Morgunblaðið - 08.11.1988, Page 23

Morgunblaðið - 08.11.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 23 Reuter Höfrungurá vegum Bandaríkjahers Bandaríski sjóherinn hefur vísað á bug ásökun- síðustu viku að sjávarspendýr á háu greindar- um um illa meðferð á höfirungum og sæljónum stigi hafii dáið vegna þess að þjálfun þeirra hafi sem talið er herinn að noti í hernaðarlegum til- verið ábótavant. Myndin sýmr einn þessara höfr- gangi. Bandarískt dagblað greindi frá því i unga hersins æfa sig. Hártoppar með ýsmum festingum Evrópu- og Norðurlandameistar- inn, Kaare Nielsen, kynnir" Appolo hártoppa dagana 11. og 12. nóvember nk. Appolo hártoppar eru amerísk hágæðavara og vinsælustu hártoppar í Ameríku í dag. Ekta hár - gervihár - vacumfestingar Það kostar ekkert að líta við. Tímapantanir í síma 22077. é HARSNYRTISTOFAN GREIFIM HRINGBRAUT 119 «22077 Leiðtogafundur evrópskra sósíalista og sósíaldemókrata: Ræddu samstarf EB og EFTA og umhverfismál Tillögur íslensku fulltrúanna í lokaályktun fundarins TVEGGJA daga fundi leiðtoga flokka sósialista og sósíaldemókrata i aðildarríkjum Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) lauk í Vestur-Berlín í gær. í víðtækri lokaályktun fundarins er m.a. fjallað um þróun samstarfs bandalaganna tveggja i ljósi hins sameiginlega innri markaðar ríkja EB árið 1992. í ályktun- inni er einnig fjallað um umhverfismál og viðskiptafrelsi. Þrir fulltrú- ar Alþýðuflokksins sátu fundinn og sagði Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í samtaii við Morgunblaðið i gær að þeir væru mjög sáttir við niðurstöður -hans. Þetta er í fyrsta skipti sem leið- togar sósíalista og sósíaldemókrata í ríkjum bandalagana tveggja koma saman til fundar. Helsta umræðu- efnið var áhrif hins sameiginlega innri markaðar Evrópubandalagsins á samskipti EB og EFTA. Sex ríki eiga aðild að síðamefnda bandalag- inu þ.á m. íslendingar en margir helstu talsmenn EFTA hafa látið í ljós áhyggjur vegna þess að hinn sameiginlegi markaður Evrópu- bandalagsins kunni að leiða til minnkandi viðskiptafrelsis. Auk ’ þessa ræddu leiðtogamir einnig leið- ir til treysta samstarf flokka þess- ara í Evrópu sem og umhverfismál. Þeir Kjartan Jóhannsson, þing- maður Alþýðuflokksins, Jón Sig- urðsson viðskipta- og iðnaðarráð- herra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sátu fundinn en honum lauk síðdegis í gær. Jón Sig- urðsson sagði í samtali við Morgun- blaðið að Alþýðuflokksmenn væm mjög sáttir við lokaályktun hans. Tillaga þess efnis að samruni við- skipta mætti ekki verða þess vald- andi að dregið yrði úr frelsi til við- skipta við aðra heimshluta hefði verið tekin inn í lokaályktun fundar- manna sem og ályktun um vemdun auðlinda hafsins. Þá hefði og verið kveðið á um vemdun sjávar og hvatt til takmarkana á losun úrgangsefna í hafið. Hefðu íslensku fulltrúamir lagt ríka áherslu á síðastnefndu atriðin og mikilvægt væri að þeirra væri getið í lokaályktuninni. í frétt ■Reuíers-fréttastofunnar segir að ákveðið hafi verið að efla samvinnu EB og EFTA og ríkja Austur- Evrópu auk þess sem lögð hafi ver- ið áhersla á nauðsyn þess að treysta samkeppnisstöðu Evrópuríkja gagn- vart Bandaríkjunum, Japan og öðr- um Asiuríkjum. Jón Sigurðsson sagði að hlutleys- isstefna nokkurra Evrópuríkja hefði verið ofarlega