Morgunblaðið - 08.11.1988, Síða 15

Morgunblaðið - 08.11.1988, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 15 nokkuð tvístígandi varðandi end- umýjun og eflingu kjamorkuher- aflans en er andvígur því að kom- ið verði upp hreyfanlegum kjarn- orkueldflaugum af gerðinni „Peac- ekeeper" (áður MX) sem geta bo- rið allt að 12 kjarnaodda. Dukakis hefur hins vegar boðað að hann muni beita sér fyrir því að hinn hefðbundni herafli verði efldur og endumýjaður samtímis því sem hann hefur lýst yfir því að al- mennt þurfí að skera niður fram- lög til vamarmála. Þetta hefur vakið furðu margra þar eð hinn hefðbundni herafli er mun dýrari í rekstri heldur en kjamorkuher- aflinn auk þess sem almennt er viðurkennt að fælingarmáttur kjamorkuvopna sé mun meiri en fælingarmáttur venjulegra dráp- stóla. Ágreiningur frambjóðendanna tveggja á vettvangi utanríkismála er þó að líkindum einna gleggstur í málefnum Suður-Afríku, Mið- Ameríku og Mið-Austurlanda. Bush hefur, í anda lærimeistara síns, lýst sig andvígan því að grip- ið verði til harkalegra refsiaðgerða gegn stjóm hvíta minnihlutans í Pretoríu í því augnamiði að neyða stjómvöld þar til að falla frá kyn- þáttaaðskilnaðarstefnunni. Duk- akis hefur á hinn bóginn hvatt til þess að gripið verði til afdrátta- lausari aðgerða í þessum tilgangi en hingað til. Milljarður araba móðgaður Þá hafa þeir Bush og Dukakis einnig mjög ólíkar hugmyndir um Skoöanir frambjóðendanna í utanríkis- og öryggismáium ÓSAMMÁLA: ABstoB viB kontra- IIBa I Nlcaragua Á aB steypa stjórn sand- inista i Nicaragua af stóli? StuBningur viB geimvarnaáætlunina eins og hún er nú Aðstoö viö UNITA- skæruliða í Angólu Á aö flytja bandariska sendiráBIB I Israel frá Tel Aviv tll Jerúsalem? Bar íhlutun Bandaríkja- manna á Persaflóa árangur? LA: Á aB semja um frekari afvopnun viB Sovétmenn? Á aö hvetja Gorbatsjov til að halda áfram umbótum? óskert tengsl vlB fsraela Mikill stuöningur viö NATO Á aö beita valditll aö verja bandarfska hagsmunl erlendls? Bush ðfljá P'Nei DukakisCÍ Já ^Nei Bush frfl Já P Nei DukaklsQjá ^Nei Bush ðfl Já □ Nei DukaklsÖjá ^Nei Bush &Já PNei DukakisO Já ^Nei Bush O Já Nei Dukaklsp^Já O Nei Bush Jt Já O Nei DukaklsO Já Nei Bush -ðfl Já O Nei Dukakls^Já O Nei Bush ftfl Já O Nei Dukakisj^Já O Nei Bush ðfljá O-Nei Dukakls^f já I I Nei Bush ^fljá O Nei Dukaklsy^Já O Nei Bush jfl Já O Nei Dukakls9\Já O Nei Knight-Ridder Graphics Network Michael Dukakis (t.h) og Lloyd Bentsen veifa til ákafra stuðningsmanna sinna. Þá greinir á um ýmsa mikilvæga þætti utanríkis- og varnarmála svo sem stuðning Bandarikjamanna við kontra-skæruliða hvemig stuðla megi að friði í Mið- Austurlöndum og hvemig leysa megi átök ísraela og Palestínu- manna á herteknu svæðunum. Bush er hlynntur því að haldin verði alþjóðleg ráðstefna um leiðir til að binda enda á átökin og fryggía öryggi Ísraelsríkis. Duk- akis telur á hinn bóginn að friðar- viðræður eigi að fara fram innan ramma Camp David-sáttmálans sem þeir Sadat Egyptalandsforseti og Begin, forsætisráðherra ísra- els, undirrituðu í marsmánuði árið 1979 er Jimmy Carter var forseti Bandaríkjanna. Meinið er það fle- stallar arabaþjóðir líta svo á að sáttmálinn sé með öllu gagnslaus og úr sér genginn og telja má hæpið að ríkisstjómir viðkomandi landa reyndust reiðubúnar til við- ræðna á grundvelli hans. Þá er þess að geta að Dukakis telur að Bandaríkjamenn eigi að flytja sendiráð sitt í ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem og þar með viður- kenna borgina sem hina réttu höf- uðborg