Morgunblaðið - 08.11.1988, Síða 24

Morgunblaðið - 08.11.1988, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 Bretland: Leki veldur hrær- ingum í ráðuneyti Lundúnum. Frá Andrési Magnússyni, firéttaritara Morgunblaðsins. BRESKI Verkamannaflokkurinn gaf á mánudag út tillögur ihalds- manna i menntamálum, sem lekið hafa úr menntamálaráðuneytinu, og sögðu iiilltrúar hans að tillögurnar sýndu svart á hvitu að íhaldsmenn ætluðu að láta stúdenta greiða fyrir skólavist sína í æðri menntastofiiun- um. Þingmenn íhaldsflokksins hafa Utið látið hafa eftir sér hafa vegna þeirra ásakana, en hafa á hinn bóginn krafist þess að ríkisstjómin grípi til harðra aðgerða gegn þeim embættismönnum, sem leka trúnað- arskjölum sem þessum til stjórnarandstöðunnar. Lekinn á mánudag er fimmti al- varlegi lekinn í ár og ekki liðin vika frá hinum síðasta. Ihaldsmenn eru æfir vegna þessa enda kom hann að þessu sinni fram á mjög óheppilegum tíma. Meðal þess, sem fram kom í trúnaðarskýrslu aðstoðarmennta- málaráðherra, var að hækka þyrfti framlög til háskóla fyrir hvem nem- anda, en jafnframt að til greina kæmi að hverjum nemanda yrði gert að greiða allt að 500 sterlingspund- um (40.000 ísl. kr.). Þá játar aðstoðarráðherrann að kvartanir háskólamanna undan fjár- svelti séu ekki öldungis úr lausu lofti gripnar, en það er ekki í samræmi við fyrri staðhæfingar talsmanna íhaldsmanna í menntamálum. Kenneth Baker, menntamálaráð- herra, kvaðst hafa megna fyrirlitn- ingu á lekanum, en vildi ekki tjá sig efnislega um skýrsluna. Margaret Thatcher lítur málið greinilega alvar- legum augum og segja heimildar- menn í stjómarráði að hún hafi feng- ið sir Robin Butler til þess að kom- ast að því hvar lekinn hafi átt sér stað. Talið er nær víst að embættismenn taka með sér flokksbundna ráðgjafa inn í ráðuneyti og útiloki embættis- menn ráðuneytisins frá töku ákvarð- ana og ráðgjöf af ótta við að þeir kunni að leka viðkvæmum pólitískum málum í stjómarandstöðuna. Ýmsir þingmenn íhaldsflokksins hafa varað við því að Bretar kynnu að eiga í vændum embættismanna- kerfi í ætt við það sem gerist í Banda- rílq'unum, „ ... þar sem menn eru ráðnir eða reknir eftir flokksvist". Það þykir gera lekann alvarlegri en ella, að það voru fulltrúar Verka- mannaflokksins sem fengu skýrsluna í hendur, en ekki blaðasnápar eins og oftast er, svo tengsl þess, sem lak skýrslunni, við Verkamannaflokkinn þykja býsna auðsæ. Pólland: Kremlverjar á grafhýsi Leníns Reuter Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, Níkholov Ryzhkov forsætisráðherra og Jegor Lígatsjov, fyrrum æðsti hugmyndafræðingur kommúnistaflokksins, á grafliýsi Leníns þegar Sovétmenn minnt- ust 71 árs afmælis októberbyltingarinnar í gær. Gorbatsjov og Ryzhkov gengu fyrstir sovésku valdamannanna upp á grafhýsið nokkrum mínútum áður en hersýning hófst. Gorbatsjov veifaði til um 5.000 gesta, sem boðnir höfðu verið sérstaklega á hersýninguna, áður en aðrir meðlimir stjóm- málaráðs kommúnistaflokksins birtust. Ligatsjov var í fararbroddi þeirra en sovéska sjónvarpið beindi aðallega vélum sínum að Gorbatsjov, Ryzhkov og Lev Zajkov, leiðtoga kommúnistaflokksins í Moskvu. Þessir þrír voru sýndir hlið við hlið og er talið að það bendi til þess að Zajkov hafi færst ofar í valdaröðinni í Kreml og sé nú sá þriðji valdamesti. Walesa hótar allsheriarverkfálli Krafist að hætt verði við lokun Lenín-skipasmíðastöðvarinnar Varsjá. Reuter. standi að lekum þessum og er lekinn