Morgunblaðið - 08.11.1988, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.11.1988, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 21 70% þingmanna kölluðu inn varamenn: 105 þingmenn 1987-1988 Fjórðungur þingheims varamenn þegar þeir voru flestir Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings, hefur unnið samantekt um Qarvistir þing- manna og innköllun varaþing- manna á síðasta þingi. Þar segir srmrsm-'- y I y... „Blómgun“ eftir Siguijón Ólafs- son „Blómgnn“ við Menntaskól- ann við Sund Listaverkið „Blómgun“ eftir Sigurjón Ólafsson var afhjúpað á lóð Menntaskólans við Sund föstu- daginn 4. nóvember. Verkinu var valinn staður framan við aðalinn- gang skólans gegnt gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs. Frummynd „Blómgunar" var unn- in í tré, og lauk listamaðurinn við hana árið 1978. Menntaskólinn við Sund sótti vorið 1987 um framlag til þessa verkefnis til Listskreytingasjóðs ríkisins og hlaut umsóknin jákvæðar undirtekt- ir. Að loknum samningum við Birg- ittu Spur, ekkju Siguijóns Ólafsson- ar, um réttinn til að stækka og en.dur- gera verkið, var leitað til Erlings Jónssonar, myndhöggvara, um að gera gifsafsteypu af verkinu í tvö- faldri stærð. Fyrirtækið Kristiania Kunst- og Metalstöberi a/s í Osló sá síðan um að steypa verkið í brons. í frétt frá Menntaskólanum við Sund segir að fljótlega eftir að um- ræða hafí hafist innan skólans um að fegra umhverfi skólahússins með því að setja þar upp listaverk, hafi hún hneigst í_þá átt að velja verk eftir Siguijón Ólafsson. Þar hafi fyrst og fremst komið til vissan um að Siguijón sé einn alfremsti listamaður sem þjóðin hafi átt, en einnig að með því að velja verk eftir hann væri lagður fram dálítill skerfur til þess að Listasafn Siguijóns Ólafs- sonar gæti orðið að veruleika. Einnig hafi verið höfð í huga sú staðreynd að starfsvettvangur beggja aðila, listamannsins og skólans hafi verið og sé „með Sundum". Morgunblaðið biðst afsökunar á mistökum (frétt á bls. 2 í sunnudags- blaðinu, sem mynd af þessu lista- verki birtist með. TOPP LYKLASETT m.a. að 44 þingmenn, eða 70% þingmanna, hafi kallað inn vara- menn, tímabundið, vegna ýmiss konar fjarvista. Auk 63 aðalmanna sátu 42 vara- menn á síðasta þingi. Samtals sátu því 105 þingmenn á 110. löggjafar- þingi Islendinga. Flestir urðu varaþingmenn 16 talsins, sem var Qórðungur þingheims. Þetta er mun hærra hlutfall varamanna en gengur og gerist á þingum Norðurlanda. Framangreindar tölur um fjölda varaþingmanna á síðasta þingi standa til þess að 5,6 varaþingmenn hafi að meðaltali setið á Alþingi hvem starfsdag þess. Forföll þingmanna voru einkum af þrennum toga: 60% vegna opin- berra erinda erlendis, 30% vegna veikinda, 10% af öðrum ástæðum. Flestir urðu varamenn um miðjan marzmánuð sl., 16 talsins, eða fjórð- ungur þingheims. Seta varaþing- manna dreifðist eðlilega milli þing- flokka, miðað við stærð þeirra. Þingmenn þéttbýlis tóku sér ívið oftar varamenn en stijálbýlisþing- menn, en þeir em 46% þingheims en með 52% af innkölluðum vara- mönnum. Ráðherrar kölluðu oftar til varaþingmenn en aðrir. Þeir voru 17% þingmanna en 29% varamanna komu inn fyrir þá. Steingrímur Her- mannsson, sem lengst gekk í þessu efni, kallaði fjórum sinnum inn vara- mann. Raunar kölluðu allir ráðherr- amir inn varamenn nema Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra. Á kjörtímabilinu 1983-87 vóru aðeins fjórir þingmenn, sem aldrei tóku inn varamenn: Egill Jónsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Stefán Guð- mundsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Á síðasta þingi 1987-88 sátu að- eins 19 þingmenn allt þingið: Tveir þingmenn Alþýðuflokks, fjórir þing- menn Framsóknarflokks, sex þing- menn Sjálfstæðisflokks, tveir þing- menn Álþýðubandalags, þrír þing- menn Borgaraflokks og tveir þing- menn Samtaka um kvennalista. í flestum tilfellum tók fyrsti vara- maður sæti aðalmanns. í einu tilfelli annar varamaður. í tveimur þriðji varamaður. Ef síðari varamaður kemur til þings þarf fyrri varamaður að hafa lögleg forföll. I samantekt þingforseta kemur fram að þigmenn á öðrum Norður- landaþingum hafa mun færri fjar- vistir en hér tíðkast. Þannig mættu 15 varamenn í danska þinginu, sem er fjölmennara en það íslenzka, á sama tíma og 42 mættu til