Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 13 Þjóðleikhúsið í A-Berlín: Tvær sýningar fyrir fullu húsi Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Sýningu Þjóðleikhússins á Hvar er hamarinn? eftir Njörð P. Njarðvík var boðið í leikferð tH Austur-Berlínar í október á ieiklist- ar- og tónlistarhátíðina Berliner Festtage. Sýnt var tvisvar sinnum fyrir fullu húsi í Maxim Gorki leik- húsinu og var sýningunni mjög vel tekið. Gestgjafamir höfðu útbúið leikskrá á þýsku, þar -sem rakinn var sagnfræðilegur og goðsöguleg- ur bakgrunnur Eddukvæðanna og §allað var um Þrymskviðu, sem sýningin byggist á, svo að leikhús- gestir höfðu nokkuð góða hugmynd um hvað fram fór á sviðinu, þótt þeir skildu ekki íslensku. Sviðsetn- ing, lýsing, sviðsumgjörð og tónlist virtust koma áhorfendum skemmti- lega á óvart. Leikstjórinn Brynja Benediktsdóttir er Berlínarbúum að góðu kunn fyrir sviðsetningu sína á Inúk-manninum, en sú sýn- ing gisti Berlín fyrir tíu árum á Berliner Festtage. Síðan hafa borist nokkur boð frá stjómendum hátíð- arinnar um að sýning í hennar leik- stjóm komi á hátíðina, og fyrst nú var hægt að þiggja boðið. Boð gest- gjafanna, Þýska alþýðulýðveldisins, var rausnarlegt því allur kostnaður við ferðina var greiddur af Þjóðveij- um allt frá því að lagt var af stað úr hlaði Þjóðleikhússins og þar til heim var komið. Þrettán starfs- menn Þjóðleikhússins fóm þessa ferð, en það vom leikstjórinn, Brynja Benediktsdóttir, ljósa- hönnuðurinn Björn Bergsteinn Guðmundsson, leikaramir Erling- ur Gíslason (Þrymur), Lilja Þóris- dóttir (Freyja), Randver Þorláks- son (Loki) og Órn Árnason (Þór) og hjóðfæraleikaramir sem bæði léku Þrymi og jötna, þáu Ólafur Öm Thoroddsen, Valgeir Skag- fjörð, Herdís Jónsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Vigdís Klara Aradóttir og Eyþór Amalds. Hér fara á eftir nokkrar til- vitnanir í umsagnir þýskra dag- blaða um sýninguna. Tribiine, 19.10. ’88: ___ Þmmuguðinn Þór (Öm Ámason) vaknar af vetrarsveöii og uppgötvar, að hamarinn er týndur. Hvað á að gera? Vorið er að koma, hann þarf að nota hamarinn til að búa til þmmur, eldingar og steypi- regn. Þrymur jötunn (Erlingur Gíslason) hefur stolið honum. En hamarinn verður að endurheimta! Þessi einfalda saga er flutt með tónlist, söngvum, leikbrögðum og sirkusnúmemm. Leikstjórinn, Brynja Benediktsdóttir, notar grót- esk trúðbrögð og ýkjur, sem hún setur fram á kraftmikinn og losta- fullan hátt. Svið og búningar em í skæmm litum, leikstillinn er sam- svarandi; stórgerður, með tilheyr- andi ærslum en á sama tíma mótað- ur á mjög famgmannlegan og heill- andi hátt... Berliner Zeitung, 19.10. ’88: ... Fyrir þennan gleðileik um ásahetjumar þarf einungis fáeina trékassa, hengi, rúm og nokkra hljóðfæraleikara, sem flytja þjóð- lega tónlist (músík eftir Hjálmar H. Ragnarsson) með miklum húmor og gætu verið stokknir beint úr Prúðuleikumnum. Já, sannarlega — andskotinn hafi það — djarfur leikur með ása- heiminn! Það virðist útilokað að við, hér á landi, þyrðum að fjalla um Niflungana á þennan hátt. Sem er okkur ekki endilega til málsbóta_ Neues Deutschland, 20.10. ’88: ... Þetta er leikhús í upprana sínum, látbragðsleikur, fluttur af mikilli kæti og leikgleði. Leikbúnað- urinn er eins einfaldur og hugsast getur. Þór (Örn Amarson) leikur með boxhanska, Loki (Randver Þorláksson) er með sundfit og gler- augu, Freyja (Lilja Þórisdóttir) hef- ur glæsileg læri og Þrymur (Erling- ur Gíslason) er tvíhöfða. Nokkrir tónlistarmenn, stundum í gervi ása, stundum í gervi úfinna jötna og skuggalegri-kátri mann- gerð, leika þjóðleg lög eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Fjör fyrir alla, líka fyrir böm, og var vel fagnað af Berlínarbúum. Maxim Gorki leikhúsið í A-Berlín. ' Suzuki Swift ’88 á 365þúsund Verðsviptingarnar á bílamarkaðnum halda áfram og nú seljum við síðustu Suzuki Swíft bílana af árgerð 1988 á verði, sem vart á sér hliðstæðu. ■ Suzuki Swift GA kr. 365.000,-, áður kr. 423.000,-. ■ Suzuki Swift GTI Twin Cam 16 kr. 595.000,-, áður kr. 709.000,-. Einstakt tækifæri til að eignast hinn sívinsæla Suzuki Swift á frábæru verði. Opið frá kl. 10:00-17:00. Verð miðost við gengi 1. 11. 1983. $ SUZUKI ' SVEINN EGILSSON HF. FRAMTlÐ VIÐ SKEIFUNA SlMAR: 685100, 689622 Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.