Morgunblaðið - 14.12.1988, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.12.1988, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 29 Skattar barnlausra hjóna, þar sem bæði hafa sömu tekjur Áhrif skattbreytinga Tekjuskattur Tekjurskattur á mánaðargreiðslur Mánaðarlaun fyrir breytingu eftir breytingu tekjuskatts kr. kr. kr. 80.000 0 0 0 90.000 0 0 0 100.000 0 0 0 120.000 700 700 0 150.000 9.200 9.800 600 200.000 23.500 25.100 1.600 250.000 37.700 40.300 2.600 300.000 52.000 55.600 3.600 Skattar einstæðra foreldra með tvö börn, annað yngra en Tekjuskattur 7 ára Áhrif skattbreytinga Mánaðarlaun Tekjuskattur á mánaðargreiðslur fyrir breytingu eftir breytingu tekjuskatts kr. kr. kr. 40.000 +19.700 +20.600 +900 50.000 + 19.700 +20.600 +900 60.000 + 18.100 + 19.000 +900 80.000 +10.000 + 10.500 +500 100.000 + 1.900 +2.000 + 100 120.000 5.700 6.400 700 150.000 14.300 15.500 1.200 200.000 28.500 30.800 2.300 Skattar einstaklinga Mánaðarlaun Tekjuskattur fyrir breytingu Tekjuskattur eftir breytingu Áhrif skattbreytinga á mánaðargreiðslur tekjuskatts kr. kr. kr. 40.000 0 0 0 50.000 0 0 0 60.000 300 300 0 80.000 6.000 6.400 400 100.000 11.700 12.500 800 150.000 26.000 27.800 1.800 200.000 40.200 43.000 2.800 Eignarskattar hjóna Mánaðargreiðslur Áhrif á mánaðargr. Eignarskattar Eignarskattar Skuldlaus eign fyrir breytingu eftir breytingu þús. kr. kr. kr. kr. 5.000 0 0 0 6.500 300 1.200 1.500 8.500 730 2.770 3.500 9.000 830 3.270 4.100 9.100 855 3.370 4.225 10.000 1.040 4.270 5.310 12.000 1.460 6.270 7.730 15.000 5.200 9.270 14.470 20.000 11.460 14.270 25.730 Persónuafsláttur nýt- ist í eignaskatti Eignaskattur einstaklinga og fyrirtækja hækkar úr 0,95% í 1,2% og er þá miðað við 2,5 milljón króna skuldlausa eign einstaklings. Þá er gert ráð fyrir sérstöku 1,5% eigna- skattþrepi á skuldlausa eign ein- staklinga yfir 6 milljónir og hjóna yfir 12 milljónir. Gert er ráð fyrir að 5-6000 manns lendi í þessu stór- eignaþrepi, þar af um 2300 hjón. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að nýta persónuafslátt til greiðslu á eignarsköttum, til að tryggja að ellilífeyrisþegar með litlar eða engar tekjur þurfi ekki að greiða eignar- skatt. Þessi eignarskattbreyting á að skila ríkissjóði um 550 milljónum í auknar tekjur. Þriðjungur fyrirtækja greiðir tekjuskatt Loks er gert ráð fyrir breytingum á tekjuskatti fyrirtækja. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra sagði á fréttamannafundinum að sá þáttur væri merkilegastur í frumvarpinu því þar væru stigin mörg skref sem miðuðu að því að styrkja innbyrðis réttlæti í skatta- kerfinu. Óiafur sagði að þriðjungur fyrirtækja í landinu hefðu greitt tekjuskatta fyrir árið 1987, þegar góðærið var sem mest og það væri óþolandi að búa við svo götótt skattakerfi að tveir þriðju hlutar fyrirtækja gætu skotið sér undan því löglega að greiða til sameigin- legs sjóðs landsmanna. Hann sagði að í frumvarpinu væru stigin mörg skref til að taka fyrir þetta. Helstu liðir í breyttri skattlagn- ingu fyrirtækja eru þeir, samkvæmt frumvarpinu, að reglur um fyrningu lausafjár verða hertar; almennar fyrningar dreifast á lengri tíma; ekki verður heimilt að yfirtaka rekstrartap annars fyrirtækis þegar um er að ræða fyrirtæki í óskyldum rekstri; gjaldfærsla fyrirtækja á rekstrarkostnaði fólksbifreiða verði takmörkuð; heimild