Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 27
26—— MORGÚNBLÁÐÍÐ, ÞRÍÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 fimiHfHHI MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÖVÉMBER 1988 ÍMtrgmnMfjMí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Augiýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Virða verður þingskaparlögin Vextir, vísitölur og sykurmolar Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings, hefur unnið samantekt um fjarvistir þingmanna og innköllun vara- manna á síðasta þingi, 110. löggjafarþingi íslendinga. Þar kemur sitt hvað forvitnilegt í ljós. I samantektinni segir meðal annars að 44 þingmenn, það er 70% þingmanna, hafi kallað inn varamenn á síðasta þingi. Aðeins 19 þingmenn sátu allt þingið, án forfalla. Þetta eru mun meiri forföll en á þingum annarra Norður- landa. Þannig tóku aðeins 15 varamenn sæti á danska þing- inu, samkvæmt handbók þess, frá 8. október 1987 til 10. maí 1988. Alls tóku 42 varamenn sæti á síðasta Alþingi, auk 63 aðal- manna, eða samtals hvorki meira né minna en 105 þing- menn. Að meðaltali sátu 5,6 varamenn á þingi hvem starfs- dag þess, samkvæmt saman- tekt þingforsetans. Flestir vóm varamennimir um miðjan marzmánuð síðast- liðinn, 16 talsins, eða fjórðung- ur þingheims. Það þætti hátt hlutfall á öðmm vinnustöðum. Forföll þingmanna eiga sér oftar en ekki eðlilegar skýring- ar. Flest em forföll þeirra flokkuð undir „jQarvem erlendis vegna opinberra erinda“ og þar næst veikindi. Af samantekt þingforseta má þó skilja að erfítt sé að flokka allnokkum hluta fjarvista sem „nauðsyn- legar“. Og fjarvera, sem hefur þann einan tilgang, að -rýma þingsæti tímabundið fyrir vara- mann, jafnvel varamann vara- manns, samræmist vart þing- skaparlögum. Fréttir af landsfundi Sam- taka um kvennalista, sem hald- inn var um helgina, gefa í skyn, að Samtökin hyggi á þá starfs- reglu að aðalmenn víki af þingi, tímabundið, til þess fyrst og fremst að gefa varamönnum kost á þingsetu. Samkvæmt skilgreiningu þingforseta er meira en hæpið að fjarvistir í þeim tilgangi einum saman samræmist þingskaparlögum, svo ekki sé fastar að orði kveð- ið. Þær samræmast heldur eng- anveginn þeim markmiðum sem þingforsetar stefna að með starfsáætlun þingsins. Með henni er ekki sízt stefnt að því að minnka fjarvistir aðal- manna. En tiðar ijarvistir aðal- manna, sem fylgzt hafa með undirbúningi og framvindu þingmála, eru ekki til þess fallnar að treysta starfshæfni þingsins. Samantekt þingforseta um fjarvistir þingmanna og þing- setu varamanna leiðir meðal annars í ljós að þörf er virkara aðhalds að þessu leyti. Sama má reyndar segja um áform Samtaka um kvennalista, að því er varðar þingsetu vara- manna, ef marka má fréttir af landsfundi þeirra. Það er að vísu ekkert við því að segja að varamenn taki sæti á þingi þegar aðstæður krefjast og þingskaparlög heimila. Það er á sinn hátt af hinu góða að varamenn hljóti þá starfskynningu sem tíma- bundin þingseta felur í sér. En varast verður að ofgera í þessu efni. Það sýnist gert þegar fjórðungur Alþingis er skipaður varamönnum. Mergurinn málsins er að sjálfsögðu sá að virða þing- skaparlögin í hvívetna. Morgun- blaðið o g