Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 15 Hvenær erþögnin dyggð? eftirJón Pétursson Frumskylda lögreglu er að vinna að auknu öryggi borgaranna. Þegar allt gengur vel er starfið leikur einn. I því ölduróti og átökum sem fylgja nútímaþjóðfélagi fer þó, því miður, sífellt me'ira fyrir alvarlegum af- brotum. Þegar ráðist er á fólk á heimilum sínum, þegar fólk getur ekki gengið óhult um götur og stræti, þegar eignir fólks verða fyr- ir barðinu á spellvirkjum, þegar eit- urlyfjasalar og neytendur mynda Islensk drauma- ráðninga- bók IÐUNN hefiir gefíð út íslensku draumaráðningabókina eftir Steinunni Eyjólfsdóttur. í kynningu Iðunnar segir: „ís- lenska draumaráðningabókin er bók á erindi til allra sem áhuga hafa á draumum og dulsýnum. Alla sem dreymir, og flestum leikur forvitni á að vita hvað draumamir tákna, leiðsögn eða forspá. Þess vegna skiptir miklu að ráða þá rétt og túlka þann boðskap sem þeir bera okkur. I þessari bók má fletta upp á fjölmörgum draumtáknum og lesa um merkingu þeirra. Fjöldi Islend- harðan kjama vopnaðra afbrota- manna og þegar lögreglan stendur vanmáttug og ráðþrota gagnvart þeirri frumskyldu sinni að skapa hinum almenna borgara vernd, þá er átaks þörf. Við félagar í Lögreglufélagi Reykjavíkur hljótum að þurfa að gera það upp við samvisku okkar hvort við teljum okkur vera þjóna fólksins sem óttast um líf sitt og limi eða þræla þess kerfis sem nú og ætíð óttast um æru sína og krefst þess að við dönsum með. Hvenær er þögnin dyggð og hvenær glæpur? inga segir hér frá draumum sínum og hvemig þeir rættust. Hér eru einnig kaflar um sjómannadrauma og um merkingu nafna í draumi, um þjóðtrú tengda draumum, fyrir- boða og fomar aðferðir til að skyggnast inn í framtíðina. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis- stjóri í Dómsmálaráðuneytinu, læt- ur ýmis orð falla í viðtölum við fyöl- miðla, sem ekki skal svarað að sinni, utan þetta: í fyrstá lagi: Ekki þarf að fara í grafgötur um hverjar undirtektir lögreglumenn fá frá ráðuneytis- stjómm við ábendingum og áskor- unum um úrbætur. í öðm lagi: Ráðuneytisstjórinn telur ýmislegt í skýrslu okkar of- sagt og missagt. Hér skal fullyrt að þvert á móti er þar margt van- sagt. I þriðja lagi: Ráðuneytisstjórinn telur ómaklegt að birta samantekt okkar þegar lögreglustjóri er stadd- ur erlendis, rétt eins og slíkt sé eitt- hvert nýmæli. Hjalti Zóphoníasson lætur að því l'£Tgja að hér séu lögreglumenn ein- faldlega að fá útrás fyrir gremju vegna niðurskurðar á aukavinnu! Kannski má í þessum orðaskiptum sjá í hnotskum hver vandi lögreglu- mönnum er á höndum við að fá áheym hjá yfírvöldum. Vegna þeirra mörgu borgara sem nú eiga um sárt að binda vegna ofbeldis á götum og í heimahúsum, vegna þeirra sem óttast um líf sitt og limi á almannafæri og ekki síst vegna þeirra tuga lögreglumanna sem slasast hafa í starfi, jafnvel hlotið örkuml, er útilokað að lengur sé þagað um átakanlegan vanmátt lögreglunnar í Reykjavík. Það er hveijum manni nauðsyn- legt að geta verið stoltur í sínu starfi, að geta fundið lífsstarf sitt vera til góðs. Góð lögregla er einn af homsteinum nútíma þjóðfélags. Sem lögreglumaður í áratugi og-' sem íjölskyldumaður í Reykjavík Jón Pétursson „Það er hverjum manni nauðsynlegt að geta verið stoltur í sínu starfí, að geta fimdið lífsstarf sitt vera tii góðs. Góð lögregla er einn af hornsteinum nútímaþjóðfélags.“ get ég ekki annað en kallað eftir stuðningi ykkar. Tökum höndum saman og treyst- um öryggi hins almenna borgara. Höfundur er formaður Lögreglu- félags Reykjavíkur. Verd.. oggæði tara saman hjáokkur nerra^ liúsiö/ Laugavegi 47 Sími 29122. SÓLEV í EPAL FAXAFENI 7 LióöabahurJB FERSKEYTLAN Kári Tryggvason valdi. Margt bcndir til að áhugi á þessu kveðskaparformi sé enn að vakna og er það vel. Á annað hundrað snjallra vísna. YISNABOK KAINS Tómas Guðmundsson sá um útgáfuna. Káinn var eitt af sérkennileg- ustu skáldum íslendinga. Á fyrstu bók sína skrifaði hann til vina sinna: Þó vandlætisskáldin mig kvcði i kút er kverinu af stokkunum hleypt, svo bullið og vitleysan breiðst geti út. Sú bók verður lesin og kcypt. LJOÐABOKIN 1988 Glæsilegt safn frumbirtra úr- valsljóða eftir höfunda á aldrin- um 18-83 ára. Ekki hefur áður birst jafn breitt úrval íslenskra samtimaljóðlistar í einni bók. Bókin, sem sýnir grósku í is- lcnskri Ijóðlist, er fcngur öllum bókmenntaunnendum. DAGUR AF DEGI eftir Matthias Jóhanncssen. Matthías stcndur föstum fót- um i íslcnskri bókmenntaarf- leifð eins og meiri háttar íslensk skáld hafa löngum. í Dagur af . degi eru efnistökin enn ný og fersk. eymundssom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.