Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER 1988 Kynlífsmyndir á myndböndum HUGSJÓN, nýtt fyrirtæki í kvikmyndagerð undirbýr nú gerð fimm fræðslumynda um kynlíf. Myndirnar heita „Öruggara kynlíf1, „Unglingar og kynlíf1, „Fatlaðir og kynlíf‘, „Aldraðir og kynlíf' og „Að gera gott kynlíf betra“. Myndirnar eru ætlaðar bæði til fræðslu í skólum og heilbrigðisstofriunum sem og til almennrar fræðslu og verða þær í því skyni gefriar út á myndböndum. Aðstoð við gerð handrits veita Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kyn- fræðingur, Sóley Bender, hjúkrun- arkona sem séð hefur um kyn- fræðslu fyrir Landlæknisembættið "•og bandarískur doktor í kyn- fræðslu Mark Schoen. Hann hefur starfað við gerð kynfræðslumynd- banda og kvikmynda um 15 ára skeið, og rekur eigið fyrirtæki, Focus Intemational, sem leigir og selur kynfræðslumyndir til skóla, kynlífsráðgjafa og annara þeirra sem hafa með kynlífsfræðslu að gera. Dr. Schoen er staddur hérlendis Leiðrétting í frétt Morgunblaðsins á föstu- daginn af burtfararprófstónleik- yum Ólafs Elíassonar píanóleik- ara, féll niður, að Ólafúr lauk prófi frá Nýja tónlistarskólan- um. ] s f-Iöfóar til LXfólks í öllum tarfsgreinum! til skrafs og ráðagerða með starfs- mönnum Hugsjónar. Morgunblað- ið hafði samband við hann og spurði um tilganginn með mynd- unum. „Böm ættu fyrst og fremst að læra um kynlíf af foreldrum sínum. En þar sem við vitum að sú er ekki raunin, viljum við koma til aðstoðar og bæta úr því sam- bandsleysi sem oft er á milli for- eldra og bama þegar þessi mál eru annars vegar. Þegar böm eru að læra að tala er þeim kennt að nefna líkamshluta sínum réttu nöfnum, alla nema kynfærin. Yfir þau eru notuð einhver fáránleg gælunöfn og bamið meðtekur þau skilaboð að kynfæri og kynlíf er eitthvað sem ekki má tala um. Þegar það svo kemst á kynþroska- aldurinn og fer að langa að ræða þessi mál sitja skilaboðin enn í minninu og það þorir ekki að leita svara hjá foreldrunum. Þetta verð- ur að breytast og megin tilgangur- inn með fræðslumyndunum er að koma af stað umræðum, hvort heldur sem er innan fjölskyldunnar eða í skólum. Myndbönd hafa þann kost að hægt er að stoppa og ræða málin hvenær sem einhver fínnur hjá sér hvöt til að ræða eitthvað í myndunum og markmið- ið er að gera fólk meðvitaðra og opnara í umræðum um kynlíf.“ Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Stafries KE 130 var fánum skreyttur við komuna til Keflavíkur. En á innfelldu myndinni eru eig- endur Stafnes ásamt eiginkonum sínum. Oddur Sæmundsson skipstjóri er lengst til vinstri ásamt eiginkonu sinni Jónínu Guðmundsdóttur. Til hægri er Hilmar Magnússon ásamt eiginkonu sinni Jórunni Garðarsdóttur. Stafiies KE 130 - nýtt fiski- skip komið til Keflavíkur NYTT fiskveiðiskip, Stafnes KE 130, kom til heimahafiiar í Keflavík fyrir skömmu. Skipið er smiðað í Kolvereid í Noregi, það er 176 tonn og kostaði fúllbúið 175 milljónir. Eigendur skipsins eru þeir Hiimar Magnússon og Oddur Sæmundsson úr Keflavík og er Oddur jafiiframt skipstjóri. Samningur um smíði skipsins var gerður í desember í fyrra og hófst smíðin í febrúar. Oddur skip- stjóri fór utan í ágúst og dvaldi í Noregi þar til lokið var við smíði skipsins. Þeir félagar áttu áður samnefndan bát, Stafnes, sem gekk upp í kaupin og var hann tekinn uppí á 15 milljónir. Gamla bátinn keyptu þeir Oddur og Hilm- ar árið 1980, hann hét áður Ásþór RE 395 og hefur reynst mikið happaskip. Heildarverð nýja skipsins var um 210 milljónir króna, en verðið var greitt niður um 15% af norska ríkinu. Keflavíkurbær veitti bæjar- ábyrgð fyrir láni að upphæð um 19 milljónum króna til 7 ára á 2. veðrétti, en á 1. veðrétti er lán frá fískveiðasjóði að uppæð 