Morgunblaðið - 08.11.1988, Síða 47

Morgunblaðið - 08.11.1988, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 6 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Um óskáld og óljóð Til Velvakanda. Nýlega er upp komin allhvöss rit- deila, vegna útkomu bókar, með því virðulega nafni Ljóðaárbók 1988. Ábyrgur fýrir þessari deilu er Guðmundur Guðmundsson, framkv.stj. í Reykjavík, þar sem hann í grein í Morgunblaðinu 5. okt. sl. og aftur 26. okt. gerir sér lítið fyrir og leggur kippu menningarvita þvert yfir kné sér, og veitir þeim duglega, og að mér finnst, margverð- skuldaða hýðingu, vegna skemmdar- verka, unnum á einum merkasta þætti íslenskra bókmenntahefða — ljóðagerðinni. Nánar þar um síðar. Bók þessi inniheldur, að kalla alfarið, orða- graut, sem höfundum og safnendum þóknast að kalla ljóð, eins og heiti bókar vottar. Sá skilningur, sem ég og aðrir ljóð- aunnendur leggja í það orð, fellur engan veginn að þeirri gerð ritmáls sem þarna er á ferð. Ljóð er listform máls, sem lýtur ströngum og margslungnum reglum ríms og stuðla. Þessar reglur hafa þróast um aldir í meðförum snillinga orðsins, sem höfðu vit og listræna getu til að yrkja sig inn í þjóðarsál- ina. Kvæði þeirra voru lesin, lærð og sungin og höfundamir hlutu sæmdarheitið þjóðskáld. Sú var tíðin, að örbirgð þessarar þjóðar var slík, að ekki voru nokkur efni til að iðka neina þá grein lista, sem kostaði gjald. Þess vegna var myndlist hvers konar varla eða ekki stunduð. Þá var gripið til þess efni- viðar sem ekkert kostaði og var öllum tiltækur. Tungan — íslenskan, varð tæki og leið þjóðarinnar til að full- nægja þrá sinni til listsköpunar. Það urðu til ljóð — tungan fékk hrynjandi, og í tímans rás náði hið stuðlaða mál slíkri fágun- og full- komnun, að vafasamt er að þar verði lengra komist. En hvernig í ósköpunum gátu þá slík ótíðindi gerst, að þessi dásam- lega list væri á skömmum tíma — nokkrum tugum ára — troðin jafn- rækilega niður í svaðið og raun ber vitni? Sjálfsagt liggja til þess ýmsar or- sakir, og mun þó tvennt vega þyngst. Hið fyrra: Umferðarmerkin í bók- menntaheimi okkar hafa leitt þjóðina á villigötur. Þau hafa brenglað og skemmst ljóðsmekk og málvitund fólksins, hinna ungu sérstaklega, með ógeðugu dekri við lágkúruna. Að kalla öllu er hælt, hversu óbeys- inn sem skáldskapurinn er. Að vísu hafa sést stöku kver með skiljanleg- um texta, frá hendi manna, sem „yrkja“ órímað, en það þarf ekki alla fingur annarrar handar til að telja þá á, og eftir stendur sú staðreynd, að skáldskapurinn er „prósi“ en ekki ljóð. Reyndar má segja að þessi skemmdarstarfsemi nái víðar en bara til ljóðlistarinnar, hún nær til flest allra listgreina. Hver kannast ekki við „málverkin", sem enginn veit hvernig eiga að snúa, og hver kann- ast ekki við ruslahrúgurnar, sem kallaðar eru „skúlptúrar" og hver hefur ekki gripið fyrir eyrun í hryll- ingi yfir sumri þeirri nútímatónlist, sem yfír mann er hellt. Það er hógvær og fróm ósk mín til umferðarmerkjanna (menningar- vitanna) að