Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 56
XJöfðar til X i fólks í öllum starfsgreinum! MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. 1 fl dagar 1U til jóla Tvær telp- ur þungt haldnar eftir slys EKID var á tvær telpur, fjögurra og sex ára gamlar, í Skeiðarvogi í gærmorgun. Telpurnar eru báð- ar mikið slasaðar og var gerð höfuðaðgerð á annarri í gær. Þær liggja báðar á gjörgæslu- deild Borgarspítalans. Slysið varð kl. 10.18. Telpumar voru á leið vestur yfir Skeiðarvog á móts við hús númer 20, þegar þær urðu fyrir fólksbifreið, sem ekið var suður götuna. Sú yngri slasaðist mjög mikið og var gerð á henni höfuðaðgerð í gær. Landsvirkjun fær hagnað af verksmiðjunni á næsta ári Stúfur hét sá þriðji —' MJÖG hátt verð er á kísiljárni á mörkuðum erlendis og rekstur Islenska járnblendifélagsins hf. hefur því gengið mjög vel. Hagn- aður félagsins fyrstu níu mánuði þessa árs er um 230 milljónir króna. Miðað við óbreytt ástand er áætlað að hagnaður félagsins í ár nemi 400 milljónum króna. Þetta er mun meiri hagnaður en búist var en gert var ráð fyrir að hann yrði um 50 milljónir króna. Jón Sigurðsson forstjóri Járn- blendifélagsins segir að hið háa verð sé vegna mikillar aukningar á stálframleiðslu í heiminum. Fram- boð á kísiljámi hafi hinsvegar ekki aukist að sama skapi og því hafi myndast þetta svigrúm til verð- hækkunar. Verð á kísiljárni er nokkuð breytilegt eftir mörkuðum en sem dæmi má nefna að í Vestur- Þýskalandi er tonnið nú selt á um 2.000 mörk eða 52.000 krónur til notenda. Í fyrra var þetta verð 1.250 mörk á tonnið eða 32.000 krónur. Jón Sigurðsson segir að reiknað sé með að verð á kísiljárni haldist hátt fram á mitt næsta ár en erfið- ara sé að spá um verðþróun eftir þann tíma. Vegna hins háa verðs og góðrar rekstrarstöðu félagsins ílf reiknað með að Landsvirkjun fái tekjur af hagnaði félagsins á næsta ári. Samkvæmt samningum fær Landsvirkjun 33% af hagnaði fé- lagsins eftir að ákveðnu marki er „Ákvæðið sem fella á út virðist því aðeins vera til áréttingar á þeirri friðarskyldu og sé sá skilning- ur réttur verður ekki séð að breyt- ingin hafí efnislegt innihald. For- sætisráðherra túlkaði brejúinguna hins vegar á allt annan veg og ég hlýt því að ganga út frá því að ríkis- stjórnin vilji efnislega breytingu,“ sagði Ásmundur. Steingrímur Herraannsson, for- náð, sem er 51 milljón norskra króna eða rúmar 350 milljónir íslenskra króna. sætisráðherra, sagði að þessar breytingartillögur stjórnarinnar þýddu að samningar framlengdust til 15. febrúar, en menn gætu byrj- að að ræðast við og undirbúa nýja samninga. Aðspurður sagði Steingrímur að opinberir starfs- menn fengju launahækkun um 1,25% þann 15. febrúar ef þeir semdu ekki um annað. Þeir gætu hins vegar samið um annað þegar „Við teljum að ef ekkert breytist frá því sem nú er verði afkoma félagsins að minnsta kosti jafn góð á næsta ári og hún er í ár ef ekki betri," segir Jón Sigurðsson. samningar þeirra losnuðu um ára- mótin. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði að þessi ákvörðun væri alveg óumdeilanlega árangur af þeim eindregnu áskorunum sem hefðu komið frá verkalýðshreyfing- unni að undanförnu. Hann fagnaði því að ríkisstjórnin hefði séð að sér hvað þetta varðaði. Þórarinn V. Þórarinsson, for- maður Vinnuveitendasambands ís- lands, sagði að þessi breyting á bráðabirgðalögunum væri táknræn en innihaldslaus. Hún kynni að vera til þess fallin að bæta samskipti verkalýðshreyfingar og ríkisvalds, en hún breytti því ekki að allir kjarasamningar verða áfram bundnirtil 15. febrúarhið minnsta. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, þingmaður Borgaraflokks, sagði aðspurð að hún teldi að með þessu væri ríkisstjórnin að taka undir til- lögu Borgaraflokksins. Hún sagðist ekki vita til að að ríkisstjórnin hefði rætt við þingmenn Borgaraflokks- ins vegna þessa, en niðurfelling þessa ákvæðis skipti ákaflega miklu máli í sínum huga. Kristín Halldórs- dóttir, þingmaður Kvennalista, sagði að þessi ákvörðun ríkisstjórn- arinnar væri ekki árangur af nein- um samningaviðræðum við Kvenna- listann. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þetta ákvæði skipti litlu máli nú því að engum dytti í hug að fara út í verk- fallsbaráttu nú þegar atvinnuleysi blasti við íj'ölda fólks. Sjá þingfréttir bls. 33. Forseti ASÍ vill lögfræðiálit á tillögu ríkisstjórnarinnar RÍKISSTJÓRNIN vill fella úr gildi ákvæði úr bráðabirgðalögum sínum þess efnis að verkföll og verkbönn séu óheimil. Hún vill hins vegar áfram hafa í gildi ákvæði sem framlengir alla gildandi kjara- samninga fram til 15. febrúar á næsta ári. Asmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, segist fagna þeirri hugarfarsbreyt- ingu sem þetta lýsi. Hann hyggist hins vegar fá lögfræðilegt álit á hvað þessi breyting þýði í raun, því í fljótu bragði virðist sem verk- föll verði áfram óheimil til 15. febrúar vegna friðarskyldu sem al- mennt er á gildistíma kjarasamninga. Atkvæðagreiðsla um bráða- birgðalögin á að fara fram á Alþingi i dag. Stærsti happdrættisvinningurinn: Sjötug kona fékk 25 niillj- ónir hjá HHÍ „Mig deymdi að eitthvað myndi gerast í dag,“ segir vinningshafinn SJÖTUG kona í Reykjavík, Karitas Magnúsdóttir, fékk í gærdag stærsta happdrættisvinning, sem um getur hérlendis, er 5 milljón króna vinningur Happdrættis Háskóla Islands kom á trompmiða hennar. Trompmiðinn er fimmfaldur og hún er því 25 milljón krónum ríkari í dag. Númer miðans er 20975. „Mig dreymdi fyrir því að eitt- eða svo. Hún segir að hún hafi hvað myndi gerast í dag en ég átti ekki von á þessu," sagði Kar- itas í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hún vildi hinsvegar ekki segja hvemig sá draumur var. Trompmiðinn var lengi í eigu manns hennar,, Ingólfs heitins Guðmundssonar trésmíðameist- ara, en hann lést í október sl. En það eru fleiri sem njóta munu góðs af þessum vinningi. „Ég var búin að heita .því að ef vinningur kæmi á annað borð á einhveija af miðum mínum í happdrættinu myndi Félag fatl- aðra og lamaðra njóta góðs af því. Það mun fá sinn skerf af þessum vinningi,“ sagði Karitas. Hún og maður hennar hafa átt miða í Happdrætti Háskólans um langt skeið eða undanfarin 40 ár síðast fengið vinning í happdrætt- inu fyrir 36 árum. Karitas vinnur nú sem dagm- amma og ætlar ekki að láta af því starfi þrátt fyrir hinn óvænta glaðning... „Ég vil ekki svíkja vini mína,“ segir hún. Þrátt fyrir drauminn sem að framan getur tók það nokkurn tíma fyrir hana að trúa þessari heppni er Jóhannes L.L. Helgason framkvæmdastjóri HHÍ hringdi í hana síðdegis í gær með gleði- fréttimar. En vinningurinn er staðreynd og átti Karitas von á að jólagjafir frá henni yrðu í veg- legri kantinum í ár. Sjá vinningsnúmerin í des- emberdrætti Háskólahapp- drættisins á bls. 38. TÍU DAGAR eru til jóla og í dag, miðvikudag, kemur jólasveinninn Stúfur til byggða. Stúfur heimsækir Þjóðminja- safnið klukkan 11 í dag. Hanna Bjartmars Arnardóttir, grafík- listamaður, bjó til jólasveina- brúður fyrir Þjóðminjasafnið og birtast myndir af þeim í Morg- unblaðinu jafnóðum og jóla- sveinarnir koma til byggða. Morgunblaðið/Þorkell Karitas Magnúsdóttir með vinningsmiðann, trompmiða í Happa- drætti Háskólans, sem gaf henni 25 milljón krónur. Hagnaður Jámblendifélags- ins 400 milljónir króna í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.