Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 19 Fuglahandbók Þor- steins Einarssonar ________Bækur_______________ Steindór Steindórsson frá Hlöðum Vorið nálgast. Farfuglarnir koma, heimafuglarnir búa sig til hreiðurgerðar, og loftið fyllist lífí og söng. En mannfólkið vill gjama vita deili á þessum fuglum, sem það er í sambýli við, en þeir eru marg- ir, sem þekkja aðeins mjög fáa fugla, og handhæga fuglaskoðunar- bók hefur vantað, þótt nokkrar ágætar bækur séu til um íslenska fugla. Bók sú sem hér um ræðir er því hinn mesti happafengur öllum þeim sem vilja sjá og skoða náttúru landsins, hvort heldur er til lands eða sjávar og jafnvel ekki síst gesti, sem slæðast heim undir hús- vegginn. Höfundurinn, Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, er vafa- laust einn hinn fuglafróðasti af nútíma íslendingum og hann hefur fremur öðru lært sína fuglafræði af því að skoða fuglana í náttúr- unni allt frá unga aldri og veit því manna best hver einkenni eru best til þess fallin að nafngreina fuglana úti í náttúrunni, hvort heldur þeir eru á flugi, sundi, vappa eða sitja á grein eða þúfu. I bókinni er lýst öllum íslenskum varpfuglum, far- og vetrargestum auk allmargra sjaldgæfra gesta, eða 110 tegundum alls. Lýsingarnar Þorsteinn Einarsson eru að vísu stuttar en gagnorðar og skýrar, auk þess er skýrt frá haglendi og meginstöðvum hverrar tegundar, hreiðri, hljóðum og hátt- emi ýmsu, er kenna má fuglinn á. Litmyndir em af öllum tegundum, en auk aðalmyndarinnar fjöldi smá- mynda af ýmsum stellingum, ein- stökum líkamshlutum o.fl. sem auð- kenna fuglinn. Allt virðist það svo skýrt sem best má verða og geta komið hverjum heilskyggnum manni að gagni. En vitanlega er sama að segja um þessa bók sem aðrar slíkar, að fyrst verður fylli- lega dæmt um kosti hennar og galla þegar á hólminn er komið, þ.e. út í náttúmna. Flokkun fuglana er handhæg t.d. allir sjófuglar í einum flokki, og hefði ef til vill mátt ganga lengra í þá átt að flokka fuglana eftir aðalheimkynnum þeirra, þótt þeir séu síður en svo staðbundnir. Ágætar nafnaskrár em í bókinni m.a. á 9 tungumálum auk íslensku og latínu. Sitthvað fleira mætti nefna. En í stuttu máli sagt er þetta falleg bók, fróð- leg og handhæg, og hvers er hægt að krefjast meira. En ef til vill er mesti kostur hennar sá að hún vek- ur menn og laðar til að fara út í náttúmna og skoða eitt af mörgum undmm hennar, sem fuglalífið vissulega er. r- Askriftarsíminn er 83033 10% KYNNINGAR ^S, byggingavöruversujn ■■ AFSLATTUR » SAMBANDSINS KRÓKHÁLSI 7 SÍMI 8 20 33 EDMAR stígvélin sem eru sérstaklega búin til fyrir hvers konar matvælaframleiðslu til lands og sjávar Stamur sóli í fitu og olíum. Stígvélin eru einnig olíu- og feitisþolin. Vel breið á fótinn og víð yfir ökla til að komast í þau. Gott, þykkt fóður. Heildsöluverð: Stærðir: 37-39 kr. 690,- án söluskatts. 40-46 kr. 770,-án söluskatts. HEILDVERSLUN JÓNS BERGSSONAR HF, Langholtsvegi 82, Reykjavík, sími 36579.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.