Morgunblaðið - 08.11.1988, Side 14

Morgunblaðið - 08.11.1988, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGÚR 8. NÓVEMBER 1988 Áhugalitlir Bandaríkjamenn velja arftaka Ronalds Reagans eftirAsgeir Sverrisson BARÁTTUNNI um forsetaemb- ættið er loksins lokið og i dag munu á að giska 100 milljónir bandarískra kjósenda ákveða hvort Michael Dukakis, fram- bjóðandi Demókrataflokksins, eða George Bush, núverandi varaforseti og frambjóðandi repúblikana, tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. Ef marka má fyrri kosningar mun tæpur helmingur þjóðarinnar hins vegar að líkindum sitja heima. Frá árinu 1930 hefiir þátttaka í forsetakosningum í Banda- rikjunum mest orðið 63,1 pró- sent en það gerðist árið 1960. í siðustu kosningum árið 1984 skiluðu 53,3 prósent þeirra sem náð höfðu kosningaaldri sér á kjörstað. Þannig mun stuðning- ur 27 prósenta þjóðarinnar að líkindum nægja til að hreppa embættið eftirsótta. Báðir flokkarnir munu venju samkvæmt veija óskiljanlegum ftárhæðum i dag til að fá al- menning til að taka þátt í kosn- ingunum. Þeir sem á annað borð hafa haflt fyrir því að skrá sig, því engin opinber kjörskrá er til í Bandarikjunum, verða eggj- aðir lögeggjan í gegnum símtól tii að nýta sér rétt sinn. Að líkindum munu allt að tíu pró- sent þeirra ákveða að fara hvergi. Þessi dræma kosninga- þátttaka annars vegar og lýð- ræðis- og frelsisást þjóðarinnar hins vegar er ein af sérkenni- legri mótsögnum bandarísks þjóðfélags. Auk þess sem forsetinn verður valinn fara fram kosningar til fúlltrúadeildarinnar á alríkis- þinginu í Washington. Þar silja 435 fúlltrúar en kjörtímabil þeirra er aðeins tvö ár. Sömu- leiðis verður kosið um 33 sæti í öldungadeildinni og ríkisstjór- ar verða kjörnir í 12 ríkjum. Demókratar hafa haflt meiri- hluta í báðum þingdeildum og voru flestir þeir sem greinar- höfúndur ræddi við i ferð um Bandaríkin nýverið sammála um að þau valdahlutföll myndu tæpast breytast. Talsmenn Repúblikanaflokksins gera sér á hinn bóginn vonir um að þeir nái meirihluta í öldungadeild- inni. Það er vissulega hugsan- legt en verður að teljast fremur ólíklegt ekki síst þegar litið er til þeirrar staðreyndar að þeir þingmenn sem sækjast efltir endurkjöri vinna sigur í rúm- lega 90 prósent tilfella. Öðru máli gegnir um ríkisstjóra og víða má vænta spennandi kosn- inga ekki síst í Indiana, hei- maríki Dans Quayle, varafor- setaefiiis repúblikana, þar sem ungur og sérlega krafltmikill frambjóðandi Demókrata- flokksins, Evan Bayh, berst hetjulegri baráttu gegn þaul- skipulögðum og moldríkum andstæðingum. Flestir eru sammála um að bar- áttan um forsetaembættið hafí verið lítt spennandi og fremur lit- laus. Þau fáu tækifæri sem gefíst hafa til æsifréttamennsku hafa verið nýtt til fullnustu. Þannig ætlaði allt að ganga af göflunum er George Bush gerði heyrinkunn- ugt að hann hefði valið Dan Qua- yle sem varaforsetaefni sitt. Sann- að þótti að Quayle hefði beitt áhrif- um fjölskyldu sinnar til að komast hjá herþjónustu í Víetnam. Fáir menn í bandarískum stjórnmálum hafa fengið aðra eins meðferð og Quayle. Raunar varð þeirrar skoð- unar vart hjá almenningi að fjöl- miðlar hefðu gengið of langt í skrifum sínum um öldungadeildar- þingmanninn. Lítið hefur borið á þessari gagnrýni á undanförnum vikum enda skiptir varaforseta- embættið litlu máli í hugum kjós- enda. Þess í stað hafa kosninga- stjórar frambjóðendanna keppst við að ata andstæðinginn auri og hefur það að sönnu hleypt lífi í baráttuna á ný þótt tæpast geti slíkt athæfí talist framlag til mál- efnalegrar umræðu. Yfirþyrmandi áhrif sjónvarpsins Þess er að gæta að forsetakosn- ingar í Bandaríkjunum snúast ekki nema að litlu leyti um pólitík. Baráttan fer svo til einvörðungu fram í sjónvarpi og orð og athæfi frambjóðendanna á opinberum vettvangi miðast við að þau skili sér vel í gegnum sjónvarp. I Bandaríkjunum tala menn um um að „markaðssetja" frambjóðanda og því er reynt að „selja“ viðkom- andi á sama hátt og reynt er að sannfæra bandarískar húsmæður um að tiltekið þvottaefni eða svefnlyf sé hið besta á markaðin- um. Sjónvarpsauglýsingar eru áhrifamesta aðferðin