Morgunblaðið - 25.11.1988, Síða 48

Morgunblaðið - 25.11.1988, Síða 48
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Hollustuvernd ríkisins: Tyrkneskar gráfíkj- ur teknar úr umferð DREIFING og sala tyrkneskra gráfikja hefur verið stöðvuð hér á Landi og eru fikjumar ná til rannsóknar á rannsóknarstofu Hollustuvemdar ríkisins. I frétt. frá stofnuninni segir að grunur leiki á að lítill hluti þeirra gráfíkja, sem ræktaðar eru í Tyrkl- andi, séu mengaðar af þekktum krabbameinsvaldi .eiturefninu Af- latoxín. Samstarfsaðilar Hollustu- vemdar á Norðurlöndum gerðu stofnuninni vart um þetta. Við sérstök vaxtarskilyrði getur þetta efni myndast af myglugróðri. Hollustuvemd getur ekki rannsakað málið til fullnustu hérlendis og hefur þegar gert ráðstafanir til að senda sýni úr fíkjunum utan í fullnaðar- greiningu. Kaupfélag Þing- eyinga dæmt til að greiða dráttarvexti Húsavik. KAUPFÉLAG Þingeyinga hefiir verið dæmt í bæjarþingi Húsavík- ur til að greiða bændum í félags- búinu í Garði II í Mývatnssveit dráttarvexti vegna tafar á Brutust inn og stálu bjómum SJÓMAÐUR, sem býr einn í Vest- urbænum í Reykjavík, kom heim til sín í fyrrinótt eftir mánuð á sjó. Þá var íbúð hans upplýst og að innan heyrðist tónlist úr út- varpi. Greinilegt var af um- merkjum að brotist hafði verið inn og 10 bjórkassar, sem sjó- maðurinn hafði átt, voru horfiiir. Engu var líkara en nokkrir menn hefðu hafst við í íbúðinni um skeið og gert sér þar glaðan dag en væru nýlega famir. Maðurinn hringdi strax til lögreglu og vinnur RLR nú að rannsókn málsins. greiðslu andvirðis sauðljáraf- urða haustið 1987. Málið reis út af því að bændurnir í félagsbúi Garði II í Mývatnssveit töldu sig samkvæmt búfjárlögum eiga að fá greitt hinn 15. október og 15. desember andvirði innlagðra sauðfjárafurða haustið 1987. Það var ekki gert á nefndum gjalddög- um heldur síðar og þá greitt með venjulegum viðskiptareikningsvöxt- um. Því vildu bændumir í Garði II, Þorgrímur Starri Björgvinsson og sonur hans, Kári, ekki una heldur kröfðust dráttarvaxta. Málið fór fyrir bæjarþing Húsavíkur og kvað Sigurður Briem Jónsson dómarafulltrúi upp dóm í máli þessu nú nýlega og dæmdi Kaupfélag Þingeyinga til að greiða dráttarvexti eins og bændurnir kröfðust. Málinu verður líklega vísað til hæstaréttar. - Fréttaritari Konan flutt í sjúkrabifreið. Morgunblaðið/Júlíus Kona stungin hnífí KONA á fimmtugsaldri var stungin hnífi í kviðarhol í Reykjavík síðdegis í gær. Konan var strax flutt á sjúkrahús og gekkst þar undir aðgerð. Ekki fengust upplýsingar um líðan hennar í gær- kvöldi. Maður á þrítugsaldri var handtekinn, grunaður um verkn- aðinn. Atburðurinn átti sér stað á Keimili konunnar við Síðumúla. Þar var fólkið statt ásamt þriðja manni. Hinn handtekni var á vett- vangi er lögregla og sjúkralið kom á vettvang. Yfírheyrslur yfír hon- um vora ekki hafnar í gærkvöldi. Vegna ölvunár, eða annarrar vímu, var hann ekki talinn í ástandi til skýrslutöku. Að sögn Þóris Oddssonar vararannsóknar- lögreglustjóra verður ákveðið í dag hvort gæsluvarðhalds verður krafíst yfir manninum. Það á ekki að niður- Laxaslátrun á Dalvík Laxeldisstöðin Ölunn hf. á Dalvík slátraði i gær sjö tonnum af laxi sem fer flugleiðis á markað í Bandaríkjunum í dag. Meðalvigt laxanna er um þrjú kg, sem telst mjög gott, að sögn