Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988
33
— atvinna — atvinna
| atvinna — atvinna
Filmuvinnsla
Óskum eftir að ráða starfskraft í filmudeild
á Bíldshöfða 18 sem fyrst.
Umsóknum skal skilað fyrir 11. nóvember í
Ármúla 18.
Frjálstfvamtak
Armúia 18,108 Reykjavfk
Aðalskritstofur: Ármúla 18 — Sími 82300
Ritstjóm: BJIdshöfða 18 - Simi 685380
Húsvörður
Laus er til umsóknar staða húsvarðar í Flens-
borgarskóla frá og með 1. janúar 1989.
Umsóknarfrestur er til 18. nóvember nk.
Nánari upplýsingar veita skólameistari í síma
50560 og skólafulltrúi í síma 53444.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
Verslunarstarf
Glæsileg húsgagnaverslun í Austurborginni
sem býður upp á góða vinnuaðstöðu óskar
að ráða starfskraft til að selja á verslunar-
gólfi.
Fyrst og fremst er leitað eftir umsóknum frá
körlum og konum á aldursbilinu 18-50 ára
sem eru að leita aö framtíðarstarfi, hafa
reynslu af afgreiðslu og sölustörfum og vilja
læra slík störf. Heildagsstarf.
Eiginhandarumsóknir (sem við munum
svara) óskast sendar til auglýsingadeildar
Morgunblaðsins sem fyrst með almennum
upplýsingum og meðmælum merktar: „Kurt-
eis og kát(ur) 2500“.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra á
Norðurlandi-eystra auglýsir eftir-
taldar stöður lausar til umsóknar:
Forstöðumaður
sambýla
Staða forstöðumanns sambýla fyrir þroska-
hefta sem svæðisstjórn rekur á Akureyri er
laus til umsóknar. í starfinu felst umsjón
með rekstri sambýlanna og fagleg ráðgjöf
og handleiðsla við starfsmenn.
Umsækjendur skulu hafa menntun þroska-
þjálfa eða aðra hliðstæða menntun. Til greina
kemur ráðning í tvær hlutastöður. Nánari
upplýsingar um stöðu þessa veitir fram-
kvæmdastjóri svæðisstjórnar í síma
96-26960 fyrir hádegi alia virka daga.
Starfsmaður
Starfsmaður óskast á sambýli fyrir fólk með
langvinna geðsjúkdóma sem taka mun til
starfa á Akureyri í lok þessa árs. Ráðning
starfsmannsins miðast við 1. desember nk.
Menntun og/eða reynsla af meðferð og að-
hlynningu geðsjúkra æskileg. Hlutastarf
kemur til greina. Nánari upplýsingar veitir
forstöðumaður sambýlisins í síma 96-26960
fyrir hádegi alla virka daga.
Umsóknir um stöður þessar skulu vera skrif-
legar og sendast ásamt uppýsingum um
menntun og fyrri störf í pósthólf 557, 602
Akureyri.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra
á Norðurlandi eystra.
Sölufólk
Nú fer í hönd besti sölutími ársins. Höfum
bætt við ýmsum nýjum bókatitlum frá nýjum
bókaforlögum. Vorum einnig að fá í einka-
sölu mjög áhugaverða bókaflokka.
Vegna þessa getum við bætt við sölufólki
strax, bæði á stór-Reykjavíkursvæðinu og
út á landsbygðinni. Mjög góðir tekjumögu-
leikar. Fullt- eða hlutastarf.
Upplýsingar í símum 689133 eða 689815.
Söluskrifstofa Bjarna og Braga,
Bolholti 6.
atvinna — atvinna
Rafmagnstækni-
fræðingur
framkvæmdastjóri
Fyrirtækið er virt og rótgróið innflutnings-
og smásölufyrirtæki í Reykjavík.
Starfssvið er umsjón með rekstri fyrirtækis-
ins og öllum framkvæmdum á þess vegum.
Möguleiki er á eignaraðild í fyrirtækinu ef
um semst.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu raf-
magnstæknifræðingar að mennt með
reynslu í stjórnunarstörfum. Áhersla er lögð
á traustan aðila, sem hefur tamið sér skipu-
lögð og sjálfstæð vinnubrögð.
Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvem-
ber nk.
Umsóknareyðubiöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9.00-16.00.
Skólavörðustig Ja - 701 Reykjavik - Simi 621355
Hrafnista
Hafnarfirði
Starfskraftur óskast í 50 og 100% starf við
aðhlynningu og ræstingu. Einnig vantar hár-
greiðsludömu í 60% starf. Barnaheimili á
staðnum.
Upplýsingar veitir forstöðukona í síma 54288
milli kl. 10 og 12.
Þú svalar lestrarþörf dagsins 4
á^imMoggaii^_^<^
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Úrvalsbeita!
Höfum úrvals smokkfisk frá Falklandseyjum
til sölu. Smokkurinn er sjófrystur, óþveginn,
með blekinu í.
Verð 49 kr. kílóið.
Höfum einnig nýfrysta beitusíld til sölu í 9
kílóa öskjum á mjög hagstæðu verði.
H Upplýsingar í síma 91-622995.
Matvöruverslun
Til sölu er gróin og örugg matvöruverslun í
góðu leiguhúsnæði í Austurborginni. Velta
6,5-7 milljónir á mánuði.
Áhugasamir leggi nafn sitt og símanúmer inn
á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Raunhæfur
rekstur - 14208“.
Frystitæki
Til sölu Freon 502 frystitæki, 9 stöðva.
Upplýsingar í símum 92-13362, 92-14516
og 92-14462.
Hótel til sölu
Til sölu er húseignin Ólafsbraut 19, efri hæð,
í Ólafsvík. í húsinu eru 38 2ja manna herb.,
3ja herb. íbúð og matsalur fyrir 100 manns,
auk alls búnaðar til hótelrekstrar.
Upplýsingar gefur Pétur S. Jóhannsson í
símum 93-61315 og 93-61146.
Félagasamtök - orlofshús
Til sölu eða langtímaleigu nýlegt einbýlishús
á fallegum stað í Borgarfirði. Lóðin er stór
og vel gróin. Útisundlaug er í garðinum. Tvö-
faldur bílskúr. Tilvalið sem orlofshús t.d. fyr-
ir félagasamtök.
Lysthafendur vinsamlega leggi inn nafn og
símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt:
„F - 6962“.
Baader 188 f lökunarvél
einnig Baader 47 roðflettivél til sölu.
Upplýsingar í símum 92-13362, 92-14516
og 92-14462.
Óska eftir að kaupa
Baader 51 roðflettivél og rafmagnslyftara
11/2-2ja tonna með veltibúnaði fyrir fiskikör.
Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
merkt: „B - 6964".
| þjónusta |
Sandspartl —
hraunun og málun
Getum bætt við okkur verkefnum. Gerum
verðtilboð. látið fagmennina vinna verkin.
Litbrigði sf.
Sími 611237 — 985-29119.
------------------------------------I