Morgunblaðið - 08.11.1988, Page 48

Morgunblaðið - 08.11.1988, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 Blaðberar Búið er að tengja Súgandisey við land í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Árni Helgason Súgandisey tengd við land Stykkishólmi. Simar 35408 02 83033 HOFNINNI í Stykkishólmi hefír nú verið lokað að austanverðu og ________________________Súgandisey tengd við land. Fréttaritari tók myndir yfir höfiiina um leið og síðasta bílhlassinu var ekið að til að brúa bilið og fannst eins og fleirum að vel hefði verið unnið. AUSTURBÆR Oðinsgata o.fl. Sunnuvegur Laugarásvegur 32-66 fHftrgatnMatofr Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! Nú verður þessi garður breikkað- ur og svo byggður kantur og þil þar sem ferjan verður staðsett. Þá kemst allt fyrir í höfninni, smábát- arnir, hinir bátarnir og feijan og í norðan- og austanverðum verður þama gott skjól. Þessi framkvæmd hefir verið þaulhugsuð og hefír staðið í yfirveg- un í mörg ár. Þar hafa færustu menn lagt hönd að. - Árni Launþegaflokkurinn stofiiaður: Gjaldtaka af varnarliðinu forsenda þjóðfélagsumbóta -segir Hreiðar Jónsson PA1^TSmanúmer Skrifstofu- og söludeild Skeifunni 15 685870 Þjónustumiðstöd Bíldshöfða 6 Verkstæði: 673600 Varahlutir: 673900 BRIMBORG HF. Undirbúningsstofiifundur nýs stjórnmálaflokks, Launþegaflokksins, var haldinn 3. nóvember. Að sögn Hreiðars Jónssonar, eins af forsvars- mönnum flokksins, eru það menn úr nánast öllum hópum þjóðfélags- ins, sem standa að stofiiun flokksins, nema ef vera kynnu stjóm- málamenn og forstjórar. Flokkurinn stefiiir á að bjóða fram við næstu Alþingiskosningar. Flokksbundnir félagar em nú um 30 talsins. í stefiiu- skrá flokksins er lögð áhersla á að það sé forsenda þjóðfélagsbreyt- inga að hefla gjaldtöku af varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Hreiðar Jónsson sagði að forsvars- menn flokksins hefðu rætt við um 200-300 manns úr öllum stjóm- málaflokkum um að taka þátt í stofn- un hins nýja flokks. „Við ræddum við venjulegt fólk úr öllum flokkum,“ sagði Hreiðar. Hann sagði að fylgis- menn flokksins hefðu ekki verið áberandi á vettvangi stjómmála. Þrátt fyrir nafnið væru engir frammámenn verkalýðshreyfingar- innar innan vébanda flokksins. „Við áttum í samningum við verkalýðs- leiðtoga, en hefðum þurft að breyta stefnuskránni til að það gengi upp og menn voru ekki tilbúnir til þess,“ sagði Hreiðar. Hann vildi ekki gefa upp við hvaða verkalýðsleiðtoga hefði verið rætt. Hann sagði að flokkurinn væri miðjuafl, opið í báðar áttir. Stefnuskrá flokksins er í 12 liðum: 1. Flokkurinn aðhyllist vestræna samvinnu, og styður aðild að Uppþvottavél med þremur. þvottaarindum, rúmar meira, betri meðferð, enn betri þvottur, 10 gerðir til afgreiðslu tx í Miele SUNDABORG 1 S. 688588-688589 Atlantshafsbandalaginu. Flokk- urinn viðurkennir illa nauðsyn vem vamarliðsins hér á landi og telur rétt að tekið sé gjald af veru þess hér, ennfremur að það greiði ’söluskatt og aðflutn- ingsgjöld. Flokkurinn styður óbeina aðild að Evrópubandalag- inu. 2. Flokkurinn styður eflingu kaup- leiguíbúðakerfisins. 