Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14, DESEMBER 1988 25 Drög að friðarsamningi í Suðvestur-Afríku: Kúbverjar frá Angólu á tveimur og hálfu ári Brazzaville. Reuter'. TUGIR stjórnarerindreka og stjórnmálamanna fylgdust með fiilltrú- um Suður-Afríku, Kúbu og Angólu undirrita drög að samningi um frið í Angólu og sjálfstæði Namibiu í Þjóðarhöllinni í Brazzaville, höfúðborg Kongós, í gær. Gengið verður endanlega frá samningn- um, sem felur meðal annars í sér að allir kúbverskir hermenn verði fluttir á brott frá Angólu í áföngum fyrir 30. júní árið 1991, í New York-borg 22. desember. Sjálfboðaliðar aðstoða við að slökkva eld sem blossaði upp í sölubás- um markaðar í Mexíkó-borg á sunnudag. 61 hafði í gær látist af völdum eldsvoðans. Mexíkó: Minnst 81 týnir lífi í tveimur eldsvoðum Mexíkó-borg. Reuter. Samkvæmt Brazzaville-drögun- um svokölluðu verða Suður-Afríku- menn að koma áætlun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um sjálfstæði Namibíu, sem samþykkt var fyrir tíu árum, í framkvæmd 1. apríl á næsta ári. í áætluninni er gert ráð fyrir að lög, sem mismuna kynþátt- um í Namibíu, verði afnumin fyrir miðjan maímánuð og að suður- afrískir hermenn í landinu verði ekki fleiri en 1.500 1. júlí. Efnt verður til kosninga 1. nóvember og kosnir fulltrúar á stjórnlagaþing, sem falið verður að samþykkja stjórnarskrá Namibíu sem sjálf- stæðs ríkis. Tveir þriðju hlutar þingsins þurfa að samþykkja stjórn- arskrána. Stjórnarerindrekar telja að SWAPO-samtökin, sem hafa háð skæruhernað gegn Suður-Afríku- mönnum síðan árið 1966, nái meiri- hluta á þinginu en suður-afrískir embættismenn telja að SWAPO fái ekki 2/3 þingsætanna. Namibía ætti að hljóta sjálfstæði í kjölfar kosninganna, eftir 74 ár undir stjórn Suður-Afríkumanna, og endi verður að öllum líkindum bundinn á 22 ára skæruhernað í landipu. í drögunum er ennfremur kveðið á um að 3.000 kúbverskir hermenn verði fluttir brott frá Angólu fyrir 1. apríl á næsta ári og alls 25.000 fyrir 1. nóvember. Þá er gert ráð fyrir að brottflutningi kúbverskra hermanna ljúki 30. júní árið 1991. Ennfremur verða kúbverskir her- menn að halda sig í að minnsta kosti 550 kílómetra fjarlægð frá landamærunum að Namibíu frá og með 1. nóvember á næsta ári. í drögunum er ekki minnst á UNITA-hreyfinguna, sem barist hefur fyrir því að fá að taka þátt í stjórn Angólu síðan árið 1975. VERKFOLL sjúkraþjálfa, íðju- þjálfa og vinnuvistfræðinga í þremur sjúkrahúsum Færeyja hafa nú staðið i einn og hálfan mánuð og um 14 dagar eru síðan starfsfólk á rannsóknarstofúm lagði niður störf. Engin lausn virðist vera í sjónmáli í kjaradeil- unni. Verkfallsmenn krefjast 6% kaup- hækkunar en landsstjórnin hefur sagt að slíkar hækkanir komi ekki til greina. Sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar og vinnuvistfræðingar lögðu niður störf í byijun nóvember en starfs- Hreyfingin, sem hefur notið stuðn- ings Suður-Afríkumanna (þar til fyrr á þessu ári) og Bandaríkja- manna, hefur um þriðjung landsins á sínu valdi. Suður-afrískur emb- ættismaður sagði að Angólustjórn og Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA, þyrftu að semja sérstaklega sín á milli um frið. Gert er ráð fyrir að Kúbveijar, Angólumenn og Suður-Afríkumenn skipi sameiginlega nefnd sem fær það hlutverk að jafna deilur sem upp kunna að koma í kjölfar samn- ingsins. Þá munu þjóðirnar skiptast á stríðsföngum 22. desember.'