Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 25 Grænland: Ólga og óeining út afvaraflugvellinum Nuuk. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKIL ólga er nú innan Sium- ut, stjórnarflokksins á Grænl- andi, vegna þess, að Jonathan Motzfeldt, landsþingsformaður og Siumut-maður, og Uffe Elle- mann-Jensen, utanríkisráð- herra Danmerkur, urðu ásáttir um að leyfa Atlantshafsbanda- laginu að kanna lagningu vara- flugvallar í Meistaravík. Formaður Siumut, Lars Emil Johansen, hefur krafist þess, að öryggis- og utanríkismálanefnd landsþingsins verði kölluð saman til skera úr um hvort Motzfeldt hafi haft umboð til semja um þetta við Ellemann-Jensen. „Það verður að koma fram hvort Motzfeldt hefur haft samþykki síns eigins flokks til að gera þennan samning í Kaupmannahöfn,“ sagði Johans- en í viðtali við grænlenska útvarp- ið. Atassut-flokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, er samþykkur lagningu varaflugvallar í Meist- aravík og segir Otto Steenholdt, formaður hans, að flugvöllurinn geti orðið lyftistöng fyrir græn- lenskt efnahagslíf. Tryggja verði þó, að Bandaríkjamenn reki áfram flugvöllinn í Syðra-Straumfirði. Vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit er hins vegar hatrammur á móti flugvellinum. Motzfeldt leggur áherslu á, að ekkert leyfi hafi ver- ið veitt fyrir flugvallarlagningu, aðeins, að hún verði könnuð. Færeyjar: Kosið til lögþingsins í dag Frá Snorra Halldórssyni, fréttarítara Morgnnblaðsins i Fœreyjum. FÆREYSKU þingkosningarnar fara fram í dag og er allt útlit fyrir að mjótt verði á mununum. Kosið verður til lögþings Færey- inga sem mun fara með stjórn eyjanna næstu fjögur ár. Nokkrar skoðanakannanir hafa verið gerðar á fylgi flokkanna. í einni þeirra, sem er gerð af skóla- nemendum í Þórshöfn, kemur í ljós að unga fólkið hefur tekið afstöðu til frambjóðenda. 30% skólanem- endanna ætlar að kjósa Þjóðflokk- inn, 23% Þjóðveldisflokkinn, 18% Jafnaðarflokkinn og 15% Sam- bandsflokkinn. Mikið hefur verið fjallað um kosningamar í færeyskum fjölmiðl- um. Kosningabaráttunni lauk á sunnudag í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn. Frakkland: Kjörsókn sú minnsta í öld París. Reuter. MIKILL meirihluti eða 80% þeirra, sem þátt tóku í þjóðarat- kvæðagreiðslunni í Frakklandi um framtíð Nýju Kaledóníu, sam- þykkti tillögu ríkisstjórnarinnar. Kosningaþátttakan var hins vegar sú minnsta á þessari öld, 37%, og þykir því allnokkurt áfall fyrir Michel Rocard forsætisráðherra. Samningamir um framtíð Nýju Kaledóníu eru helsta skrautflöðrin í hatti Rocards í það misseri, sem hann hefur gegnt embætti forsætis- ráðherra, enda urðu allir stjóm- málaflokkamir til að fagna þeim. Þjóðaratkvæðagreiðslan var því eins konar formsatriði og ýmsir stjómar- andstæðingar héldu því fram, að hún væri í raun könnun á fylgi stjómar- innar. Niðurstaðan væri því mikill ósigur fyrir sósíalistaflokkinn og stjómina. Er á það bent, að Charles de Gaulle forseti háfí sagt af sér í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um stjómkerfísbreytingar árið 1969 og Jacques Chaban-Delmas forsætis- ráðherra gerði það einnig 1972 vegna þess hve þátttakan var lítil í þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópu- bandalagið. Bretland; Breytingar