þau hætti að spana óskáldin til yrkinga, svo þeirri áþján megi linna, að verið sé að ota þessum leiðindum að manni úr öllum áttum. í öðru lagi tel ég hlut grunnskól- anna að þessu menningarslysi stór- an. Þó skáldajöframir gömlu séu gengnir fyrir stapann, þá eru þeir samt enn á meðal okkar í ljóðum sínum. Ég hefí fýrir satt að lítt sé um ljóðalærdóm eða ljóðaskýringar hirt í þessum skólum. Ég beini þeirri áskorun til ljóð- elskra kennara (vonandi er eitthvað til af þeim), að þeir opni ungdóminum dyr að djásnum þjóðsljáldanna, hjálpi honum til skilnings á þessum fágaða og dýrmæta arfi okkar, kenni honum að greina gullið frá soranum og vari við skemmandi blekkingu gervi- mennskunnar. Sé tillit tekið til þessara óska og áskorana minna, mun áður en langir tímar líða fara að sjást batamerki. Óskáldin fara þá að yrkja bara fyrir sjálf sig, — láta sér duga þykjustu- leikinn í bókmenntasandkassanum. Kannski færu þau smátt og smátt að skilja, að þetta var bara ósk- hyggja, sem varð sér til skammar. Að lokum tvær gamlar vísur eftir húnvetnska skáldkonu, Ingibjörgu Sigfúsdóttur, frá Forsæiudal, þær falla vel að þessum hugleiðingum. Aður taldi íslensk þjóð óðsnilldina gæði. Samin voru og lesin ljóð lærð og sungin kvæði. Nú má kaupa þessi þjóð þrykkt og gyllt í sniðum í gerviskinni, gerviljóð af gerviljóðasmiðum. Sigurður Þorbjamarson Ofyrirgefan- legur trassaskapur Til VelvaJkanda. Við sáum tilfinnanlega ljóta sjón í haust þegar við keyrðum fram hjá einu eyðibýli landsins. Lamb sem gat enga björg sér veitt, bókstaflega vafið í gaddavír og beið aðeins dauða síns. Loks gátum við á löngum tíma skorið ullina úr vímum með vasahníf. Þá stóð þessi vesalingur upp með erfiðismunum og eymdarjarmi og haltraði af stað með svöðusár innan á bógnum og ullina blóðuga hér og þar. Ég hef séð víðar en þama að sett- ar eru upp nýjar girðingar en gamli vírinn liggur með jörðu kolryðgaður. Þetta er ófyrirgefanlegur trassa- skapur, hættulegt bæði mönnum og skepnum. Undarlegt hugsunarleysi sem ekki ætti að eiga sér stað. H.G. 23. nóv. ~\ Aftur til Trier.... 4ra daga ferð á fínu verði hjá Faranda Trier er heillandi borg sem býður allt það sem íslenskur ferðalangur leitar eftir. Trier er í Móseldalnum þeim eina sanna. Nú getur þú heimsótt Trier, farið að versla, og skoðað gamlar minjar, snætt á góðu veitinga- húsi, slakað á, bitte... danke... Trier er þýsk og sjálfri sér lík. Ferðatilhögun: Flogið er til Lux frá Keflavík þaðan er síðan klukkustundar akstur í rútu tii Trier, gist er á fyrsta flokks hóteli. Verð frá kr. 22.200,- lnnifalið í verði flug, gisting og morgunverður. Fá sæti laus Pantaðu strax Ifaiandi Vesturgötu 5, sími 622420 MERKIÐ SEGIR ALLT UM GÆÐIN campos SKÆÐI LAUGAVEGI - SKÆÐI KRINGLAN - SKÓVERSLUN KÓPAVOGS SKÓBÚÐ SELFOSS - KAUPSTAÐUR MJÓDD - SKÓBÚÐIN KEFLAVÍK VERSLUNIN NÍNA AKRANESI - SKÓBÚÐ SAUÐÁRKRÓKS FÍNAR LÍNUR AKUREYRI - SKÓHÖLLIN HAFNARFIRÐI indala Þekking Reynsla Þjónusta loftræstiviftur FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.