Morgunblaðið - 08.11.1988, Page 46

Morgunblaðið - 08.11.1988, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 TMRog. U.S. PatOff.—all rights reserved ° 1988 Los Ahgeles Times Syndica te Þeir rjúka stundum sam- an, við kaupum þá bara annan smáhund í stað- inn...! HÖGNI HREKKVISI L Þessir hringdu . . Hælgildrur Húsmóðir hringdi: „Ég vil vinsamlegast benda verslunareigendum á að fjarlægja það sem ég kalla „hælgildrur", mottur er settar hafa verir fyrir framan dyr margra verslana í Reykjavík. Þetta eru mottur úr sálvír sem þannig eru gerðar að mjóir hælar festast í þeim. Fjöl- margar konur hafa lent í því að skemma skóna sína í þessum mottum og stundum hefur jafnvel legið við slysum þegar háir hælar hafa orðið fastir í mottunum. Ég lenti nýlega í svona mottu og missti hælin undan öðrum skón- um. Ég fór til skósmiðs og lét gera við hælinn. Hann sagði mér að algengt væri að konur kæmu með skó sem skemmst hefðu í þessum mottum." Jakki Blár karlmannsjakki með marglitu fóðri tapaðist í Holly- wood 29. september. Vinsamleg- ast hringið í síma 22383. Lyklakippa Lyklakippa í brúnu leðurveski tapaðist í Þjóðleikhúsinu eða þar í grennd. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 34903. Tillitsleysi S.J. hringdi: „Ég vil taka undir með þeim sem bent hafa á að ökumenn sýni gangandi vegfarendum ekki nógu mikla tillitsemi í umferðinni. Víða er mikið vatn á götum nú í haust- rigningunum og ganga gusurnar upp á gangstéttar þegar greitt er ekið. Ökumenn varða að stilla hraðanum í hóf við þessar aðstæð- ur því svona slettur geta hreinlega eyðilagt viðkvæm föt. Svo mikið af uppleystu malbiki er oft í vatn- inu að ómögulegt er að ná því til fulls úr ljósum fötum. Að sjálf- sögðu eru ökumenn bótaskyldir en sennilega er ómögulegt fyrir gangandi vegfarendur að ná rétti sínum þegar föt skemmast vegna þessa. Það er því ekki annað hægt að gera en hvetja ökumenn til að sýna tillitssemi." Hjól Blátt 15 gílra Peugot reiðhjól var tekið við íþróttahús Kópa- vogsskóla 31. september. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið eru beðnir að hringja í síma 45007. Uppskrifl Birna hringdi: „Á síðasta ári var kjmnt í sjón- varpinu uppskrift með reyktum laxi og eggjahræru en ekki man ég hver var með hana. Langar mig til að spyrja hvort einhver á þessa uppskrift og gæti sent hana til Velvakanda. Góð uppskrift með reyktum laxi kæmi sér vel.“ Salt leysir ekki upp malbik Til Velvakanda. Vegna blaðagreina margra borg- ara undanfama vetur og væntan- lega í vetur um að salt leysi upp malbik er Velvakandi beðinn að birta eftirfarandi niðurstöður Rann- sóknarstofnunar byggingariðnaðar- ins. Inng'angiir Markmið verkefnisins, sem þessi skýrsla fjallar um var að gera forat- hugun á því hvort salt hafi áhrif á þol malbiks gagnvart nagladekkjaá- raun. Til þess að kanna þetta var notað Trögertæki, sem ætlað er til að rannsaka slitþol bundinna slit- laga gagnvart slíkri áraun. Verkefni þetta er unnið fyrir gatnamálastjórann í Reykjavík og að fullu greitt af honum. Áhrif salts á malbik Efnafræðileg áhrif Þegar rætt er um áhrif salts á malbik, koma oft fram fullyrðingar um að „saltið leysi malbikið upp“. Staðreyndin er hins vegar önnur. Bindiefnið (asfalt) er mjög flókin blanda úr kolvetnasamböndum af ýmsum stærðum og að auki er í því lítið eitt af brennisteini, súrefni og köfnunarefni. Hlutfallsleg sam- setning er mismunandi eftir upp- runa [1], [2]. Þegar þetta efnasam- band