til að ráðstafa hluta rekstrarhagnaðar í sérstakan fjárfestingarsjóð verði lækkuð úr 30% í 15%, og loks að tekjuskattur fyrirtækja hækki úr 48% í 50%. Alls á skattlagning fyrirtækja að færa ríkissjóði um 900 til 1000 milljónir í auknar tekjur á næsta ári. Hækkun fyrirhuguð á áfengi, tóbaki og bensíni Eins og frumvarpið er lagt fram skilar það um 2,3 til 2,4 milljörðum króna aukalega í ríkissjóð, sem er um 500 milljónum minna en vonir fjármálaráðherra stóðu til. Fjár- málaráðherra sagði um þetta að til greina kæmi að hækka tóbak, áfengi og bensín með reglugerða- breytingum til að auka tekjur ríkis- sjóðs, þegar sæist hver endanlega lendingin yrði í þinginu varðandi fjárlagafrumvörpin og tekjuöflun- arfrumvörp sem því fylgja. Hann sagði að sá tekjuafgangur sem var á fjárlagafrumvarpinu þegar það var fyrst lagt fram, 1,2 milljarðar, myndi taka einhveijum breytingum í meðferð þingsins, en markmiðið væri enn að skila fjárlögum með verulegum tekjuafgangi. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANGUS MACSWAN Eru skæruliðar að komast „úr tísku“ í Rómönsku Ameríku? EKKERT lát er á skæruliðastríðinu i EI Salvador og ótti manna við pólitíska upplausn i landinu er ekki minni en áður. Samt sem áður bendir margt til, að skæruliðahernaðurinn sé kominn i ógöngur, að skæruliðarnir horfíst nú í augu við að heyja þessa styrjöld um ófyrirsjáanlega framtið án þess að komast nokkru nær takmarki síriu. Af þessum sökum fjölgar þeim stöðugt, lika meðal þeirra, sem hafa samúð með skæruliðum, sem vilja reyna að fá þá til að leggja niður vopn og semja um frið með fullum sóma. Stjómmálamenn í Rómönsku ingin, vill efna til raunverulegra j ’ Ameríku og ýmsir pólitískir samheijar skæruliðanna segja, að þeir dagar séu brátt liðnir, að barist verði fyrir þjóðfélagslegum breytingum með vopnavaldi og benda á, að í hveiju ríkinu á fæt- ur öðru hafi borgaralegar stjómir tekið við af herstjómunum. Nái þessi friðarþróun ekki til E1 Salvador þar sem 70.000 manns hafa fallið í átökum stjómarhers- ins og skæruliða sé hætta á, að stríðið geti dregist út í það óend- anlega. „Við verðum að átta okkur á þeim nýju vinduiii, sem blása um heiminn," sagði stjómarerindreki í Mið-Ameríku. „Skæruliðar eru ekki lengur í tísku." Gallinn er bara sá, að FMNL, skæruliðahreyfingin í E1 Salvador, er langt frá því að vera komin af fótum fram. Frá því í septem- ber hefur hún aukið hemaðinn á landsbyggðinni svo að hann hefur ekki verið meiri í þijú ár og jafn- vel látið til sín taka í höfuðborg- inni. Þeir, sem vel þekkja til með- al skæruliða, segja, að þeir séu vel vopnum búnir og njóti meiri stuðnings úti í sveitunum en stjómarherinn. Þá styðjast þeir einnig við vel skipulögð félög bænda, námsmanna og verka- manna. í síðustu kosningum biðu kristi- legir demókratar og Jose Napo- leon Duarte forseti ósigur og hægrimenn komust til valda og vegna þess telja leiðtogar skæru- liða, að staðan sé þeim nú hag- stæðari en hún hefur lengi verið. Þeim dylst þó ekki, að þeir muni seint vinna hemaðarlegan sigur á stjómarhemum, sem er þjálfaður og kostaður af Bandaríkjamönn- um. „Jafnvel þótt þeir bæru sigur úr býtum, yrði komið í veg fyrir, að þeir fengju að sitja á einhveij- um friðarstóli. Þeir hafa dæmið fyrir sér, sem er Nicaragua," sagði menntamaður í Mið- Ameríku. í E1 Salvador yrði því efnt