frystihúsin Iágætu samtali Morgun- blaðsins við Þorstein Páls- son, formann Sjálfstæðis- flokksins, sl. sunnudag, segir formaðurinn að Morgunblaðið hafí ekki sömu tilfinningu fyrir atvinnulífínu í landinu og stundum áður. Þessu til stað- festingar nefnir hann frysti: húsin og vandkvæði þeirra. í þessu sambandi er rétt að geta þess að Morgunblaðið hefur ekki sagt annað um vanda frystihúsanna en ástæða sé til að auka hagkvæmni og bæta rekstur eins og unnt er og þá ekki sízt í því skyni að bæta hag launafólks í landinu og auka þjóðartekjur. Það getur varla talizt höfuð- synd að hvetja til aukinnar hagkvæmni í rekstri frystihúsa, jafnvel þó það kosti sameiningu á einhverjum stöðum; því eitt er víst að ekki munu núverandi ríkisstjóm og sjóðir hennar leysa vanda frystihúsanna. eftir Brynjólf Sigurðsson Viðskipti húsmæðra Flestir íslendingar hafa senni- lega einhvem tíma verið beðnir sem böm að fara til grannkonu móður sinnar til að fá lánað eitthvert smá- ræði, sem hana vanhagaði um. Sem dæmi mætti nefna nokkra sykur- mola, af því að gest bar að garði og gleymst hafði að kaupa molasyk- ur. í slíkum tilfellum fer endur- greiðsla venjulega fram í sömu vöm. Ég á einnig von á, að flestir hafí upplifað að vera sendir til grannkonunnar, þegar sykrinum var skilað, og tekið eftir, að ekki var minna í sykurkarinu, þegar því var skilað, en þegar sykurmolamir vom fengnir að láni. Þótt flestir þekki þessa litlu lífsreynslusögu, þá hygg ég að fæstir hafi tengt hana við lánsviðskipti með peninga. Fylgistþúmeð efíiahagsmálunum? Á síðustu vikum hefur mikið ver- ið rætt um breytingar á lánskjara- vísitölu og skattlagningu sparifjár. Umræðumar um breytingu á láns- kjaravísitölunni hafa einkum snúist um, hvort þáttur launa í vísitölunni skyldi vega meira, en nú er. Um- ræðumar um skattlagningu spari- fjár virðast aftur á móti einkum til komnar, vegna aukinnar tekjuþarf- ar ríkissjóðs og þeirrar skoðunar, að ekki sé eðlilegt, að peningalegar eignir og tekjur af þeim séu ekki skattlagðar. Því miður gerist það ærið oft, að fólk treystir stjómmálamönnum í blindni. Þegar fjallað er um efna- hagsmál, ber oft fyrir augu hugtök, sem almenningi em ekki töm. I stað þess að gera tilraun til að brjóta hugtökin til mergjar, og mynda sér sjálfstæða skoðun, setur fólk traust sitt á stjómmálamennina í þeirri góðu trú, að þeir skilji þetta allt saman miklu betur en það sjálft, og séu þess vegna miklu betur í stakk búnir til að ráða fram úr efna- hagsmálunum. Slík afstaða er var- hugaverð, þótt ekki nema af þeirri ástæðu, að sumir stjómmálamanna haga seglum eftir vindi þiýstihópa í von um vinsældir. Hvað er lánskjaravísitala? Við þá staðreynd, að laun hækk- uðu ekki til jafns við verðlag, komu fram háværar raddir um, að fjár- magnskostnaður væri alltof mikill, og afnema bæri lánskjaravísitöluna. Þessar raddir náðu það vel eyrum SJÓNVARPSSTÖÐVARNAR báðar sem og Ríkisútvarpið hafa mikinn viðbúnað vegna forsetakosninganna í Banda- ríkjunum í dag. Ríkissjónvarpið og Stöð 2 verða með sérstaka stjómmálamanna, að núverandi ríkisstjóm hefur það á stefnuskrá sinni að breyta lánskjaravísitölunni, þannig að laun vegi þar þyngra en hingað til. Hvað þýðir þetta á máli venjulegs