Morgunblaðið - 25.11.1988, Page 21

Morgunblaðið - 25.11.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 21 Itölsk farþegaþota hvarf með 81 manni árið 1980: Italir bíða skýringa á orsökum flug- vélarhvarfsins Hefiir herinn eitthvað að fela? Intcrnational Herald Tribune. HVARF ítalskrar farþegaþotu af gerðinni DC-9, sem fórst með manni og mús er hún átti skammt ófarið til Sikileyjar í innan- landsflugi á ítaliu, þykir enn hin mesta ráðgáta. Málið hefúr allt- af þótt gruggugt og fyrir þrábeiðni ættingja farþega, sem fórust með þotunni, hefúr ítalska stjórnin nú fyrirskipað nýja rannsókn á hvarfi hennar. Farþegaþota af gerðinni DC-9, sömu gerðar og sú, sem fórst í innanlandsflugi á Ítalíu í júní árið 1980. Þotan var í eigu flugfélagsins Itavia, sem flaug á innanlands- leiðum, en það heyrir nú sögunni til. Um borð í henni var 81 Itali, farþegar og áhöfn, er hún hvarf eitt kvöld í júní árið 1980. Sá orðrómur, að henni hafi verið grandað, annaðhvort af líbýskri orrustuþotu eða vestrænni, jafn- vel ítalskri herflugvél,_hefur aldrei verið kveðinn niður. ítalskir fjöl- miðlar hafa sakað yfirstjórn hers- ins um tilraunir til að hylma yfir atburðinn og hvað raunverulega olli hvarfi þotunnar. Nýverið birti sjónvarpsstöð nýjan þátt um flug- vélarhvarfið þar sem því var hald- ið fram að orrustuþota, jafnvel ítölsk, á æfíngu Atlantshafs- bandalagsins (NATO) nálægt flugleið þotunnar hefði grandað henni fyrir mistök. „Ríkisstjómin hefur loksins gert eitthvað af viti," sagði Romeo Ferucci, lögmaður aðstandenda þeirra sem fórust. Þeir hafa myndað með sér samtök til þess að reyna að fá sannleikann um hvarf þotunnar fram í dagsljósið. Niðurstöður fyrri rannsókna á orsökum slyssins hafa ekki þótt trúverðugar. Þar með er talin rannsókn flugmálayfirvalda, sem lokið var fyrir tveimur árum, en niðurstöður hennar voru þær, að þotan hefði sprungið í tætlur á flugi. Engar útskýringar voru hins vegar gefnar á því hvers vegna hún hefði sprungið. Brak úr þotunni náðist af hafs- botni í júní í sumar. Var það sent til rannsóknar hjá opinberri stofn- un í Bretlandi. Niðurstöðu er að vænta fyrir áramót og verður skýrsla um rannsóknina afhent nefnd, sem ítalska stjómin hefur falið yfírumsjón hinnar nýju rann- sóknar á orsökum þotuhvarfsins. Þó svo að niðurstöður séu ókomnar hafa fjölmiðlar á Ítalíu skýrt frá því að brezku rannsókn- armennimir telji nú þegar fullvíst að sprenging hafi orðið utan frá og að líklega hafi því eldflaug grandað þotunni. Skutu Líbýumenn þotunaniður . . . „Ég er þeirrar skoðunar að Líbýumenn hafí átt hlut að máli,“ sagði Ferruci lögmaður. Þremur vikum eftir hvarf DC-9 þotunnar fannst brak líbýskrar MiG-þotu á fyallstindi á sunnanverðri Ítalíu. Ferruci heldur því fram að líbýska þotan hafí horfíð á sama tíma og ítalska farþegaþotan. Ymsir ítalskir stjómmálamenn hafa varpað fram þeirri kenningu, að ef til vill hafí flugmenn líbýsku þotunnar skotið á farþegaþotuna fyrir mistök. Hafi þeir villzt á henni og flutningaflugvél, sem