Israelsríkis. Með því að halda þessu fram hefur Dukakis tekist að móðga á að giska einn miiljarð araba á einu bretti. Jerú- salem er þriðja helgasta borgin í íslömskum sið og arbar byggja austurhluta hennar. Þessi ágrein- ingur frambjóðendanna varpar raunar nokkuð ským ljósi á það hvemig einstök málefni geta ráðið úrslitum um hvemig tilteknir þjóð- félagshópar ákveða að veija at- kvæðum sínum. í Detroit í Mic- hican-ríki búa um 300.000 arabar. Þetta fólk studdi blökkumannale- iðtogann Jesse Jackson, sem al- mennt er talinn lengst til vinstri í bandariskum stjómmálum, í for- kosningum Demókrataflokksins vegna afstöðu hans til vandamála Palestínumanna. Nú hyggjast þessir sömu menn greiða George Bush atkvæði sitt af sömu ástæð- um! Fjárlagahallinn Það verður tæpast sagt að kosn- ingabaráttan hafí verið málefnaleg og eitt gleggsta dæmið um þetta er hvernig frambjóðendumir hafa rætt alvarlegasta vanda þjóðarinn- ar, fjárlagahallann. Bush hefur heitið þvi að hann muni ekki hækka skatta og þess í stað sagt að framlög til ótilgreindra mála- flokka verði takmörkuð. Margir telja að næsti forseti Banda- ríkjanna komist ekki hjá því að hækka skatta og hafa vænt Bush um ósvífni. Það er algjörlega á huldu hvemig hann hyggst bæta rekstrarafkomu ríkissjóðs og víst er að útgjöldin munu frekar auk- ast frekar en hitt haldi hann fast við stefnu sína í vamarmálum. Dukakis hefur ekki viljað útiloka skattahækkanir en jafnframt sagt að herða þurfí eftirlit með skatt- svikum. Flestir telja fráleitt að takast megi að ná jöfnuði með þessu móti auk þess sem stefna demókrata í vamarmálum virðist lítt til sparnaðar fallin eins og minnst var á hér að framan. Breska tímaritið The Economist gagnrýndi báða frambjóðenduma harðlega nýiega fyrir að hafa ekki lagt fram raunhæfar hugmyndir til lausnar þessum vanda. Kvaðst ritsjóm blaðsins geta mælt með hvorugum frambjóðandum af þessum sökum. Þess er þó að geta að fjárlagahallinn er æði flókið mál og fullyrða má að hinn al- menni kjósandi skilji ekki eðli van- dans og kæri sig ekki um að kynna sér hann. Mergurinn málsins er sá að fjárlagahallinn er enn ekki tekinn að hafa áhrif á afkomu almennings. Verði hins vegar ekki fljótlega gripið til róttækra ráð- stafana til að eyða fjárlagahallan- um mun almenningur án nokkurs vafa taka að finna fyrir honum. Kjörmenn ráða úrslitum Sökum kjörmannakerfins, sem hefur verið við lýði í Bandaríkjun- um í tæpar tvær aldir, er ekki tryggt að meirihluti atkvæða á landsvisu dugi til að tryggja sigur í kosningum. Fjöldi kjörmanna í hverju ríki ræðst af Qölda þing- manna í fulltrúadeildinni, sem er ákaflega misjafn eftir fjölda íbú- anna, og fjölda þingmanna í öld- ungadeildinni en hvert ríkjanna 50 á tvo fulltrúa þar. Sá frambjóð- andinn sem fær meirihluta at- kvæða í tilteknu ríki tryggir sér þar með alla kjörmenn þess. Stærstu og þar með mikilvægustu ríkin eru Kalifornía (47 lgör- menn), New York (36) og Texas (29). Til fróðleiks má geta þess að enginn frambjóðandi demó- krata hefur sigrað í forsetakosn- ingum án þess að tryggja sér at- kvæði kjörmanna í Texas. Það er vafalítið af þessum sökum sem Michael Dukakis afréð að tilnefna Lloyd Bentsen sem varaforseta- eftii flokksins. Heildarfjöldi kjörmanna í ríkjunum 50 er 538 og því nægja 270 kjörmenn til að tryggja öðrum hvorum frambjóðandanum sigur í kosningunum. Þegar greinarhöf- undur var í Bandaríkjunum í síðasta mánuði þótti sérfróðum mönnum sýnt að George Bush ætti vís atkvæði 210 kjörmanna en Dukakis á að giska 130. Sé þetta rétt mun Bush nánast