til að koma þessu til skila. Kosningastjórar og auglýsingamenn frambjóðend- anna hafa sýnt aðdáunarverða hæfíleika á þessu sviði en þeir fölna í samanburði við þá sem stýrðu baráttu Reagans forseta árið 1984 er hann gjörsigraði Walter Mondale. Ráðgjafar Reag- ans ákváðu að baráttan færi ein- ungis fram í sjónvarpi og auglýs- ingar hans þóttu öldungis stór- kostlegar á bandaríska vísu. For- setinn ræddi hins vegar ekki við blaðamenn og veitti engin óundir- búin viðtöl. Þetta skilaði tilætluð- um árangri og því afréðu kosn- ingastjórar Bush að beita sömu aðferð nú. Svo virðist sem þessi herfræði ætli enn á ný að sanna gildi sitt. Raunar er svo komið nú að það er talið merki um örvænt- ingu ef forsetaframbjóðandi felst á að eiga óundirbúin viðtöl við fréttamenn. Líkurnar á mistökum aukast í réttu hlutfalli við fjölda viðtalanna og því er talið best að segja sem minnst án þess að um- mælin hafí verið þaulæfð. Þetta sannaðist er Michael Dukakis féllst á að ræða við fréttamann AfíC-sjónvarpsstöðvarinnar. Mað- urinn þótti þreytulegur og lítt sannfærandi. Afstöðuna til blaða- manna og trúna á mátt sjónvarps- auglýsinga má með réttu nefna „arf Ronalds Reagans“ í banda- rískum stjómmálum. Sökum þess hve sjónvarpsaug- lýsingar eru dýrar í Bandaríkjun- um keppast frambjóðendur við að láta grípandi eða á einhvem hátt táknræn ummæli falla í þeirri von að þau verði sýnd í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna. Stöðvarnar að öllu jöfnu ekki nema 30 til 40 sekúndna myndskeið frá fjölda- fundum frambjóðenda og því skiptir miklu að velja orð sín af kostgæfni. Fjögur til fimm bandarísk stórblöð birta á hinn bóginn vandaðar fréttir og frétta- skýringar og vilji menn fylgjast nákvæmlega með baráttunni dag frá degi geta þeir fundið það sem þeir sækjast eftir í þeim. Út- breiðsla blaðanna er á hinn bóginn lítil og hinn almenni Bandaríkja- maður virðist einkum treysta á sjónvarpið varðandi fróðleik, frétt- ir og upplýsingar. Þaulæfð tilsvör Þeir Bush og Dukakis háðu tvívegis sjónvarpskappræður, sem tæpast gátu talist merkilegar og virðast litlu máli hafa skipt. Svör þeirra vom þaulæfð og lítið tóm gafst til að ræða ágreiningsmál eða skýra stefnumið á málefnaleg- an hátt. Sjónvarpskappræður hafa á hinn bóginn reynst afdrifaríkar. Orfáum dögum fyrir kjördag árið 1980 voru þeir Ronald Reagan og Jimmy Carter hnííjafnir sam- kvæmt skoðanakönnunum. Sama kvöld og kannanir þessar birtust mættust þeir í sjónvarpssal og eftir að einvíginu var lokið sýndu kannanir að Reagan hafði' náð fímm prósenta forskoti. Hann jók þetta forskot næstu dagana og sigraði með 10 prósenta mun. Gerald Ford, þáveranda forseta Bandaríkjanna, varð á að lýsa því yfir í einvígi við Jimmy Carter að Sovétríkin réðu ekki yfir kommún- istaríkjunum austan Járntjaldsins! Þetta vakti eðlilega athygli fjöl- miðla og margir halda því fram að þessi ummæli hafi jafnvel kost- að hann forsetaembættið. Varaforsetinn aukaatriði Dan Quayle æfði sig dögum og jafnvel vikum saman fyrir kapp- ræður hans og Lloyds Bentsens, sem er í framboði til embættis varaforseta fyrir Demókrataflokk- inn, og naut aðstoðar hinna fær- ustu sérfræðinga. Frammistaða hans var á köflum átakanleg og hann skorti sýnilega sjálfstraust. Bentsen, sem er öldungadeildar- þingmaður frá Texas og slyngur og bíræfínn fyrirgreiðslupólitíkus, nýtti sér veikleika andstæðingsins til fullnustu. Quayle var þrívegis spurður hvert yrði hans fyrsta verk ef svo færi að hann þyrfti að taka við embætti forseta Bandaríkjanna. Loks svaraði hann því til að hann myndi leggjast á bæn og biðja fyrir eigin velferð og velferð þjóðarinnar. Þetta þótti ekki traustvekjandi svar og and- stæðingamir gengu á lagið. Það tók Quayle viku að koma því á framfæri að hann myndi ráðfæra sig við samstarfsmenn sína og að líkindum ávarpa þjóðina! Allt frá því Quayle var valinn hefur erfiðasta verkefni hans verið það að sannfæra bandarísku þjóð- ina um að hann sé meðalmenni. Bush hefur haldið uppi dyggileg- um vömum fyrir hann og fullyrti þannig í síðari sjónvarpskappræð- unni að Quayle væri sérfræðingur á sviði utanríkis- og varnarmála. Til sannindamerkis