Morgunblaðið - 08.11.1988, Side 42

Morgunblaðið - 08.11.1988, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NOVEMBER 1988 GRÍMUBALL Dansað í Vitanum ► JC deginum, laugardaginn 29. »»október, hélt JC Hafnarfjörður grímuball í Vitanum, Hafnarfírði. Ballið var auglýst fyrir 2-6 ára böm og sóttu það mjög margir. Rúmlega tvö hundruð manns, böm og fullorðnir, komu í Vitann. Tóku gestir þátt í dansi og leikjum og skemmtu sér hið besta. Eins og sjá má á myndinni var lögreglan á staðnum, með umferðarfræðslu og gaf öllum börnunum endurskins- merki. Morgunblaðið/Árni Sœberg Hér eru tvær prúðbúnar telpur með fönduijóladagatal sem þær fengu fyrir þátttöku i leikjum á ballinu. JC-DAGUR Verðlaun fyrir teikningar JC-dagurinn var 29. október und- ir kjörorðinu „Æskulýðsmál". í bytjun október hafði verið efíit til teiknimyndasamkeppni meðal barna á skóladagheimilum í Breið- holti. Unnu bömin eftir landsverk- efni JC hreyfíngarinnar á íslandi, sem er „Maðurinn og umhverfíð". Verðlaun og viðurkenningar voru afhentar á furðufataballi fyrir alla fjölskylduna f Fellahelli í Breið- holti. Öll börn fengu viðurkenningu fyrir þátttöku en 76 af 95 bömum skiluðu inn myndum. Fyrstu verð- laun hlaut Birkir Már Benediktsson, 6 ára frá Hólakoti, önnur verðlaun hlaut Ingibjörg Dögg Kjartansdótt- ir, 9 ára frá Bakka, og þriðju verð- laun hlaut Einar Valur Sigurjóns- son, 9 ára, einnig frá Bakka. 10 ÁRA DRAUMUR Herdís með eigin plötu Ný sólóplata Herdísar Hall- varðsdóttur sem ber nafnið „Gullfískar" er væntanleg á mark- aðinn nú snemma mánuðinum. Á henni em tólf lög samin af Herdísi og em flestir textanna hennar eig- in. ingur á efni plötunnar 13. nóvem- ber á veitingahúsinu Gauk á Stöng. Hljómplatan var tekin upp í Stúdíó Stemmu og var Gísli Helga- son upptökustjóri. Yfír tuttugu tón- listarmenn koma við sögu á þessari hljómplötu. I * '* 'í I Herdís var sem kunnugt er í hljómsveitinni „Grýlunum" um ára- bil og eftir það spilaði hún með „Hálft í hvoru" í tvö ár. Síðan hef- ur hún starfað með ýmsum tónlist- armönnum í Reykjavík. Að sögn Herdísar er útgáfa eigin plötu tíu ára draumur sem er að rætast og er hún nú að setja saman hljóm- sveit sem ber nafnið „Herdís og gullfískamir". Verður fmmflutn- Morgunblaðið/Þorkell Herdís Hallvarðsdóttir með heimilisköttinn Skottu. í baksýn má sjá málverk eftir Önnu Ólafs- dóttur Björnsson en sú mynd prýðir umslagið á nýrri plötu Herdísar. COSPER IQ8QI COSPER. Af ótta við verkföll birgði ég mig af ben síni fyrir vindla- kveikjarann í næstu 20 ár. HNEFALEIKAR Verðlaunabeltinu stolið Heimsmeist- arinn í hnefaleik- um, Mike Tyson, sést hér halda á verðlaunabelti í hnefaleik- um ásamt keppendum í léttvigt, þeim Jose Luis Ramiréz t.v. og Julio Cesar Chavez. Myndin er tek- in á blaðamannafundi í Las Vegas. Stuttu eftir að myndin var tekin var sjálfu beltinu stoðið. Átti að afhenda það sigurvegaranum í við- ureign milli þeirra Ramirez og Chavez þann 29. október síðastlið- inn. Hefur verið gerð dauðaleit að beltinu og samkvæmt heimildum er það enn ófundið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.