þegar gengið verður endanlega frá samn- ingnmn í New York-borg. fólk á rannsóknarstofum í byijun desember. Talið er að um 175 sjúkl- ingar bíði þess að vera lagðir inn á sjúkrahús og ástandið versnar með hveijum degi sem líður. í viðtali við færeyska dagblaðið Dimmalætting á laugardag sagði Annika Olsen, læknir í Þórshöfn, að verkfallið kæmi sér illa fyrir lækna víða um eyjarnar. Hún telur að hættuástand ríki í heilbrigðis- málum landsins og að lausn verði að finnast sem fyrst í kjaradeil- unni. Deiluaðilar hafa enn ekki boð- að til samningafundar. AÐ MINNSTA kosti 62 fórust þegar eldur blossaði upp í sölu- básum helsta markaðar Mexíkó- borgar á sunnudag. Eldsvoðinn varð eftir sprengingn í sölubás, þar sem seldir voru heimatilbún- ir flugeldar. Yfirvöld hafa bann- að flugeldasölu í borginni og eftirlit lögreglu hefúr verið auk- ið til að tryggja að bannið verði virt. Þá létust að minnsta kosti 19 fangar þegar eldur varð laus í fangelsi í Monterrey í norður- hluta Mexíkó í gær. Dauðsfoll urðu fleiri en ella vegna þess að fangaverðir fúndu ekki lykla strax til að hleypa fongunum út. Lögregluyfirvöld sögðu að líklega myndu fleiri lík finnast í markaðin- um. Talsmaður lögreglunnar sagði að fimmtán þeirra sem fórust hefðu verið börn. 60 lík hefðu fundist í útimarkaðinum, einn hefði látist á sjúkrahúsi og tíu til viðbótar væru í lífshættu. Sjónarvottar sögðu að eldurinn hefði blossað upp í markaðinum, sem gerður er úr viði og stein- steypu, á nokkrum sekúndum. Mik- il skelfing hefði gripið um sig með- al viðskiptavina, sem hefðu margir hveijir lokast inni í básunum. Að sögn talsmanns Rauða kross- ins virðist sem upptök eldsins í fangelsinu megi rekja til kertaljóss. Engin slökkvitæki voru innan seil- ingar í fangelsinu. Færeyjar: YerkfÖll á sjúkrahúsum Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÖRBYLGJVSMELLUR FRÁ AEG FX 112 örbylgjuofhinn frá AEG er alveg einstakur Hann er fyrirferðarlítill, en rúmar alveg ótrúlega mikið • 500 W • 11 lítra rými • Tímastillir á 30 mín. • Sjálfvirk dreifing á örbylgjum (enginn diskur) • Öryggislæsing á hurö Og verðið er alveg ótrúlegt kr • I2.949?- stgr. (Almennt verð kr. 13.775,-) AEG heimilistœki -því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin. BRÆÐURNIR ORMSSON HF Lágmúla 9. Simi: 38820. AEG AFKÖST ENDING GÆÐI Umbodsmenn um land allt: Mikligarður, Reykjavík H.G. Guðjónsson hf., Reykjavík Hagkaup, Reykjavik Kaupstaður, Reykjavik Þorsteinn Bergmann, Reykjavik BYKO, Kóp. - Rvík Samvirki, Kópavogi Rafbúðin, Kópavogi Mosraf, Varmá Stapafell, Keflavík Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi Húsprýði, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Guðni Hallgrimsson, Grundarfirði Verslun Einars Stefánssonar, Búðardal Vestfirðir: Bjarnabúð, Tálknafirði Rafbúö Jónasar Þórs, Patreksfirði Verslun Gunnars Sigurðssonar, Þingeyri Straumur, ísafiröi Verslunin Edinborg, Bildudal Einar Guðfinnsson hf., Bolungarvík Norðurland: Kaupfélag Steingrimsfjarðar, Hólmavík Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Kaupfélag Skagfiröinga, Sauðárkróki Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri Bókabúð Rannveigar H. Ólafs- dóttur, Laugum, S-Þingeyjarsýslu. Verslunin Sel, Mývatnssveit Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík Austurland: Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn Kaupfélag N-Þingeyinga, Kópaskeri Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði Sveinn O. Elíasson, Neskaupsstað Stálbúð, Seyðisfirði Rafnet, Reyðarfirði Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum Kaupfélag Skaftfellinga, Höfn Suðurland: E.P. Innréttingar, Vestmannaeyjum Mosfell, Hellu Rás, Þorlákshöfn Árvirkinn, Selfossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.