Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 256, tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Forsetakjör í Bandaríkjunum í dag: Bush talinn mjög sigurstranglegur Washington. Reuter. Daily Telegraph. ÞÓ AÐ skoðanakannanir sýni að munurinn á fylgi Michaels Dukak- is, forsetaframbjóðanda demókrata, og George Bush, frambjóðanda repúblikana, hafi minnkað síðustu daga kosningabaráttunnar telja flestir stjórnmálaskýrendur að Bush eigi sigurinn vísan í forsetakosn- ingunum, sem fram fara í Bandaríkjunum í dag. Kannanir síðustu daga gefa til kynna að munurinn verði 4-12 af hundraði á landsvísu, Bush í hag. Hann virðist hafa örugga forystu í 33 ríkjum en Dukakis í aðeins sex. Forseti er valinn af svonefndum kjörmönnum í hveiju ríki; sá fram- bjóðandi, er flest atkvæði fær í hvetju ríki, hreppir alla kjörmenn- ina. I dag verður einnig kosið um öll þingsæti fulltrúadeildar þings- ins, 435 talsins, 33 sæti í öldunga- deildinni, 12 ríkisstjóraembætti ásamt flölda annarra embætta og ýmsar tillögur. I könnun ABC-sjónvarpsstöðvar- innar og dagblaðsins Washington Post, er birt var á sunnudag, sögð- ust 54% aðspurðra myndu kjósa Bush en 44% Dukakis. ABC-stöðin taldi Bush sigurstranglegan í 33 Bretar og Irar skipta landgrunni Dyílinni. Reuter. BRETAR og írar sömdu í gær um skiptingu landgrunns milli ríkjanna en samningurinn nær hvorki yfir landgrunnið undan Norður-írlandi né um- hverfis Rockall, umdeildan klett vestur af írlandi. Sir Geoffrey Howe, utanríkis- ráðherra Breta, og Brian Leni- han, írskur starfsbróðir hans, undirrituðu samninginn í Dyfl- inni, höfuðborg írlands, í gær. Sagði Howe að samningurinn opnaði ný svæði til olíu-, gas- og málmleitar og ætti eftir að vera báðum aðilum til hagsbóta. Samningurinn náðist eftir tveggja ára sleitulausar samn- ingaviðræður. ríkjum með alls 303 kjörmenn en Dukakis í aðeins se_x með saman- lagt 74 kjörmenn. í ellefu ríkjum var staðan óviss en 270 kjörmenn þarf til að sigra. Könnun á vegum ATJC-stöðvarinnar og The Wall Street Journal, einnig birt á sunnu- dag, gaf Bush hins vegar 48% en Dukakis 43% fylgi. Á laugardaginn var skýrt frá könnun CBS-sjón- varpsstöðvarinnar og The New York Times. Þar fékk Bush 48% en Dukakis 40%. í könnun Louis Barrís-stofnunarinnar var munur- inn á frambjóðendum aðeins 4%. Dukakis bar sig vel í gær og sagði úrslitin eiga eftir að koma á óvart. „Ég finn að sigurinn liggur í loftinu," sagði hann vígreifur á fundi með stuðningsmönnum sínum í Colorado-ríki í gærmorgun. Reag- an forseti flutti í gær ræður í Kali- fomíu til stuðnings Bush. Búist er við fyrstu tölum og tölvuspám um kosningaúrslitin skömmu eftir miðnætti að íslensk- um tíma._ Sjá „Áhugalitlir Bandaríkja- menn velja...