Gunn- ars Blöndals, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Ég er mjög ánægður með það verð, sem fyrir hann fæst. Þetta er stór fiskur og fyrir hann fáest gott verð miðað við þann smáa. Ég ætla að vona að meðalverð verði um það bil 370 krón- ur fyrir kg,“ sagði Gunnar. Sjá frásögn á Akureyrarsíðunni bls. 28 greiða gróðureyðingu — sagði viðskiptaráðherra í umræðum á Alþingi þar sem hann var krafínn um afsökunarbeiðni SNARPAR deilur urðu á Alþingi i gær um þau ummæli Jóns Sig- urðssonar viðskiptaráðherra á Flugleiðir: Aætlun- arflug til Japans undirbúið FLUGLEIÐIR hafa leitað til samgönguráðuneytisins með ósk um að ráðuneytið hefli und- irbúning að því að sækja um leyfi fyrir áætlunarflug milli Keflavíkur og Tókýó. Nýlega gekk fraktdeild Flug- Ieiða frá samningi við Japan Airli- nes um að flytja frakt frá íslandi til Japans um London. Flugleiðir hafa talið þann samning sér mjög hagkvæman. Þessar fyrirætlanir Flugleiða- manna koma í kjölfar umræðu í hópi manna í atvinnu- og efna- hagslífi hérlendis um nauðsyn á markaðssókn fyrir íslenskar afurð- ir í Austurlöndum, og þá einkum Japan, í því skyni að auka íj'öl- breytni í útflutningsviðskiptum og stöðugleika í þjóðarbúskapnum. flokksþingi Alþýðuflokksins, að almenningur ætti ef til vill ekki að kaupa kjöt af kindum og hross- um, sem alin hefðu verið á afrétt- um í uppblásturshættu. Töldu ýmsir þingmenn að viðskiptaráð- herra bæri að biðjast afsökunar á þessum orðum, og ráðherrar heil- brigðis- og samgöngumála sögðu að ummæli hans mætti ekki túika sem stefiiu ríkisstjórnarinnar. Jón Sigurðsson sagði gróðureyðingu vera eitt stærsta umhverfisvanda- málið á íslandi. Lausaganga búfj- ár og ofbeit ættu mikinn þátt í því, hvemig komið væri. Lang- lundargeð almennings væri á þrot- um og ekki ætti að greiða niður gróðureyðinguna. Pálmi Jónsson fór fram á umræð- ur utan dagskrár vegna fréttar í Morgunblaðinu um þessi ummæli Jóns. Gagnrýndi hann þau harðlega og hvatti ráðherra til að biðjast af- sökunar á þeim. Undir þetta tóku fjölmargir alþingismenn, auk þess sem þeir Guðmundur Bjamason heil- brigðisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra lýstu sig andvíga þessari hugmynd. Sagði Guðmundur að ekki mætti túlka þessi orð viðskiptaráðherra sem stefnu stjómarinnar. Þorsteinn Pálsson formaður Sjáif- stæðisflokksins sagði að viðskipta- ráðherra hefði með ummælum sinum lýst því yfir, að beita skyldi bændur efnahagslegum þvingunum. Slíkt væri fordæmanlegt. Sjá þingfréttir á bls. 29. Fiskmarkaðurinn í Haftiarfirði: Víðir HF fékk 8 inillj- ónir fyrir einn farm Hæsta heildarverð ft*á upphafí TOGARINN Víðir HF seldi 215 tonn fyrir 7,965 milljónir króna á fiskmarkaðinum í Hafiiarfírði í gær og á miðvikudag. Það er hæsta heildarverð sem fengist hefúr fyrir einn farm síðan fiskmarkaður- inn í Hafiiarfirði tók til starfa 15. júní í fyrra, að sögn Einars Sveinssonar framkvæmdastjóra markaðarins. Víðir HF fékk þennan afla á Vestfjarðamiðum, að sögn Einars Sveinssonar. Úr Víði vora meðal annars seld 172 tonn af þorski fyr- ir 41,20 króna meðalverð, 17 tonn af ufsa fyrir 16,42 króna meðal- verð, 3 tonn af ýsu fyrir 35 króna meðalverð, 5 tonn af steinbít fyrir 32 króna meðalverð og 11 tonn af karfa fyrir 18 króna meðalverð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.