fólks, sem hefur jafnvel ekki lagt sig eftir, hvað vísitala er? Hvemig getur fólk gert upp við sig, hvort rétt sé að breyta lánskjara- vísitölunni með fyrrgreindum hætti? Hvort eitthvað sé rétt eða rangt byggist í raun á siðalögmálum. Löggjafínn setur að vísu lög um fíölmörg atriði mannlegrar hegðun- ar, en yfírleitt er reynt að gæta þess, að þau brjóti ekki í bága við siðalögmál. í litlu sögunni um syk- urmolana fólst siðalögmál, sem er í því fólgið, að það beri að skila aftur því, sem fengið er að láni og ekki í minna magni. Þegar taka skal afstöðu til lánskjaravísitölunn- ar er nauðsynlegt, að fólk geri upp hug sinn, hvort það vilji hafa þá reglu í heiðri, að skila beri því, sem fengið er að láni. Ef svo er, á regl- an jafnt við, hvort sykurmolar vom fengnir að láni eða peningar. Vísitala er í raun aðeins annað orð fyrir mælikvarða. Þekktustu vísitölumar em visitala framfærslu- kostnaðar og vísitala byggingar- kostnaðar. Sú fyrri mælir verð- breytingar á almennum heimilisút- gjöldum á ákveðnu tímabili. Hafi vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 50% á ákveðnu tíma- bili t.d. ári, þá þýðir það einfald- lega, að almennur heimiliskostnað- ur, sem var kr. 1.000,- í upphafi ársins nemur kr. 1.500,- í lok þess. Með hliðstæðum hætti mælir vísi- tala byggingarkostnaðar verðbreyt- ingar, sem eiga sér stað á bygging- arkostnaði. Ef peningar em fengnir að láni í upphafí árs og þeim á að skila í lok árs, verður ekki hjá því komist að hafa einhvern mælikvarða á verðbreytingar, ef unnt á að vera að skila peningunum í sama raun- gildi. Hugsunin er því sú, að lán- veitandinn geti keypt sama magn af vömm og þjónustu fyrir pening- ana, sem hann fær endurgreidda og þá peninga, sem hann veitti að láni. Ef lánveitendur keyptu aldrei annað en almennar nauðsynjavömr, þá væri eðlilegt, að lánin væm mið- uð við vísitölu framfærslukostnað- ar. Sá sem fengi lánaðar kr. 1.000,- í upphafí árs mundi þá skila kr. 1.500,- í lok ársins miðað við for- sendumar í dæminu hér að framan. Ef vísitala byggingarkostnaðar hef- ur hækkað um 60% á einu ári, er augljóst, að lánveitandi, sem ætlaði sér að kaupa byggingarvömr, þyrfti að fá kr. 1.600,- í lok árs í endur- greiðslu fyrir hveijar kr. 1.000,- kosningavöku fram eftir nóttu og á samtengdum rásum Ríkisútvarpsins verða fréttir á klukkutíma fresti og oftar ef ástæða þykir til fram undir morgun. sem hann veitti í upphafi ársins, ef hann ætti að geta keypt sama magn af vömm og þjónustu sem mynda byggingarkostnað. Til að fá mælikvarða á verðgildi peninga var ákveðið að taka bæði mið af verðbreytingum á fram- færslukostnaði og byggingarkostn- aði, þannig að vægi framfærslu- kostnaðar væri tveir þriðju hlutar, en vægi byggingarkostnaðar væri þriðjungur. Miðað við tilbúna dæm- ið hér að framan, hefði hækkunin verið 53,3%, og lántakandinn því þurft að skila kr. 1.533,- í lok árs- ins fyrir hveijar kr. 1.000,- sem hann fékk í upphafi ársins. Þessi blanda af framfærsluvísitölunni og byggingarvísitölunni fékk nafnið lánskjaravísitala. Að sjálfsögðu get- ur verið álitamál, hve mikið vægi framfærslukostnaðurinn annars vegar og byggingarkostnaðurinn hins vegar skuli hafa í lánskjaravísi- tölunni, en