í sjónvarps- málum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgun- blaðsins. MIKLAR breytingar eru í að- sigi í sjónvarpsmálum í Bret- landi, að þvi er fram kemur í skýrslu, sem innanríkisráð- herrann, Douglas Hurd, birti í gær. Fyrirhugað er að auka samkeppni og Qölbreytni. Sjónvarp er tvískipt í Bret- landi. Annars vegar er BBC, sem er ríkisrekið og hefur engar aug- lýsingatekjur. Hins vegar eru tvær rásir, sem reknar eru með auglýsingatekjum. Fimmtán svæðisbundnar stöðvar reka aðra þá rás. í þessari atrennu er ekki fyrirhuguð nein breyting á starfsemi BBC, sem hefur starfsleyfí fram til 1996. Breytingamar varða fyrst og fremst einkastöðvarnar. Megin- breytingin verður sú, að leyfi til að senda út sjónvarpsefni verður selt hæstbjóðanda. Einnig er fyrirhugað, að tvær nýjar jarð- stöðvar taki til starfa til viðbótar þeim sjö rásum, sem hefja út- sendingar um gervihnött á næsta ári. Einnig á að selja sér- staklega réttinn til að sjónvarpa að nóttu til, með svipuðum hætti og nú á sér stað með morgun- sjónvarpið. Breytingar verða á starfsemi breska útvarpsráðsins (IBA), sem nú ber formlega ábyrgð á útsendingum sjálfstæðu rá- sanna. Nýtt ráð tekur til starfa, og hefur það ekki 'rétt til að skoða efni, áður en það er sent út, en mun fylgjast grannt með því, að gæðakröfur séu uppfyllt- ar. Til að stöðvar fái starfsleyfí þurfa þær að sýna fram á, að þær uppfylli lágmarkskröfur. Yfírvöld hyggjast koma í veg fyrir, að þær geti boðið upp á endalausar sápuóperur og spurningaþætti. Áætlað er, að frumvarp til laga verði lagt fram á næsta ári og hljóti samþykki drottningar 1990. Breytingamar eiga að koma til framkvæmda 1. janúar 1993. Douglas Hurd sagði, að þessar breytingar væru stórt stökk inn í framtíðina og mundu fjölga kostum áhorfenda verulega. (Bauknecht kæliskápar #Fngor frystikistur (Ðauknecht frystiskápar FALLEG'STERfcSPARNEYTIN kælitæki í úrvali KVC2811 2561. geymslur. mál í sm. (hxbxd): 160x55x58,5 T 1504 1251. geymslur. mál í sm. (hxbxd). 85 x 46 x 60 KRC1611 163 I. geymslur. mál í sm. (hxbxd): 85 x 55 x 60 TV 1706 1731. geymslur. mál ísm. (hxbxd): 85 x 60 x 60 TV 1424 GA 1221. geymslur. mál í sm. (hxbxd): 85 x 50 x 60 SR2606 2491. geymslur. mál í sm. (hxbxd). 133 x 55x60 KVC2411 2161. geymslur. mál í sm. (hxbxd): 140x55x58,5 KGC2511 2131. geymslur. mál í sm. (hxbxd). 139x55x60 Litla eldhúsið Vaskur, eldavél og ísskápur. mál í sm. (bxbxd): 90 x 100x60 PC2924GA 2551. geymslur. mál í sm. (hxbxd). 167x55x60 Xs PCT3526 3051. geymslur. mál í sm. (hxbxd). 180x60x60 'fWm GKC1311 mál í sm. (hxbxd): 180 x 60 x 60 B460 4301. nettó geymslur. mál í sm.: 89 x 150x65 GKC2011 243 I. nettó geymslur. 203 I. nettó geymslur. 1071. nettó geymslur. 163 I. nettó geymslur. mál í sm. (hxbxd): 160x59,5x60 mál í sm. (hxbxd): 140x60x60 mál í sm. (hxbxd): 85x55x60 mál í sm. (hxbxd): 120x60x60 Gott verð! Engin útborgun! Greiðslukjör: 2ár! n* jf mm n —f>n SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SIMI 68 79 10 B380 3501. nettó geymslur. mál í sm. (hxbxd): 89 x 128x65 B275 2501. nettó geymslur. mál í sm. (hxbxd): 89 x 98 x 65 B200 170- 1701. nettó geymslur. mál í sm. (hxbxd): 89x73x65

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.