Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 Þjóðfélagssýn flár- málaráðuneytisins eftirHannes G. Sigurðsson Þjóðfélagssýn fjármálaráðu- neytisins birtist í skýringum með fjárlagafrumvarpinu. Samkvæmt henni eru í aðalatriðum tveir geir- ar í þjóðfélaginu, ríkisgeiri og einkageiri, og hefur sá fyrmefndi staðið sig allvel og verið þjóð- félagslega ábyrgur, en sá síðar- nefndi hefur með atferli sínu vald- ið því ójafnvægi og þenslu sem einkennt hefur þjóðfélagið á und- anfömum árum. Hagfræðingar og flestir þeir sem um efnahagsmál fjalla h'ta á ríkisfjármálin sem annað af tveimur áhrifamestu stjómtækj- um valdhafa til stjómar á gang- verki efnahagslífsins og fram- vindu þess, hitt stjómtækið er peningamálin. Því verður ríkis- sjóður hvorki rekinn eins og einkafyrirtæki né rekstrarafkoma hans mæld á sömu mælistiku og einkafyrirtækis. íslenskur þjóðarbúskapur verð- ur fyrir miklum sveiflum vegna þess hversu einhæft atvinnulífíð er og háð sjávarafla og afurða- verði á erlendum mörkuðum. Það ætti því að vera helsta keppikefli stjómvalda að draga úr þessum sveiflum og þar gegna ríkisijár- málin mikilvægu hlutverki. Stjómvöld þurfa að hætta að reka ríkissjóð eins og hvert annað fyrir- tæki, en í þess stað líta á sig sem aðila sem ber höfuðábyrgð á því að þjóðfélagsleg markmið um jafnvægi og stöðugleika náist, og beita hinu öfluga tæki, ríkisfjár- málunum, til þess. Ríkissjóð þarf að reka með rekstrarafgangi í góðæri og halla- rekstur er aðeins réttlætanlegur í hallærí, þegar atvinnubrestur steðjar að. Ríkisstjómir undanfar- inna ára hafa ekki megnað að beita ríkisfjármálunum á þannig að hér skapaðist efnahagslegt jafnvægi. Reglan hefur verið hallarekstur hvort sem hér hefur ríkt góðæri eða hallæri og ríkis- fjármálin hafa fremur magnað sveiflumar en dregið úr þeim. Nú er hins vegar svo komið að íslend- ingar eru orðnir svo skuldugir að svigrúm til hallareksturs ríkis- sjóðs er ekkert orðið þótt hallæri steðji að. Vegna þess að sveiflumar í efnahagslífínu eiga uppruna sinn í sjávarútvegi er eðlilegt að högg- við sé að rótum vandans og hér starfí öflugir sveiflujöfnunarsjóðir í sjávarútvegi sem inn í sé greitt í góðæri og úr í hallæri. Hér hef- ur að vísu verið sett á stofíi slíkt kerfí, en það hefur ekki virkað vegna þess að sjávarútvegsfyrir- tækjunum er ekki leyft að græða nægilega í góðæri, vegna hárrar gengisskráningar, og því safnast ekki nægilegt fé í sjóðina til þess að þeir geti gegnt hlutverki sínu. I Qárlagafrumvarpinu er því haldið fram að ekki sé rétt, að vöxtur ríkisútgjalda eigi stærstan hlut í þenslunni undanfarin ár og það rökstutt með því að sam- neysla hafi vaxið minna að raun- gildi en einkaneysla og fjárfest- ing. Síðan er eftirfarandi ályktun dregin: „Viðskiptahallann má því fyrst og fremst rekja til aukinnar einkaneyslu og fjárfestinga einka- aðila. Hins vegar má gagnrýna stjómvöld fyrir að hafa ekki veitt einkaneyslu og fjárfestingu öflug- ra aðhald undanfarin ár..Og loks: „í því árferði sem ríkt hefur á síðustu tveimur árum hefði auk- in skattheimta — nægileg til að skila tekjuafgangi hjá ríkissjóði — án efa verið öflugasta leiðin til þess að draga úr þenslu og þar með minnka viðskiptahaila, er- lenda skuldasöfnun og verð- bólgu". Ofangreind rök eru rétt svo langt sem þau ná en þama blekkja fastverðsútreikningar, því sam- neyslan er færð til fasts verðlags með sérstakri vísitölu, verðvísitölu samneyslu, sem aðallega ákvarð- ast af launabreytingum opinberra starfsmanna. Þessi vísitala hækk- aði mun meira en verðvísitölur einkaneyslu og fjárfestingar. Þannig jókst einkaneysla um 14% á föstu verðlagi milli áranna 1986 og 1987 og fjárfesting um 15,6%, en samneysla um aðeins 4% sam- anborið við 7% aukningu lands- framleiðslu. Af þessu mætti draga þá ályktun að samneyslan hefði vaxið minna en landsframleiðslan og hlutfali hennar af landsfram- leiðslu hefði lækkað. Samt hækk- aði þetta hlutfall. Það var 1741% árið 1986 en hækkaði í 17,7% árið 1987. Þama blekkja fast- verðsútreikningamir, því í krón- um talið hækkaði samneysla og einkaneysla jafnmikið eða um 35%, en flárfesting um 34% miðað við 30% hækkun landsframleiðslu. En útgjöld hins opinbera eru ekki einungis samneysla því til hennar teljast ekki fjárfestingar. Fjárfestingar hins opinbera jukust um 36% milli áranna 1986 og 1987 en fjárfestingar einkaaðila um 33%. Séu þessar tölur skoðað- ar þá er sú