á baugi í ljósi hugsan- legrar aðildar að Evrópubandalag- inu. Það hefði komið fram í máli sænsku fulltrúanna að þeir teldu aðild óhugsandi sökum hlutleysis- stefnu Svía en Austurríkismenn væru sýnilega mjög áhugasamir um að ganga í EB. Bretland: Húsdýr sprautuð með selaveirunni St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HÚSDÝR á tilraunabúi í Stormont skammt frá Belfast á Norður- írlandi hafa verið sprautuð með selaveirunni svokölluðu. Með þvi hyggjast vísindamenn ganga úr skugga um, hvort þau taka sýkina og geta breitt hana út, að því er segir í firétt í The Sunday Telegraph síðastliðinn sunnudag. Veimmar, sem þama er um að ræða, hafa undanfarið drepið seli unnvörpum í Norðursjónum. Mark- miðið með tilrauninni er að sjá, hvort húsdýr, sem lifa við sjávarsíðuna, geta smitast af selunum. Kýr, kindur, svín og hænur hafa verið sprautuð. Sýktu dýrin em látin umgangast ósýkt dýr. Fylgst er vandlega með því, að tilraunadýrin komist ekki í snertingu við nein önnur dýr. Sam McCullough, einn vísinda- mannanna, sem skipulögðu tilraun- ina, segir, að ekkert bendi til, að Kanada: Fijálslyndir með forystu í könnunum Toronto. Reuter. Frjálslyndi flokkurinn i Kanada nýtur nú 12 prósentustiga meira fylgis en íhaldsflokkur Brians Mulroneys, forsætisráðherra, samkvæmt nýrri Gallup-skoðana- könnun, sem blaðið Toronto Star birti í gær. Þingkosningar fára fram í Kanada eftir tvær vikur. Góð frammistaða Johns Tumers, flokksleiðtoga, í sjónvarpskappræð- um og vaxandi andstaða almennings við fríverzlunarsamning Kanada og Bandaríkjanna, sem stjóm Mulro- neys kom í höfn, em helztu ástæð- umar fyrir fylgisaukningu Fijáls- lynda flokksins, að sögn fulltrúa Gallup-stofnunarinnar. Samkvæmt könnuninni nýtur Fijálslyndi flokkurinn fylgis 43% kjósenda en 31% þeirra styðja íhalds- TVÖFALDUR næstalaUGAR húsdýr séu í hættu, en þeir hafi vilj- að taka af öll tvímæli um það. Hann segir, að niðurstöðu sé að vænta úr þessari tilraun eftir tíu daga. Vísindamenn hafa áhyggjur af því, að selaveiran flytjist yfir Atl- antshafið og drepi seli og hvali. Einnig óttast þeir, að otrar séu í hættu. Bændur við sjávarsíðuna á Norður-írlandi og víða um Skotland hafa áhyggjur af búfénaði sínum. Sumar sauðfjártegundir á Hjalt- landseyjum lifa nær eingöngu á sjáv- arþangi. Þær gætu hæglega komist í snertingu við sýkta seli. flokkinn og 22% Nýja lýðræðisflokk- inn (NDP). í könnun Gallup fyrir um tveimur vikum var fylgi íhaldsflokks- ins 38%, Fijálslynda flokksins 32% og NDP 27%. Að sögn talsmanna Gallup hefur sveifla af þessu tagi ekki átt sér stað í miðri kosningabaráttu í þau 48 ár, sem stofnunin hefur fylgst með við- horfum kjósenda. BONUSTALA: 28 Vinningstölurnar 5. nóv. 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 8.882.920,- Fimm tölur réttar kr. 5.094.750,- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. BÓNUSTALA + 4 tölur réttar kr. 561.232,- skiptast á 2 vinn- ingshafa, kr. 280.616,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 968.058,- skiptast á 117 vinningshafa, kr. 8.274,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 2.258.880,- skiptast á 4.706 vinnings- hafa, kr. 480,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi oe létt! Uoplvsinsasími: 685111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.