Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 41
asoT íraíTMrsvíSw a sfTKVáfiTTTíWSW mn» íRMnnnnM Ot MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 41 í öðrum kórum, en vegna þess að öllum þótti svo vænt um hann var ósáttin látin sigla. Hápunkturinn á ferli kórsins var þegar farið var konsertferðalag í Skagafjörð. Allir stóðu saman sem einn maður af einlægni og ánægju og ég man hve Gunni frændi var innilega glaður eftir þá ferð. Það voru góðar stund- ir. Styrkur Gunna frænda var því fólginn hve bjartsýnn og staðfastur hann var. Það sýndi hann vel í erf- iðri baráttu við sjúkdóm sinn. Ég veit að við systkinin á Ökrum eigum eftir að sakna góðs vinar og frænda, en við varðveitum hann í minning- unni og hlúum að henni. Við þökkum samfylgdina allar stundir. Elsku Radda, Valla, Sigga og Imba, tengdaböm og bamabörn, innilegar samúðarkveðjur. Sirrí og systkinin á Ökrum. í dag kveðjum við vin okkar, Gunnar Bjömsson frá Sólheimum. Sólheimar var mín sveit, en þann- ig töluðu gjarnan kaupstaðabörn fyrr á ámm. Flest böm á mínu reki áttu ættingja í sveitum landsins og flest vom þau send í sveit á sumr- in. Oftast tóku þau ástfóstri við einhvem sveitabæ og það var þeirra sveit. í Sólheimum hafði afi minn átt heima síðustu árin eftir að hann lét af prestskap. Amma mín var enn á lífí þegar ég fór fyrst að leggja þangað leið mína. Þar bjó Jón móð- urbróðir minn og Valgerður kona hans og einkabarn þeirra, Ragn- heiður. Jensína móðursystir mín átti þar einnig heima og Ragnar Fjalar, sonur hennar. Þar vom líka Kristín og Erla Jóna, Trausti og tvíburarnir Beggi, Siggi og Jobbi gamli. Ég var ekki há í loftinu fýrstu sumarpartana sem ég fékk að vera í Sólheimum. En eftirminnilegasta sumarið var 1941 þegar ég var á þrettánda árinu og var titluð kaupa- kona. Snemma í júní fómm við öll úr Hamarstíg 2 til að vera við ferm- ingu á Miklabæ. Þar vom þá fermd- ir frændur mínir, Ragnar Fjalar Lámsson og Bjöm Jónsson, og meðal fermingarbarnanna vom tvíburamir frá Stóm-Ökmm, Gunn- ar og Sigurður Bjömssynir. Mér er næst að halda að ég hafi fyrst kynnst Gunnari þennan dag. í minningunni er þetta sumar Mig langar að minnast velgjörð- armanns míns nú, því í dag 8. nóv- ember, hefði hann orðið 69 ára. Jimmy, eins og hann var kallað- ur, var kvæntur Önnu Cronin og áttu þau sjö börn: Jakobínu, Jó- hönnu, John, Benedict, William, Georg og Philip. Þau bjuggu í Bath- urst House, White City í London. Anna og Jimmy em mörgum ís- lendingum að góðu kunn fyrir að- stoð þeirra við fjölskyldur, fýlgdar- menn og sjúklinga er komið hafa til London vegna veikinda sinna. Þannig kynntist ég þeim er ég fylgdi móður minni til Lundúna í hjartaaðgerð í mai 1971. Þetta var mín fyrsta ferð til útlanda, svo ég vissi ekkert um stórborg eins og Lundúnir. Mér var tekið opnum örmum á heimili þeirra, og hlýleikinn streymdi svo frá þeim að mér fannst ég vera ein af fjölskyldunni. Alls vom ferðir mínar til þeirra næstu tíu árin, ein eða með fjöl- skyldu minni, sjö talsins, og á þess- um tíma efldust vináttuböndin. Jimmy tók mig að sér og leiddi mig um stræti Lundúna, kenndi mér að rata og sýndi mér áhuga- verðustu staðina. Daginn sem aðgerðin á móður minni var gerð og ég þurfti að fara sífelldur sólskinsdagur. Við krakk- amir fengum gjaman léða hesta á sunnudögum og þá var þeyst um Blönduhlíðina, Komið við á Miklabæ þar sem fleiri slógust í hópinn. Far- ið í Hrólfsstaði þar sem Þorsteinn móðurbróðir minn bjó ásamt Mar- gréti konu sinni og Gunna dóttir þeirra drifín með. Haldið sem leið liggur í Stóm-Akra og heilsað upp á krakkana þar, Gunna, Sigga og Hebbu systur þeirra. Þar ómaði allt af söng bæði úti og inni. Sigríður móðir þeirra var fyrr en varði búin að slá upp kaffíborði. Margar