“ á bls. 14-15. Reuter George Bush, varaforseti, og Barbara kona hans veifa til stuðningsmanna á kosningafundi í Kaliforníu í fyrradag. Bandaríkjamenn kjósa forseta í dag og hafa Bush og mótframbjóðandi hans, Michael Dukak- is, ferðast landshorna á milli síðustu daga í þeirri von að styrkja stöðu sína. Skoðanakannanir benda til þess að Bush verði næsti forseti Bandarikjanna. Kína: Rúmlega 600 manns farast í iarðskiálftum Peking. Reuter. RÚMLEGA 600 manns fórust í jarðskjálftum í afskekktu héraði í suðvesturhluta Kína á sunnu- dag, að því er fréttastofan Nýja Kína greindi frá í gær. Sterkasti skjálftinn, sem mældist 7,6 stig á Richterskvarða, átti upptök sín í Lancang-sýslu í Yunnan-héraði við landamæri Búrma. Fréttastofan greindi frá því að Andrei Sakharov í Bandaríkjunum: Skylda mín að minnast sovéskra andóísmanna Boston. Reuter. SOVÉSKI andófsmaðurinn, An- drei Sakharov, kom í fyrsta sinn til Bandaríkjanna sl. sunnudags- kvöld. Þar ætlar hann að dvelj- ast í þijár vikur. Heimsækir hann meðal annars ættingja sína sem búa í grennd við Boston og situr ráðstefnu alþjóðlegra mannrétt- inda- og afvopnunarsamtaka. Sakharov sagði við komuna til Bandaríkjanna að það væri skylda sín að minnast sovéskra andófs- manna. Gaf hann í skyn að hann væri síður en svo hættur að gagn- rýna sovésk yfirvöld fyrir meðferð þeirra á andófsmönnum. Hann minntist sérstaklega eins landa síns, sem mótmælti útlegðardómi hans 1980. „Hann er ekki fijáls. Nafn hans er Vazif Meilanov." Blaðamenn spurðu Sakharov, sem var sex ár í útlegð í borginni Gorkíj, hvernig sú tilhugsun væri að þurfa ef til vill að snúa aftur þangað, ef perestrojka Míkhaíls 1 1 !' PV fk\ V ' . j \ n|í V Jk k Reuter Andrei Sakharov ásamt stjúp- dóttur sinni, Tatiönu. Gorbatsjovs, Sovétleiðtoga, rynni út í sandinn, svaraði hann: „Bregð- ist perestrojkan hefði það hörmu- legar afleiðingar fyrir heimsbyggð- ina og það skipti ekki máli í því samhengi hvort ég yrði sendur aft- ur til Gorkíj.“ 36 jarðskjálftakippir hefðu riðið yfir Yunnan-hérað í kjölfar. stóra skjálftans og lagt hús í meira en tíu bæjum í rúst. Mesta eyðilegg- ingin varð í bænum Banmapuo. Samgöngur rofnuðu á jarð- skjálftasvæðinu en í gærmorgun hafði tekist að opna vegi á ný. Starfsmenn jarðskjálftastöðvarinn- ar í Peking sögðust í gær ekki hafa fengið nýlegar upplýsingar um mannfall en fréttastofan Nýja Kína hafði áður greint frá því að tala látinna væri komin upp í 37 manns og að 70% húsa á jarðskjálftasvæð- inu hefðu eyðilagst. Hjálparstarf hófst í gær og voru tjöld, matvæli og lyf flutt til skjálftasvæðanna. Læknar og björgunarmenn streymdu þangað og viðgerð var hafin á vegum. Jarðskjálftanna varð vart frá sunnudagskvöldi til mánudags- morguns á 700 km löngu svæði í Yunnan-héraði. Öflugir skjálftar skóku borgina Kunming í um 400 km fjarlægð frá skjálftamiðjunni en ekki hefur verið skýrt frá því hvort tjón hafi orðið þar. Síðastliðinn laugardag reið jarð- KlNA 1.00</ KM <0 Peking 'N ' & $ *U Shanghai f Kanton/*^ • ; haf Knight-Ridder Tribune News skjálfti, sem mældist 7 stig á Richt- erskvarða, yfir Qinghai-hérað, af- skekkt og strjálbýlt fjallahérað í norðvesturhluta Kína. Ekki var greint frá mannfalli þar. Fyrr á árinu spáðu jarðskjálfta- fræðingar að framundan væri aukin skjálftavirkni í Kína. Búast þeir við að hún nái hámarki eftir 1990. Dagblöð í Kína hafa hvatt bænd- ur á skjálftasvæðunum til að varpa allri hjátrú fyrir róða. Margir Kínverjar trúa því að árið 1988, ár drekans, boði hörmungar. Árið 1976, á ári drekans, fórust amk. 240.000 í jarðskjálftum í He- bei-héraði í norðausturhluta Kína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.