kemur í snertingu við sölt og vatn, verða engin efnahvörf. Ýmsar heimildir fjalla um áhrif salts á bindiefni í malbiki og ber öllum saman um ofangreind atriði t-d. [3], [4]. Onnur áhrif Asphalt Institute í Maryland í Bandaríkjunum lét gera mjög um- fangsmiklar rannsóknir á áhrifum salts fyrir nær 30 árum [5]. Þar komust menn að þeirri niðurstöðu að sýni af malbiki, sem fóru í sex mánaða prófanir með frosti/þíðu- sveiflum og söltun, urðu ekki fyrir neinum skemmandi áhrifum. Atti það við um að festan breyttist ekki, engin steinefni losnuðu, ekki varð vart neinnar flögnunar og prófanir á bindiefninu sjálfu sýndu engar breytingar á því. Samkvæmt niðurstöðum Asphalt Institute ætti saltið ekki að hafa áhrif á veðrunarþol malbiksins. Um það eru ekki allir sammála og í heimild [6] segir að erfítt sé að draga ákveðnar ályktanir um áhrif salts á asfaltbundin siitlög, en skemmdir sem rekja megi til salts séu yfírleitt takmarkaðar við gropin slitlög og að þær verði við ákveðnar veðurfarslegar aðstæður. Þá má einnig geta þess að í heim- ild [7] er vitnað í rannsóknir sem sýna fram á að blautt slitlag geti slitnað meira en tvöfalt á við þurrt slitlag. Þegar salt er notað til að bræða ís og snjó, verður yfírborð slitlagsins blautt og vegna vökva- drægnieiginleika saltsins helst það blautt lengur. Það má því draga þá ályktun að notkun salts hafí þannig óbein áhrif á slitþol slitlags- ins. Ingi Ú. Magnússon, gatnamálastjóri Víkverji skrifar Einn af viðmælendum Víkverja, sem búsettur er í námunda við gamla miðbæinn hafði orð á því um helgina, að mikið ónæði væri af vélhjólaakstri í miðborginni. Á með- an á samtalinu stóð heyrðust ógur- lega drunur í vélhjólum. Þessi við- mælandi Víkveija sagðist hvað eftir annað vakna upp um miðjar nætur vegna þessa hávaða. Vélhjólaakstur hefur áður verið gerður að umtalsefni hér í þessum dálkum. Það hefur komið fram, að lögreglan í Reykjavík hefur lagt sérstaka áherzlu á að hafa gott samband við það unga fólk, sem æðir um borgina á vélhjólum í svört- um leðurfötum. Það framtak lög- reglunnar er gott. Víkveiji hefur hins vegar hvað eftir annað orðið vitni að akstri vélhjólamanna í mið- borginni á kvöldin, sem ekki er hægt að una við. Þegar þar við bætist, að íbúar gamla miðbæjarins og þeir, sem búa í nágrenni við hann, hafa ekki svefnfrið seinni hluta vikunnar er auðvitað ljóst, að meira þarf til að koma en vinsam- leg samskipti lögreglu og vélhjóla- manna. XXX að hafa verið uppi raddir um að taka niður konungsmerkið, sem er á þaki Alþingishússins. Víkveiji vill leggjast gegn slíkum hugmyndum. Tengsl okkar við Danakonung eru söguleg staðreynd og ekki síður það, að Alþingishúsið var byggt, þegar ísland var kon- ungsríki. Það er engin ástæða til að taka þetta merki niður. Það minnir okkur á ákveðið tímabil í sögu okkar, sem engin ástæða er til að gleyma né gera lítið úr. Þess vegna væntir Víkveiji þess, að Al- þingismenn láti ekki hafa sig til þess að gera slíkar breytingar á þessu merka húsi. XXX að vekur athygli, að ríkið hefur boðið út leigubílaakstur og fengið fram umtalsverða lækkun á ökutaxta. Þetta eru auðvitað ánægjuleg tíðindi fyrir skattgreið- endur en vafalaust mikið umhugs- unarefni fyrir leigubílstjóra. Búast má við, að stór fyrirtæki, sem nota leigubíla mikið, fylgi í kjölfarið og bjóði þessi viðskipti út. Hver er staða leigubflstjóra, ef slík útboð verða almenn?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.