því e.t.v. ekki minna áfall fyrir emb- ættismannakerfíð, en rík hefð er fyr- ir þvf á Bretlandi að embættismenn haldi sér utan við flokkspólitík og séu ávallt hollir ríkisstjóminni. Til þessa hafa breskir stjómmála- menn yfirleitt getað reitt sig á trún- að embættismannanna, en nú óttast menn að það traust sé rokið út í veður og vind. Er talið að ein afleið- ing þessa geti orðið sú, að stjóm- málamenn fari í auknum mæli að LECH Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, hefur hótað því að leita í dag eftir verkfallsheimild hjá pólskum verkamönnum. Rætt er um það innan Samstöðu að leggja niður vinnu um allt Pól- land eftir viku ef sfjórnin fellur ekki frá þeirri ákvörðun sinni að loka Lenín-skipasmíðastöð- inni í Gdansk hinn 1. desember. Félagar í Samstöðu segja að Walesa hafi ávarpað fund verka- manna í Lenín-skipasmíðastöðinni á sunnudag. Hann gaf í skyn að efnt yrði til allsheijarverkfalls eft- ir viku ef stjómvöld láta ekki segj- ast. Ekki var ljóst af máli Walesa hvort um væri að ræða verkföll allra pólskra verkamanna eða ein- ungis skipasmiða. Framkvæmdanefnd Samstöðu gaf út yfirlýsingu um helgina þar sem hótað var stöðugum verkföll- um í þessum mánuði til stuðnings kröfunni um að verkalýðsfélagið yrði lögleitt, að Lenín-skipasmíða- stöðinni yrði ekki lokað og að u.þ.b. 100 verkamenn, sem sagt var upp vegna verkfalla í ágúst, yrðu endurráðnir. Lögregla í Póllandi leysti upp nokkuð óvenjulega skrúðgöngu á sunnudag þar sem byltingaraf- mælisins í Sovétríkjunum var minnst. Félagar í götuleikhúsinu App- elsínukosturinn hæddust að af- mælinu og sungu slagorð eins og „Við elskum lögregluna" og „Lifi Lenín“. Saltfisk- ur fluttur til Noreefs Fiskaren Saltfiskverkun hefur dregist svo mjög saman í Noregi, að selj- endur geta ekki lengur staðið við gerða samninga. Af þeim sökum eru þeir farnir að kaupa saltfisk erlendis. Það, sem af er árinu, hafa Norð- menn keypt 2.000 tonn af saltfíski í Kanada og einkum stóran físk. Hefur verðið rokkað nokkuð til frá einni sendingu til annarrar en kaup- endunum ber saman um, að Kanada- mennimir séu harðir í samningum. Saltfiskverkandi í Álasundi hefur til dæmis greitt rúmar 170 kr. ísl. fyrir kílóið. Sviss: Bankarnir sem peð í tafli eiturlyfjahrings Eiginmaður dómsmálaráðherrans bendlaður við málið Zttrich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunbladsins. STÓR eiturlyfjahringur sem kallaður er „Líbanonsambandið" hef- ur notað Sviss og svissneska bankakerfið til að koma ágóða af alþjóðlegri eituriyQasölu I umferð undanfarin ár. Talið er að hring- urinn hafi komið upphæð sem nemur tveimur milljörðum sv. franka (60 milljörðum ísl. kr.) í umferð með því að leggja illa fenginn gjaldeyri inn á bankareikninga í gegnum lítil fyrirtæki og með því að kaupa gull í Sviss. Þetta er stærsta hneykslismál sinnar tegundar sem komist hefur upp um í landinu. Öllum er heimilt að koma með eins mikla peninga og þá lystir inn í Sviss. Sendisveinar hringsins eru sagðir hafa komið með fullar ferðatöskur af seðlum. Bankar eiga að tilkynna um óvenju há innlegg en það er auðvelt að kom- ast undan því með því að opna marga reikninga. Allir stærstu svissnesku bankamir eru sagðir flæktir í þetta mál. Nú eru uppi háværar kröfur um strangara eft- irlit með bönkunum. Tveir eiturlyfjasalar, sem lög- reglan í kantónunni Tessíh hand- tók í febrúar 1987 með 100 kíló af heróíni og morfíni, komu yfir- völdum á spor eiturlyfjahringsins. Tólf