hlát- urrokumar vom reknar upp við þess háttar tækifæri. En ekki var til setu boðið. Nú vom reiðskjótarn- ir og unga fólkið orðið enn fleira og syngjandi var haldið heim í Dal og heilsað upp á fólkið og Didda tekin með. í Djúpadal bjuggu afi og amma Ragnheiðar í Sólheimum og margt af hennar móðurfólki. Þessir löngu liðnu gleðidagar mitt í heimsstyijöldinni, sem við unglingarnir hugsuðum ekki mikið um, vom mér ómetanlegir og ég get aldrei nógsamlega þakkað að hafa verið samvistum við þessa skemmtilegu Skagfírðinga sem tóku okkur kaupstaðarkrökkunum eins og þeir ættu í okkur hvert bein. Þegar Gunnar Björnsson frá Stóm-Ökmm og Ragnheiður frænka mín í Sólheimum gengu í hjónaband og Gunnar hóf búskap í Sólheimum með öðlingnum Jóni móðurbróður mínum var það í mínum huga ofur eðlilegt. Þannig hlaut það að vera. En við, þessi mörgu sem litum á Sólheima sem sveitina okkar, ég og ótal mörg böm sem höfðu verið þar í sveit, ættingjar Jóns og Val- gerðar og margt vandalaust fólk, sem átt hafði skjól í Sólheimum — allur þessi stóri hópur — við vissum ekki hvað við vorum lánsöm. Gunn- ar Bjömsson var ekki lengur Gunni frá Ökmm, hann var Gunnar í Sól- heimum og allt fólkið hennar Ragn- heiðar og allir hennar vinir urðu fólkið hans og vinir hans. Hann tók okkur öll undir sinn vemdarvæng. Okkur fannst sjálfsagt að koma við á Sólheimum á nóttu eða degi, láta Gunnar skjóta okkur í jeppanum niður á veg eða á næsta bæ. Aldrei kvartaði hann yfir tmflun eða ónæði þó að um hásláttinn væri. Gunnar og Ragnheiður neyddust til að flytja úr sveitinni hingað til Reykjavíkur. Það tók þau mörg ár að flytja. Erfitt reyndist að slíta sig frá Solheimum og böndin vom aldr- til hennar á gjörgæsludeildina, þá var það Jimmy sem fylgdi mér, og var minn styrkur á þessari erfíðu stund. Ég sat hjá móður minni alla daga og gekk alltaf heim til þeirra á kvöldin. Ef svo bar við að svarta þoka væri, þá beið Jimmy eða ein- hver úr fjölskyldunni í andyrinu á sjúkrahúsinu til að fylgja mér heim til þeirra. Það er ekki hægt að minnast á Jimmy án þess að nefna konu hans, Önnu. Hún vann mikið og fómfúst starf fyrir íslendinga eins og ég nefndi hér áður. Ég minnist þess að oft og iðulega er hún var búin að matreiða og bjóða fjölskyldu sinni að koma og borða, þá tók hún til mat á bakka, pantaði leigubíl og fór til sjúklinga á Bromton- sjúkrahúsinu, er höfðu komið einir og höfðu litla matarlyst á sjúkra- húsfæðinu, og færði þeim matinn. Anna vann fulla vinnu utan heim- ilisins, svo mikið var að gera hjá henni. A laugardagsmorgnum fór Jimmy snemma á fætur með konu sinni og þau hjálpuðust að við hús- verkin. Það sýndi að hann tók full- an þátt í því sem hún var að gera. Oft fór hann einn eða með Önnu í heimsókn til íslensku sjúklinganna. Margir gistu á heimili þeirra og oft var það margt um manninn að þau eftirlétu gestum hjónarúmið, svo mikil var gestrisni þeirra. Vinátta skapaðist við margt af ei slitin alveg, því að Gunnar reisti sumarbústað á suðurtúninu og þar átti ég einu sinni með þeim ógleym- anlegan sólarhring. Gunnar Björnsson var mikill ákafamaður og ég held að hann hafí átt óvenju auðvelt með að laga sig eftir aðstæðum. Þegar hann, bóndi á góðum aldri, fluttist hingað suður var engu líkara en hann hefði alltaf átt hér heima. Hann sinnti hér margvíslegum störfum, alltaf af sama kappi, það var aldrei sleg- ið af. En hann átti líka sín áhuga- mál sem hann rækti af engu minna kappi. Hann elskaði tónlist og söng eins og margt af hans fólki og ég þykist þess fullviss að hann hafi átt margar sælustundir við söng og } kórstarfi hér í Reykjavík. Ég sagði áður að Gunnar Bjöms- son hafí litið á okkur öll, ættingja og vini Ragnheiðar, sem sitt fólk sem hann bæri á vissan hátt ábyrgð á. Það lýsir best