Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 Minning: Gunnar Bjömsson frá Sólheimum Fæddur 14. ágúst 1927 Dáinn 28. október 1988 Með fáeinum orðum langar mig að minnast míns góða vinar, Gunn- ars Bjömssonar, en hann andaðist hinn 28. október ’88 eftir harða og stranga baráttu við þann, sem eng- inn sigrar, en hart var barist og hvergi gefíð eftir þar til yfír lauk. Spumingum, sem vakna, er fæstum létt að svara. Manni fínnst eitthvað svo ijarlægt að grimmduglegur reglumaður, sem aldrei varð mis- dægurt, að eigin sögn, og átti þar að auki mjög langlífa foreldra, skuli falla langt um aldur fram. Maður sem helzt aldrei gat unnað sér hvfldar, væri hann ekki að vinna sér og sínum, var hann ætíð reiðu- búinn að hjálpa vinum, nágrönnum og kunningjum, því iðjulaus var ekki hægt að vera. Sem smápollar unnum við saman í vegavinnu og við hestagæslu. Ósérhlífnari og frískari ungling gat enginn hugsað sér. Minningar um löngu liðna æskudaga og seinna flölmargar gleðistundir á heimilum hvors annars, þar sem haldin voru Þorrablót o.fl. með tilheyrandi söng og gleði, gleymast aldrei. Gunni fæddist að Stóru Ökrum í Blönduhlíð 14. ágúst 1927, sonur þeirra sæmdarhjóna, er þar bjuggu, Bjöms Sigurðssonar og Sigríðar Gunnarsdóttur, sem urðu þennan dag tveim drengjum ríkari, því Gunnari fylgdi Sigurður, seinna bóndi á Stóru ökrum, er hann tók þar við búi. Stóru Akrar og Héðins- minni var samkomustaður Blönd- hlíðinga og raunar Skagfirðinga allra o.fl. Var því oft fjölmenni þar, en þar að auki líktist Akratorfan, sem svo var kölluð, hálfgerðu þorpi. A þessu góða heimili, í fjölmenni og glöðum hópi, ólst Gunni upp við störf og Ieiki eins og tíðkaðist á þessum tíma. Þann 24. febrúar 1949 verða þáttaskil í Iífí hans, en þá gekk hann að eiga sína yndis- legu konu, Ragnheiði Jónsdóttur, einkadóttur hinna valinkunnu sómahjóna Jóns Bjömssonar og Valgerðar Eiríksdóttur, búandi að Sólheimum í Blönduhlíð, hvar ég sjálfur leit fyrst dagsins ljós, og naut slqóls og umhyggju þessara afbragðs hjóna. í Sólheimum heíja þau búskap og búa þar um alllangt skeið, byggðu upp eins og sagt er, ekki veitti af, því gestagangur var mik- ill, frændlið Qölmennt og hús- bændur höfðingjar svo við var brugðið. A þessum árum eignuðust þau fjögur, vel gefín og mann- vænleg böm. Elst er Valgerður Jóns, söngkennari, gift Inga Kr. Stefánssyni, tannlækni, Ragnar, sáifræðingur, búsettur og starfar í Danmörku, giftur danskrí konu, Sigríður, prófarkalesari m.m., gift Blömastofa Biðflnns SuÖurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Eyþóri Ámasyni, leikara, og Ingi- björg, gift Sigvalda Tordarson, líffræðingi, bæði em þau við fram- haldsnám í Bretlandi. Músfldn hafði frá frumbemsku skipað háan sess í lífi Gunna og þegar hann og þeir tvíburabræður höfðu aldur til, hófu þeir að syngja með Karlakómum Heimi í Skagafírði og alls staðar þar sem múskík og söngur var um hönd hafður, var Gunni mættur, væri slíkt mögulegt. Af sjálfu leiddi að þegar til Reykjavíkur var komið tók hann sér fýrir hendur að safna saman vinum og kunningjum og Úr því varð Skagfírzka söngsveitin. Þau störf, sem hann vann við stofn- un og uppgang þessarar söngsveit- ar, vom ein nægileg til að halda nafni hans lengi á lofti, en jafn- framt því að verða fyrst formaður söngsveitarinnar, var hann sá fyrsti sem var sæmdur gullmerki fyrir frábær störf, en sagan er ekki nærri öll. Sem fullorðinn maður dreif hann sig í nám í músík og söng og þó ég fylgdist ekki grannt með öllu hans stússi og áhuga á múskík vissi ég að Söngskólinn í Rvík og íslenzka óperan áttu í hon- um hvert bein. Þessari miklu músík og músíkáhuga fylgdi fádæma gestrisni þeirra hjóna, enda