Morgunblaðið - 26.11.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 26.11.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988 45 Frá kennslustund í Póst- og símaskólanum. Kynning á starfsemi Póst- og símaskólans Á ÞESSU ári eru liðin 20 ár síðan Póst- og simaskólinn tók form- lega til starfa. Hann var fyrst til húsa í Austurstræti 12 í Reykjavík, en fluttist síðar að Sölvhólsgötu 11 í Reykjavík, þar sem hann er nú. í tilefni af tímamótum Póst- og símaskólans verður kynning á starf- semi hans sunnudaginn 27. nóvem- ber kl. 14—17. Kynningin verður í húsnæði skólans á Sölvhólsgötu 11. Auk námsbrauta verða kynnt ýmis tæki og notkun þeirra svo og þjón- ustugreinar eins og til dæmis gagn- flutningur og telefaxsendingar. Fyrsti skólastjóri Póst- og síma- skólans var Kristján Helgason, nú- verandi umdæmisstjóri hjá Pósti og síma. Síðan 1976 hefur Jón Ármann Jakobsson verið skólastjóri. Helstu námsbrautir Póst- og símaskólans eru póstnám, símrita- nám, símsmiðanám, skrifstofu- mannsnám, talsímavarðamám og rafeindavirkjanám eftir 4. önn. Meðal fjölmargra námskeiða em námskeið fyrir stöðvarstjóra og full- trúa þeirra og ýmis tölvu- og tækni- námskeið. Allir nemendur skólans' em starfsmenn Pósts og síma og em á launum meðan á námi stendur. Námið við skólann er fólgið í bók- legu námi og starfsþjálfun og er námstími breytilegur eftir náms- brautum. Starfsþjálfun fer fram á vinnustöðum Pósts og síma. Fjöldi nemenda er um 200. Árið 1987- höfðu brautskráðst 2.020 nemendur frá skólanum. Kennarar við skólann em flestir stundakennarar og starfandi hjá Pósti og síma. Starfsmenn skólans em nú 5, stundakennarar um 60. Vísnasöngur ámál- verkasýningu ÞÖRVALDUR Örn Árnason og Ragnheiður Jónsdóttir syngja og leika á gítar nokkur visnalög í kjallara Norræna hússins laugar- daginn 26. nóvember kl. 16. Þar stendur yfir málverkasýning Björgvins Björgvinssonar. Einn- ig munu meðlimir úr söngfélag- inu Samstillingu taka undirmeð þeim Þorvaldi og Heiðu. Málverkasýningu Björgvins Björgvinssonar í Norræna húsinu lýkur síðan á sunnudagskvöld 27. nóvember nk. en sýningin er opin um helgina kl. 14.00—22.00. (F réttatilkynning) ^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 / Ð/AG Nú er Kringlon komin í glœsilegon jólobúning. Af því tilefni gerum viö okkur dogomun. Dogskráin hefst kl. 71:00 \ dog. • Kveikt á jólatrénu, Ástríður Thorarensen, borgar- stjórafrú • Skólakór Kársness syngur jólalög • Félagar úr Sinfóníuhljómsveit œskunnar leika nokkur sígild lög • Birgir Birgisson leikur létta syrpu á hljómborö • Eldfjörug hljómsveit valinkunnra hljómlistarmanna • Dindill, Agnarögn og Rebbi kynna jóladagatal Sjónvarpsins í Pennanum. ÞJONUSTUTIMI I dag: Verslanir opnar til kl. 16:00 Má.-fö.: Verslanir opnar til kl. 19:00 Veitingastaöir, alla daga til kl. 21:00/23:30 Munið - 1600 okeypis bilostœði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.