Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSfflPn/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 Er lottósparnað- urinn það sem koma skal? I Danmörku hafa að undanförnu farið fram nokkrar umræður um nýtt sparnaðarform, svokallaðan lottósparnað, en hann hefur gefist ákaflega vel þar sem hann hefiir verið reyndur og stóraukið spariQ- ármyndun í bönkum. Er hann í því fólginn, að þeir, sem leggja inn ákveðna upphæð mánaðarlega á sérstaka reikninga, eru þar með orðnir þátttakendur í lottói og geta ef heppnin er með hlotið allveru- lega vinninga. Sumir stjórnmálamenn í Danmörku taka svo djúpt i árinni að segja, að lítill einkasparnaður í landinu sé allt að því þjóð- arógæfa og því ekki að undra, að þeir skuli sýna þessari nýjung nokkurn áhuga. Eru þó ýmis ljón í veginum að þeirra mati. I Svíþjóð er sá háttur hafður á, að inn á lottóreikinginn má mest leggja rúmar 5.000 kr. ísl. í mán- uði hveijum og getur hæsti vinning- urinn numið allt að sjö milljónum ísl. kr. Síðan lottóspamaðurinn var tekinn upp þar í landi árið 1985 hafa Svíar sparað með þessu móti hvorki meira né minna en sem svar- ar til 173 milljarða ísl. kr. Norðmenn em nú að huga að því að taka þetta fyrirkomulag upp og Landssamband banka og sparisjóða í Danmörku sendi nýlega spamað- amefnd ríkisstjómarinnar erindi um þetta mál. „Lítil sparifjármyndun í Dan- i mörku er svo stóralvarlegt mál, nokkurs konar þjóðarógæfa, að við hljótum að fagna hverri tillögu til úrbóta," sagði Anders Fogh Ras- mussen, skattamálaráðherrann danski, þegar málið var borið undir hann en benti jafnframt á, að í Danmörku væri hætt við, að þetta fyrirkomulag sætti nokkmm mót- bámm. Fyrir það fyrsta yrði það í beinni samkeþpni við aðra happ- drættisstarfsemi, til dæmis knatt- spymugetraunimar, og stangaðist ■, auk þess á við fyrirhugað ríkislottó, Niels Helveg Petersen, efnahags- málaráðherra dönsku stjómarinnar, hefur einnig mikinn áhuga á lottó- spamaðinum og talsmaður danska íhaldsflokksins í skattamálum, Christian 0. Aagaard, segist styðja hugmyndina heilshugar. „Að verðlauna spamaðinn með þessum hætti er hið mesta þjóðráð og vonandi verður það ekki til að setja stein í götu ríkislottósins en Fyrirtæki HaJiiarbakki hf. tekur til starfa ÞANN 8. september síðast- liðinn var stofiiað hlutafélag- ið Hafiiarbakki, sem er í meirihlutaeigu Eimskipafé- lags íslands hf. Tilgangur fyrirtækisins er að veita þjónustu tengda flutningum. Fyrirtækið mun meðal ann- ars yfírtaka ýmsa rekstrar- þætti sem ekki eru hluti af hinni eiginlegu flutninga- þjónustu Eimskips. Til dæmis mun fyrirtækið annast innflutning og dreifíngu á salti, sem Eimskip hefur stundað undir nafninu Eimsalt. Einnig mun fyrirtækið annast rekstur frilagers fyrir farm- flutningaskip, gáma- og tækja- leigu auk alhliða þjónustu við frystiskip. Stjórnarformaður hins nýja fyrirtækis er Halldór H. Jónsson, og framkvæmda- stjóri Bragi Ragnarsson fyrrum forstöðumaður skrifstofu Eim- skips í Roterdam. Fyrirtækið hefur aðstöðu við Suðurhöfn Hafnarfjarðar, en þar er nú í byggingu miðstöð fyrir saltdreifingu, og fyrir- huguð er bygging farmstöðvar með kæli- og frystirými. Fyrst um sinn verða skrifstofur Hafn- arbakka hf. til húsa að Hvaleyr- arbraut 23 í Hafnarfírði. hagnaðurinn