þessu viðhorfi hans þegar hann frestaði því fár- sjúkur að leggjast á sjúkrahús. Fyrst varð hann að aka norður í Skagaíjörð og vera við útför Jons í Djúpadal, bróður Valgerðar tengdamóður sinnar. Ég fylgdist í fjarska með dauða- stríði Gunnars. Fékk alltaf fréttir frá systrum mínum sem vom í nánu sambandi við Ragnheiði frænku mína. Ég vissi að síminn heima hjá henni hljóðnaði naumast, allur þeirra stóri ættingja- og vinahópur leitaði sífellt frétta. Ég veit að þessi' hópur á eins og ég erfitt með að sætta sig við að hafa Gunnar ekki lengur hjá okkur, geta ekki einu sinni glaðst með honum eða hringt til hans og sagt: — Gunnar minn, geturðu ekki gert mér greiða. — En harmagrátur, sorg og sút áttu ekki við Gunnar Bjömsson. Það eina sem ég get sagt okkur öllum til huggunar, Ragnheiði frænku minni, börnum, tengda- bömum, bamabörnum og okkur hinum, eru þakkarorð fyrir að hafa átt hann að. Við getum reynt að loka augunum og endurvekja glaða stund úr Skagafirði eða I Reykjavík með ómum frá kvæði Friðriks Hansen: „Ætti ég hörpu hljómaþýða, hreina, mjúka gígjustrengi, til þín mundu lög mín líða, leita þin, er einn ég gengi.“ Steinunn Bjarman í dag, þriðjudaginn 8. nóvember kl. 15, verður Gunnar Bjömsson, Drápuhlíð 31, hér í borg, fyrrum þessu fólki, og höfðu þau alltaf samband er þau komu til íslands. Ég og fjölskylda mín vomm ein af þeim, og áttum við margar ánægju- legar stundir saman. Jimmy var mikill Islandsvinur og þótti vænt um ísland og Islendinga. Eins og fram hefur komið var hann mjög skilningsríkur og hjálp- samur og mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna að aðstoða. Ég og fjölskylda mín emm mjög þakklát fyrir að hafa kynnst Jimmy og Önnu og notið hjálpsemi og gest- risni þeirra. Elsku Anna og fjölskylda, við vottum ykkur innilega samúð vegna fráfalls þessa góða manns. Erna og Qölskylda bóndi að Sólheimum í Blönduhlíð, Skagafirði, jarðsunginn frá Hall- grímskirkju í Reykjavík. Hann fæddist að Stóm-Ökmm í Akrahreppi í Skagafirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Gunnar var sonur Björns Sigurðssonar frá Syðra-Vallholti (austurbær) í Skagafirði og konu hans Sigríðar Gunnarsdóttur einnig frá Syðra- Vallholti (vesturbær). Þau vom bæði að feðmm af Skíðastaðarætt en móðir Björns var Herdís Ólafs- dóttir frá Brekkukoti í Blönduhlíð (Valdalsætt) og Stokkhólma en móðir Sigríðar var Ingibjörg Ólafs- dóttir frá Kálfárdal, hann var því Skagfirðingur í báðar ættir. Systkini Gunnars em fjögur: Gunnfríður Ingibjörg, Ingunn, Herdís og Sigurður tvíburabróðir hans. Gunnar var meðalmaður á hæð og samsvaraði sér vel, léttur í hreyf- ingum og viðmóti og ósérhlífinn ákafamaður við störf. Hann stund- aði nám einn vetur í íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal ásamt nokkmm öðmm ungum Blönduhlíðingum. Það vom kátir og hressir félagar sem tóku lagið í frístundum og alltaf var sungið raddað eftir eyranu. Söngur var aðal tómstundagaman Gunnars og var hann mjög söngvinn og tón- næmur. Aðeins 15 ára gamall fór hann að syngja 2. tenór með karlakómum Heimi í Skagafírði undir stjóm Jóns Björnssonar frá Hafsteinsstöðum, en fljótlega þroskaðist röddin þann- ig að hann söng 2. bassa í þeim kór um langt árabil og síðar í Karla- kómum Feyki sem starfaði í nokkur ár .'iustan Héraðsvatna í Skagafirði. 