Morgunblaðið - 08.11.1988, Page 29

Morgunblaðið - 08.11.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 29 Landsfundur Samtaka um kvennalista: Kvennalistinn endur- skoði starfsreglur sínar Grundvallarspurningum varðandi stefnu Kvennalistans ósvarað Frá Landsfundi Samtaka um Kvennalista á Lýsuhóli. Þegur tækifæri gafst brugðu konumar sér í heita pottinn og hvíldu lúin bein. KVENNALISTAKONUP. segjast styðja rikisstjórnina til góðra mála og segja, að í sfjórnarsátt- málanum megi fínna margar góðar hugmyndir sem þær vilji styðja. Þær segjast þó alls ekki geta fallist á kaflann um launa- frystingu og samningsréttinn, og hann hafi ráðið úrslitum um það að þær gengu ekki til ríkissfjórn- arsamstarfs. Þær segjast fylgj- andi skattlagningu á hátekjufólk með því að taka upp annað tekju- skattsþrep. Á blaðamannafundi kvennalistakvenna í gær kom fram, að þær hafa ekki mótað með sér skoðanir á því, hvar eigi að draga mörkin varðandi nýtt skattþrep. Á blaðamannafundin- um var gerð grein fyrir niður- stöðum landsfundar Samtaka um kvennalista, sem var haldinn á Lýsuhóli á Snæfellsnesi um helg- ina. Gagnrýni á vinnubrögð Kvennalistans Kristín Ástgeirsdóttir gagnrýndi vinnubrögð Kvennalistans harð- lega, og sagði að í sumar hafi of mikill tími og vinna farið í viðtöl við erlenda blaðamenn og ferðalög til annara landa þar sem vinnubrögð Kvennalistans voru kynnt, en minna hafi farið fyrir undirbúningi þess sem framundan var hér heima. Frá því snemma vors hafí verið ljóst að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar væri að falli komin og stjórnarslit og jafnvel kosningaryfirvofandi. Skoð- anakannanir hafi bent til gífurlegs fylgis Kvennalistans, sem gat þýtt allt að 18 þingsæti eftir kosningar, og framhjá svo stórum þingflokki yrði ek'ki hægt að ganga. Eftir stjómarslitin hafi Kvennalistinn síðan beðið eftir því að hinir flokk- arnir hefðu samband. Kristín sagðist vera þeirrar skoð- unar að Kvennalistinn hafi komið illa út úr stjómarmyndunarviðræð- unum í augum almmennings. Þörf væri á að gera fólki ljóst að ekki hafi verið um að ræða kjarkleysi eða allsherjar andúð á því að taka þátt í ríkisstjóm, heldur pólitískt mat og grundvallarsjónarmið, sem ekki hafi verið hægt að hvika frá. Kristín sagði að aukinn styrkur Kvennalistans gæfi tækifæri til að hafa áhrif, en áður en að því kæmi þyrfti að svara mörgum grundvall- arspurningum, t.d. varðandi mála- miðlanir og forgangsröð mála. Seinvirkni í ákvarðanatöku Nokkrar umræður urðu á lands- fundinum um skipulag varðandi ákvarðanatökur á vegum Kvenna- listans. Kom fram að mörgum þyk- ir ríkjandi fyrirkomulag vera sein- virkt, en öll mál em rædd í svoköll- uðum öngum í öllum kjördæmum áður en endanleg afstaða er tekin hvetju sinni. Að margra áliti kemur þetta fyrirkomulag sér illa þegar þörf er skjótra ákvarðana. Það sem mælti með þessu fyrirkomulagi væri hins vegar að flest mál hefðu verið rædd ítarlega og skoðanir sem flestra væm komnar fram þegar ákvarðanir væm teknar. Ágrein- ingsmál væm þannig leyst jöfnum höndum innan samtakanna áður en til ákvaðanatöku kæmi. Samþykkt að endurskoða starfsreglurnar Á landsfundinum var samþykkt að endurskoða starfsreglur Sam- taka um kvennalista og aðlaga þær breyttum aðstæðum. I endurskoð- uninni verði meðal annars miðað við að framkvæmdaráð fái aukið vægi sem pólitískur vettvangur grasrótarinnar, verði' samnefnari heildarsamtakanna og eigi frum- kvæði að stjórnmálaumræðu og stefnumörkun milli landsfunda. Þá verði reglur um setu kvenna í fram- kvæmdaráði gerðar sveigjanlegri. Útskiptingaregla á Alþingi Nokkrar umræður urðu á lands- fundinum um útskiptingareglu Kvennalistans á Alþingi. María Jó- hanna Lárusdóttir vakti máls á þessari reglu, og lagði hún til að ákveðið yrði fyrir hvert þing hvaða varaþingkonur tækju þar sæti. Á fundinum kom fram að hlutfallslega fæstir varaþingmenn hafa komið inn á Alþingi á vegum Kvennalist- ans. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varpaði fram þeirri hugmynd að þingkonur Kvennalistans færu af þingi að minnsta kosti tvær vikur á ári. Skyldu þær leggja 5% af laun- um sínum í sjóð sem notaður yrði til að greiða þingkonum laun, en stefna Kvennalistans er að sem flestar konur taki þátt í þingstörf- unum. Á landsfundinum var lögð áhersla á að allar konur á listum kjörinna fulltrúa á Alþingi séu vara- þingkonur, og ákveðið verði fyrir 15. september ár hvert hveijar séu virkar varaþingkonur og komi inn á þingið. Þá verði stefnt að því að hver þingkona fari að minnsta kosti hálfan mánuð á hveiju ári út af þiiigi, og var skipuð nefnd til að gera um það tillögur hvemig fjár- magna skyldi þessar útskiptingar af þingi. j Umræður um efnahagsmál < _ # I umræðum um efnahagsmál , komu fram áhyggjur kvenna frá öllum landshlutum og úr öllum at- vinnugreinum vegna ríkjandi efna- 1 hagsástands. Vinnuálag kvenna hefði aukist mikið síðustu ár, en meðaltekjur þeirra minnkað í sam- j anburði við meðaltekjur karla. , Hörð gagnrýni kom fram á það j sem kallað var hentistefna og jafn- í vel stefnuleysi í sjávarútvegsmál- | um, og skipulagsleysi og milliliða- i kerfí í landbúnaði ver einnig gagn- i rýnt á fundinum. Tími Kvennaiistans ekki | kominn Guðrún Agnarsdóttir sagði að hún teldi að það hafí verið rétt ákvörðun að taka ekki þátt í ríkis- stjóm. Hún sagði að Kvennalistinn ætlaði ekki að versla með hugmynd- ir sínar, þó alltaf þyrfti að grípa til einhverra málamiðlana í ríkisstjórn- arsamstarfí. Hún sagði að tími Kvennalistans væri ekki enn kom- inn, en kvaðst þess þó fullviss að hann kæmi, og þá til þess að hafa áhrif, en ekki til þess að vera skrautfjaðrir. Tilverukvöld j hjá AFS ] Skiptinemasamtökin AFS á ís- i landi gangast fyrir svokölluðu tilverukvöldi á Skúlagötu 61, 4. ' hæð í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. j Þetta er í annað sinn sem sam- ' tökin gangast fyrir tilverukvöldi, síðast var Suður-Ameríka til um- fjöllunar en í kvöld fjallar Óskar Olafsson um líf í bandarískum smá- bæjum. Allir félagsmenn og annað áhugafólk er velkomið. (Fréttatilkynning) Fiskverð á uppboðsmörkuðum 7. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 55,00 34,00 47,34 14,643 693.257 Undirmál 15,00 15,00 15,00 0,398 5.970 Ýsa 80,00 56,00 70,41 8,437 594.039 Ýsa(óst) 55,00 55,00 55,00 0,089 4.923 Undirmálsýsa 17,00 15,00 15,54 0,289 4.491 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,010 158 Karfi 26,00 26,00 26,00 0,022 572 Steinbítur 34,00 15,00 31,37 1,438 45.103 Langa 30,00 30,00 30,00 0,257 7.725 Lúða 300,00 70,00 183,70 0,838 154.035 Koli 62,00 62,00 62,00 0,047 2.914 Keila 20,00 20,00 20,00 1,538 30.766 Háfur 7,00 7,00 7,00 0,021 147 Skötubörð 140,00 140,00 140,00 0,003 420,00 Samtals 55,10 28,032 1.544.520 Selt var aðallega úr Stakkavík ÁR, Guðrúnu Björgu ÞH, Lómi SH, frá Fiskverkun Drafnar hf., Saltfangi hf. í Ólafsvík og Hrað- frystihúsi Breiðdaelinga. I dag verður seldur afli úr bátum, aðal- lega þorskur og ýsa. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 39,00 35,00 36,39 2,765 100.619 Þorskur(ósL) 50,00 34,00 40,24 0,228 9.174 Þorskur(smár) 30,00 20,00 22,13 7,710 171.740 Undirmál 10,00 ' 10,00 10,00 0,012 120 Ýsa 77,00 27,00 52,29 0,410 21.437 Undirmálsýsa 5,00 5,00 5,00 0,131 655 Ýsa(ósL) 76,00 40,00 60,87 2,577 156.862 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,580 8.696 Ufsi 19,00 19,00 19,00 0,189 3.591 Langa 24,00 24,00 24,00 0,034 816 Lúða 160,00 160,00 160,00 0,007 1.120 Samtals 32,43 14,643 474.820 Selt var úr Dröfn RE og fleirum. ( dag verða meöal annars seld 70 tonn af þorski úr Ásgeiri RE og afli úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 47,50 28,00 41,58 7,431 308.945 Ýsa 68,00 35,00 56,06 8,118 454.975 Karfi Ýsa(ósL) 27,00 11,00 25,49 2,650 67.550 Lúða 165,00 140,00 148,48 0,422 ' 62.660 Ufsi 17,00 5,00 11,32 0,922 10.434 Langa 25,00 15,00 23,89 0,651 15.551 Skarkoli 36,00 35,00 35,91 0,046 1.670 Skötuselur 81,00 81,00 81,00 0,010 810 Samtals 45,22 20,475 925.940 Selt var aöallega úr Má GK, Sighvati GK og Guðfinni KE. I dag verður selt úr dagróðrabátum ef á sjó gefur og á morgun verða meðal annars seld 40 tonn af þorski og 5 tonn af ýsu úr Eldeyj- ar-Boöa GK. SKIPASÖLUR í Bretlandi 31.10,- 4.11. Þorskur 65,00 558,130 36.276.649 Ýsa 81,51 54,450 4.438.021 Ufsi 44,43 7,950 353.217 Karfi 40,34 1,145 46.195 Koli 62,87 0,270 16.976 Grálúöa 92,12 2,750 253.317 Blandað 51,87 6,660 345.477 Samtals 66,10 631,355 41.729.852 Selt var úr Gullveri NS f Grimsby á mánudaginn, Sléttanesi ÍS í Hull á mánudaginn, Sigurey BA f Grimsby á fimmtudaginn og Þórhalli Daníelssyni f Hull á fimmtudaginn. GÁMASÖLUR í Bretlandi 31.10,- 4.11. Þorskur 65,07 733,164 47.705.630 Ýsa 75,44 340,645 25.698.711 Ufsi 48,78 28,055 1.368.618 Karfi 49,45 14,229 703.582 Koli 72,58 189,440 13.748.940 Grálúða 58,84 14,850 873.802 Blandað 86,24 82,877 7.147.302 Samtals 69,30 1.403,26 97.246.555 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 31.10- 4.11. Þorskur 74,61 15,255 1.138.189 Ýsa 60,09 1,749 105.097 Ufsi 39,24 247,244 9.702.366 Karfi 62,65 354,779 22.225.356 Grálúða 65,18 12,390 807.570 Blandaú 19,62 45,394 890.736 Samtals 51,52 676,811 34.869.314 Selt var úr ögra RE i Bremerhaven á mánudaginn, Happasaeli KE í Cuxhaven á þriðjudaginn, Snæfugli SU í Bremerhaven á miðvikudaginn og Barða NK í Bremerhaven á föstudaginn. Landsfundur Samtaka um kvennalista: Askorun til samtaka launafólks í landinu Á landsfundi Samtaka um kvennalista var samþykkt til- laga þar sem skorað er á sam- tök launafólks í landinu að taka upp markvissa baráttu fyrir bættri stöðu kvenna í samfélag- inu. Beinir frmdurinn sérstak- lega þeim tilmælum til fulltrúa á væntanlegu þingi ASÍ að þeir taki þessi mál til sérstakrar umfjöllunar. Aðstæður kvenna verði ekki bættar með því einu að hvetja konur til aukinnar menntunar, til virkari þátttöku í stéttarfélögum og til að gefa kost á sér í forystustörf, þar sem þvi séu takmörk sett hvað ein kona geti á sig lagt. í ályktuninni segir að í stað þess að gerðar séu sífellt auknar kröfur til kvenna sé löngu tíma- bært að gera kröfur til karla, jafnt í einkalífi sem á opinberum vett- vangi um að þeir axli sinn hluta af þeirri ábyrgð og þeirri vinnu sem fylgir umönnun bama og heimilishaldi. Reynslan sýni að þó unnið sé að úrbótum á stöðu kvenna á vinnumarkaði og í stjómkerfí, þá skili það eitt mjög takmörkuðum árangri ef staða og ábyrgð kvenna á heimilunum helst óbreytt. Við þær aðstæður sé það eitt brýnasta hagsmunamál kvenna, og ekki síður bama, að tryggðar verði félagslegar úrbæt- ur, svo sem dagvistun fyrir öll börn sem á þurfa að halda, lengra fæðingarorlof, sem nýtist jafnt konum sem körlum, samfelldur skóladagur bama og launað leyfi foreldra frá vinnu vegna veikinda bama. Það er mat landsfundarins að verkalýðshreyfíngin verði nú að beita samtakamætti sínum í þágu þess hóps innan hennar sem verst er settur, þ.e. í þágu kvenna. Hún þurfi að móta skýrar kröfur um félagslegar úrbætur ög standa fast á þeim í komandi kjarasamn- ingum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.