mikilvægast er að gera sér grein fyrir, að lánskjaravísi- tölunni er ætlað að endurspegla verðlagsbreytingar. Aukinn þáttur launa í lánskjaravísitölunni Þær umræður, sem hafa átt sér stað á undanfömum vikum um breytingu á lánskjaravísitölunni, þannig að laun vegi þar þyngra en hingað til, fela í raun í sér fráhvarf frá þeirri meginreglu, að skila beri aftur því, sem fengið var að láni. í stað þess að verðbreytingar segi til um, hve miklu skuli skila, skal nú einnig tekið tillit til launaþróunar .e. afkomu þeirra, sem lánið tóku. litlu lífsreynslusögunni um sykur- molana jafngilti þetta, að barnið segði við grannkonuna: „Ég er að skila sykrinum. Það er að vísu minna í sykurkarinu núna, en var í því, þegar við fengum sykurinn lánaðan, en það verður að duga, af því að hann pabbi hefur fiskað svo illa að undanförnu." Ég er sann- færður um, að aldrei hefur hvarflað að nokkurri húsmóður, að tekjur heimilisins ættu að hafa áhrif á, hvort skilað yrði í sama magni því, sem fengið var að láni. Þeir sem eru þeirrar skoðunar, að tekjur lántakendanna eigi að hafa áhrif á, hve mikinn hluta láns- ins skuli endurgreiða, eru eflaust hlynntir áformum ríkisstjómarinn- ar að breyta lánskjaravísitölunni í þá veru. Þó er ég ekki grunlaus um, að á hina sömu færu að renna tvær grímur, þegar þeir gera sér grein fyrir, að á komandi tímum geta laun hækkað meira en verð- lag. Núverandi vilji stjómvalda að létta undir með skuldurum, snerist Kosningasjónvarp Ríkissjón- varpsins hefst klukkan 23.15 í kvöld. Sjónvarpið verður í beinu gervihnattarsambandi við CBS- sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum en hin erlenda fréttadeild Ríkis- sjónvarpsins mun hafa umsjón með dagskránni. Fylgst verður með talningu atkvæða og niður- stöður reifaðar. Rætt verður við Brynjólfúr Sigurðsson „Þær umræður, sem hafa átt sér stað á und- anförnum vikum um breytingu á lánskjara- vísitölunni, þannig' að laun vegi þar þyngra en hingað til, fela í raun í sér fráhvarf frá þeirri meginreglu, að skila beri aftur því, sem fengið var að láni. I stað þess að verðbreyt- ingar segi til um, hve miklu skuli skila, skal nú einnig tekið tillit til launaþróunar þ.e. af- komu þeirra, sem lánið tóku.“ þá upp í andhverfu sína, að skulda- byrðin yrði þyngri jn væru lánin tengd lánskjaravísitölunni óbreyttri. Þeir sem aftur á móti vilja halda í heiðri þá reglu að end- urgreiða beri það sem fengið var að láni ættu að standa vörð um lánskjaravísitöluna sem mæli- kvarða á verðgildi peninga. Leiðin til þess er að láta stjómmálamenn heyra vilja sinn. Skattlagning vaxta Eitt af áformum ríkisstjórnarinn- ar er að skattleggja fíármagn. Per- sónuskattar em að jafnaði miðaðir við eignir fólks, að frádregnum skuldum, og tekjur. Að því hefur verið látið liggja, að peningalegar eignir undir ákveðinni upphæð, og þá væntanlega tekjur af þeim, skuli ekki skattlagðar. Ut af fyrir sig er ekki óeðlilegt, að eignir og tekjur séu skattlagðar óháð formi eign- anna eða teknanna. Hafa ber þó í huga, að skattlagning er tæki stjórnvalda til að hafa áhrif á hegð- un fólks. Engin eða væg skattlagn- ing sparifíár, miðað við skattlagn- ingu annarra eigna og tekna, ýtir undir aukinn sparnað. Við