24. febrúar 1949 kvæntist Gunn- ar ungu og glæsilegu heimasætunni frá Sólheimum, Ragnheiði Jóns- dóttur, og hófu þau búskap í Sól- heimum það ár í félagsbúi við Jón og Valgerði foreldra hennar. Þar búnaðist þeim vel, byggðu upp íbúð- arhúsið, ræktuðu jörðina og eignuð- ust fjögur börn, þau em: Valgerður Jóna söngkennari í Reykjavík, maki Ingi Stefánsson tannlæknir, Ragn- ar sálfræðingur í Arósum, Dan- mörku, maki Annie Lindquist sjúkraþjálfi, Sigríður Hrafnhildur prófarkalesari, maki Eyþór Arna- son leikari, og Ingibjörg Asta mann- fræðingur, maki Sigvaldi Thordar- son jarðeðlisfræðingur, bæði við nám í Englandi. Árið 1967 urðu þáttaskil í lífi fjölskyldunnar er þau fluttu úr Skagafirði til Reykjavíkur og seldu Solheimana og keyptu sér húsnæði í höfuðborginni. Að vísu höfðu ungu hjónin dvalið með bömin í Reykjavík að vetri til í nærri einn áratug af heimilisástæðum. Þessa vetur hittust hér í höfuðstaðnum frændur og kunningjar að norðan til að unna sönggyðjunni og stofn- aður var kvartett sem söng nokkr- um sinnum á Skagafirðingamótum í Reykjavík við undirleik Ragnars Jóhannessonar frá Engimýri í Öxnadal. Þessara ljúfu samveru- stunda minnist undirritaður með gleði og þakklæti. Sumarið 1970 var hmndið af stað undirbúningi að stofnun kórs með blönduðum röddum á vegum Skagfírðingafé- lagsins í Reykjavík. Gunnar sýndi þá hvað söngur var honum mikið áhugamál, hann vann ötullega að stofnun Skagfirsku söngsveitarinn- ar og var fyrsti formaður kórsins, sem Snæbjörg Snæbjarnardóttir stjórnaði í 13 ár. Gunnar stundaði einnig nám í Söngskólanum í Reykjavík og var nokkur ár í Kór söngskólans. Skagfírska söngsveit- in í Reykjavík stendur því í þakkar- skuld við þennan látna söngbróður og biður Guð að blessa minningu hans. Fyrir nokkmm ámm hittumst við frændumir á veitingahúsi hér í borg og þá vom þessar línur ritaðar á borðkortið. Við höldum hér á glasi, hefjum gamanmál. Gleymum gömlu þrasi og glaðir drekkum skál. Ættfólki, vinum og ekkju hins látna sendum við samúðarkveðjur. F.h. Skagfírsku söngsveitarinnar, Sveinn S. Pálsson í dag kveðjum við félaga okkar og samstarfsmann, Gunnar Bjöms- * son, sem kvaddi þennan heim á Borgarspítalanum 28. október sl., eftir harða baráttu við skæðan sjúk- dóm. Fyrir hálfu ári hefði okkur ekki órað fyrir að slík forlög myndu fýrir hitta eins atorkusaman mann sem Gunnar var, ekki nema á 62. aldursári. Það var i vor þegar Gunnar var á leiðinni í sumarfrí að sjúkdómur- inn kom í ljós. Gunnar hóf störf hér í Búnaðar- banka íslands, Austurbæjarútibúi,, 1. júní 1981 sem húsvörður, en hafði áður starfað um tíma í aðal- bankanum. Hann var mikill vinur og góður félagi, alltaf hress og kátur, og var í nánum tengslum við flesta starfsmenn útibúsins í starfi sínu. Það er enginn vafí á því að hann skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla. Gunnar var ákveðinn og óragur að viðra sínar skoðanir, þó að þeir sem á hlustuðu væru ekki alltaf sammála. Hann var Skagfírðingur í húð og hár og tengdist sinni sveit sterkum böndum. Söngmaður var hann mikill og tók þátt í margvís- legu starfí tengdu söngnum þar á meðal sem kórstjóri ungra Skag- . firðinga. Við sendum konu hans og að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Starfsfolkið Búnaðar- bankanum við Hlemm. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginkonu, móður og stjúpmóður, EIRÍKU P. SIGURHANNESDÓTTUR iðjuþjálfa, Vatnsenda, Skorradal. Haukur Engilbertsson, Bergur Jónsson, Hafsteinn Jónsson, Agnar M. Jónsson, Birgir Hauksson, Björg Hauksdóttir, Ágúst Þór Hauksson, Þórdis Hauksdóttir, Engilbert Hauksson, Þóra Magnea Magnúsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu samúð og hlýhug við andlót og jarðarför SIGURSTEINS FRIÐBERGS GUÐLAUGSSONAR frá Hofsósi. Guð blessi ykkur öll. Guðný Pálsdóttir, Dagbjartur Sigursteinsson, Bjargey Júlíusdóttir, Áróra H. Sigursteinsdóttir, Haukur Björnsson, Friðþjófur Sigursteinsson, Anna M. Magnússen, Hilmar Steinar Sigursteinsson, Sigrfður Hólmsteinsdóttir, Ari Sigursteinsson, Ragnheiður E. Ragnarsdóttir og barnabörn. Minning: James Cronin Fæddur 8. nóvember 1919 Dáinn 8. júní 1988

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.