3. Flokkurinn vill beita sér fyrir niðurskurði ríkisútgjalda og af- námi lánskjaravísitölu, einnig lækkun vaxta og verðlags. 4. Flokkurinn vill beita sér fyrir einum lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. 5. Flokkurinn stefnir að endurreisn atvinnulífsins og eflingu at- vinnuöryggis. Hann vill auka kaupmátt launa og stefna að því að fólk geti lifað af fjörutíu stunda vinnuviku. 6. Flokkurinn vill beita sér fyrir endurskipulagningu fískvinnslu og fískveiða, m.a. færa fiksveiði- kvóta til sveitarfélaga og sam- eina fiskvinnsluhús. Ennfremur að bátar undir tíu tonnum, sem stunda línu- og handfæraveiðar, verði ekki háðir fískveiðikvóta. Flokkurinn vill beita sér fyrir því af alefli að íslensk skip sigli undir íslenskum þjóðfána, með íslenskum áhöfnum. Flokkurinn telur rétt að fískeldi heyri undir sj ávarútvegsráðuneytið. 7. Flokkurinn vill fækkun ráðu- pilu Rúllugluggatjöld glllggat jöld Suðurlandsbruut 6. Sími: VI ■ S J2 /5. neyta í sjö, með deildaskiptu innanríkisráðuneyti. 8. Flokkurinn stefnir að einföldun hins hefðbundna landbúnaðar- kerfís. 9. Flokkurinn vill beita sér fyrir friðhelgi heimilanna, jöfnum kosningarétti landsmanna og umbótum í fangelsismálum, m.a. deildaskiptum fangelsum. Flokkurinn vill stuðla að aukinni aðstoð við mannræktar- og líknarfélög, sem vinna gegn síauknu eiturlyfjaböli og áhrif- um þess. 10. Flokkurinn styður umbætur í félagsmálum og mun beita sér fyrir bættum hag aldraðra og öryrkja og annarra sem minna mega sín. 11. Flokkurinn vill stuðla að auknu trúarlífí í landinu. 12. Flokkurinn vill beita sér fyrir fastmótuðum reglum í Lánasjóði íslenskra námsmanna. Flokkur- inn vill kanna möguleika á stytt- ingu skólaárs. Flokkurinn vill benda á að forsend- ur fyrir þessum þjóðfélagsbreyting- um strax er að tekið sé gjald af veru vamarliðsins hér.“ Er Hreiðar var spurður um þá sérstöku áherslu, sem lögð er á gjald- töku af veru vamarliðsins, sagði hann að það sem að væri í þjóð- félaginu væri það, að hvergi væri fjármagn að hafa og einhvers staðar þyrfti að fínna það. „Þó svo að frjáls- hyggjumenn haldi að þjóðfélagið geti gengið endalaust þótt allir fari á hausinn þá kem ég ekki auga á að peningar séu fáanlegir. Það er búið að sjúga allt íjármagnið inn í bankakerfið og peningakerfíð í landinu. Þar er allt rekstrarfé fyrir- tækjanna og fé einstaklinganna. En það eru bankamir og nýju fyrirtækin á gráa markaðnum sem eiga pening- ana,“ sagði Hreiðar. „Ég sé ekki hvar við eigum að fá peninga nema með því að taka gjald af vamarlið- inu.“ Hreiðar sagði að þótt Bandaríkja- menn yrðu látnir greiða fyrir vem sína hér væri þar ekki verið að gera íslenskt efnahagslíf háð varnarliðinu. „Það þarf fyrst og fremst peninga til að koma þjóðfélaginu í gang,“ sagði hann. Að sögn Hreiðars em það hann sjálfur og Geir Gígja, sem hafa ýtt stofnun flokksins úr vör. Næst á dagskrá hjá flokksmönnum er að setja upp skrifstofu í Reykjavík og að kynna flokkinn og stefnu hans út um landið. Að því loknu verður svo haldinn framhaldsstofnfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.