skattlagningu peningalegra eigna og tekna af þeim þarf að íslendinga sem em sérfróðir um Bandaríkin og bandarísk stjóm- mál. Dagskrárlok em óákveðin. Kosningavaka Stöðvar 2 hefst um klukkan 23 í kvöld. Fjallað verður um ýmsar hliðar baráttunn- ar og frambjóðenduma. Blaða- menn, stjómmálamenn og stjóm- málafræðingar munu ræða um kosningamar. Fréttir af talningu Útvarp, sjónvarp og Stöð 2; Fylgst með kosning- unum fram eftir nóttu Beint gervihnattarsamband við CBS-sjónvarpsstöðina minnsta kosti tvennt að vera ljóst, þ.e. hver er eignin á ákveðnum tímapunkti t.d. um áramót og hveij- ar vom tekjurnar á ákveðnu tíma- bili, viðmiðunarári skattlagningar- innar. Það ætti að vera til þess að gera auðvelt fyrir einstaklinga að fínna út, hver peningaleg eign er í lok hvers árs. Bankar hafa t.d. fyr- ir sið að senda yfirlit yfir stöðu reikninga í lok árs. í mörgum tilfell- um getur hins vegar verið örðugt að fínna út, hveijir eiginlegir vextir vom á ákveðnu tímabili, ekki síst þegar haft er í huga, að fíöldi fólks virðist ekki gera greinarmun á nafnvöxtum og raunvöxtum. Um- ræður málsmetandi manna í fjöl- miðlum um allt að 70% vexti bera þess glöggt vitni. Lítum á örlítið dæmi til skýringar. Hugsum okkur, að þú lesandi góður hafír þörf fyrir fjármagn að upphæð 200 þúsund krónur. Tveir vinir þínir, Jón og Guðmundur, bjóð- ast til að lána þér fjárhæðina, 100 þúsund krónur hvor, til 5 ára. Hugs- um okkur jafnframt að 50% verð- bólga sé ríkjandi. Jón segist ekki vilja taka neina vexti, en hann fer fram á, að þú skilir honum pening- unum að 5 ámm liðnum jafn mikl- um að verðmæti og 100 þúsund krónurnar em í dag. Guðmundur fer hins vegar fram á 50% vexti og að vextimir séu greiddir í lok hvers árs. í augum margra væri Jón álitinn öðlingur og afar sann- gjam í viðskiptum, en að vextir Guðmundar væm óhóflegir. Að ári liðnu frá lántökunni hittist þið vin- imir. Þið Jón reiknið út, hve mikið þú skuldar honum og í ljós kemur, eins og vænta mátti, að nú þarf 150 þúsund krónur til að fá sömu verðmæti og fengust fyrir 100 þús- und krónur ári síðar. Skuldin er því 150 þúsund krónur. í samræmi við samkomulagið við Guðmund greiðir þú honum vextina, 50 þúsund krón- ur. Spumingin er nú sú, hvað varst þú að borga? Á kvittuninni stendur vextir. En ef það vom vextir, hvem- ig stendur þá á því, að þú skuldar Jóni, sem tók enga vexti, 150 þús- und krónur, en Guðmundi aðeins 100 þúsund krónur. Ástæðan er einfaldlega sú, að í rauninni var greiðslan afborgun af láni Guð- mundar en ekki vextir. Það hljóta allir að sjá, að afar ósanngjamt væri að skattleggja 50 þúsund krónumar sem tekjur hjá Guðmundi, þar sem í raun er aðeins um endurgreiðslu hluta lánsins að ræða. Vaxtatekjur sem skattstofn gætu því aðeins verið vextir um- fram verðbólgustig þ.e. raunvextir. I mörgum innlánsformum bank- anna er ekki gerður greinarmunur á verðbótaþætti og raunvöxtum. Ég gæti ímyndað mér, að það vefð- ist fyrir mörgum manninum að greina þar á milli, þegar telja skal vexti fram til skatts. Verði láns- kjaravísitölunni breytt, þannig að hún hætti að mæla verðgildi pen- inga, eða verði hún afnumin, við hvað á þá að miða til að finna skatt- skylda raunvexti? Höfúndur er