bæði alin upp við slíkt og þar sem söng- ur, gleði og gestrisni em í öndvegi skortir aldrei þátttakendur. En nú er skarð fyrir skildi, góður vinur og fóstbróðir er fallinn langt um aldur fram. Staðreyndum verður ekki breytt. Við Kristín þökkum óteljandi yndisstundir á liðnum ámm og biðjj- um þess að almættið gæti Ragn- heiðar okkar, ættingja og vina í framtíðinni og sjálf eigum við fagrar minningar um heilsteyptan dreng og góðan. Bergur Ó. Haraldsson í dag er til moldar borinn vinur minn og nágranni, Gunnar Bjöms- son. Hluti af því að eiga gott heimili er að eiga góðan granna. Gunnar var okkur góður granni. Vorið 1985, þegar við Helena fluttum hingað í Drápuhlíðina, bjuggu þau hér fyrir Gunnar og Ragnheiður. Höfðu þau flutt hingað nokkmm ámm fyrr. Hvorki ætla ég að rekja ættir Gunnars né ævi hér, bæði kann ég ekki á þeim full skil og veit að aðr- ir munu gera grein fyrir þeim þátt- um. En eitt veit ég; Gunnar reynd- ist okkur alltaf vel. Ætíð var hann reiðubúinn að veita hjálparhönd, ráðleggja eða bara ráðgast um lífíð og tilvemna. Við Gunnar hittumst oftast á lóðinni fyrir utan heimili okkar. Tókum við þá gjaman tal og rædd- um um garðinn, húseignina, og það sem fylgir því að eiga saman hús. Gunnar, sem var húsvörður hjá Búnaðarbanka íslands, gat rætt þessi mál af þekkingu og miðlaði gjama af henni. Þannig fannst mér Gunnar bera föðurlega umhyggju fyrir okkur yngri nágrönnum sínum og fyrir það kunnum við honum þakkir. Gunnar var söngelskur maður af skagfírskum ættum. Hef ég það á tilfínningunni að Skagafirði og sönglistinni hafí hann unnað mest, næst á eftir fjölskyldu sinni. Gunn- ar söng oft uppi hjá sér, bæði einn og í góðra vina hópi, og ekki hef ég tölu á þeim ferðum sem hann fór í Skagafjörð bæði til hvfldar og til að hitta gamla vini og kunningja. I byijun sumars voru mér færð þau tíðindi að Gunnar væri alvar- lega veikur. Gunnar tók þessari fregn með mikilli ró og ræddi helst um, að verst væri að þurfa að missa af nokkmm samkomum og manna- mótum norður í Skagafírði sem hann hafði ætlað sér að sækja í sumar og haust. Þeir mannafundir eru að baki og Gunnar allur, en við kveðjum með söknuði góðan vin og granna. Við Helena og Sveinn Skorri litli á hæðinni fyrir neðan sendum konu hans Ragnheiði, bömum þeirra og fjölskyldu allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Höskuldur Sveinsson Minn góði vinur, Gunnar Bjöms- son, lést í Borgarspítalanum 28. október sl. Þar hafði hann legið illa haldinn af sjúkdómi, sem eigi varð læknaður. Hann hélt sinni reisn, kjarki og karlmennsku til síðustu stundar. Gunnar fæddist að Stóm-Mörk í Blönduhlíð 14. ágúst 1927, sonur Bjöms Sigurðssonar bónda þar og konu hans, Sigríðar Gunnarsdóttur. Þau vom bæði af Skíðastaðaætt sem er fjölmenn í Skagafirði. Strax á bamsaldri hneigðist hug- ur Gunnars til söngs og tónlistar. Ungur varð hann félagi í karlakóm- um Heimi og söng með honum meðan hann hafði búsetu í Skaga- fírði. Auk þess söng hann oft og mikið með góðum vinum og félög- um_ norður þar. Á yngri ámm var Gunnar mikill íþróttamaður, hann var í skóla Sig- urðar Greipssonar í Haukdal. Að lokinni vem sinni þar bað Sigurður hann að fara til Noregs og kenna frændum okkar þar íslenska glímu. Úr því varð þó ekki. Hann fylgdist vel með knattspymu og öðmm íþróttaþáttum í sjónvarpinu fram undir síðasta dag. 24. febrúar árið 1949 kvæntist Gunnar glæsilegri konu, Ragnheiði Jónsdóttur, Bjömssonar prófasts í Miklabæ. Móðir hennar var Val- gerður Eiríksdóttur frá Djúpadal. Þau hófu búskap á Sólheimum í Blönduhlíð, föðurleifð hennar. Þar bjuggu þau um tuttugu ára skeið, uns þau fluttu suður til Reykjavík- ur. Á heimilum þeirra bæði norðan og