Miðausturlandamenn hafa verið handteknir síðan og aðeins einn látinn laus gegn tryggingu. Fyrirtækið Shakarchi Trading AG í Zurich tengist málinu. Það verslar með gull og er talið hafa tekið við eiturlyfjaágóða í skiptum fyrir málminn. Líbaninn Mo- hammed Shakarchi á fyrirtækið en Hans W. Kopp, lögfræðingur og eiginmaður svissneska dóms- málaráðherrans, Elísabetar Kopp, var varastjómarformaður þess í fimm ár. Hann hætti í stjóm fyrir- tækisins 27. október sl., rúmri viku áður en málið varð að blaðaefni. Hann segist aldrei hafa heyrt að fyrirtækið ætti viðskipti við eitur- lyfjahring eða tæki við eiturlyfjaá- góða. Nafn hans hefur verið nefnt í sambandi við ýmis mál á undanf- ömum árum. Fyrir nokkrum vik- um hófst rannsókn á ásökunum um að hann hefði svikið stórar fúlgur undan skatti. Það er ekki ólöglegt að skipta illa fengnu fé, eins og ágóða af eiturlyfjasölu, í nýja seðla í Sviss nema hægt sé að sanna að það eigi að nota þá eða hluta þeirra í ólöglegum tilgangi. Dómsmála- ráðuneytið vinnur nú að því að semja strangari lög sem munu fela í sér tíu ára fangelsi fyrir við- skipti með illa fengið fé. Þessi lög taka gildi í fyrsta lagi 1992. Elísabet Kopp segir að það hafi engin áhrif á sín störf þótt eigin- maður hennar sé bendlaður við mál sem tengjast ráðuneyti henn- ar. Stjómmálamenn segja opin- berlega að hún njóti fulls trausts til að gegna embætti sínu en heyrst hefur að fyrsti svissneski kvenráðherrann þurfi að skipta um ráðuneyti vegna eiginmanns síns. Valda pillan og HPV- veiran krabbameini? Observer KANADÍSKIR visindamenn hafa komist að þvi, að eitt af mikilvæg- ustu efnunum i getnaðarvarnarpillum geti valdið leghálskrabbameini í konum. Það gerist þó ekki nema viðkomandi sé einnig haldin kynsjúk- dómnum HPV-16. Kanadamennimir uppgötvuðu, að efnið „progestogen", náttúrulegir hormónar, sem notaðir eru f getnað- arvamarpillum, hefur krabbameins- myndandi áhrif á fmmur eins og þær, sem em í leghálsvefjum, ef HPV-16-veiruna er einnig að finna í fmmunum. Kemur þetta fram í nýjasta hefti af breska vísindatíma- ritinu Nature. Dr. Mary Pater og samstarfsmenn hennar við Minningarháskólann á Nýfundnalandi segja, að þessar rann- sóknir hafi eingöngu farið fram á rannsóknarstofu og því sé nauðsyn- legt að kanna hvort niðurstöðurnar eigj ekki einnig við um raunvemleik- ann, konur, sem nota pilluna og em jafnframt með HPV-16-veimna. Raunar segist Pater vera viss um, að svo sé, og skipti því miklu, að konur gangist undir veimpróf áður en þær fara að nota getnaðarvamir. Komi í ljós, að þær hafi smitast af HPV-16 verði þær að taka lykkjuna fram yfir pilluna. Leghálskrabbamein er áttunda al- gengasta krabbameinið f breskum konum og var banamein rúmlega tvö þúsund kvenna á síðasta ári. Lífslíkur þeirra, sem sýkjast, em þó góðar eða um 55%. Vísindamenn hefur lengi gmnað, að veimsmit, einhver kynsjúkdómur, stuðlaði að leghálskrabbameini enda er það svo, að konum, sem lifa miklu kynlífí, er hættara við því en öðmm. Er það augljósast með konur, sem em fjöllyndar í ástum og flögra frá einum manninum til annars. Við tilraunir vísindamanna kom í ljós, að „progestogen" og HPV-16- veiran höfðu engin áhrif á fmmumar ein og sér en þegar þau komu saman hófst í þeim stjómlaus krabbameins- vöxtur. Er talið, að „progestogenið" hafi þau áhrif á erfðaefni veimnnar, að hún taki að framleiða efnasam- bönd, sem aftur valda krabbamein- inu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.