fullyrðing beinlínis röng að þenslu og viðskiptahalla sé fyrst og fremst að rekja til aukinnar einkaneyslu og ijárfest- inga einkaaðila, því útgjöld til samneyslu uxu jafnmikið og út- gjöld til einkaneyslu og fjárfest- ingarútgjöld opinberra aðila uxu meira en _ fjárfestingarútgjöld einkaaðila. Útgjöld hins opinbera í heild uxu umfram vöxt lands- framleiðslu. Hefði ríkt hér virk sveiflujöfnunarstefna undanfarin þijú ár hefðu útgjöld hins opin- bera þurft að vaxa minna en út- gjöld einkageirans eða skattar verið hækkaðir eins og bent er á í frumvarpinu sem einasta kost til þess að draga úr þenslu undan- farinna ára. Það sem gerðist var það að hið opinbera í heild jók útgjöld sín umfram vöxt landsframleiðslu og til aukningarinnar var ekki aflað tekna og þannig mjmdaðist halli á ríkissjóði sem fjármagnaður var að með og erlendum lánum og skuldaraukningu við Seðlabanka. Þessi halli var nýtt fjármagn inn í hagkerfið og bættist við þá inn- spýtingu sem stafaði af aukningu útflutningstekna og magnaði þá þenslu sem af henni stafaði. Það sjónarmið að líta á hækkað hlutfall útgjalda ríkissjóðs sem staðreynd sem ekki verði aftur snúið og að í góðæri beri að hækka skatthlutfall ríkisins af tekjum þjóðarinnar leiddi íslend- inga með undraverðum hraða inn í skandinaviskt skattakerfi, þar „ Atvinnufyrirtækin berjast nú við að halda sér ofan moldu með samdrætti í útgjöldum sem felst í því að dreg- ið er úr yfírvinnu og starfsfólki fækkað. Ríkið, sem lifír af at- vinnulifínu, er á ann- arri braut.“ sem ríkið ráðstafar á bilinu 60—70% af þjóðarframleiðslunni í samneyslu, fjárfestingar og millifærslur. Ríkisútgjöld, sem hlutfall af landsframleiðslu, hækkuðu úr 25% árið 1985 í áætluð 27,4% á þessu ári og í fjárlagafrumvarpinu er stefnt að því að þetta hlutfall fari í 27,7% á næsta ári, en miðað við reynslu síðustu ára og augljós- ar brotalamir í frumvarpinu er ljóst, að ríkisútgjöld stefna í yfír 28% af landsframleiðslu. Það þarf ekki mikið út af að bera til að raunvöxtur ríkisút- gjalda verði 2% á næsta ári eins og á þessu, í stað þess 0,8% vaxt- ar sem stefnt er að. Atvinnufyrir- tækin beijast nú við að halda sér ofan moldu með samdrætti í út- gjöldum sem felst í því að dregið er úr yfirvinnu og starfsfólki fækkað. Ríkið, sem lifír af at- vinnulífinu, er á annarrí braut og heldur áfram að vaxa og að öllum líkindum töluvert umfram það sem ætlað er á þessari stundu, og verður sá vöxtur fjármagnaður með aukinni skattheimtu á minnk- andi skattstofn fyrirtækja og starfsmanna þeirra. Höfundur er hagfræðingur VSÍ. SJÓMVARPSBINGÓÁSTÖB2 föstudagskvöldið 4. nóv. 1988. Vinningar í fyrri umferð þegar spilað var um eina lárétta línu. SPILAÐ VAR UM 10 AUKAVINNINGA: 10 Olympus AZ-300 Super Zoom frá Nesco í Kringl- unni hver að verðmæti 24.900 kr. EFTIRFARANDI TÖLUR KOMU UPP: 77, 10, 31, 26, 44, 1, 51, 37, 23, 76, 8, 68, 78, 27, 34, 3, 11, 73. Þegar talan 73 kom upp var HÆTT að spila um auka- vinningana. Þegar spilað var um Sony video-8 myndavélar frá Japis, komu eftirfarandi tölur upp. Spilað var um þrjár láréttar línur, (eitt spjald): 89, 58, 24, 45, 6, 79, 67, 90, 12, 33, 2, 40, 57, 80, 41, 17, 25, 62, 38, 30, 83, 59, 13, 9, 46, 21, 32, 66, 72, 56. STYR KTA R , AG SÍMAR 673560 OG 673561 Heba heldur við heilsunni Vetrarnámskeið II hefst 9. nóvember Konur! Bjóðum upp á þolaukandi (aerob) vaxtarmót- andi, liökandi og megrandi leikfimi með músík fyrir konur á öllum aldri. Almennir tímar E1, E2 og K1. Rólegir tímar, megrunartímar, lokaðir tímar. Síðasta átak f megrun fyrír jól. Bónus greiðslukerfið endurbætt frá þvf í fyrra. Frjáls mæting laugardaga. íþróttakennararnir Elísabet Hannesdóttir og Kristín Þórðardóttir kenna. Heilsurœktin Heba Auðbrekku 14. Kópavogl. Innritun og upplýsingar um flokka í sfmum 641309 og 42360. Viðtalstímar alþingismanna Sjálfstæðisflokksins Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins efna til við- talstíma í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í nóvember. Allireru velkomnir. Jafnframt er unnt að ná sambandi við alþingismennina í síma 91-82900. Viðtalstímar í dag, þriðjudag, eru sem hér segir: Kl. 10.00-12.00 Ragnhildur Helgadóttir, þingmaöur Reykvikinga Þorsteinn Pálsson, þingmaðurSunnlendinga Kl. 17.00-19.00 GuðmundurH. Garðarsson, þingmaður Reykvíkinga Halldór Blöndal, þingmaður Norðurlands eystra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.