sunnan heiða ríkti mikil glað- værð og gestrisni og öllum leið vel í þeirra húsi. Ragnheiður og Gunn- ar eignuðust þijár dætur og einn son, öll em þau hin mannvænleg- ustu. Eftir að flutt var suður stundaði Gunnar vinnu á ýmsum stöðum. Síðar gerðist hann starfsmaður Búnaðarbankans og þar vann þar meðan heilsan entist. í Búnaðar- bankanum ávann hann sér traust og vináttu, bæði yfirboðara sinna og viðskiptavina, enda var Gunnar samviskusamur, ósérhlífínn og vildi hvers manns vanda leysa. Eins og áður er sagt var Gunnar mjög hneigður fyrir tónlist. Þegar hann var fluttur til Reykjavíkur fór hann ásamt elstu dóttur sinni í söngskólann og stundaði þar nám í nokkur ár. Mikil vinátta tókst með þeim Gunnari og skólastjóranum Garðari Cortes, og raunar öllum sem störfuðu við skólann. Gunnar stofnaði ásamt fleiri Skagfírðingum Skagfírsku söngsveitina og _ var hann fyrsti formaður hennar. I því starfí reyndist hann sem áður ósér- hlífínn og áhugasamur. Einnig stofnaði hann kór, sem nefndi sig „Norðanböm“. í honum voru mörg af bömum systkina hans ásamt fleirum. Gunnar var einstaklega góður heimilisfaðir, konu sinni og bömum sýndi hann ást og umhyggju. Má síst gleyma afabömunum, sem dáðu afa sinn svo áberandi var. Kynni okkar Gunnars vom ekki löng en góð. Því vil ég í lokin þakka Gunnari, fyrir vináttu hans og allar þær góðu og skemmtilegu stundir er við áttum saman. Ég votta þér, Ragnheiður, bömum, bamabömum og öðrum aðstandendum innile- gustu samúð mína við fráfall hins góða drengs. Veri hann í guðs fríði. Jón Benediktsson, Höfiium. Nú er Gunnar vinur minn farinn í sína síðustu ferð. Eftir sitja þeir sem voru honum kærir, og spyija þessara sömu spuminga, sem svo margir gera. Hvers vegna hann? Af hveiju máttum við ekki njóta vináttu hans og hlýju lengur? En það fást engin svör. Hetjulegri bar- áttu er lokið, hann er kominn á áfangastað. Við sem þekktum Gunnar og söknum hans svo sárt, eigum þó eitt sem aldrei verður frá okkur tekið. Minningarnar um góðan dreng, sem aldrei brást þegar á rejmdi, tryggan vin og skemmtileg- an félaga, með sönginn að vega- nesti. Eflaust bíða hans mörg verk- efni á eilífðarströndu, og hann mun inna þau af hendi af sömu trú- mennsku og hann gerði hér meðal okkar. Elsku Radda mín, Valla, Raggi, Sigga og Imba, innilegar samúðar- kveðjur. Við skulum saman vona og bíða vænta þess, að morgunn ijómi, — ljós í auðn og innstu myrkrum - orð í þögn og dýpsta tómi. Við skulum blanda ljósi og ljóði, Iúta þrá, sem báðum ræður, við skulum reyna að vaka saman vera eins og góðir bræður. (Magnús Ásgeirsson þýddi) Sigurlaug Sveinsdóttír Bjarman Maigs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð (Vald. Briem) Þann 28. ágúst sfðastliðinn féll í valinn heiðursmaðurinn Gunnar Bjömsson, eftir harða baráttu við krabbamein. Líklega hef ég verið komin nokk- uð á legg, er ég gerði mér grein fyrir því að hann væri eitthvað annað og meira en Gunni frændi minn. Ég vissi að vísu alltaf að hann var tvíburabróðir hans pabba míns og þess vegna mun ég líka gjarnan hafa kallað hann Gunna bróður. Og hann var bestur allra. Ég átti því láni að fagna að fá að kynnast honum vel og fáa hef ég skilið betur og þótt vænna um en hann, án þess að þurfa sérstaklega um það að tala. Þegar komið er að því að kveðja í hinsta sinn vill hug- urinn reika og því tek ég mér penna í hönd til að minnast hans í fáeinum línum. Gunni frændi hét fullu nafni Legsteinar MARGAR GERÐIR MamorexlGmít Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjöröur Gunnar Bjömsson' og var sonur hjónanna Sigríðar Gunnarsdóttur og Bjöms Sigurðssonar á Stóru- Ökrum í Akrahreppi, Skagafírði. Þeir tvíburabræður, faðir minn og