Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14, DESEMBER 1988
25
Drög að friðarsamningi í Suðvestur-Afríku:
Kúbverjar frá Angólu
á tveimur og hálfu ári
Brazzaville. Reuter'.
TUGIR stjórnarerindreka og stjórnmálamanna fylgdust með fiilltrú-
um Suður-Afríku, Kúbu og Angólu undirrita drög að samningi um
frið í Angólu og sjálfstæði Namibiu í Þjóðarhöllinni í Brazzaville,
höfúðborg Kongós, í gær. Gengið verður endanlega frá samningn-
um, sem felur meðal annars í sér að allir kúbverskir hermenn verði
fluttir á brott frá Angólu í áföngum fyrir 30. júní árið 1991, í New
York-borg 22. desember.
Sjálfboðaliðar aðstoða við að slökkva eld sem blossaði upp í sölubás-
um markaðar í Mexíkó-borg á sunnudag. 61 hafði í gær látist af
völdum eldsvoðans.
Mexíkó:
Minnst 81 týnir lífi
í tveimur eldsvoðum
Mexíkó-borg. Reuter.
Samkvæmt Brazzaville-drögun-
um svokölluðu verða Suður-Afríku-
menn að koma áætlun öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna um sjálfstæði
Namibíu, sem samþykkt var fyrir
tíu árum, í framkvæmd 1. apríl á
næsta ári. í áætluninni er gert ráð
fyrir að lög, sem mismuna kynþátt-
um í Namibíu, verði afnumin fyrir
miðjan maímánuð og að suður-
afrískir hermenn í landinu verði
ekki fleiri en 1.500 1. júlí. Efnt
verður til kosninga 1. nóvember og
kosnir fulltrúar á stjórnlagaþing,
sem falið verður að samþykkja
stjórnarskrá Namibíu sem sjálf-
stæðs ríkis. Tveir þriðju hlutar
þingsins þurfa að samþykkja stjórn-
arskrána. Stjórnarerindrekar telja
að SWAPO-samtökin, sem hafa háð
skæruhernað gegn Suður-Afríku-
mönnum síðan árið 1966, nái meiri-
hluta á þinginu en suður-afrískir
embættismenn telja að SWAPO fái
ekki 2/3 þingsætanna. Namibía
ætti að hljóta sjálfstæði í kjölfar
kosninganna, eftir 74 ár undir
stjórn Suður-Afríkumanna, og endi
verður að öllum líkindum bundinn
á 22 ára skæruhernað í landipu.
í drögunum er ennfremur kveðið
á um að 3.000 kúbverskir hermenn
verði fluttir brott frá Angólu fyrir
1. apríl á næsta ári og alls 25.000
fyrir 1. nóvember. Þá er gert ráð
fyrir að brottflutningi kúbverskra
hermanna ljúki 30. júní árið 1991.
Ennfremur verða kúbverskir her-
menn að halda sig í að minnsta
kosti 550 kílómetra fjarlægð frá
landamærunum að Namibíu frá og
með 1. nóvember á næsta ári.
í drögunum er ekki minnst á
UNITA-hreyfinguna, sem barist
hefur fyrir því að fá að taka þátt
í stjórn Angólu síðan árið 1975.
VERKFOLL sjúkraþjálfa, íðju-
þjálfa og vinnuvistfræðinga í
þremur sjúkrahúsum Færeyja
hafa nú staðið i einn og hálfan
mánuð og um 14 dagar eru síðan
starfsfólk á rannsóknarstofúm
lagði niður störf. Engin lausn
virðist vera í sjónmáli í kjaradeil-
unni.
Verkfallsmenn krefjast 6% kaup-
hækkunar en landsstjórnin hefur
sagt að slíkar hækkanir komi ekki
til greina. Sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar
og vinnuvistfræðingar lögðu niður
störf í byijun nóvember en starfs-
Hreyfingin, sem hefur notið stuðn-
ings Suður-Afríkumanna (þar til
fyrr á þessu ári) og Bandaríkja-
manna, hefur um þriðjung landsins
á sínu valdi. Suður-afrískur emb-
ættismaður sagði að Angólustjórn
og Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA,
þyrftu að semja sérstaklega sín á
milli um frið.
Gert er ráð fyrir að Kúbveijar,
Angólumenn og Suður-Afríkumenn
skipi sameiginlega nefnd sem fær
það hlutverk að jafna deilur sem
upp kunna að koma í kjölfar samn-
ingsins. Þá munu þjóðirnar skiptast
á stríðsföngum 22. desember.'þegar
gengið verður endanlega frá samn-
ingnmn í New York-borg.
fólk á rannsóknarstofum í byijun
desember. Talið er að um 175 sjúkl-
ingar bíði þess að vera lagðir inn á
sjúkrahús og ástandið versnar með
hveijum degi sem líður.
