Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 Atvinnuástandið: Sauðárkrókur: Astandið jafhast eftir sláturtíð Sauðárkróki. AÐ SÖGN Matthíasar Viktorssonar félagsmálastjóra hjá Sauðár- krókskaupstað, er ástand atvinnumála í bænum síst verra en á sama tíma á undanfömum áram. Að vísu væri alltaf á haustdögum nokk- urt los á fólki í kringum sláturtíð, svo sem nú er, en flest af þvi fólki sem lauk sláturhúsavinnu fyrir nokkru, er komið í önnur störf, til dæmis hjá frystihúsinu. Hjá forstöðumönnum Fiskiðjunn- ar og Hraðfrystihússins Skjaldar fengust þær upplýsingar að núna væri næg vinna og yrði eitthvað áfram, eftir heldur daufa haust- mánuði. Hjá Steinullarverksmiðj- unni er útlit fyrir aukningu fremur en samdrátt, og stendur jafnvel til að bæta við einni vakt enn, ef fram heldur sem horfír, og mundu þá bætast þar við um það bil 10 störf. Stór verkefni eru í gangi hjá trésmíðaverkstæðunum Borg og Hlyn. Trésmiðjan Borg er með stórt verk við heimavist Fjölbrautaskól- ans og við Bændaskólann á Hólum. Byggingarfélagið Hlynur vinnur nú að byggingu flugstöðvarhúss á Alexandersflugvelli, og innréttingar í húsnæði Dvalarheimilis aldraðra. í sútunarverksmiðju Loðskinns er mikil og stöðug vinna, og með aðild Sláturfélags Suðurlands að rekstri fyrirtækisins er um mjög aukið hrá- efnismagn að ræða, sem verksmiðj- an hefur úr að vinna, þannig að þar er og verður stöðug vinna fram- undan. Hjá Kaupfélagi Skagfírð- inga er ekki um neinar breytingar að ræða og ekkert samdráttarhljóð í mönnum. - B.B. 0 INNLENT Keflavík: Um flörutíu manns atvinnu- lausir í október ATVINNULEYSI í Keflavík var talsvert í október og voru að jafh- aði um 40 manns á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Mest var þetta fólk úr fiskvinnslunni og einnig var talsvert af fólki sem hafði verið í sumarafleysingum en ekki fengið áframhaldandi vinnu. Þetta er mun meiri fyöldi en á sama tíma og í fyrra, en þá voru 3 skráðir atvinnulausir i lok mánaðarins. Horfumar í atvinnumálum Keflvíkinga er ekki góðar þessa stundina. Nýlega var 90 til 100 manns sagt upp hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur og síðan áttu um 30 sjó- menn von á uppsagnarbréfum frá sama fyrirtæki. Þá eru enn um 50 manns sem störfuðu í Ragnars- bakaríi án vinnu og hafa eignir bakarísins nú verið auglýstar til sölu. Málin rædd á höfhinni í Ólafsfirði. Ólafefjörður: Rúmlega 100 atvinnulausir Ólafsfirði. RÚMLEGA eitt hundrað manns er nú á atvinnuleysisskrá á Ólafsfirði, að stærstum hluta konur. Báðum frystihúsunum, Hrað- frystihúsi Magnúsar Gamalíelssonar hf. og Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar hf., hefur verið lokað vegna rekstrarerfíðleika. Tveir frystitogarar og tveir bæjarsjóð Ölafsfjarðar eru orðin ísfisktogarar eru gerðir út frá Ólafsfírði. Hluti af afla ísfísktog- aranna fer nú til saltfískvinnslu en þeir hafa einnig siglt með af- lann og landað í gáma til útflutn- ings. Bátar hafa haft lítinn afla að undanfömu og smærri vinnslu- stöðvar sem vinna saltfisk búa við vaxandi rekstrarerfíðleika. Van- skil útgerðar og fískvinnslu við mjög mikil. Þeir sem vinna við þjónustu og iðnað hafa á hinn bóginn haft næg verkefni. Verið er að vinna að endurbótum á höfninni og að ýmsum öðmm verkefnum er unn- ið á vegum bæjarins og er líklegt að næg vinna vérði í þessum greinum fram eftir vetri. Þá er unnið af fullum