leiks á Alþingi. I samantekt þingforseta segir og að gróf (og umdeilanleg) talning sýni að erfitt sé að flokka allt að helming fjarvista sem „nauðsynlegar“. Keflavík: Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Milljónaljón varð er eldur kom upp á matvörulager í einni af verslunum Kaupfélags Kefiavíkur á sunnudag. Milljónaljón í eldsvoða Keflavík. MILLJÓNATJÓN varð í eldsvoða í einni af verslunum Kaupfélags Treglá loðnunni LOÐNUVEIÐI er treg um þessar mundir. Lítið finnst af loðnunni og það litla sem finnst er dreift og illveiðan- legt. Alls hafa 75.500 tonn veiðzt á vertíðinni. Á laugardag fór Kap II VE með 350 tonn til Bolungarvík- ur, Bergur VE 510 til Reykjavíkur og Skarðsvík SH 550 til Sigluijarðar. Á sunnudag fór Háberg GK með 600 til Grindavíkur, Víkurberg GK 500 til Bolung- arvíkur, Hilmir II SU 150 til Reykjavíkur og Harpa RE 560 suður, löndunarstaður var óá- kveðinn. Síðdegis í gær höfðu fjögur skip tilkynnt um afla: Om KE fór með 400 til Krossaness, Gullberg VE 350, Albert GK 650 og Höfmngur AK 750 og var löndunarstaður þeirra allra óákveðinn. Suðurnesja að morgni sunnu- dags. Slökkvliðið fékk tilkynn- ingu um eldinn rétt fyrir kl. 6 og þegar að var komið var tals- vert mikill eldur bakatil og húsið fiillt af reyk. Greiðlega gekk að slökkva megineldinn en húsið, sem var byggt um 1940, var ein- angrað með torfi og urðu slökkviliðsmenn að rjúfa þekjuna á mörgum stöðum til að slökkva í glóð sem komst í einangrunina. Brunavakt var höfð við húsið fram eftir degi á sunnudaginn. Verslunin var við Hafnargötu 30 og var þar matvöm- og fataversl- un. Eldurinn er talinn hafa komið upp í lager matvömverslunarinnar og þar urðu miklar skemmdir. Guð- jón Stefánsson kaupfélagsstjóri sagðist ekki geta gert sér grein fyrir hversu mikið tjónið væri en það væri samt upp á margar millj- ónir. Allar matvömr væm ónýtar en sér sýndist tjónið í fataverslun- inni ekki eins mikið. Starfsmenn vom sjö og munu þeir fyrst um sinn starfa í öðmm verslunum kaup- félagsins í Keflavík. Kaupfélagið hefur rekið verslun í húsinu frá því það var byggt, fyrst KRON og síðan Kaupfélag Suður- nesja frá stofnun þess 1945. Húsið er því nokkuð komið til ára sinna og hafa verið gerðar á því ýmsar lagfæringar í gegnum árin. Skemmdimar urðu aðallega af völd- um vatns og reyks og nú vinnur rannsóknarlögreglan í Keflavík að rannsókn á eldsupptökum. - B.B. Kardináli í heimsókn KARDINÁLI Angólu, Alexandre do Nascimento, kom i stutta heim- sókn til íslands á föstudag. Kardinálinn átti fund með biskupi íslands, herra Pétri Sigurgeirssyni, pg einnig ræddi hann við nokkra íslendinga um hugsanlega stofnun . íslenskrar deildar í hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar Caritas. Tvær bækur frá Reykholti Bókaútgáfan Reykholt gefur út í þessum mánuði tvær bækur. „Horft um öxl af Hálogalands- hæð“, æviminningar séra Áre- liusar Níelssonar og „Skuggann" skáldsögu eftir Þröst J. Karlsson. í „Horft um öxl af Hálogalands- hæð“ lýsir séra Árelíus uppvexti sínum, námsámm, kennslu og prest- skap. AniviúL.A'i'i NY ÞRÆÐING Instant Start mSS^SLoading SyslemSSSSSSl ÞAÐ NÝJASTA FRÁ SA\YO ER VHR 4100, SEM ER ALGJÖR NÝUNG í VHS MYNDBÖNDUM Nýja þræðingin frá SANYO gerir það að verkum að tækið vinnur mun hraðar en önnur tæki. T.d. tekur aðeins 1 sek- úndu að fá myndina á skjáinn, eftir að ýtt hefur verið á “spiiun", sem áður tók 6 sekúndur. Og tækið þitt slitnar minna við notkun, athugaðu það. Tækið býður einnig upp á: * Fullkomna fjarstýringu * Stafrænan teljara sem telur klst./mfn./sek. * Skyndiupptöku (QSR), óháða upptökuminni. * Nákvæma skoðun atriða með skrefspólun. * 39 rásir. * Sjálfvirkan stöðvaleitara. * Eins árs upptökuminni með átta skráningum. * Hraðspólun í báðar áttir, með mynd. * Endurtekningu á sama hlutinn (repeat), allt að fimm sinnum. * Sjáifvirka bakspólun. * Sjálfvirka gangsetningu við innsetningu spólu. * Hágæða mynd (High Quality). * Stafrænt stjórnborð lýsir öllum aðgerðum tækisins. * Scarttengi. FÁGAÐ ÚTLIT Stílhreinna og fyrirferðarminna tæki finnur þú varla. Tækið er 42 cm á breidd (passar í flesta hljómtækja- skápa), 7,9 cm á hæð og 31,7 cm á dýpt. SA0YO SKREFI FRAMAR <2\ Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík. Simi 680780.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.