hann, vom yngstir í fimm systkina hópi. Eldri em þijár systur. Strax og þeir bræður höfðu vit til vom þeir látnir fara að vinna, og það mikið. Það er ekki langt síðan frændi var að ri§a það upp að hann hefði byijað 7 ára að vinna hjá Vegagerðinni, við að teyma kerra- hesta. Við spjölluðum ýmislegt. Það var alltaf svo gaman að hitta hann, rifja upp liðna atburði og bolla- leggja um framtíðina. Þegar ég lít til baka ylja minningarhar um hann á svo óramargan veg. Gunni frændi kvæntist Ragnheiði Jónsdóttur frá Sólheimum í Akra- hreppi. Hún er nú bankarítarí við Búnaðarbankann í Reykjavík. Böm þeirra em: Valgerður Jóna, söng- kennari í Reykjavík, Ragnar, sál- fræðingur í Danmörku, Sigríður Hrafnhildur, prófarkalesari og Ingi- björg Ásta, mannfræðingur. Frá 1948 til 1967 bjuggu þau í Sól- heimum, en fluttu þá til Reykjavík- ur. Þar fékkst frændi við ýmislegt s.s. byggingavinnu, fasteignasölu og húsvörslu. Fyrst var hann hús- vörður við Valhúsaskóla á Seltjam- amesi og síðastliðin ár við Búnaðar- bankann á Hlemmi. Oft reikaði hugurinn norður fyrir heiðar og Skagafjörður hélt fast í. Gunni frændi var þeim hæfíleika gæddur að geta tekið ákvörðun og fram- kvæmt hana samstundis ef því var að skipta og oft var hann kominn í hvelli norður í Skagafjörð, án þess að gera boð á undan sér. Ævinlega var sem lifnaði yfír öllum þegar hann skondraði inn úr dyranum, glaður og reifur og lék á als oddi. Hjá honum var ekkert kvart og kvein, heldur kæti og góðvild. Hann átti svo auðvelt með að kveikja brosið og gleðja alla. Hann hafði samt sínar ákveðnu skoðanir og stundum þótti manni hann fullfast- setinn á þeim. Það þýddi ekki að reyna að koma tauti við hann. En svona var hann. Honum varð ekki þokað ef hann vildi hafa það á þann veg. Og svo var skellihlátur. Hann átti sér þijú aðaláhugamál. Þegar hann var unglingur tóku íþróttir hug hans allan og þeir bræður fóra í íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Seint og snemma gátu þeir talað um íþróttir og þó sérstak- lega fótbolta. En þetta áhugamál þokaði fyrir öðru og meira þegar aldurinn færðist yfír. Þegar þeir bræður vora ungir gengu þeir báðir í Karlakórinn Heimi. Og Gunni hélt áfram að syngja í Reykjavík. Þar var hann lengi í Skagfírsku söng- sveitinni og seinna í Söngskólakóm- um. Hann hafði mikið raddsvið, en söng oftast bassa. Hann var hug- fanginn af söng. Áhuginn var svo mikill að eftir 25 ára hlé á skóla- göngu dreif hann sig í Söngskólann þegar hann var fluttur til Reylq'avíkur. Það þurfti kjark til oghann kom af söngelskunni. Hann var alltaf syngjandi og hlustandi á söng. Hann var svo heppinn að §öl- skylda hans tók þátt í þessu áhuga- máli hans af alhug og það vildi svo til að hann hafði verið að hlusta á dóttur sína syngja er hann sofnaði hinsta sinn. Það sem gekk næst þessu áhugamáli var Qölskylda hans. Bamabömin áttu hug hans allan þegar tími gafst frá dagsam- strinu. Fáa vissi ég meiri bamagæl- ur en hann og þekkti það vel frá minni bamæsku. Við systkinin höfðum mikið dálæti á honum og ekki síður systkinabömin. Það var gaman að fá afa frænda í heim- sókn. Öll böm hændust að honum, þau fundu hjá honum samsvöran og gæsku, sem hann átti létt með að sýna. Fyrir nokkram árum, er ég bjó í Reykjavík, tók ég þátt í svolitlu ævintýri með honum ásamt fleiram. Þar var og er dálítill hópur skyld- menna og vina sem hafa gaman af að taka lagið. Það var stofnaður lftill kór, sem kallaður var Norðan- böm. Gunni frændi stjómaði. Það var glaðvær hópur og oft kátt á kóræfíngum. Stundum kámaði gamanið þegar samkomulagið hjá misráðríkum vinum valt á litlu. Þá mæddi á stjómandanum meira en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.