Morgunblaðið - 25.11.1988, Síða 3

Morgunblaðið - 25.11.1988, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 3 . * Astæða áfrýjunar í Sturlumáli: Dómurinn talinn jafii- gilda óútfylltum tékka FORSENDA þess, að fjármálaráðherra ákvað í sumar að áfrýja svonefndu Sturlumáli til Hæstaréttar, var sú, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins, að ríkislögmaður taldi niðurstöðu borgar- dóms Reykjavíkur jafiigilda því, að skilinn væri eftir óútfylltur tékki fyrir alla forstöðumenn rikisstofiiana til að fara að ásettu ráði fram úr fjárlögum. Ólafur Ragnar Grimsson fjármálaráð- herra segist ekki líta svo á, að með því að hætta við áfrýjun sé hann að gefa fordæmi fyrir því, að hægt sé af ásettu ráði að fara framúr Qárlagaheimildum. Sverrir Hermannsson fyrrver- andi menntamálaráðherra vísaði Sturlu Kristjánssyni úr embætti fræðslustjóra Norðurlands eystra í ársbyijun 1987, fyrir að hafa farið fram úr fjárlagaheimildum og brot- ið trúnað við menntamálaráðuneyt- ið. Sturla höfðaði síðan skaðabóta- mál vegna brottvikningarinnar. I niðurstöðu borgardóms Reykjavíkur var staðfest að um- framnotkun fræðsluumdæmis Norðurlands eystra hefði á árinu 1986 verið 4,2% umfram heimildir, eða rúmlega 10 milljónir króna. Dómurinn taldi einnig að Sturla hefði bugðist starfsskyldu sinni með því að heimila sérkennslu umfram fjárlagaheimildir, og brotið trúnað við menntamálaráðherra við stjóm- un embættis síns og í opinberri umfjöllun. Hins vegar þóttu sakir hans ekki nægilega alvarlegar til að réttlæta fyrirvaralausa brott- vikningu að fullu, og einnig hafi form brottvikningarinnar verið ábótavant. Því voru Sturlu dæmdar 900 þúsund krónur í skaðabætur. Jón Baldvin Hannibalsson þáver- andi fjármálaráðherra ákvað að Loðnuveiðar: Fullt tungl og lítil veiði FULLT TUNGL var í fyiri- nótt og því lítil loðnuveiði, að sögn Astráðs Ingvarsson- ar starfsmanns loðnunefnd- ar. Síðdegis í gær, fimmtudag, hafði Bergur tilkynnt um 240 tonn til Siglufjarðar og Grindvíkingur 750 tonn til Seyðisfjarðar. Síðdegis á miðvikudag til- kynnti Fífill um 100 tonn til Krossaness og Harpa 400 tonn til Raufarhafnar. Fógetaréttur: áfrýja þessum dómi til Hæstarétt- ar, og átti að taka málið fyrir í febrúar nk. Forsendan fyrir áfrýj- uninni var, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, það álit ríkislög- manns að fyrst það þótti ekki næg brottrekstrarsök að Sturla fór vísvitandi fram úr fjárlögum, væri verið að gefa það fordæmi að for- stöðumenn stofnana gætu farið fram úr fjárlögum að vild, án þess að það varðaði öðrum viðurlögum en áminningu. Þegar Morgunblaðið spurði Ólaf Ragnar Grímsson hvort hann liti ekki svo á, að með því að hætta við áfrýjun væri hann að gefa for- dæmi fyrir að hægt væri að fara framúr fjárlögum, sagði hann svo ekki vera. „Ef að einhveijir færu að túlka þennan gjöming á þann veg myndi ég auðvitað grípa til ráðstafana. En þá væri aðdragand- inn orðinn eðlilegur og sjálfsagður og með öðrum hætti, heldur en var í þessu máli, sem því miður varð mikið tilfinningamál, mikið pólitískt hitamál og allir aðilar málsins létu falla orð, sem ekki er heppilegur grundvöllur undir það að ríkisvaldið sæki sér agavald gegnum úrskurð Hæstaréttar, sem þá hefði átt að vera andstæður úrskurði undirrétt- ar,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Pása í síldarsöltun. Síldarsöltun: Morgunblaðið/Helena Um 16.700 tunniir eftir EFTIR var að salta í um 12.500 tunnur af hausskorinni og slógdreginni síld í gærkvöldi og 4.200 tunnur af síldarflökum. 20 söltunarstöðvar voru búnar með kvóta sinn í fyrrakvöld en 43 stöðvar hafa leyfi til söltunar. í fyrrakvöld hafði verið saltað í 210.444 tunnur og reiknað var með að búið yrði að salta í um 213.500 tunnur í gærkvöldi, sögn Kristjáns Jóhannes- sonar, birgða- og söitunarstjóra síldarútvegsnefiidar. Síldveiði var í Mjóafirði, Fá- skrúðsfirði og Reyðarfirði í gær. í fyrrakvöld hafði verið saltað í 36.027 tunnur á Eskifirði, 34.745 tunnur á Höfn í Homafirði, 24.372 tunnur á Seyðisfirði, 22.222 tunnur í Grindavík og 20.289 tunnur á Reyðarfirði. Þá var búið að salta í 21.480 tunnur í Fiskimjölsverksmiðju Homa- flarðar, 14.732 tunnur í Pólarsfld á Fáskrúðsfirði, 13.522 tunnur í Strandarsfld á Seyðisfirði, 13.136 tunnur í Skinney á Höfn í Homa- firði og 10.858 tunnur í Norð- ursfld á Seyðisfirði, að sögn Kristjáns Jóhannessonar. Þýzka verzlanakeðjan Aldi: Nafn íslands verði fjar- lægt úr vörumerlgum SL - siglum ekki undir fölsku flaggi, segir Theodór S. Halldórsson SÖLUSTOFNUN lagmetis hefur borizt óformleg ósk frá þýzku verzlanakeðjunni Aldi þess efiiis að nafii íslands verði Qarlægt úr vörumerkjum stofnunarinnar til þess að ekki komi til vand- Kröfii um íimsetníngu í eignir Vemdar hafnað kvæða við sölu sjávarafurða frá íslandi í Vestur-Þýzkalandi. Theodór S. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri SL, telur ólíklegt að stofiiunin verði við þessari beiðni. Sölustofnun barst í gær skeyti frá umboðsmanni sínum í Vestur- Þýzkalandi þar sem sagt’ var frá mótmælum Grænfriðunga við verzl- anir Aldi á þremur svæðum í Norð- ur-Þýzkalandi. Kom þar jafnframt til einhverra pústra og munu stjóm- endur viðkomandi verzlana hafa í hyggju að hætta að selja þá íslenzku rækju, sem þeir hafa haft á boðstól- um. Stjómendur Aldi höfðu áður til- kynnt að þeir myndu halda áfram að kaupa sjávarafurðir frá Islandi, svo fremi sem viðskiptahagsmunir væru ekki í hættu. Theodór sagði, að Aldi- menn hefðu meðal annars lagt til að íslenzka rækjan yrði sögð grænlenzk, en slíkt kæmi auðvitað ekki til mála. „Við viljum ekki sigla undir fölsku flaggi og það er alveg óvíst að þessi beiðni verði rædd innan stoftiunarinnar," sagði Theo- dór. FÓGETI hefiir hafhað kröfii Guðmundar Jóhannssonar um að hann verði settur inn í umráð eigna Félagasamtakanna Verndar, þar sem ekki hafi verið staðið rétt að kosningu stjórnar, sem kaus Guðmund formann samtakanna á síjórnarfiindi, sem hluti félagsmanna í Vernd efiidi til. Þremur vikum áður var haldinn aðalfundur í samtökunum, en honum var slitið og stjórnin, undir forystu Jónu Gróu Sigurðardóttur, ákvað að boða til framhaldsað- alfundar. Hluti fimdarmanna vék af fiindi, en þeir sem eftir sátu kusu nýja sljórn og síðar Guðmund formann hennar. Aðalfund Verndar þann 22. sept- ember sátu 65 manns, en u.þ.b. 30 voru ekki félagsmenn. Deilt var um hveijir skyldu hafa atkvæðisrétt á fundinum. Þeim deilum lyktaði svo að hlé var gert á fundinum og fram- kvæmdastjórn lagði síðan fram bók- un þar sem sagði að þar sem ágrein- ingur þessi hefði komið upp þætti framkvæmdastjóm rétt að leita til löglærðra manna, slíta fundinum og boða til framhaldsaðalfundar þegar álitsgerð lægi fyrir. Formað- ur stjórnar, Jóna Gróa Sigurðar- dóttir, sleit fundinum og gekk af honum ásamt um 25 fundarmönn- um. Þeir sem eftir sátu á fundinum héldu honum áfram og kusu nýja stjórn. Þann 17. október héldu þeir stjórnarfur.d og á honum var Guð- mundur Jóhannsson kosinn formað- ur Verndar. Guðmundur fór síðan fram á fógetaaðgerð þar sem Jóna Gróa hefði ekki skilað af sér eignum samtakanna til nýrrar stjómar. Jóna Gróa hélt því m.a. fram að þar sem hún hafi slitið fundinum 22, september hafi það stjórnarkjör sem á eftir fór verið markleysa og samtökunum óviðkomandi. Sama gilti um fundinn 17. október. Fógeti komst að þeirri niður- stöðu, að eftir að aðalfundinum var slitið og hluti fundarmanna hvarf af fundi hafi þurft að boða að nýju til aðalfundar til að ljúka aðalfund- arstörfum. Það sem fram fór á fundinum eftir að aðalfundi var slit- ið sé því málefnum Félagasamtak- anna Vemdar óviðkomandi. Sú nið- urstaða leiði til þess að synja beri kröfu gerðarbeiðanda. Valtýr Sigurðsson, borgarfógeti, kvað upp úrskurðinn. Málsaðilar hafa tekið sér frest til að ákvarða hvort þeir áfrýji úrskurðinum. Sjá úrskurðinn í heild i miðopnu Bæjarsljórn HaftiarQarðar: Ottarr Proppé forstöðumaður flármálasviðs hafiiarstjómar ÓTTARR Proppé, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, var kosinn forstöðumaður Qármálasviðs hafharstjórnar Hafnarfjarðar á fundi bæjarstjórnar í gær. Óttarr hlaut 6 atkvæði meiri- hlutans, Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags, en Guðjón Tóm- asson fékk 4 atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Ólafur Proppé, fulltrúi fijálsa framboðsins, sem er bróðir Óttars, vék af fundi. Á fundi hafnarstjómar í gærmorg- un fékk Óttarr 3 atkvæði en Guðjón 2 atkvæði sjálfstæðis- manna. Á fundi bæjarstjórnar í gær var Sveinn Bragason kosinn for- stöðumaður kostnaðareftirlits Hafnarfjarðarbæjar með 10 at- kvæðum. Umsækjendur um þá stöðu voru 16.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.