96 milljón- ir. Stafnes KE 130 getur stundað allar hefðbundnar fískveiðar og er með frystilest. Oddur Sæmundsson skipstjóri sagði að allur búnaður hefði verið reyndur áður en haldið var heim og færi skipið beint á síldveiðar. Ætlunin er að frysta síldina um borð fyrir Japansmarkað og er skipið útbúið með nýrri teg- und af dælu til að dæla síldinni upp úr nótinni án þess að á henni sjáist. Heimferðin tók þrjá og hálfan sólarhring, ganghraðinn var um 13 sjómílur og sagði Oddur Sæ- mundsson skipstjóri að skipið hefði reynst hið besta sjóskip. Stafnes KE er tæpir 35 metrar á lengd og 8 metrar á breidd og ristir dýpst 6,25 metra. Yfirvélstjóri er Amar Jóhannsson og 1. stýrimaður er Sigurður Kristjánsson. BB : ! LJÚMANDISKILABOÐ SEM TEKIfl ER EFTIR! Skilaboðin fá nýtt og aukið líf með nýju TEXT-LITE veggtöfl- unni. Skær fíúrljómandi marglita skriftin og teikningarnar vekja athygli og stuðla að hámarksárangri. Auðvelt að þurrka af og skrifa ný skilaboð á svipstundu. Spennandi nýjung. Notkunarmöguleikar: I Tækniupplýsingar: • I veitingahúsum • Skyndi- bitastöðum • Matvöruversl- unum • Sérverslunum • Videóleigum • Hljómplötu- verslunum • Listgalleríum • Isbúðum og víðar þar sem þörf er á að ná betri árangri. • Jöfn og skær fíúriýsing • Tvær endingargóðar 13w fíúrijósapipur tryggja hámarks flúrijómun • Vand- aður frágangur, gott efni • Fallegir teiknilitir fylgja • Lóð- rétt eða lárétt uppsetning • Stærð 82x57 cm. ^un BRUN SÍMI27990 ^DuWi Chorotefc f Píppfxnuvt- ^ Lfctuon. Ctisfar'i r-Kpyímt g ýfyúYlSc y SIEMENS sjónvarpstæki FC910 21 “ flatskjár, 40 stöðva minni, 99 rásir, tengi fyrir heyrnartól, þráðlaus fjar- stýring. Verð: 55.770.- FS928 25“ flatskjár, stereo, 31 stöðva minni, HiFi-magn- ari, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, tengi fyrir heyrnartól, þráðlaus fjarstýring. Verð: 76.700.- FS937 28“ flatskjár, stereo, 31 stöðva minni, HiFi-magn- ari, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, tengi fyrir heyrnartól, þráðlaus fjarstýring. Verð: 79.990,- SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Islendingar verð- launaðir á norskri írímerkj asýningu Lau^arhóli, Bjarnarfírði. Frímerkjabækur tveggja ís- Iendinga voru verðlaunaðar á Frímerkjasýningin „Posthorn 88“ var haldin í Osló í október. Hlaut bókin „íslensk frímerki 1988“ eftir Sigurð Hólm Þor- steinsson næst hæstu verðlaun í bókmenntadeild eða Vermeil, sem er öðru nafini gyllt silfúr. Bók Þórs Þorsteins um pósthús og bréfliirðingar á íslandi hlaut stórt silfúr. Sýningin var haldin í Osló Kon- serthus í tilefni af því að frímerkja- klúbburinn Frimerkeringen-Post- horn varð 20 ára gamall. Voru sýnendur vel yfir 50, en þetta var norsk innanlandssýning með íslenskri þátttöku í bókmennta- deild. í bókmenntadeildinni voru 14 sýnendur og hlaut Norgeskatalog- en 1987/1988 stórt gyllt silfur, sem voru hæstu verðlaun í deild- inni. Fjögur sýningarefni voru frá íslandi. Bókin „Islensk frímerki 1988“ eftir Sigurð H. Þorsteins- son, sem fékk gyllt silfur, Bók Þórs Þorsteins „Pósthús og bréf- hirðingar á íslandi", sem fékk stórt silfur, en auk þess skrá yfir íslensk póstflug eftir Sigurð, sem hlaut bronsverðlaun og skrá um íslensk Maximkort, einnig eftir hann, sem fékk viðurkenningar- skjal. Eru þetta hæstu verðlaun sem bókin „íslensk frímerki" hefur fengið á frímerkjasýningu, en geta má þess að bókin „Islensk frímerki 1989“ er nýkomin út og er hún Forsíða bókarinnar „íslensk frímerki 1988“. FRIMERKEUTSTILLING OSLO 7.-9.10.1988 FRIMERKE-RINGEN POSTHORN 20 Ar Merki sýningarinnar „Posthorn 88“. einmitt með viðbótarefni um íslensk frímerkjahefti eftir Þór Þorsteins í þetta sinn. - SHÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.