nefndi Bush að öldungadeildarþingmaðurinn hefði unnið að merkum endurbót- um á sáttmála risaveldanna um útrýmingu meðaldrægra landeld- flauga. Sannleikurinn er hins veg- ar sá að engar endurbætur vom gerðar á samningnum er hann var tekinn til meðferðar í öldungadeild Bandaríkjaþings enda hefðu af- vopnunarsérfræðingar Banda- ríkjastjórnar þá þurft að setjast á ný við samningaborðið með sov- éskum starfsbræðmm sínum. í fyrstu var talið að valið á Quayle myndi skaða framboð Bush en ef marka má nýlegar skoðana- kannanir hefur það haft lítil áhrif. Þetta kann að þykja einkennilegt en skýringin virðist einfaldlega sú að varaforsetinn skipti litlu máli í hugum kjósenda í þessum kosn- ingum. Demókratar hófu mikla auglýsingaherferð gegn Quayle þar sem áhersla var lögð á van- hæfni hans og dómgreindarleysi Bush. Nú verður ekki betur séð en að þetta hafi bæði verið tíma- og peningaeyðsla. Utanríkismál skipta litiu Af skrifum dagblaða og tímarita í Evrópu að dæma mætti ætla að utanríkisstefna Bandaríkjanna væri eitt helsta kosningamálið. Þetta má að sönnu teljast eðlilegt því utanríkisstefna næsta forseta Bandaríkjanna mun snerta alla heimsbyggðina með einum eða öðrum hætti. Sérfræðingar um bandarísk stjórnmál voru á hinn bóginn flestir sammála um að ut- anríkis- og varnarmál skiptu að- eins máli í forsetakosningum ef Bandaríkin ættu í stríði eða hætta væri talin á að þjóðin væri að drag- ast inn í átök og vopnaskak. Sú hætta virðist ekki til staðar og samskiptin við Sovétríkin hafa tekið algjörum stakkaskiptum í tíð Reagans. Þær upplýsingar fengust í höfuðstöðvum Repúblikana- flokksins í Washington að í raun hefði lítil áhersla verið lögð á reynslu George Bush á sviði ut- anríkismála. A hinn bóginn hafa repúblikanar lagt á það ríka áherslu í sjónvarpsauglýsingum sínum að Michael Dukakis sé ekki treystandi til að stýra herafla Bandaríkjanna. Hann sé bæði öld- ungis óreyndur, sem er dagsatt og að hann hafi ævinlega barist gegn því að ný vopn væru tekin í notkun, sem er bláber lygi. í anda Reagans Á vettvangi utanríkismála hefur Bush lagt áherslu á árangur Reag- an-stjórnarinnar og heitið því að áfram verði haldið á sömu braut. Líkt og Reagan vill hann vinna að frekari afvopnunarsamningum við Sovétmenn í krafti öflugs her- afla. Bush hefur boðað að hann muni leita eftir fundi við Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga hið fyrsta verði hann kjörinn forseti. Hann hefur lýst yfir því að hann hyggist berjast fyrir auknum fjár- framlögum til geimvarnaráætlun- arinnar sem og stuðningi við kontra-skæruliða í Nicaragua. Þá er Bush ötull talsmaður þess að Bandaríkjamenn komi sér upp hreyfanlegum langdrægum land- eldflaugum til að vega upp á móti yfirburðum Sovétmanna á þessu sviði. Á þessari upptalningu sést væntanlega að Bush hyggst nán- ast í einu og öllu fylgja stefnu Reagans forseta. Bush hefur þó lagt ríkari áherslu á að samið verði um algjört bann við framleiðslu efnavopna. Dan Quayle er sama sinnis en hann telur þó að tengja beri saman viðræður um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna og niðurskurð hins hefðbundna her- afla í Evrópu. Ef til vill kynnti Quayle þessa hugmynd einvörð- ungu í því augnamiði að skapa sér sérstöðu. Sú virðist raunar eina skynsamlega skýringin. Ósannfærandi stefiia Dukakis Hvaða skoðanir sem menn kunna að hafa á vígbúnaðar- og utanríkisstefnu Reagan-stjómar- innar verður tæpast sagt að stefna þeirra Dukakis og Bentsens á þessu sviði sé ýkja sannfærandi. Raunár greinir þá á um ýmsa mikilvæga þætti svo sem stuðning við kontra-skæruliða í Nicaragua. Dukakis telur að binda beri enda á fjárveitingar til skæruliða en Bentsen vill halda þeim möguleika opnum. Dukakis hefur lýst því yfír að hann telji geimvamaráætl- unina hrópleg mistök en samt vill hann að veitt verði einum milljarði dollara til rannsókna á þessu sviði á ári hveiju. Hann hefur verið George Bush (t.v) og Dan Quayle ávarpa stuðningsmenn sína. Þrátt fyrir dyggilegan stuðning Bush hefúr erfiðasta verkefiii Quayle verið að sannfæra bandaríska kjósendur um að hann sé meðalmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.