prófessor í rekstrar- hagfræði og markaðsm&lum við Viðskipta- og hagfræðideiid Há- skóla Islands. atkvæða verða birtar um leið og þær berast en þegar línur eru teknar að skýrast um klukkan 1.30 tekur fréttamaður Stöðvar 2 í Bandaríkjunum við og verður hann í beinu sambandi í gegnum gervihnött. Áætlað er að útsend- ingu ljúki um klukkan 2.30. í nótt. Fréttamaður Ríkisútvarpsins í Bandaríkjunum verður með nýj- ustu fréttir á klukkutíma fresti og oftar ef ástæða þykir til fram undir morgun. Vonast er til þess að unnt verði að greina frá úrslit- um kosninganna í fréttatíma klukkan 8 í fyrramálið en klukkan 18 á fimmtudag verða úrslitin tek- in til umfjöllunar í sérstökum fréttaþætti. Menningarstofnun Banda- ríkjanna við Neshaga verður með opið hús klukkan 8 í fyrramálið og mun almenningi þar gefast kostur á að kynna sér úrslit kosn- inganna. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KRISTÓFER MÁ KRISTINSSON Aðsetur Evrópudómstólsins í Lúxemborg. Evrópudómstóllinn í Lúxemborg: Reuter Niðurstöður hans eru endanlegar og ofar lögum aðildarríkjanna Ein af mikilvægustu stofíiunum Evrópubandalagsins er Evrópu- dómstóllinn sem hefúr aðsetur í Lúxemborg. Hlutverk hans er m.a. að dæma um það hvernig aðrar stofnanir bandalagsins og aðildarríki þess halda þá sáttmála sem þau hafa gert með sér. Dómstóllinn hefúr þannig frá upphafí haldið utan um bandalag- ið, rekið á eftir dratthölum og komið skikk á uppreisnarseggi í röðum aðildarríkjanna. Niðurstöður dómstólsins eru endanlegar, þeim verður ekki áfrýjað. Evrópudómstóllinn var settur á fót árið 1953 og þá í tengslum við Kola- og stálbanda- lagið. Við stofnun Efnahags- bandalagsins og Kjamorkubanda- lagsins með Rómarsáttmálanum árið 1957 jukust mjög verkefni dómstólsins og að sama skapi áhrif. Dómarar við Evrópudóm- stólinn eru 13, þeir eru valdir til sex ára í senn þannig að þriðja hvert ár eru ýmist skipaðir sex eða sjö dómarar. Það er ráðherra- nefnd sem kýs dómarana sam- kvæmt tilnefningu frá hveiju að- ildarríki en það er ekki skilyrði. Þrettándi dómarinn hefur alltaf verið frá einhveiju af stóru aðild- arríkjunum, um þessar mundir eru tveir spænskir dómarar við dóm- stólinn. Embættisgengi er bundið því skilyrði að annað hvort hafí þeir sem tilnefndir eru réttindi til að gegna embættum á æðstu dóm- stigum eða séu alkunnir fyrir þekkingu sína á réttarfarslegum efnum. Þessar reglur hafa leitt til þess að í dómnum hafa átt sæti menn sem gegnt hafa margv- íslegum öðrum störfum öðrum en innan dómskerfa aðildarríkjanna. Jafnframt dómurum starfa sex aðallögmenn (advocate general) við dómstólinn sem valdir eru á sama hátt. Heimilt er að endur- kjósa alla þessa embættismenn. Aðallögmenn hafa yfirleitt verið frá stærstu aðildarríkjunum en seinni ár hefur orðið breyting þar á og nú eru tveir aðallögmann- anna frá smærri aðildarríkjum. Dómaramir lqósa úr röðum sínum forseta dómstólsins sem stjómar störfum hans. Fyrir skömmu var Daninn Ole Due kos- inn forseti dómstólsins en þá tóku sjö dómarar við embætti. Forseti dómsins er kosinn til þriggja ára í senn. Dómarar og aðallögmenn við Evrópudómstólinn njóta frið- helgi og skatt- og tollfríðinda. Á gmndvelli sáttmála Evrópu- bandalagsins