af því á að renna til íþrótta og hjálparsamtaka," sagði Aagaard. A þessu máli er önnur hlið en hún er sú, að í Svíþjóð eru vinning- amir í lottóspamaðinum aðeins skattlagðir um 15% en aðrir happ- drættisvinningar bera 56% skatt. Torben M. Andersen, prófessor við Árósaháskóla, segir, að þessi skattaívilnun hvetji að sjálfsögðu fólk til aukins sparnaðar með þess- um hætti en bendir einnig á, að hér sé í raun um að ræða opinbera nið- urgreiðslu, sem unnt væri að nota til að auka annars konar sparnað. Hann segist þó viðurkenna, að Dan- ir séu mjög gefnir fyrir spil og happ- drætti og því sé líklegt, að með þessu móti sé unnt að auka spari- fjármyndunina vemlega. NEONUOS — Segja má með sanni að þessir herramenn setji svip á bæinn. Eigendur Neon- þjónustunnar auk umsjónarmanns nýju vélarinnar, f.v. Jón Geir Þórisson umsjónarmaður vélarinnar, Karl Jóhann Karlsson, Sýrus Magnússon og Guðmundur Ó. Baldursson. Fyrirtæki Neon-þjonustan hf. fær tölvustýrða skurðarvél NEON-ÞJONUSTAN hf. hefúr tekið í notkun tölvustýrða skurð- arvél, og segja forsvarsmenn fyrirtækisins að hún hafi gjör- breytt möguleikum þess til skiltagerðar, og bjóði upp á afar Qölbreytta skurðarkosti, bæði hvað varðar form og efiii. Vélina notar fyrirtækið til þess að skera grunnplötur fyrir neonskilti, og Verslun Sjóðsvélafyrirkomulagið ígagnið fyrir lok ársins REGLUGERÐ um skyldu versl- unarmanna til að hafa sjóðsvé- laútskrift á söluskattsframtali sínu tók gildi þann 1. október síðastliðinn. Stór hluti verslana höfðu þegar tekið upp þennan hátt á söluskattsframtölum sínum þegar reglugerðin tók gildi, þar sem flestar gerðir af- greiðslukassa hafa nú um nokk- urra ára skeið haft upp á þenn- an kost að bjóða. Að sögn Lárusar Ögmundsson- ar í fjármálaráðuneytinu er mark- mið reglugerðarinnar það, að koma smærri verslunum sem enn hafa ekki tekið upp sjóðsvélakerfí til að koma sér upp slíku kerfi, þar sem það eykur á öryggi í fram- tali söluskatts. Einnig gerði sjóðs- vélakerfíð verslunareigendum hægara um eftirlit með starfsfólki. Að sögn Jóns Guðmundssonar forstöðumanns gjaldadeildar skattstjóraembættisins er reiknað með að sjóðsvélakerfið verði komið í fulla notkun fyrir lok ársins. Hann sagði að greinilegt væri að menn hefðu tekið vel við sér þegar reglugerðin tók gildi, því fjöldi fyrirspuma og upplýsinga um vél- ar sem þegar eru í notkun hefðu borist embættinu. Hann taldi að þeir aðilar sem ekki hefðu brugð- ist við og sent upplýsingar um sína hagi í þessum efnum mættu eiga Leiðrétting í FRÉTT um sjávarútvegssýning- una Fish-Expo í viðskiptablaði Morgunblaðsins á fímmtudaginn var, fórst fyrir að nefna nöfn tveggja íslenskra fyrirtækja sem sýndu á sýningunni. Þetta voru fyr- irtækin J. Hinriksson og Style hf., og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. von á fyrirspumum frá embættinu í nóvember, og ef ekkert yrði að gert yrði ekki löng bið eftir heim- sókn frá því. Hugbúnaður Bæklingur um hugbún- að fyrir iðnfyrirtæki LANDSAMBAND iðnaðarmanna hefúr gefíð út bæklinginn Stutt og laggott um... hugbúnað fyrir iðnfyrirtæki, en í honum er að finna upplýsingar um þann hug- búnað sem iðnfyrirtækjum stendur til boða. Er þessi bækl- ingur sá fjórði í röðinni sem landssambandið gefúr út undir