í viðtali við færeyska dagblaðið
Dimmalætting á laugardag sagði
Annika Olsen, læknir í Þórshöfn,
að verkfallið kæmi sér illa fyrir
lækna víða um eyjarnar. Hún telur
að hættuástand ríki í heilbrigðis-
málum landsins og að lausn verði
að finnast sem fyrst í kjaradeil-
unni. Deiluaðilar hafa enn ekki boð-
að til samningafundar.
AÐ MINNSTA kosti 62 fórust
þegar eldur blossaði upp í sölu-
básum helsta markaðar Mexíkó-
borgar á sunnudag. Eldsvoðinn
varð eftir sprengingn í sölubás,
þar sem seldir voru heimatilbún-
ir flugeldar. Yfirvöld hafa bann-
að flugeldasölu í borginni og
eftirlit lögreglu hefúr verið auk-
ið til að tryggja að bannið verði
virt. Þá létust að minnsta kosti
19 fangar þegar eldur varð laus
í fangelsi í Monterrey í norður-
hluta Mexíkó í gær. Dauðsfoll
urðu fleiri en ella vegna þess að
fangaverðir fúndu ekki lykla
strax til að hleypa fongunum út.
Lögregluyfirvöld sögðu að líklega
myndu fleiri lík finnast í markaðin-
um. Talsmaður lögreglunnar sagði
að fimmtán þeirra sem fórust hefðu
verið börn. 60 lík hefðu fundist í
útimarkaðinum, einn hefði látist á
sjúkrahúsi og tíu til viðbótar væru
í lífshættu.
Sjónarvottar sögðu að eldurinn
hefði blossað upp í markaðinum,
sem gerður er úr viði og stein-
steypu, á nokkrum sekúndum. Mik-
il skelfing hefði gripið um sig með-
al viðskiptavina, sem hefðu margir
hveijir lokast inni í básunum.
Að sögn talsmanns Rauða kross-
ins virðist sem upptök eldsins í
fangelsinu megi rekja til kertaljóss.
Engin slökkvitæki voru innan seil-
ingar í fangelsinu.
Færeyjar:
YerkfÖll á sjúkrahúsum
Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÖRBYLGJVSMELLUR
FRÁ AEG
FX 112 örbylgjuofhinn frá
AEG er alveg einstakur
Hann er fyrirferðarlítill, en
rúmar alveg ótrúlega mikið
• 500 W
• 11 lítra rými
• Tímastillir á 30 mín.
• Sjálfvirk dreifing á örbylgjum
(enginn diskur)
• Öryggislæsing á hurö
Og verðið er alveg ótrúlegt
kr • I2.949?- stgr.
(Almennt verð kr. 13.775,-)
AEG heimilistœki
-því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin.
BRÆÐURNIR
ORMSSON HF
Lágmúla 9. Simi: 38820.
AEG
AFKÖST
ENDING
GÆÐI
Umbodsmenn um land allt:
Mikligarður, Reykjavík
H.G. Guðjónsson hf., Reykjavík
Hagkaup, Reykjavik
Kaupstaður, Reykjavik
Þorsteinn Bergmann, Reykjavik
BYKO, Kóp. - Rvík
Samvirki, Kópavogi
Rafbúðin, Kópavogi
Mosraf, Varmá
Stapafell, Keflavík
Vesturland:
Málningarþjónustan, Akranesi
Húsprýði, Borgarnesi
Blómsturvellir, Hellissandi
Guðni Hallgrimsson,
Grundarfirði
Verslun Einars Stefánssonar,
Búðardal
Vestfirðir:
Bjarnabúð, Tálknafirði
Rafbúö Jónasar Þórs,
Patreksfirði
Verslun Gunnars Sigurðssonar,
Þingeyri
Straumur, ísafiröi
Verslunin Edinborg, Bildudal
Einar Guðfinnsson hf.,
Bolungarvík
Norðurland:
Kaupfélag Steingrimsfjarðar,
Hólmavík
Kaupfélag Húnvetninga,
Blönduósi
Kaupfélag Skagfiröinga,
Sauðárkróki
Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri
Bókabúð Rannveigar H. Ólafs-
dóttur, Laugum,
S-Þingeyjarsýslu.
Verslunin Sel, Mývatnssveit
Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík
Austurland:
Kaupfélag Langnesinga,
Þórshöfn
Kaupfélag N-Þingeyinga,
Kópaskeri
Kaupfélag Vopnfirðinga,
Vopnafirði
Sveinn O. Elíasson,
Neskaupsstað
Stálbúð, Seyðisfirði
Rafnet, Reyðarfirði
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga,
Fáskrúðsfirði
Sveinn Guðmundsson,
Egilsstöðum
Kaupfélag Skaftfellinga, Höfn
Suðurland:
E.P. Innréttingar,
Vestmannaeyjum
Mosfell, Hellu
Rás, Þorlákshöfn
Árvirkinn, Selfossi