örugg- ur um að hreppa forsetaembættið ef hann nær að vinna sigur í Kali- fomíu, sem telja má afar líklegt ekki síst í ljósi þess að Reagan forseti nýtur verulegra vinsælda þar, einkum í suðurhlutanum. Neikvæð kosningabarátta I ræðum sínum hefur George Bush lagt áherslu á að valið snú- ist um hvort Bandaríkjamenn vilja halda áfram á sömu braut eða hvort þeir vilja kjósa yfír sig skattahækkanir og meint dugleysi Dukakis jafnt á vettvangi utanrík- ismála sem og á heimavelli. Þá hefur varaforsetinn einnig vafalí- tið náð að vinna atkvæði með harð- orðum yfirlýsingum sínum um hvemig refsa beri eiturlyfjasölum, sem sífellt gerast bíræfnari og hættulegri í Bandaríkjunum. Að þessu leyti hefur kosningabarátta Bush verið neikvæð þ.e.a.s. hann hefur lagt megináherslu á dug- og þekkingarleysi Dukakis í stað þess lofa eigið ágæti. í anda þessa hefur Dukakis oftlega verið hafður fyrir rangri sök. Þessi aðferð, sem jafnvel á bandaríska vísu er al- mennt er talin fremur ósvífin, hef- ur skilað ríkulegum árangri. Svo virðist sem kosningastjórar og auglýsingaráðgjafar Dukakis hafi ekki verið undir þetta búnir. Duk- akis tók að lokum að svara í sömu mynt en að líkindum hefur það verið of seint. Raunar má fullyrða að kosningabarátta Bush hefur að flestu leyti verið mun betur skipu- lögð. Á sama hátt hefur barátta Dukakis verið þung í vöfum. Að- stoðarmenn hafa verið svifaseinir og repúblikanar hafa ávallt haft ftumkvæðið. Þetta kemur ekki síst til af því að baráttu Dukakis hef- ur, af einhvetjum óskiljanlegum ástæðum, verið miðstýrt frá höf- uðstöðvum Demókrataflokksins í Boston. Niðurstaðan er því sú að tapi Bush í kosningunum í dag þurfa sjálfskipaðir og löggiltir sér- fræðingar um bandarísk Stjómmál ekki að kvíða verkefnaskorti næstu vikur og mánuði við að skýra það sem úrskeiðis fór á síðustu vikum kosningabaráttunn- ar. Birgir Svan Símonarson. Ný ljóða- bókeftir BirgiSvan ÚT ER komin ný ljóðabók eftir Birgi Svan Símonarson. Bókin nefíiist Farvegir og er áttunda bók höfímdar. „Viðfangsefni bókarinnar em margvísleg,“ segir í bókarkynningu. „Hinn rauði þráður virðist þó vera tilvistarkreppa landkrabbanna. Tónn bókarinnar er þó fremur bjart- ur og Farvegir geta skilað okkur eitthvað áleiðis, nema við viljum standa í stað.“ Farvegir em gefnir út í 150 ein- tökum og fást í helztu bókaverzlun- um á höfuðborgarsvæðinu. Bók- arkápu gerði Filip Franksson, út- gefandi er Fótmál og offsetfjölritun sá Letur hf um. Sigurður Á. Friðþjófsson Bókum utangarðs- unglinga Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina íslenskir ut- angarðsunglingar — vitnisburð- ur úr samtímanum sem Sigurður Á. Friðþjófsson hefúr tekið sam- an. Bókin geymir tíu firásagnir af lífsbaráttu óharðnaðra ungl- inga. I fréttatilkynningu frá útgefanda segir: „Unglingamir sem segja frá hafa af einhveijum ástæðum kiknað undan ofurálagi í lífinu. Sumir hafa farið of geyst, ætt beint af augum án þess að huga að stefnunni, þar til þeir vom komnir í blindgötu sjálfseyðingarinnar. Aðrir urðu fórnarlömb ofbeldis og skeytingar- leysis, enn aðrir guldu þess beinlín- is að vera öðmvísi en fjöldinn. Hér er rætt við það fjölmarga fólk sem vinnur ráðgjafar- og hjálp- arstarf meðal íslenskra unglinga, oft á tíðum við lítinn skilning þeirra sem með völd fara hér á landi. En fyrst og fremst er það unga fólkið sem hefur orðið." íslenskir utangarðsungiingar er 160 blaðsíður. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Guðrún Ragnarsdóttir hannaði kápu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.