samheitinu Stutt og laggott um..., og eru bæklingarnir fáan- legir á skrifstofú Landssam- bands iðnaðarmanna. í frétt frá landssambandinu seg- ir, að markmið bæklingsins sé að fjalla um og koma á framfæri upp- lýsingum um notkun hugbúnaðar af þessu tagi, möguleika hans, og hvers hann krefst af notandanum. í fréttinni segir, að í bæklingnum sé fjallað um helstu hugbúnaðar- kerfí sem eru fáanleg hérlendis og eru ætluð fyrir iðnfyrirtæki, sérs- taklega hugbúnað fyrir kostnaða- reftirlit með sérsmíðaverkum, til- boðsgerð, verðákvarðanir og fram- legðareftirlit. STOKKHOLMUR — Ólöf Baldursdóttir auglýsingateiknari FÍT hefur opnað stofu í Upplands Vásby, útborg Stokkhólms. Heitir stofan „99 Design & Reklam AB“ og er hún í óformlegu samstarfí við markaðsráðgjafa, rekstrarráðgjafa og ráðningarþjónustu. Myndin sýnir Ólöfu (t.v. ræða við sænsk-ameríska hönnuðinn Silvie Peters og sænska teiknarann Anders Brinck. Ólöf starfaði um árabil hjá ÓSA, Ólafi Stephensen Auglýsingar—Almannatengsl. einnig til útskurðar á ýmsum skiltum og merkjum af öðrum gerðum. Vélin getur unnið með margbreytileg efiii, s.s. tré, messing, ál og plastfilmur. Eigendur Neon-þjónustunnar hf. eru Karl Jóhann Karlsson, Sýrus Magnússon og Guðmundur Ó. Bald- ursson. Fyrirtækið var sett á stofn árið 1975, en þá hafði Karl Jóhann starfað við neonljósagerð undir nafninu Neon hf. frá árinu 1952. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 10 talsins, flestir rafvirkjar og mál- miðnaðarmenn. Fyrirtækið er það eina sinnar tegundar hérlendis, og telja forsvarsmenn þess að fyrir- tækið smíði um eða yfir 90% þeirra neonskilta sem til eru á landinu. Vélin, sem kostaði á sjöttu millj- ón króna, virkar á þann hátt að þau form sem skera á eru á disklingum, og við lestur þeirra fær vélin upplýs- ingar um eftir hvaða ferli hún skuli skera efnið. Á disklingum eru svo flestar leturgerðir, en forráðamenn neonþjónustunnar hafa einnig tengt einkatölvu með lespenna við vélina, svo lesa megi hin ýmsu tákn og merki inn á disklinga. Þannig getur fyrirtækið geymt merki viðskipta- vina sinna á disklingum, og útbúið ný skilti á mun fljótvirkari hátt en áður hefur verið hægt, t.d. ef það gamla brotnar. Forráðamenn Neon-þjónustunnar hf. segja, að vélin geri þeim fært að bæta glugga- og bílamerkingum við þjón- ustu fyrirtækisins. Þeir segja þó, að mest sé um vert að fyrirtækið geti nú þjónað viðskipt'avinum sínum afar fljótt á besta mögulega máta. Tölvur Hugbúnaðar- kerS fyrir bif- reiðaverkstæði KERFISÞRÓUN hf. hefúr sett á markað Stólpa-hugbúnaðarkerfi fyrir bifreiðaverkstæði, sem hef- ur margvíslega tengimöguleika við önnur kerfi í Stólpa. I frétt frá Kerfisþróun segir, að þannig geti kerfið þjónað sem heildar- lausn fyrir smá og stór fyrirtæki. Ennfremur segir að kerfin séu þrjú, bifreiðaskrá, einingaverðskrá og bókanir/verkbeiðnir/reiknings- gerð, og kostar hvert þeirra kr. 22.500,-. Helstu kerfin sem tengj- ast bifreiðakerfinu eru skuldu- nautabókhald, fjárhagsbókhald, birgða- og pantanakerfi, launa- eða starfsmannakerfi og stýriupplýs- ingar sem ávallt þurfa að fylgja með. Kerfin ganga á allar IBM sam- ræmdar einmenningstölvur og einn- ig á allar helstu fjölnotendavélar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.