til gagnbyltingar að undirlagi Bandaríkjastjómar og Sovétmenn hafa gefíð í skyn, að þeir hvorki vilji né geti haldið uppi öðru sósía- listaríki í þessum heimshluta. Joaquin Villalobos og aðrir háttsettir FMNL-foringjar komu ofan úr fjöllunum í október sl. til að tala máli skæruliða hjá ýmsum ríkisstjómum í Suður- og Mið- Ameríku. Eftir flestum er haft, að ferðin hafi verið til lítils eða einskis. í Perú, Kólombíu ogMexi- kó eiga stjómvöld í útistöðum við skæruliða eða aðra ókyrrð og í öðmm ríkjum vilja yfirvöld ekkert gera til að ýta undir uppgang róttækra hreyfinga. Guillermo Ungo og Ruben Za- mora, tveir vinstrisinnaðir stjóm- málamenn, sem voru í útlegð og óopinberir sendiherrar FMNL, hafa nú snúið heim til E1 Salva- dor og ætla að taka þátt í væntan- legum kosningum í landinu. Er sú ákvörðun þeirra talin nokkurt áfall fyrir FMNL og flokkurinn, sem þeir bjóða sig fram fyrir, Lýðræðislega sameiningarfylk- viðræðna um að binda enda á stríðið. „Eftir átta ár er einskis að vænta af þessu stríði," sagði Jorge Villacorta, formaður flokksins. „Um uppgjöf verður þó ekki að ræða og því verðum við að fínna einhveija lausn, sem felst í því, að enginn sigri og enginn bíði ósigur.“ Jose Napoleon Duarte, forseti EI Salvador. AP Borgarastyrjöldin í E1 Salvador hefur geisað í tæpan áratug án þess, að vígstaðan hafí nokkuð breyst. Á þeim tima hafa 70.000 manns fallið í valinn. Hér liggja lík tveggja skæruliða úti í vegar- kanti eftir átök við stjórnarhermenn. Leiðtogar Lýðræðislegfu sam- einingarfylkingarinnar segja, að breytingamar, sem átt hafi sér stað í E1 Salvador síðasta áratug- inn, séu ekki síður að þakka skæruliðum en stefnu Bandaríkja- stjómar. Á það verði að leggja áherslu í hugsanlegu friðarsam- komulagi. Borgarastríðið í E1 Salvadór hófst árið 1979 og komst fyrst verulega í heimsfréttimar þegar Reagan-stjómin, sem ekki vildi „missa" annað ríki með sama hætti og Nicaragua, ákvað að draga vamarlínuna gegn komm- únismanum eftir minnsta ríkinu í Rómönsku Ameríku. Síðan hefur Bandaríkjastjóm stutt stjómvöld í E1 Salvador með þremur milljörð- um dollara og greitt götu þeirra lýðræðislegu stofnana, sem henni eru hliðhollar. Framan af beitti herinn þeim aðferðum að láta svokallaðar dauðasveitir myrða þúsundir stuðningsmanna skæmliða og flytja fólk nauðugt af landsbyggð- inni en eftir sem áður er það bláfá- tækt sveitafólkið, sem skæruliðar sækja styrk sinn til. Duarte, sem var fyrst í forsvari fyrir stjóm hersins og óbreyttra borgara en var lq'örinn forseti árið 1984, hef- ur hins vegar beitt sér fyrir ýms- um umbótum í efnahags- og þjóð- félagsmálum og heldur því fram, að vegna þeirra geti FMNL ekki lengur réttlætt skæruliðahemað- inn. Frá árinu 1984 hafa fulltrúar skæruliða og stjómvalda þrisvar sest að samningaborði en ávallt án árangurs. FMNL vill beina aðild að stjóminni strax en her- inn, Duarte og Bandaríkjastjóm vilja, að skæruliðar gefíst upp. Talið er líklegt, að ný ríkis- stjóm í Bandaríkjunum undir for- ystu George Bush muni reynast raunsærri í þessum málum og leiðtogar skæruliða virðast líka vera að komast ofan á jörðina. Era þeir nú famir að tala um fjöl- flokka lýðræði, blandað hagkerfí og samstarf við Bandaríkjamenn að lokinni borgarastyijöldinni. (Höfundur er fréttamaður hjá Reuters)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.