Líbýumenn töldu vera á leið yfír Miðjarðarhaf með vopn til manna, sem hefðu áformað að steypa Moammar Gadhafí, Líbýuleiðtga, af stóli. Gadhafi átti fund með ítölskum blaðamönnum í Trípólí fyrir skömmu. Aðspurður um meinta aðild Líbýumanna að flugvélar- hvarfinu sagði hann: „Það vita allir að það var bandarísk eldflaug en ekki líbýsk sem grandaði þot- unni". Um það leyti sem flugvélin hvarf myrtu hryðjuverkamenn fjölda líbýskra andófsmanna, sem búsettir voru á Ítalíu. Hafði Gad- hafi haft í hótunum og sagst mundu refsa andófsmönnum, sem neituðu að snúa heim. ítölsk stjómvöld létu á þessum tíma til skarar skríða gegn hryðjuverka- mönnum og stjórnaði Francesco Cossiga, þáverandi forsætisráð- herra, baráttunni gegn þeim. Cossiga er nú forseti Ítalíu og hefur verið frá því skýrt að það hafí verið fyrir hans tilverknað að hlutlaus aðili var fenginn til að rannsaka brak úr þotunni, sem náðist af hafsbotni í sumar. Þess vegna hafi það verið sent til Bret- lands til rannsóknar. . . . eða gerðu ítalir það sjálfir? Orrustuflugvélar bandaríska og franska hersins fljúga oft á þeim slóðum þar sem flugvélin hvarf. Af hálfu stjómvalda í París og Washington hefur því þó alfarið verið neitað að þær hafi verið valdar að hvarfí ítölsku farþega- þotunnar. Af hálfu NATO hefur því og verið vísað á bug að sam- tökin hafí staðið fyrir æfíngum í nágrenni slysstaðarins þegar flug- vélin fórst. Þá hafa ítölsk stjómvöld harð- lega neitað því að þarlendar her- vélar hafí grandað þotunni. Fyrir skömmu hélt ítalska sjónvarpið því fram, að ítölsk ormstuþota hefði villzt af leið og skotið eld- flaug á þotuna í misgripum fyrir fljúgandi æfíngaskotmark. Val- erio Zanone, vamarmálaráðherra, vísaði því alfarið á bug í síðustu viku. Hann sagði, að aðeins tvær herflugvélar hefðu verið á lofti á þeim slóðum þar sem þotan hvarf og hefði hvorug verið vopnuð eld- flaugum. Eftir slysið fannst brak úr fjar- stýrðu fljúgandi æfingaskotmarki skammt frá flugvélarbrakinu. Yfírmenn ítalska hersins sögðu ekkert samhengi vera þar á milli; skotmörkin hefðu verið notuð við æfíngar áður en flugvélin fórst. Óáhægður með bætur Ferucci lögmaður segir það kappsmál skjólstæðinga sinna að komast að því hvemig flugvél ættingja þeirra hvarf. Takist að draga einhvem til ábyrgðar geta þeir vænzt hárra skaðabóta. „Bætumar sem greiddar hafa verið jafngilda því að það hafi verið kjúklingar í vélinni en ekki menn,“ sagði Ferucci. Að hans sögn hafa verið borgaðar 50 millj- ónir líra í bætur, eða jafnvirði tæplega 1,8 milljóna íslenzkra króna fyrir hvem farþega. Flugfélagið, sem átti þotuna, lagði upp laupana eftir slysið. Forráðamenn þess vom sakaðir um að viðhaldi þotunnar hefði verið ábótavant og að hún kynni að hafa liðast í sundur og splundr- ast á flugi vegna málmþreytu. Ferucci þykir lítið til þessarar kenningar koma. „Flugfélagið var neytt til uppgjafar. Við erum viss um að það var eldflaug sem grandaði þotunni". Hann segir að háttsettir menn hafí haft afskipti af