úrskurðar dómstóll- inn í deilu- eða vafamálum á milli aðildarríkjanna, ágreiningsmálum á milli bandalagsins sjálfs og ein- hvers aðildarríkis og deilum á milli stofnana bandalagsins. Jafn- framt fjallar dómurinn um ágrein- ing á milli einstaklinga eða fyrir- tækja annars vegar og bandalags- ins hins vegar. Hægt er að vísa samningum sem bandalagið gerir við ríki utan þess til dómsins og sömuleiðis geta dómstólar í aðild- arríkjunum vísað málum til Evr- ópudómstólsins ef skýra þarf at- riði í lögum bandalagsins og gild- ir þá úrskurður dómsins um það efni. Þetta hlutverk dómstólsins er talið skipta miklu máli vegna þess að með því megi tryggja að samræmi verði í túlkun laga bandalagsins fyrir dómstólum í aðildarríkjunum. Flest mál sem koma fyrir Evr- ópudómstólinn fjalla um minni- háttar ágreining á milli stofnana bandalagsins og starfsmanna þeirra, s.s. ráðningarsamninga, launakjör og eftirlaunarétt. Frá upphafí hafa verið lagðar fram rúmlega tvö þúsund kærur af þessu tagi. Þetta málavafstur hef- ur tekið mikinn tíma og kostar umtalsverða peninga en að meðal- tali tekur það dóminn eitt og hálft ár að komast að niðurstöðu frá því að kæra er lögð fram. Til að létta þessu hlutverki af Evrópu- dómstólnum var sett ákvæði í evrópsku einingarlögin sem heim- ilar að settur verði upp undirrétt- ur við dómstólinn. Hlutverk hans yrði að fíalla um smærri ágrein- ingsefni. Reiknað er með því að undirréttinum verði komið á fót á næsta ári. Sérhver sem mál varðar getur lagt fram kæru fyrir dómstólinn, einstaklingar, fyrirtæki, ríkis- stjómir aðildarríkjanna og stofn- anir að ógleymdri framkvæmda- stjóm bandalagsins sem hefur verið aðili að langflestum málum sem tekin hafa verið fyrir. Mál- flutningur skiptist í tvö stig, í fyrsta lagi er skriflegur málflutn- ingur og í öðm lagi munnlegur málflutningur. Þegar málflutningi er lokið skilar einn aðallögmann- anna, sem til þess er skipaður, rökstuddu áliti um málið og mæl- ir á hlutlægum forsendum með niðurstöðu. Niðurstaða dómsins er venjulega í samræmi við niður- stöðu aðallögmanns en þó ekki alltaf. Skemmst er að minnast úr- skurðar dómstólsins um heimild Evrópuþingsins til að reisa þing- sal í Brussel. Aðallögmaðurinn sem fjallaði um málið taldi einsýnt samkvæmt sáttmálum bandalags- ins áð þingið hefði ekki heimild til að ákveða framkvæmdir af þessu tagi, dómaramir voru á öndverðum meiði og Frakkar sem lagt höfðu fram kæruna töpuðu málinu. Það hefur vakið athygli að dómurinn hefur iðulega í gegnum árin túlkað sáttmálana Evrópu- þinginu í vil og þannig stuðlað að auknum völdum og áhrifum þingsins. í dómnum sitja oftast lögfræðingar frá aðildarríkjunum og þeir em að öllu jöfnu ekki tals- menn róttækra breytinga. Niður- stöður dómsins byggja á meiri- hluta í atkvæðagreiðslu fullskip- aðs dóms en dómurinn telst full- skipaður ef sjö dómarar taka þátt í atkvæðagreiðslu. Ef útkoma at- kvæðagreiðslu er jöfn er atkvæði þess dómara, sem minnstan starfsaldur hefur, fellt niður. í árslok 1986 hafði dómstóllinn fengið 5.499 mál til umfjöllunar, af þeim hafði hann afgreitt 3.034 en til meðferðar vom 626, öðram málum hafði verið vísað frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.