætti, ég hef ekki trú á þvi ...“ Alþýðublaðið sneri sér til Ólais Ragnars í tilefhi af þessum harða dómi Ásmundar og á forsíðu blaðsins á laugardag birtist þessi fyrirsögn: Gagnrýni Ásmundar á fjárlagafrumvarpið. Ekki vitræn umræða, segir Ólafur Ragnar íjár- málaráðherra. Undir fyr- irsögninni stendur: „Það er ekki hægt að ræða þessi mál á þennan hátt. Þetta er ekki vitræn umræða," sagði Ólafur Ragnar Grímsson flár- málaráðherra þegar Al- þýðublaðið innti hann álits á ummælum Ás- mundar Stefánssonar f blaðinu í gær um launa- forsendur Qárlagafrum- varpsins. Forseti Alþýðusam- bandsins segir launafor- sendur Qárlagafrum- varpsins rugl. Sam- kvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að launa- breytingar á milli ára verði 8%. „Ef þetta er rugl núna, þá er þetta búið að vera rugl áratugum saman," sagði Ólafúr Ragnar. „Hann flytur ekki rök fyrir máli sinu í þessu viðtali.““ Þessi orðaskipti ein- kennast ekki beinlínis af umburðarlyndi eða vin- áttu. í raun ber Qármála- ráðherra forseta ASÍ það á brýn, að hann skorti vit til þess að fjídla af skynsemi um efiiahags- mál og fjármál rfkisins. Ef til dæmis formaður Sjálfrtæðisflokksins hefði tekið þannig til orða um forseta ASI eða annan verkalýðsforingja hefði það áreiðanlega þótt tdlefiii til sér- staks upphlaups í þjóð- málum. Að vfsu kunna orð Ólafs Ragnars að þykja svo léttvæg, að menn kippi sér ekki sér- staklega upp við þau og Alþýðublaðið sjá sárafáir svo sem vitað er. Á hinn bóginn talaði Ólafur Ragnar valdsmannslega til krata f stefiiuumræð- unum á dögunum. Og lét eins og hann væri að ná flokki þeirra undir vængi Alþýðubandalagsins. Er hann einnig þar f keppni við Ásmund Stefánsson? Reiði Karls Steinars Einn af frammámönn- um Alþýðuflokksins f röðum verkalýðsfor- ingja, Karl Steinar Guðnason, alþingismað- ur, ritar stutta ádrepu f Alþýðublaðið á Iaugar- dag undir fyrirsögninni: Ekki byijar það fallega. Vfsar fyrirsögnin til stjórnarsamstarfsins. Umkvartanir Karls Steinars snerta skrif Þjóðviljans um það, sem Ógmundur Jónasson, formaður BSRB, kallar mannréttindabrot stjóm- arsáttmálans. Hefúr Þjóðviljinn vfsað til trún- aðarfúndar og gefíð til kynna að Karl Steinar, Karvel Pálmason, Guð- mundur J. Guðmundsson og Þórður Ólafsson hafí verið talsmenn þess að bann við kjarasamning- um, mannréttindabrotið, yrði ekki afiiumið. Karl Steinar segir meðal ann- ars um máíflutning Þjóð- viljans: „Það er fullyrt að við félagar höfúm af miklum ákafa viljað binda kjara- samninga. Að við hefðum lýst þvi yfir að samnings- rétturinn væri einskis virði o.s.frv. Þetta eru svo rakin ósannindi að engu tali tekur. Á þessum fúndi var verðbólgan, láns- kjaravisitalan, verðstöðv- un og okurvextir mikið til umræðu ... Við Qórmenningamir bentum enn á að hags- munir láglaunafólks væm meira virði en dag- setningar... Við sögðum líka að samningsréttur- inn væri homsteinn verkalýðsbaráttunnar og hann bæri að virða. Hetjusögur Alþýðu- bandalagsmanna af sjálf- um sér á þessum ljúfa og friðsama fimdi em mikið mgl. Þeir virtust skilja fyllilega okkar rök- semdir. Það vom engar deilur heldur skoðana- skipti um hag láglauna- fólks... Blaðinu [Þjóðviljanumj væri nær að upplýsa hvemig Alþýðubanda- lagið gleypti „matar- skattínn" — gleypti allt fyrir völdin. Ég verð að játa að það er kviðvænlegt að standa að samstarfí við þær óheilindakrákur, sem dreifa þeim ósannindum, sem birtast á sfðum Þjóð- viljans.“ Stjóm án stuðnings Orð Ásmundar Stef- ánssonar og hörð gagn- rýni Karls Steinars á Þjóðviljann benda ekki til þess að innan raða stjómarsinna sé mikil eining, hvort heldur þeir em utan þings eða innan. Athyglisvert er, hve mönnum er tamt að nota orðið „mgl“, þegar stjómin og stefiia hennar ber á góma. Ríkisstjómin hefúr ekki meirihluta f neðri deild Alþingis og kemur ekki málum þar f gegn nema með stuðn- ingi annarra. Hefúr verið treyst á „huldumenn“ Stefáns Valgeirssonar. Alfreð Þorsteinsson, varaborgarfúlltrúi Framsóknarflokksins, sagði f útvarpsþættí á laugardag, að hann teldi af og frá að nokkrir „huldumenn“ birtust, það ættí að bjóða Borgara- flokknum í ríkisstjóm- ina, áður en það væri orðið um seinan. Mánaðarieg vaxtaákvörðun þér í hag Ábót á vextina er ákvörðuö fyrir hvern mánuð og um leið hvort þú eigir að njóta verðtryggðra kjara eða óverðtryggðra þann mánuðinn, eftir því hvor kjörin færa þér hærri ávöxtun. Á Ábótarreikningi er úttekt frjáls hvenær sem er og þú nærð hæstu vöxtum strax frá innlánsdegi. Útvegsbanki íslands hf Er húsið of stórt? Hvers vegna ekki að njóta eignanna! Ef t.d. hús er selt og íbúð, sem er 3 milljón krónum ódýrari er keypt, er hægt að hafa 25 þúsund krónur skattlausar tekjur á mánuði án þess að skerða höfuðstólinn. Kynnið ykkur kosti Sjóðsbréfa 2 hjá starfsfólki VIB. B 111 ■■ ■ ■ ' 5:;^ ýij VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.