krafti við jarð- gangagerð í Ólafsfjarðarmúla en þar er um að ræða aðkomumenn í sérhæfðum störfum og fáir heimamenn fá vinnu við það verk. Bróðurpartur atvinnulífsins á Ólafsfírði hvílir á sjósókn og físk- vinnslu. Fyrirtæki í þeim greinum hafa lengi verið rekin með tapi og em nú komin í þrot. Lausnir á vandanum virðast ekki vera í sjónmáli og útlitið í atvinnumálum Olafsfírðinga því heldur dökkt um þessar mundir. SB Að sögn Kolbrúnar Jónsdóttur fulltrúa hjá Keflavíkurbæ hefur nokkuð borið á atvinnuleysi í kring- um jólin á hveiju ári - og í fyrra hefðu 54 verið á atvinnuleysisskrá í desember. Hinsvegar hefði minna borið á atvinnuleysi í mánuðunum á undan og í lok september 1987 hefði enginn verið á skrá, 3 í októ- ber og 6 í nóvember. BB Unglingavinna á Skagaströnd. 5daga megrun,sem VIRKAR! Skagaströnd: Bjart yfír vegna aukins rækjukvóta Skagaströnd. ATVINNUÁSTAND á Skaga- strönd er gott um þessar mundir og horfur fremur bjartar. Rekst- ur útgerðarfélagsins Skag- strendings hf. hefiir gengið vel og höfðu báðir togarar félagsins skilað mun meira aflaverðmæti fyrstu átta mánuði ársins en á sama tíma á siðasta ári. Þá hefur rekstur rækjuskips félagsins gengið þokkalega. Hólanes hf., sem rekur hrað- frystihús og saltfiskverkun, hefur gengið þokkalega, þrátt fyrir erfið skilyrði, og haldið uppi fullri vinnu utan eins og hálfs mánaðar er hrá- efni skorti. Þá er bjartara framundan hjá þeim sem stunda veiðar og vinnslu á rækju því nú nýverið var veiði- kvótinn í Húnaflóa ákveðinn 1.800 tonn en var 1.000 tonn á síðasta ári. Næg verkefni hafa verið í bygg- ingariðnaði og hefur heldur vantað mannskap en hitt. Einnig má nefna að nú í mánuðinum var vígt nýtt dvalarheimili aldraðra og munu þar skapast nokkur störf. Eitt fyrirtæki á Skagaströnd á þó við verulega rekstrarörðugleika að stríða en það er skipasmíðastöð- in Mánavör hf. Allt útlit er fyrir að fyrirtækið þurfi að hætta starf- semi en flestir starfsmenn þess eru þó komnir í aðra vinnu þannig að ekki verður um mikið atvinnuleysi að ræða þótt Mánavör hætti. Alltaf er slæmt þegar atvinnutækifærum fækkar í litlum byggðarlögum þar sem fjölbreytni í atvinnulífi er ekki mikil. Ó.B. fffif REFJARÍKA OFAR EÐLILEGU ÞYNGDARTAPI EÐJANDI OG BRAGÐGOTT 'Þtjpihdir LLAR MATARAHYGGJUR ÚRSÖGUNNI Rmn Heildverslun siiii sir™' Vandaöurbæklingurmeö upp- lýsingum og leiðbeiningum á islensku fylgir. FÆST í APÓTEKUM OG BETRI MÖRKUÐUM ! ITAEININGAR í LÁGMARKI NGAR AUKAVERK/ Njarðvík: Tvö frystihús hafa hætt starfeemi Keflavík. UM 20 manns voru skráðir at- vinnulausir hjá Njarðvíkurbæ í október ogþar afvoru 11 útlend- ingar. Tvö frystihús hafa hætt starfsemi í Njarðvík á síðasta ári, Sjöstjarnan og R.A. Péturs- son, en þau voru sem kunnugt er seld á nauðungaruppboði. Hjördís Ámadóttir félagsmála- fulltrúi sagði að uggur væri í mönn- um með ástandið sem væri ekki gott. Flestir sem væm á skrá hefðu starfað við fiskiðnað og hefðu misst vinnuna í kjölfar þess að fyrirtækin hættu vinnslu. Nú væm horfur á að nokkur þessara fyrirtækja myndu hefja vinnslu að nýju og því væri útlit fyrir að hluti fólksins fengi atvinnu aftur. Hjördís sagði ennfremur að með- al þeirra sem væm skráðir atvinnu- lausir væm eldri konur sem ekki virtust gjaldgengar á vinnumarkað- inum og þær virtust eiga ákaflega erfitt með að fá vinnu. BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.