rannsókn málsins og m.a. látið ratsjámpptökur, sem leitt gætu hið sanna í ljós, hverfa. Ýmsir stjómmálamenn hafa tekið undir fullyrðingar Femccis um að reynt hafi verið að hylma yfír flugvélarhvarfið. Eftir sjón- varpsþáttinn, þar sem sagt var að ítölsk ormstuþota hefði grand- að flugvélinni, sagði Giuliano Amato, fjármálaráðherra, í viðtali við ítalskt tímarit: „Miðað við framkomu yfírmanna hersins við stjómmálamenn mætti ætla að þeir hefðu eitthvað að fela.“ Fyrirspumum vegna þotu- hvarfsins var nýlega beint til Zan- one vamarmálaráðherra á þingi. Hann kvartaði undan því að frá- sagnir fjölmiðla af hvarfi flugvél- arinnar hefðu valdið trúnaðar- bresti innan hersins. Hann vísaði á bug ásökunum um yfírhylmingu og sagði, að embættismenn í vam- armálaráðuneytinu og yfirmenn í hemum hefðu aðstoðað hina nýju rannsóknarnefnd við rannsókn flugvélarhvarfsins. Egyptaland og Alsír taka iipp stjórn- ~ málasamband Kaíró. Reuter. EGYPTALAND og Alsír tóku upp stjórnmálasamband í gær og var tilkynnt samtimis í ríkjunum tveimur. Alsir og flest önnur arabaríki slitu stjórnmálasam- bandi við Egyptaland árið 1979 þegar þeir síðastnefndu skrifúðu undir friðarsamning við Israela í Camp David í Bandaríkjunum. Þar með hafa öll arabaríkin nema Líbýa, Sýrland og Líbanon tekið upp stjórnmálasamband við Egypta á ný. Egyptar em enn brottrækir úr samtökum arabaþjóða og þeir fá ekki að taka þátt í leiðtogafundi á vegum samtakanna. I yfirlýsingu sem gefín var út í Kaíró í gær seg- ir að stefnt sé að því að efla tengsl- in milli þessara grannþjóða með til- liti til gagnkvæmrar trúar þeirra á sameinu átaki arabaþjóða sem mið- ar að auknu frelsi og framfömm. I yfírlýsingunni segir ennfremur að þjóðimar hafi fallist á að taka upp stjómmálasamband „með hliðsjðn af því að þjóðirnar halda uppi vöm- um fyrir arabískan og íslamskan málstað, einkum málstað palestín- sku þjóðarinnar“. Arabískur stjómarerindreki sagði að Egyptar myndu gegna enn mikilvægara hlutverki en áður sem sáttasemjarar í deilum 'milli araba- þjóða og ísraela. Flóð í Tælandi: Hátt í 200 manns farast Bangkok. Reuter. AÐ MINNSTA kostl 140 manns fórust í flóðum og skriðufollun í kjölfar Qögurra daga úrhellis í þremur héruðum í Suður- Tælandi. Tælenskir embættismenn sögðu að 29.000 manns hefðu misst heim- ili sín í hémðunum þremur og átta hémð til viðbótar hefðu orðið illa úti í mesta úrhelli sem verið hefur í landinu í 38 ár. Flugher Tælands flutti matvæli til afskektra staða og þýrlur vom notaðar til að bjarga þorpsbúum af húsþökum. Ekkert lát var á flóð- unum og rigningunum í gær og veðurfræðingar spáðu einnig fár- viðri á svæðinu. Sofið saman sitt í hvoru rúmi REGUMATIC lagast að líkama hvers og eins. Rúmbotninn stillir hver eftir þörfum og dýnan gefur hæfilega eftir. REGUMATIC dýnu er hægt að setja í flest rúm. ENGAR TVÆR MANNESKJUR ERU EINS. REGUMATIC MIÐAST VIÐ ÞÍNAR ÞARFIR. SNÆIAND Pétur Snæland, Skeiiunni 8, sími 685588

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.